Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Þurr augu! Fæst í öllum helstu apótekum. Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. Augnheilbrigði TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. Án rotvarnarefna VINDORKA OG RAMMAÁÆTLUN Í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið býður verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar til opins fundar um vindorku miðvikudaginn 9. janúar 2019 kl. 13-17. Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins. Beint streymi verður frá fundinum. Nánari upplýsingar og dagskrá málþingsins er að finna á www.ramma.is Atvinnuleysi í nóvember síðast- liðnum mældist 2,9%. Þetta kem- ur fram í nýbirtum tölum Hag- stofu Íslands. Er það talsvert meira atvinnuleysi en í nóvember 2017 þegar það mældist 1,8%. Nú í nóvember voru á atvinnuleysis- skrá 5.900 manns en 12 mánuðum fyrr voru atvinnulausir 3.500. Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar er gert ráð fyrir að 204.700 manns á aldr- inum 16-74 ára hafi verið á vinnumarkaði í nóvember síðast- liðnum. Miðað við heildarmann- fjölda nam atvinnuþátttaka því 81%. Af þeim voru starfandi 198.800, en 5.900 án atvinnu eins og áður sagði. Atvinnuleysi mældist 2,9% Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði á hádegisverðar- fundi Samtaka atvinnulífsins, þar sem litið var á árið fram undan, að brothætt staða ríki í efnahagslífinu um þessar mundir. Lítið megi þar út- af bregða. Yfirstandandi hagvaxtar- skeið, sem staðið hefur í átta ár, sé eitt það lengsta í Íslandssögunni, og spár í ríkisfjármálum geri ráð fyrir áframhaldandi fimm ára hagvexti. „Því miður erum við með þessa óvissu í samfélaginu núna sem helg- ast af kjarasamningsviðræðum, og þess vegna geng ég svo langt að segja að efnahagsleg velferð þjóðar- innar og allra Íslendinga muni ákvarðast í útkomu þessara kjara- samninga,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í máli Halldórs á fundinum kom jafnframt fram að sé horft til baka á söguna, sjáist að Íslendingar misstu vanalega tökin á efnahagsmálunum á toppi hverrar hagsveiflu. Á fundinum sagði Halldór að horfa þyrfti til þess hvað útflutningsgrein- arnar í landinu þoli í kostnaðarhækk- unum. Það væri svo hægt að yfirfæra á aðrar greinar. „Þetta er það sem Samtök atvinnulífsins, verkalýðs- félögin og stjórnvöld þurfa að ná saman um. Við verðum að spyrja okkur hvað útflutningsgreinarnar þola. Þetta á sérstaklega við um lítið samfélag eins og Ísland þar sem efnahagsleg velferð markast af gengi útflutnings, sem hefur reyndar geng- ið gríðarlega vel undanfarin ár.“ Kaffitímar arfleifð fortíðar Halldór segir að í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum sé ein af kröfum verkalýðsforystunnar hækk- un dagvinnulauna. „Við getum mætt henni með ýmsum hætti. Við þurfum að mæla hlutina eins og aðrar þjóðir gera, þar á meðal hin ríkin á Norð- urlöndum. Þar spilar inn í upptaka virks vinnutíma. Kaffitímar eru að mínu mati arfleifð fortíðar, og þeir eru ekki inni í greiddum stundum neins staðar nema á Íslandi. Afnám þeirra myndi þýða styttingu viðveru á vinnustað um þrjár klukkustundir á viku.“ Brothætt staða efnahagsins  SA segir efnahagslega velferð þjóðarinnar ákvarðast í útkomu kjarasamninga Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Arleifð fortíðar Halldór Benjamín segir það að telja kaffitíma innan greiddra vinnustunda sé tímaskekkja sem ekki þekkist nema hérlendis. 5. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.23 117.79 117.51 Sterlingspund 147.41 148.13 147.77 Kanadadalur 86.07 86.57 86.32 Dönsk króna 17.844 17.948 17.896 Norsk króna 13.402 13.48 13.441 Sænsk króna 12.961 13.037 12.999 Svissn. franki 118.63 119.29 118.96 Japanskt jen 1.089 1.0954 1.0922 SDR 162.74 163.7 163.22 Evra 133.26 134.0 133.63 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 161.3788 Hrávöruverð Gull 1287.95 ($/únsa) Ál 1857.0 ($/tonn) LME Hráolía 54.29 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, gerði það að umtalsefni á blaðamannafundi samtakanna í gær hversu hátt launahlutfall á Íslandi væri. Launahlutfall er mælikvarði á hvernig virðisaukinn skiptist á milli launþega og fjármagnseigenda og stendur það hlutfall í 64,8% á Íslandi og hefur það hækkað úr 56,6% frá árinu 2011 samkvæmt riti SA sem vísar í OECD. Hvergi annars staðar á meðal OECD-ríkja er hlutfallið hærra. Í Sviss nemur hlufallið 60,9%, í Danmörku er það 60,4% og í Frakklandi er það 60,3%. Aukinheldur er minnst á meðallaun og kaupmátt launa í sama riti. Meðallaun á mánuði á Íslandi árið 2017 voru þau önnur hæstu af OECD- ríkjum eða 5.868 evrur sem jafngilda um 785 þúsund krónum á gengi evrunnar í gær. Svisslendingar tróna á toppnum og greiða út í meðalaun um 6.400 evrur. Næst á eftir Íslandi kemur Lúxemborg og því næst Dan- mörk og Noregur. Þrátt fyrir að hvergi innan OECD sé verðlag jafn hátt og á Íslandi er kaupmáttur sá þriðji hæsti sé miðað við svokallað jafnvirðis- gildi og gengi Bandaríkjadals gagnvart evru en jafnvirðisgildi sýnir hve mikið þarf af gjaldmiðlum einstakra landa til að kaupa sama magn vöru og þjónustu í öðrum löndum samkvæmt Hagstofunni. Aðeins Lúxemborg og Sviss standa þar betur en Íslendingar sem eru í 3. sæti en næstir á eftir koma Bandaríkjamenn og Danir. Launahlutfall hvergi hærra KJARAMÁL Laun Kaupmáttur Íslendinga er sá þriðji mesti af OECD-ríkjum. Morgunblaðið/Ómar Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem aðstoð- arforstjóri WOW air en hún hefur gegnt stöðunni síðustu 18 mán- uði. Í tilkynningu á vef WOW air segir að hún muni taka við stöðu forstjóra Reikni- stofu bankanna síðar í mánuðinum. Ragnhildur er verkfræðingur og við- skiptafræðingur að mennt. Hún tek- ur við starfinu af Friðriki Snorra- syni sem sagði upp störfum á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá RB í tæp átta ár. Fer frá WOW til RB Ragnhildur Geirsdóttir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.