Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Raðhús í byggingu. 3ja herbergja íbúð með bílskúr í endaraðhúsi. Afhendist tilbúið til innréttingar. Tilbúin til afhendingar við samning. Stærð 123,5 m2 Verð kr. 35.500.000 Laufdalur 23 í Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 31. desember 2018 1. Bifreið, Kia Niro Plug-in Hybrid rafbíll, að verðmæti kr. 3.990.777 1011 2.-6. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 300.000 5949 16711 17321 17390 27603 7.-11. Vöruúttekt hjá húsgagnaverslun eða verslun, hver að verðmæti kr. 175.000 2745 10620 15653 19346 28516 12.-41. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 150.000 120 1629 1845 2999 3264 5439 5634 5691 6937 7219 8342 9647 9781 12991 13824 15151 16517 17068 17698 18825 19416 19557 19583 20407 20766 21384 21680 26117 26455 26850 42.-66. Vöruúttekt hjá húsgagnaverslun eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000 320 696 1545 1727 1985 3178 3275 11259 14427 16321 17159 17445 18679 19292 20498 20662 21213 21441 22506 22525 24639 24772 28204 28334 29662 67.-105. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 75.000 2239 2252 2718 5189 5603 6419 6531 7221 8477 9473 9569 9625 9713 10001 11640 12157 12459 13575 15135 16865 17181 17793 19064 19485 19489 19688 20032 21129 22802 22992 24504 24630 25100 25363 27554 27723 28592 29114 19485 Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, 3. hæð, sími 5500-360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 15. janúar 2019. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Allt um sjávarútveg Þegar mál koma upp á yfirborðið, sem sýna að einhver hef- ur ekki passað nóg upp á þá hluti sem honum hefur verið trúað fyrir, þá hefst mikil leit að þeim seka. Í lokin finnst sá seki og hann stíg- ur fram og nærri ber sér á brjóst og segir karlmannlega ef ekki hátíðlega: „Já, ég tek þetta á mig og skerst ekki undan ábyrgðinni.“ En nú spyr ég, hvernig skerst hann ekki undan ábyrgðinni? Er nóg að segja þetta og síðan ekki söguna meir? Einu sinni skipti ég við gott tryggingafélag sem hét Ábyrgð, félag sem stóð undir nafni, því ef ég ók á bíl og var í órétti þá tók Ábyrgð ábyrgð á gjörðum mínum og borgaði allan kostnað af við- gerðinni vegna skaðans, sem ég olli. Þetta skilja allir, en hver ber ábyrgð á því sem sagt var í upp- hafi? Enginn! Enginn greiðir skað- ann. Þetta sýnir að allt þetta tal um ábyrgð er bara blöff! Nema hjá nefndu tryggingafélagi. En hvað er hægt að gera í málinu? Ég vil að orðið ábyrgð öðlist gildi. Tökum dæmi með braggann títt- nefndan í fjölmiðlum. Ég vil að þeir sem finnast réttilega ábyrg- ir taki ábyrgð. Þeir gætu t.d. tekið á sig launalækkun, að lækka í launum t.d. í eitt ár eða skemur eða lengur. Þannig að sá sem hefur eina milljón á mánuði í laun lækki um 100 þúsund í ákveðinn tíma. Með þessu fær þetta orð „ábyrgð“ sem margir stæra sig af að bera, nauðsynlega merkingu. Guð blessi Ísland. Að gera ábyrgð virka Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Ég vil að orðið „ábyrgð“ öðlist gildi. Tökum dæmi með braggann títtnefndan í fjölmiðlum. Ég vil að þeir sem finnast réttilega ábyrgir taki ábyrgð. Höfundur er athafnamaður. eythorheidberg@simnet.is Mannekla í aðhlynn- ingarstörfum á hjúkr- unarheimilum og í dag- vistunarþjónustu hefur verið viðvarandi vanda- mál árum saman þrátt fyrir að borgaryfirvöld fullyrði að unnið sé af kappi af því að leysa vandann. Orsök mann- eklu er fyrst og fremst þau lágu laun sem eru í boði, oft erfiðar vinnuaðstæður og mik- ið álag. Á þeim stöðum þar sem mann- ekla er viðvarandi vandamál verður starfsfólkið að hlaupa hraðar, gera meira á skemmri tíma og nær hugs- anlega einungis að gera það allra nauð- synlegasta. Það mætir þ.a.l. stundum afgangi að vera í persónulegum tengslum við fólkið, örva það og virkja, sem er mikilvægur hluti af starfinu. Mannekla er ekki eina vandamálið á þessu sviði heldur er einnig dæmi um að störfum hafi verið fækkað. Hér má nefna starfsfólk sem hefur það hlut- verk að efla skynörvun og færnigetu fólksins í félagsstarfi þeirra. Fækkun starfa stríðir gegn meginstefnu borg- arinnar sem er að gefa eldri borgurum möguleika á að vera í sjálfstæðri bú- setu með viðeigandi heimaþjónustu og tækifæri til að sækja félagsstarf að degi til. Það er mikilvægt að fullmannað sé í öll þessi störf og að aldraðir og ein- staklingar sem glíma við heilabilun fái þjónustu við hæfi þegar kemur að skynörvun, virkni og færniþjálfun. Dæmi eru um að færni og virkniþjálf- un hafi verið takmörkuð svo mikið að fólk sem kemur t.d. heim frá hvíldar- innlögnum er jafnvel verr á sig komið líkamlega og andlega heldur en fyrir innlögn. Fjölbreytni og samfella skiptir höfuðmáli Rannsóknir hafa sýnt að heilsuefl- ing sem felur í sér ríkuleg persónuleg samskipti, skynörvun, virkni- og færniþjálfun, hreyfingu og útiveru við hæfi getur hægt á heilabilun. Þjálfun þarf að vera á persónulegum for- sendum og í samræmi við getu hvers og eins. Markmiðið er að auka lífsgæði og hamingju og draga að sama skapi úr notkun lyfja, svefn-, ró- andi og kvíðalyfja. Sýnt hefur verið fram á að lyfjanotkun sé mun meiri meðal þessa hóps hér á landi en í mörgum öðr- um löndum sem Ísland ber sig saman við. Í þessu sambandi er vert að minnast á hvað tengsl við gæludýr hafa góð áhrif á andlega heilsu og vellíðan fólks. Um- gengni við gæludýr er eitt af því sem gleður fjölmarga ekki síst eldri borg- ara og einstaklinga með heilabilun. Sýnt hefur verið fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkam- lega vellíðan, einbeitingu og athygli og dregur einnig úr streituviðbrögðum. Dýr veita vinskap, líkamlega snertingu og sýna áhuga og væntumþykju án nokkurra skilyrða. Ábyrgð stjórnvalda Það er á ábyrgð stjórnvalda borgar- innar að móta stefnu og veita nægjan- legt fjármagn til málaflokksins til að hægt sé að hlúa að þessum hópi sem hér um ræðir með mannsæmandi hætti. Líkami og sál, hugur og heilsa, allt er þetta samtvinnað. Vitsmunaleg virkni hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Að fá tækifæri til að virkja huga og hönd og fá útrás fyrir ímyndunar- aflið og sköpunarkraftinn eykur lífs- gæði. Bjart og litríkt umhverfi, verk- efni við hæfi sem örvar vitsmunina, dagleg líkamleg þjálfun er allt líklegt til að gefa lífinu tilgang og glæða lífs- löngun. Fjölbreytt tæki og tól þurfa að vera til staðar og tækifæri til tóm- stundaiðkunar og sköpunar. Ekkert af þessu er mögulegt nema starfsfólk og leiðbeinendur sem hafa tíma og rými til að vera í persónulegum tengslum við að leiðbeina og handleiða fólkið séu til staðar. Gera má því skóna að víða á hjúkr- unarheimilum og í félagsstarfi séu þessir hlutir í ágætu horfi. Að hafa gott og skilvirkt skipulag sem er hannað og aðlagað fyrir þennan hóp kostar ekki endilega mikið. Huga má að breyt- ingum og endurbótum á mörgu í um- hverfinu t.d. því sem snýr að litum, hlutum, rými, birtu og útsýni sem get- ur breytt miklu í lífi og tilveru fólksins ef vel tekst til. Það eru smáu atriðin og litlu hlutirnir sem skipta ekki síður máli en þeir stóru þegar kemur að því að gera umhverfið aðlaðandi og hvetj- andi fyrir einstaklinga sem glíma við aldurstengda sjúkdóma. Fyrir aldraða og einstaklinga sem glíma við heilabilun skiptir fjölbreytni og samfella máli, að hverjum og einum sé boðið verkefni við hæfi, eitthvað sem hvetur, örvar og gleður. Ekkert kemur þó í staðinn fyrir persónuleg samskipti, samtal og snertingu. Ef störf eru und- irmönnuð þá segir það sig sjálft að lítill tími gefst til að setjast niður og spjalla eða vinna saman að verkefni. Nú þegar kjaramálin verða í hámæli er vert að muna að störf verða ekki fullmönnuð fyrr en mannsæmandi laun verða í boði, laun sem hægt er að lifa af. Það er fátt sem yljar meira en að sjá glaðleg andlit þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði eða eru veikir, sumir jafnvel langt um aldur fram. Að eldast og þurfa að treysta á aðra til að sinna okkur bíður flestra. Reynum að setja okkur í þessi spor þótt einhverjum okkar finnist e.t.v. það hljóti að vera langt í þessa stöðu og aðstæður hjá okkur sjálfum. Hér í blálokin má nefna að Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu þess efnis að velferðarsvið end- urskoði virkniþjálfun á félagsmið- stöðum og á hjúkrunarheimilum borg- arinnar með það að markmiði að bæta hana og dýpka. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Nú þegar kjaramálin verða í hámæli er vert að muna að störf verða ekki fullmönnuð fyrr en mannsæmandi laun verða í boði, laun sem hægt er að lifa af. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Skynörvun og virkniþjálfun einstaklinga með heilabilun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.