Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Opið Hús
s 570 4800
gimli@gimli.is
www.gimli.is
Sölkugata 20, 270 Mosfellsbær 210,1 m2
Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali – halla@gimli.is
Opið hús laugardaginn 5. jan. kl. 14:00 til 14:30
Nýtt 5 herb. endaraðhús á einstaklega fallegum stað í Mosfellsbæ. Lúxuseign
með hjónasvítu, tveimur baðherbergjum auk gestasnyrtingar. Húsið er í heild-
ina 210,1 fm að stærð, þar af bílskúr 25,1 fm og verður afhent á byggingarstigi
5, tilbúið til innréttinga að innan, sparslað og málað auk þess sem
rafmagn verður fullfrágengið. Að utan verður húsið fullbúið með
afgirtum garði og grófjafnaðri lóð. Verð 72,5 m.
Styrkir til náms í
hafrétti
Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og
fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands
og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta
þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar.
Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis-
ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Hafréttarstofnun auglýsir hér með til
umsóknar styrki til þátttöku í
sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í
hafrétti 30. júní - 19. júlí 2019.
Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni
stofnunarinnar, með tölvupósti,
tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 25. janúar 2019.
Allt um sjávarútveg
„Vandamálið varðandi raka-
skemmdir og myglu er að fólk verð-
ur mismunandi veikt. Sumir finna
engin áhrif, aðrir mikil. Sumir gera
grín að þessu og segja að þetta sé
ekki neitt. Þannig að við höfum sett
rúm í enda skálans og bjóðum upp á
sumardvöl, eina viku í einu,“ segir
Ólafur Wallevik, forstöðumaður Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands.
Miðstöðin opnaði í gær svokall-
aðan mygluskála þar sem ólík sýni
myglu verða prófuð í ólíkum efnum.
„Það er nú í gríni gert að setja
rúm þarna inn. Þetta er möguleiki
fyrir þá sem segja að mygla sé bara
bull og vitleysa. Ef þú heldur að
þetta sé bara vitleysa, ertu þá til í að
hætta þér? Þetta er til að senda
skilaboð,“ segir Ólafur.
Skálinn sjálfur er langur og þak-
inn málmplötum á allar hliðar. Þar
verður komið fyrir sýnum af myglu
sem safnað er saman úr mismunandi
húsum og þau síðan prófuð í ólíkum
efnum svo hægt sé að meta alvar-
leika myglunnar og hvernig ákveðin
efni geta varist henni.
Þekkingin ekki mikil
Eftir að myglunni hefur verið
komið fyrir verður þeim sem ekki
trúa á áhrif myglu á heilsu fólks, gef-
ið tækifæri á að bóka dvöl í skál-
anum. Er þó fremur um táknrænt
tilboð að ræða en raunverulegt, enda
yrði hver sá sem inn í skálann kæmi
eftir að myglunni hefur verið komið
þar fyrir að vera rækilega vel búinn.
Er markmiðið því fyrst og fremst að
auka vitneskju og meðvitund um það
vandamál sem mygla er.
Ólafur segir Íslendinga hafa
sloppið vel við áhrif myglunnar í
langan tíma, en að það hafi dregið
ákveðinn dilk á eftir sér.
„Við höfum verið skuggalega
heppin á Íslandi og þangað til fyrir
20 árum var þetta frekar lítið vanda-
mál. Við höfum sloppið mjög vel mið-
að við aðrar þjóðir en það þýðir líka
að við höfum allt of litla þekkingu.
Það er það sem við erum að reyna að
breyta núna. Við ætlum núna að
gera þjóðarátak í að reyna að
minnka myglu af því að kostnaður-
inn telur milljarða króna á ári.“
Í kjölfar opnunar skálans verður
eftir helgi þverfaglegt málþing á
vegum Nýsköpunarmiðstöðvarinnar
þar sem læknar, fræðimenn og verk-
fræðingar verða með erindi um
myglu og afleiðingar hennar.
Morgunblaðið/Eggert
Mygla Ólafur Wallevik hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í mygluskálanum sem opnaður var í gær.
Mygluskálinn sendir
viðvarandi skilaboð
Þeim sem ekki trúa á áhrif myglu býðst gisting í honum
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
hyggst leggja fram skýrslubeiðni til
Ríkisendurskoðunar, þegar þing
kemur saman, um stjórnsýsluúttekt
á Íslandspósti. Jón Þór segir að-
spurður í samtali við mbl.is að ekki
sé um að ræða þingsályktunartillögu
þess efnis að ráðherra verði falið að
óska eftir slíkri úttekt heldur að lög-
gjafarvaldið geri það beint.
„Þingið hefur náttúrlega eftirlits-
hlutverk þegar kemur að ríkisfyrir-
tækjunum og getur þá beðið Ríkis-
endurskoðun, sem er eftirlitsstofnun
Alþingis, að gera úttekt á því hvern-
ig farið er með
það fé sem þingið
útdeilir og hvort
þeim markmiðum
er náð sem stefnt
er að með lögum,
hvort farið hafi
verið eftir þeim
og koma með til-
lögur að úrbót-
um.“
Tilefnið er ekki
síst ósk Íslandspósts um fyrir-
greiðslu úr ríkissjóði upp á 1,5 millj-
arða króna til þess að hægt verði að
halda rekstri fyrirtækisins áfram.
Jón Þór segir að slík úttekt sé mjög
æskileg til þess að tryggja að allt sé
uppi á borðum hvað varðar rekstur
Íslandspósts þannig að hægt sé að
taka upplýstar ákvarðanir um fram-
haldið.
„Mér sýnist einfaldlega kominn
tími til þess að Ríkisendurskoðun
geri úttekt á Íslandspósti í ljósi þess
að fyrirtækið var að biðja um 1,5
milljarða aukalega af skattfé þannig
að við getum farið að læra af þeim
mistökum sem klárlega hafa verið
gerð í rekstri þess,“ segir Jón Þór.
Úttekt verði gerð á Íslandspósti
Jón Þór
Ólafsson