Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 The Wall Street Journal fjallarum það í leiðara að demó- kratar í öldungadeildinni hafi efasemdir um tiltekið dómaraefni á þeim forsendum að viðkomandi sé í ákveðinni reglu innan kaþ- ólsku kirkjunnar. Efasemdirnar hafi verið settar fram á þeim for- sendum að þessi regla hafi „öfga- fulla afstöðu í ýmsum málum,“ einkum um hjónabönd fólks af sama kyni og fóstureyðingar.    Blaðið tekursérstak- lega fram að þessi regla hafi enga aðra afstöðu í þessu en kaþ- ólska kirkjan almennt og að John F. Kennedy forseti hafi til dæmis verið í þessari reglu.    The Wall Street Journal segirröksemdirnar gegn dómara- efninu valda áhyggjum. Ekki þurfi lengur að fjalla efnislega um pólitíska afstöðu fólks, eða í tilviki dómaraefnis að sýna fram á að það mundi láta afstöðu sína en ekki lögin ráða dómsniður- stöðu.    Í dag sé nóg að stimpla það semmaður tengist sem „öfgafullt“ og hindra viðkomandi á þeim for- sendum í að gegna opinberum störfum.    Óhætt er að taka undir aðþetta er áhyggjuefni. Iðu- lega koma upp dæmi um að þeir sem vilja telja sig umburðarlynda eru alveg lausir við þann eigin- leika í raun.    Tal um umburðarlyndi verðurþá aðeins yfirskin í pólitískri baráttu og skaðar þá sem raun- verulega eru umburðarlyndir – og þjóðfélagið í heild. Eru kaþólskir óalandi öfgamenn? STAKSTEINAR Olíufélögin hafa ekki hækkað útsölu- verð á bensíni og dísilolíu eftir ára- mót en þá hækkuðu opinberar álög- ur. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar, sem rekur N1, segir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækk- að, sérstaklega á milli jóla og nýárs, og því verið kominn tími til að lækka en félagið hafi notað svigrúmið til að mæta skattahækkunum. Vörugjöld og kolefnisgjald á bens- ín hækkaði um áramót ásamt olíu- gjaldi og kolefnisgjaldi á dísilolíu. Að viðbættum virðisaukaskatti reiknast Félagi íslenskra bifreiðaeigenda til að skattahækkanirnar myndu leiða til þess að bensínlítrinn hækkaði um 3,30 kr. um áramót og lítrinn af dísil- olíu um 3,10 kr. Verðið hefur hins vegar ekki breyst frá því í lok nóv- ember. Skýringin er lækkun inn- kaupsverðs. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir greinilegt að borð hafi verið fyrir báru hjá olíufélögun- um. Reiknast honum til að útsölu- verðið í lok árs hafi verið 6-7 krónum hærra en meðalálagning ársins gaf til kynna. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að fyrirtæki á samkeppnis- markaði séu á tánum við verðlagn- ingu til viðskiptavina sinna. Því mið- ur eru brögð að því að þau séu fljótari að hækka verð en lækka. Það sannaði sig á haustmánuðum,“ segir Runólfur. helgi@mbl.is Svigrúm notað til að mæta sköttum  Verð á eldsneyti hefur ekki hækkað þrátt fyrir hækkun á sköttum til ríkisins Morgunblaðið/Golli Bensínstöð Enn er hægt að dæla bensíni á gamla verðinu. Á tímabilinu frá því um miðjan október fram til ársloka hafði inflú- ensa A verið staðfest hjá 47 ein- staklingum, nokkrir þeirra voru ferðamenn sem smituðust erlendis en flestir höfðu smitast hér á landi. A-stofn var sú tegund inflúensu sem flestir greindust með. Tveir höfðu greinst með inflúensu af B- stofni, en hún var ríkjandi seinni part síðasta inflúensutímabils á undan. Þetta kemur fram á vefsíðu Sýkla- og veirufræðideildar Há- skóla Íslands. Þar segir að á síðustu tveimur vikum nýliðins árs hafi samtals 154 sjúklingar með inflúensulík ein- kenni leitað á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur og af þeim reyndust 76 vera með öndunar- færaveirur af einhverju tagi. Níu greindust með iðrakveisu- verur síðustu tvær vikur ársins 2018., flestir með noro-veiruna. Flestir voru með inflúensu A Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir fastlega ráð fyrir því að víkja úr þriggja manna hópi sem á að rýna niður- stöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið á fyrsta fundi hans. Eins og fram hefur komið ætlar Hildur að víkja úr hópnum ef Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir það ekki. Hann virðist ekki ætla að víkja en Kristín Soffía Jónsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í gær að slík krafa væri fráleit. Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrsti fundur hópsins fari fram í upp- hafi ársins. Hildur segir að fundahald í borginni fari á fullt í næstu viku og gerir ráð fyrir nefndarfundi þá. „Ef í ljós kemur að hann [borgarstjóri] ætli að sitja fund- inn og nefndar- störfin þá mun ég formlega segja mig úr hópnum. Það getur vel ver- ið að það gerist formlega á þess- um fyrsta fundi,“ segir Hildur. Spurð um framhald þriggja manna hópsins ef og þegar það gerist segist Hildur ekki vita hvað verður. „Ég er ekki viss um að neinn úr minnihlutanum vilji sitja í nefndinni í þessari stöðu, hafandi borgarstjóra þarna inni,“ segir Hildur og bætir við að sér þyki mikilvægt að unnið sé vel úr málinu. johann@mbl.is Mun líklega víkja á fyrsta fundi hópsins Hildur Björnsdóttir Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bókaðu núna og tryggðu þér pláss FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl verð á mann frá ÍSK 16.600 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl verð á mann frá ÍSK 30.750 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.