Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Gleðilegt nýtt ár! Opið virka daga 10-18 – laugardaga 12-17 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík – Sími 588 0488 – feldur.is AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur er Hildur Eir Bolladóttir. Félag íslenskra org- anleikara sér um tónlistina. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Petr- ína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyr- ir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Fé- lagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Guðsþjónusta á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjón séra Sig- urðar og Bjarts Loga. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund- inni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir ásamt sr. Magnúsi Birni Björnssyni stjórna og leiða sunnudagaskólann. Við hefj- um stundina í kirkjunni en færum okkur svo niður í safnaðarheimili til að lita, föndra og þiggja veitingar. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf og fjöl- skyldumessa kl. 11. Hressing í safnaðarheim- ilinu eftir messu. Messuþjónar aðstoða. Um- sjón Daníel, Sóley, Jónas Þórir og sr. Pálmi. DIGRANESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta með sunnudagaskóla kl. 11. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þor- mar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. GLERÁRKIRKJA | Þrettándamessa kl. 11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Välja- ots. GRAFARVOGSKIRKJA | Frímúraramessa klukkan 11. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Sunnudaga- skóli á neðri hæð kirkjunnar klukkan 11. Dans, söngvar og sögur. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson. GRENSÁSKIRKJA | Þrettándamessa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkjukór Grens- áskirkju leiða söng. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Miðvikudagur: Nýársbingó kl. 14. Fimmtudagur: Núvitundariðkun kl. 18.15. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Prestur Stefán Már Gunnlaugsson. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Magnea Tóm- asdóttir syngur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene. Bænastund má- nud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía kór Háteigskirkju syngur. Organisti Guðný Ein- arsdóttir. Prestur Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Í Ölfusi | Jólamessa kl. 14. Kór Þorlákskirkju. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta kl. 13. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða. HREPPHÓLAKIRKJA | Nýársmessa kl. 11. Vígslubiskupinn í Skálholti prédikar. Þjóðlegur hádegisverður á eftir. Kirkjukórinn syngur und- ir stjórn Stefáns Þorleifssonar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Lofgjörðar- samkoma kl. 13 með barnastarfi. Kaffi og samfélag eftir stundina. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organ- ista. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir leiða barnastarfið. Léttur hádegisverður að messu lokinni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, brúðuleikhús og biblíusögur. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkjuleiðir söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag eftir á. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Krístín Jónsdóttir situr við orgelið. Prest- ur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústdótt- ir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Yfirskrift: „Út í óvissuna.“ Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Bryndís Malla Elídótt- ir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Molasopi að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarna- son sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu. Orð dagsins: Förin yfir Jórdan. (Jósúa 3) Morgunblaðið/Einar Falur Eyrarbakkakirkja. Tugþúsundir voru bornar út af heimilum sínum með skipulögð- um hætti í boði stjórn- valda, jafnt verskuldað sem og vegna fátækt- ar, ójöfnuðar, óstjórn- ar og glæpsamlegrar bankasýslu. Stjórnvöld eru sem fyrr að súpa seyðið af óhæfuverkum í kjölfar uppgjörs bankahrunsins þar sem hver nefndin af annarri er skipuð til úrlausnar húsnæðisvanda þeirra sem minna mega sín. Hver háskólafræðingurinn af öðr- um kemur fram á sjónarsviðið og reiknar án árangurs hvernig megi skuldsetja lágtekjufólk til íbúðar- kaupa, sem getur vart framfleytt sjálfu sér. Stjórnvöld eru ábyrgð- arlaus að láta í veðri vaka að ódýr húsnæðisuppbygging muni eiga sér stað fyrir þá lægst settu við eitt mesta þensluskeið og hækkandi verðbólguhorfur. Ætlar síðan verkalýðshreyfingin enn og aftur að ljá máls á og stuðla að jafnri prósentuhækkun launa fyr- ir hönd skjólstæðinga sinna, sem mun aðeins ýta enn frekar undir misskiptingu og ójöfnuð, þó svo sam- ið verði um feita prósentuhækkun sem fer síðan beint út í verðlagið. Það er til lítils að endurvekja úr sér gengið verkamannabústaðakerfi til jöfnunar þeirra sem minnst mega sín, og vitna í hversu gott húsnæðis- kerfið var upp úr miðri síðustu öld, sem það eflaust var áður en verð- trygging lána var innleidd 1979. Engu að síður brást félagslega kerf- ið skjólstæðingum sínum endanlega við innleiðingu verðtryggingar, þó svo blindir verklýðsforkólfar vilji endurvekja handónýtt og dýrt kerfi, sem mótvægi við núverandi bygg- ingarkostnað og vaxtarkjör. Uppbygging sem íbúðafélagið Bjarg stendur að, í samstarfi við verkalýðsfélög, er óraunhæf tálsýn og ekki til þess fallin að skila því sem til er ætlast, þar sem einhver verður að borga dýrt húsnæði með einum og öðrum hætti. Rótgróin bygg- ingarfélög á höfuð- borgarsvæðinu eru ekki að byggja ódýrt húsnæði á uppgangs- tímum fyrir íbúða- félagið Bjarg, þó svo óábyrgir verkalýðs- leiðtogar og stjórnvöld láti líta út að svo sé. Mun eðlilegra er að félagslega kerfið kaupi notað húsnæði fyrir þá lægst settu, sem er yfirleitt fyrir hendi, og í það minnsta ódýrara en nýtt, ekki síst á landsbyggðinni, og sem myndi hjálpa mun fleirum. Hið sama á við um leiguhúsnæði og upp- byggingu á Reykjavíkursvæðinu. Það virðist ansi oft gleymast að fólk er bundið átthagafjötrum vegna þess að eignir eru verðlitlar og selj- ast ekki, engu að síður voru byggðar fokdýrar félagslegar íbúðir, sem varð þess valdandi að kerfið var lagt niður. Félagslegt húsnæðiskerfi var misnotað til atvinnubóta víðsvegar á landsbyggðinni, þó svo nóg væri af ódýru húsnæði í söluferli. Íbúðalánasjóður hefur á undan- förnum árum mokað út ódýru hús- næði vítt og breitt um landið, en leyndarhyggja hvílir yfir söluferli og stenst líklega enga skoðun. Þó svo leitað væri logandi ljósi er vand- fundið á byggðu bóli önnur eins óstjórn og viðgengst um alla stjórn- sýsluna. Það er óboðlegt að fyrrverandi forsetar ASÍ ásamt illa áttuðum verklýðsleiðtogum sem og stjórn- völd leyfi sér með innantómu yfir- klóri og þröngsýni að hjakka á óraunhæfri uppbyggingu og byggða- stefnu fyrir þá sem minna mega sín. Meðan mikil eftirspurn og takmark- að framboð fasteigna er til staðar ásamt svívirðilegum lánakjörum munu byggingarverktakar sem og húseigendur haga leigu- og söluverði í samræmi við markaðsverð. Heil- brigður húsnæðismarkaður getur aldrei þrifist með eðlilegum hætti fyrir en verðtrygging í núverandi mynd verður útrýmt og eðlileg láns- og launakjör innleidd ásamt vit- rænni stjórnsýslu. Fátt er til bjargar fyrr en stjórn- völd með afgerandi hætti láta af mis- skiptingu, óstjórn og innantómu hjali til að viðhalda falsvonum þeirra verst settu. Til slíkra verka þarf annað og meira en ábyrgðarlausa þingmenn sem skammta sér óhóf- legar kjarabætur og víla ekki fyrir sér að ógna stöðugleika. Verkalýðshreyfingin getur ekki og á ekki að axla ein ábyrgð á að við- halda stöðugleika. Það er ógeðfellt að hlusta á forsætis- og fjármála- ráðherra og þá sem hafa úr miklum launum að moða ásamt þröngsýnum einfeldningum, sem eru svo upp- teknir af eigin hag þegar verja skal misskiptingu. Það virðist loða við há- tekjufólk og þá efnameiri að engu megi breyta til að viðhalda stöðug- leika. Alþingismenn hafa þagað þunnu hljóði eftir að þeim var skömmtuð yfir 500.000 kr. launahækkun. Það er illt til þess að hugsa að þjóðin eigi allt sitt undir sjálfselskum sérhags- munavindhönum á Austurvelli, sem eru skjálfandi á beinunum yrði boð- að til alþingiskosninga vegna óhæfu- verka fjórflokksins og annarra und- irtyllna. Ríkisstjórnarsamstarfið ber að aflífa hið fyrsta til að verja þjóð- arhagsmuni ásamt því að megin- þorra þingmanna verði gert kleift að axla ábyrgð á óhæfuverkum og sér- hagsmunagæslu. Er þjóðin virkilega sauðheimsk? Eftir Vilhelm Jónsson » Það er óboðlegt að fyrrverandi forsetar ASÍ ásamt illa áttuðum verkalýðsleiðtogum sem og stjórnvöld leyfi sér með innantómu yfirklóri og þröngsýni að hjakka á óraunhæfri uppbygg- ingu og byggðastefnu fyrir þá sem minna mega sín. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.