Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 heimilinu Barmahlíð og sinnti því starfi af mikilli samviskusemi enda vinsæl hjá íbúum heimilis- ins. Það fékk ég líka að reyna fyr- ir nokkrum árum er ég var þar í hvíldarinnlögn eftir liðskiptaað- gerð. Hún tók jafnvel að sér að fara í ferðalag með eldri borgur- um til annarra landa til þess að aðstoða þá. Það er sárt að sjá á eftir Tótu fara svo snemma, að- eins 68 ára. Hún var nýlega hætt að vinna og ætlaði virkilega að fara að njóta lífsins. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðr- um ættingjum innilega samúð. Minningin lifir. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Mér kær vinkona og fyrrum samstarfskona, Þórunn Játvarð- ardóttir, er látin. Breiðafjörður- inn hennar er fallegur og var Tóta mikill náttúruunnandi. Hún fór upp um fjöll og firnindi létt í spori. Elsku Tóta var afburðadugleg til allra verka. Hún tíndi mikið af berjum og fjallagrösin tók hún gjarnan með í Sóltún, skellti þeim í suðu og gaf okkur sem þar unn- um seyði ef ske kynni að í upp- siglingu væri kvefpest eða önnur óáran. Hún hugsaði fyrir öllu. Ófáar berjasultukrukkurnar og saft kom hún með og gaf okkur samstarfsfólki sínu. Tóta var menntaður þroska- þjálfi, hún var sterk og tókst á við starf sitt fumlaust. Aldraðir las- burða treysta á kraftmiklar vinn- andi hendur. Tóta var ræðin og víðlesin og ættfræði var henni ávallt ofarlega í sinni. Hún var í Kvenfélagi Reyk- hólahrepps, söng bæði í kirkju- kór og blönduðum kór Breiðfirð- inga. Eitt sinn tók Tóta mig með til Reykhóla til viku dvalar, það var ekki ónýtt að njóta allrar hennar gestrisni. Það var rætt um heima og geima fram á kvöld. Eftir lestur fram á nótt skreið ég fram úr kl. 11 morgun einn. Þá var Tóta búin að baka 100 pönnu- kökur í stafla og þrjár stórar marengstertur yfir plötuna. Já hún gerði þetta sem kvenfélags- kona. Á matarborðinu beið handa okkur hafragrautsskál, lýsi, sulta, kæfa, egg og brauð. Kaffi- vélin góða var í startholunum. Húsið hennar lét ekki mikið yfir sér. Herbergin voru þó mörg og biðu þar mörg uppbúin handa gestum sem hún bauð ófáum að dvelja hjá sér. Mér er svo minn- isstætt eitt fagurt sumarkvöld við Breiðafjörð á Reykhólum hjá Tótu. Úti var kyrrt, fuglarnir sungu og kvökuðu hástöfum, bæði mófuglar og sjófuglar. Hit- inn var 20°. Lítil ömmuhnáta sem bjó í næsta húsi, þriggja ára ljós- hærð í hvítum bol, stuttbuxum og berfætt, var mætt á svæðið. Það var gott að geta skokkað yfir. Sú stutta settist í fang ömmu sinnar, vafði hana örmum og sagði: „Elsku barnið mitt.“ Við skelli- hlógum allar. Stelpan var svo skemmtileg, eins og amman. Góð minning er frá boði sem Tóta og systkini hennar stóðu fyrir á bernskuheimili þeirra, Miðjanesi. Húsið stóð undir fjallshlíðinni, þar var öllu vel viðhaldið og fal- legur panellinn á veggjunum ljós- grænn var frá miðri síðustu öld. Langa borðið á miðju gólfi svign- aði undan alls lags nýmeti, silung- ur veiddur þann morguninn og kartöflur og fjölbreytt grænmeti. Þarna voru samankomin systkini og vinir. Þessi stund var svo nota- leg í fallegri sveit og í góðu húsi. Elsku Tóta mín, ég þakka þér samferðina og öll heimboðin þín vestur. Ég votta fjölskyldunni innilega samúð. Guð blessi þig, þín einlæg Steingerður.  Fleiri minningargreinar um Þórunni Játvarð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ásgrímur Þór-hallsson fædd- ist á Hafralæk 12. október 1936. Hann lést á Skógar- brekku, Húsavík, 24. desember 2018. Foreldrar hans voru Kristín Jó- hanna Eiríksdóttir ljósmóðir, f. 11. febrúar 1906, d. 28. janúar 1962, og Þórhallur Andrésson bóndi, f. 8. september 1904, d. 10. mars 1982. Ásgrímur var elstur fjögurra barna þeirra hjóna, en systkini hans létust öll í frumbernsku. fimm börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 1959, gift Sæmundi Ólasyni, eiga þau fjögur börn og níu barnabörn. 2) Þórhallur, f. 1960. Hann á einn son, tvö fósturbörn og sjö barnabörn. 3) Stein- grímur, f. 1962, kvæntur Zubitu Haider. Með fyrri eiginkonu sinni, Guðrúnu Hauksdóttur, á hann tvær dætur. 4) Jónas Kon- ráð, f. 1964, kvæntur Huld Arn- grímsdóttur Clausen. Eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Kristinn Jóhann, f. 1972, kvænt- ur Helgu Vigdísi Aðalbjörns- dóttur. Eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. Ásgrímur tók við jörð for- eldra sinna ásamt eiginkonu sinni 1962 og bjuggu þau þar alla tíð síðan, fyrstu árin með blandaðan búskap og síðari ár voru þau með ferðaþjónustu. Útför Ásgríms fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 5. jan- úar 2019, klukkan 14. Uppeldisbróðir hans var Sigurður Anton Friðþjófsson skáld, f. 1942, d. 1980. Ásgrímur kvænt- ist Elmu Kristínu Steingrímsdóttur frá Patreksfirði, f. 19. águst 1940. For- eldrar hennar voru Guðrún Hlín Þór- arinsdóttir, f. 20. apríl 1922, d. 10. nóvember 1959, og Steingrímur Mattías Sigfússon, f. 12. júní 1919, d. 20. apríl 1976. Elma lést 25. septem- ber 2014. Ásgrímur og Elma eignuðust Ekkert hefur haft eins mikil áhrif á líf mitt og að hafa lent „sjórekin“ hjá Ásgrími og Elmu. Unglingsgrey á brauðfótum ein í ókunnum ólgusjó. Þá var gott að reka á fjörur þeirra sómahjóna. Enginn verður samur eftir að hafa verið þátttakandi í þeirra lífi hátt á fjórða áratug. Það þekki ég. Þau hjón fóru sínar eigin leiðir og létu ekki boð, bönn eða álit annarra trufla sig. Einkum var Ásgrímur þekktur fyrir að gera nákvæmlega það sem honum sýndist. Hvort sem það var að hætta að marka lömbin eða nota áburð, draga stórlega úr mat- arsóun með því að ala kindurnar að hluta til á brauði, fóðra tamda refi úr kattardallinum, gefa andarungum eða hænsnum pípu eða kaffisopa, hýsa fólk dögum saman, opna heimilið fyrir gest- um og gangandi. Hvað þá að hafa lömb inni á gafli, jafnvel uppi í rúmi með bleyju. Hafralækur, sem ég kalla löngum „Hársbreidd frá Himna- ríki“, var eins og félagsmiðstöð. Útidyr stóðu opnar flesta daga og gestastraumurinn endalaus. Griðastaður, bærinn undir Núpn- um þar sem berin vaxa og hrossa- gaukurinn hlær. Ekki man ég eft- ir gestalausum degi. Fólk kom til að braska með bíla eða varahluti, spjalla um daginn og veginn, treysta vinabönd eða leita sér griða þegar þannig stóð á. Taóísk velsæld í einfaldleika, nægju- semi, kærleikur og gestrisni engu lík. Óeigingirni á eigin tíma og pláss, einkalífi fórnað á altari vináttu. Á Hafralæk urðu þeir síðustu fyrstir. Tungumálakunnátta óþörf. Útlendingar jafnt sem dýr- in skildu hann. Tryggur vinur var Ásgrímur en þeir sem fóru á bak við hann voru einfaldlega DBD og fengu það óþvegið. Sá gamli kallaði: „Farðu í búr- ið, fáðu þér smurt eða köggla, svo á ég harðfisk fyrir tannlausa, náðu í dall og ljúg-gðu ein- hverju!“ Hann var góður hlust- andi og sögumaður, sá húmor í flestu og brandarar flugu. Öll börn elskuðu hann enda kom hann eins fram við alla, börn, fatl- aða, ókunnuga, vini, útlendinga eða dýr. Dætur mínar elskuðu að fá afakex og djús og gefa kindum brauð eða lambi pela. „Afi Ás- grímur“ er okkur öllum kær og ógleymanlegur. Hvergi sá ég heimili líkt Hafralæk, hvergi leið mér jafn vel. Sá gamli sat í horninu sínu með kaffiglas og pípu og spurði frétta. Aðspurður um eigið gengi sagði hann: „Þetta druslast.“ Ekki kvartað þótt hann væri sárþjáður í skrokknum og þyrfti að sofa full- klæddur, jafnvel með vettlinga, því hann var svo slæmur í „beygj- unum“. Lífssýn hans var einstök, hann trúði á huldar verur, líf eftir dauðann og margir fatlaðir og minni máttar eiga honum mikið að þakka auk hinna sjóreknu „andlegu skyldmenna“ eins og hann kallaði okkur. Hann hefur verið mér sem besti faðir og þakklætið nær vonandi að sefa mesta söknuðinn. Stórbrotin per- sóna og mitt skjól alla tíð. Minn- ingarnar eru óteljandi. Ég hygg að Elma sé búin að setja Boney M á fóninn efra og þau stígi nú dans eins og forðum í eldhúsinu. Pípan og klúturinn, allt á sínum stað, húmorinn, kald- hæðnin og hans hlýja hjarta. Endalaus kærleikur sem ég get seint fullþakkað þeim báðum. Samúðarkveðjur og þakkir sendum við Snæbjörn og dætur þeirra góða fólki. Ingunn Sigmarsdóttir. „Viltu köggla? Fáðu þér smurt eða kexrusl.“ Orðin flugu gjarnan þegar ég heilsaði Ásgrími. Næst var manni sagt að ná í dall, sulla í sig kaffi og ljúga einhverju. Kveðjuorðin voru: „Við sjáumst í næsta stríði“ eða „Við sjáumst einhvern tíma þegar sólin skín“. Ásgrímur var ljúfmenni, glett- inn og sá ljósu punktana. „Þetta gæti verið margfalt verra.“ Hann elskaði að ganga fram af fólki, að- allega móður minni. Hún lærði með tímanum að brynja sig. Þetta atvik gerðist fyrir mína tíð. Foreldrar mínir og bræður bjuggu þá í gamla Hafralækjar- húsinu. Ásgrímur var að flá ný- slátrað naut og Rúnar heitinn bróðir að sniglast þarna. Þegar karl skar reðurinn af bola rétti hann Rúnari gripinn og sagði honum að biðja mömmu sína að sjóða. Barnið mætti hróðugt með djásnið inn í eldhús með þessa bón. Ekki er vitað hvort formæl- ingar móður minnar eða hlátur Ásgríms var háværari. Eftir á hlógu þó flestir. Haustið 2004 komum við Frið- þór frá Breiðuvík til Ásgríms og Elmu með gítar og örlitla söng- olíu. Þessi kvöldstund er í huga mér dýrmæt. Við sátum fjögur og gripið var í gítarinn. Seint um kvöldið byrjaði ég á auðþekktu en taktföstu forspili í fís-moll. Gamli þekkti lagið strax, stóð upp og bauð frúnni upp í dans og þau sungu með skælbrosandi Vor í Vaglaskógi. Ásgrímur hafði sérstakt lag á því að tala við dýr og ég held þau hafi skilið hann. Meðan Kragi, hundurinn minn, lifði fór hann alltaf með kleinu út í dyr handa honum. Fastur liður hjá krökkum var að fá að gefa kindum Ásgríms brauð. Síðar fengu þau svo óþægðarkex hjá Ásgrími. Um bíladellu hans og brask væri hægt að skrifa heila bók. Fyrsta númerið, Þ 4, fylgdi hon- um ævilangt. Endalaust væri hægt að skrifa, margar minningarnar og kærar. En þó svo að framan af lif- um við á fjöru þá fellur að um síð- ir. Stundum gefur hressilega á en sterkustu klettarnir standa til endaloka. Aðfangadagur er ef- laust ekki síðri en hver annar til að kveðja jarðlífið og ganga sadd- ur lífdaga í Sumarlandið. Senni- lega hefur hann byrjað á því að setjast á stein, teygt úr sér og fengið sér pípu. Hann er mér geysilega kær og hefur ávallt verið stór partur af lífi mínu. Ég leitaði oft til hans ef eitthvað bjátaði á, var dapur, svartsýnn eða ómögulegur. Hann gat alltaf með æðruleysi sínu tal- ið í mig kjarkinn og hafði gjarnan samband fljótlega til að spyrja hvernig gengi. Oft var líka bara fínt að sitja og spjalla, fíflast og velta hlutum fyrir sér við grámynstraða eld- húsborðið með kaffi í brúnyrjóttu kaffikrúsinni með brotna hand- fanginu. Hann kenndi mér að betra er að vera sammála um að vera ósammála í stað þess að eyða tíma í rökleysu. Lífið er fátækara án hans en þó er ég margfalt ríkari eftir að hafa átt hann að. Ég mun alltaf sakna hans og síðustu dagar hafa verið skrýtin blanda af góðum minningum, hlýhug en sárum söknuði og sorg. En eins og hann sagði: „Þannig er þetta bara“ og smám saman yfirtaka minning- arnar sorgina. Góða ferð í sumarlandið, elsku frændi, og sjáumst í næsta stríði þegar sólin skín. Öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Bjarki Hólmgeir Hall og fjölskylda. Ásgrímur Þórhallsson ✝ Erla Frið-björnsdóttir fæddist á Sunnu- hvoli við Grenivík 21. janúar 1933. Hún lést á Greni- lundi, dvalarheimili aldraðra á Greni- vík, 23. desember 2018. Foreldrar hennar voru Frið- björn Guðnason húsasmiður, f. 1903, d. 1988, og Anna Jóns- dóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1999. Systkini Erlu eru Jón, f. 1935, Brynhildur, f. 1940, d. 2009, Hólmfríður, f. 1947, og Ól- ína, f. 1950. Hinn 23. júní 1954 giftist Erla Pétri Axelssyni frá Látrum á Látraströnd, f. 1931, d. 2012. Foreldrar hans voru Axel Jó- hannesson, f. 1896, d. 1986, og Sigurbjörg Steingrímsdóttir, f. 1904, d. 1969. Erla og Pétur byggðu heimili sitt á Grenimel á Grenivík og fluttu þar inn 1954. Þau bjuggu þar til ársins 1998, en þá fluttu þau í Túngötu 22. Síðustu ár bjó Erla á Greni- lundi, dvalarheimili aldraðra á Grenivík. Börn þeirra Erlu og Péturs eru: 1) Anna, f. 1954, gift Kristni Skúlasyni, f. 1954. Börn dóttur með Ívari Erni Leifssyni, f. 1983. 4) Friðbjörn Axel, f. 1963. Hann á fjögur börn með fyrrverandi konu sinni, Sól- veigu Jónsdóttur, f. 1964, en þau eru a) Erla, f. 1987, í sam- búð með Hilmari Þór Dagssyni, f. 1990, b) Jón Geir, f. 1990, í sambúð með Ástu Sigríði Guð- jónsdóttur, f. 1985, og á hún eina dóttur, c) Bergsveinn Ingv- ar, f. 1995, í sambúð með Björgu Ingadóttur, f. 1997, og d) Pétur Trausti, f. 1997, en kærasta hans er Inga Birna Jensdóttir, f. 1998. 5) Jón Ás- geir, f. 1969, giftur Elínu Berg- lindi Skúladóttur, f. 1979. Dæt- ur þeirra eru a) Sóldís Anna, f. 2004, b) Elsa Mjöll, f. 2006, og c) Arndís Petra, f. 2013. 6) Guðrún Hildur, f. 1973, gift Helga Teiti Helgasyni, f. 1972, en börn þeirra eru a) Andri Páll, f. 1998, b) Erla María, f. 2003, og c) Ás- dís Halla, f. 2007. Erla var heimavinnandi hús- móðir en starfaði samhliða því við Grenivíkurskóla, í frystihúsi Kaldbaks á Grenivík og í harð- fiskverkuninni Darra. Þá var hún kartöfluræktandi ásamt eiginmanni sínum í áratugi. Að loknu skyldunámi gekk Erla í Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Erla tók þátt í félagsstörfum í heimabyggð sinni, söng í kirkjukór Grenivík- urkirkju og starfaði með kven- félaginu Hlín á Grenivík. Útför Erlu fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 5. jan- úar 2019, klukkan 14. þeirra eru a) Pétur, f. 1975, kvæntur Ir- isi Rún Andersen, f. 1981, eiga þau þrjú börn, b) Guðrún Ósk, f. 1980, d. 1981, c) Kolbrún, f. 1981, d. 1982, d) Guðni Rúnar, f. 1985, í sambúð með Aldísi Mörtu Sig- urðardóttur, f. 1993, eiga þau tvær dætur. 2) Birgir, f. 1956, í sam- búð með Aðalheiði Jóhanns- dóttur, f. 1953. Synir þeirra eru a) Birgir Már, f. 1980, móðir Nanna Kristín Jóhannsdóttir, f. 1957, kvæntur Brynhildi Jónu Helgadóttur, f. 1983, eiga þau þrjá syni, b) Ægir Adolf, f. 1975, faðir Arelíus Viggósson, f. 1956, d. 1978, kvæntur Ingu Stein- laugu Hauksdóttur, f. 1978, og eiga þau tvo syni. 3) Sigurbjörg Helga, f. 1960, gift Jóni Braga Skírnissyni, f. 1957. Börn þeirra eru a) Kristinn Elvar, f. 1977, faðir Gunnar Sigurður Valtýs- son, f. 1953, d. 2007, kvæntur Ásdísi Elvu Kristinsdóttur, f. 1984, eiga þau þrjú börn, b) Ei- ríkur, f. 1980, kvæntur Katrínu Maríu Hjartardóttur, f. 1979, eiga þau þrjú börn, c) Linda Rakel, f. 1988, og á hún eina Frá Sunnuhvoli á Grenivík er gott útsýni. Með Grenivíkur- fjall og Kaldbakinn að baki, blasir Þengilhöfðinn og Skælan við. Og útsýnið yfir Eyjafjörð- inn er óviðjafnanlegt frá Sunnuhvoli. Á þessum stað fæddist Erla Friðbjörnsdóttir og á Grenivík bjó hún alla sína ævi. Þar undi hún sér best, með Pétri sínum og börnunum þeirra sex. Erla var elst systkinanna frá Sunnuhvoli. Sterk fjölskyldu- bönd, glaðværð, dugnaður og ósérhlífni einkennir þau öll. Söngur og gleði er ríkjandi þegar þau koma saman. Erla eignaðist sjálf sex börn og með- al þeirra ræktaði hún þá sam- heldni og þær dyggðir, sem henni voru svo tamar. Hún hélt vel utan um sinn hóp og bar hag hans fyrir brjósti. Hún var börnum sínum góð fyrirmynd og átti hvert bein í barnabörn- um sínum, vildi allt fyrir þau gera og lét flest eftir þeim, svona eins og sannri ömmu sæmir. Gamansemi og hláturmildi var einkennandi fyrir Erlu. Henni var lagið að sjá kómísku hliðar mála. Líka í því sem var flókið og erfiðara viðfangs. Og það hefur eflaust oft komið sér vel, ekki síst eftir að Pétur varð veikur og andlegu atgervi hans fór að hraka. Með góðlát- legri gamansemi gerði Erla gott úr hlutunum á eigin kostn- að. Og einhvern veginn leið öll- um betur. Erla var nefnilega þannig að hún setti hagsmuni þeirra sem henni þótti vænst um framar sínum eigin. Dagleg viðfangsefni húsmóð- ur á stóru heimili leysti Erla farsællega og af myndarskap enda var hún úrræðagóð og verkvit hennar var afbragð. Alltaf var heimilið óaðfinnan- legt, hreint og strokið og allt í röð og reglu. Það er ekki víða sem þvottinum er raðað í stærðarröð á snúrunum, en það gerði Erla. Og það var alltaf nógur matur til hjá Erlu, jafn- vel þótt Pétur byði tveimur eða þremur aukamönnum úr búð- inni í hádegismat án fyrirvara. Og alltaf átti Erla heimsins bestu kleinur, sem hún hnoðaði og steikti af slíkri list að enginn leikur það eftir. Vinnudagar Erlu voru langir. Hún fór hratt yfir og fótatak hennar ómaði frá morgni til kvölds á fjölmennu og gest- kvæmu heimili. Og þegar allt var eins og það átti að vera settist hún loks niður. Auk húsmóðurstarfa tók Erla að sér ýmis störf utan heimilisins og hún ræktaði stofnútsæðiskartöflur í áratugi ásamt eiginmanni sínum. Og hún lét sig ekki muna um það, eftir langan dag í kartöflugarð- inum, að þvo og þurrka vinnu- fötin svo allir gætu farið í hreina og þurra galla í upphafi næsta dags. Erla fór fyrst á fætur á morgnana og síðust í rekkju að kvöldi. Þau Erla og Pétur byggðu sér heimili í Grenimel undir höfðanum. Þaðan sést vel upp í Sunnuhvol. Í Grenimel kom ég fyrst þegar við dóttir þeirra Péturs hófum að rugla saman reytum. Erla tók mér strax opnum örmum. Það lýsir Erlu vel að mér leið jafnvel í návist hennar í fyrsta skiptið sem ég hitti hana og í það síðasta. Og alltaf bauð hún mér kleinur, konfekt eða aðrar velgjörðir. Og hún unni sér ekki hvíldar fyrr en ég þáði góðgerðirnar. Þannig var tengdamóðir mín Erla Friðbjörnsdóttir. Blessuð sé minning hennar. Helgi Teitur Helgason. Erla amma var mjög dugleg og góð við alla og sérstaklega við börn. Hún vildi alltaf gera sitt besta fyrir alla. Það var sama hver það var. Þegar við komum í heimsókn til hennar og afa gat maður alltaf búist við einhverju gómsætu, t.d. bestu kleinum í heimi, ís eða nammi sem amma átti alltaf í skápnum hjá sér bæði í Tún- götunni og á elliheimilinu. Eftir að afi dó fékk ég að gista í afa holu þegar ég var í heimsókn og það var best af öllu. Amma var líka alltaf tilbúin að lesa með mér og svo kenndi hún mér faðirvorið. Ég á eftir að sakna ömmu mjög mikið og ég mun alltaf muna eftir henni. Erla María. Erla Friðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.