Morgunblaðið - 05.01.2019, Side 42

Morgunblaðið - 05.01.2019, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Signý Yrsa Pétursdóttir flugumferðarstjóri á 50 ára afmæli ídag. Hún starfar í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkur-flugvelli og sjá flugumferðarstjórarnir þar um að hafa eftirlit með flugumferð um allt úthafssvæðið, yfir Íslandi, Grænlandi, Fær- eyjum og upp að norðurpólnum. „Flugumferðin hefur aukist gríðarlega mikið á þessu svæði og svo hafa líka orðið miklar tækni- framfarir sem hafa breytt starfinu. Sem dæmi þá fengum við upplýsingar á pappír þegar ég var að byrja en núna er nánast allt unnið í tölvum og svo er kominn betri tækjabún- aður í flugvélarnar sem gefur okkur nákvæmari upplýsingar til að fylgjast með fluginu.“ Signý er mikil fjöl- skyldumanneskja og svo finnst henni gaman að lesa, fara í ræktina og ferðast. „Ég er hætt að fá bækur í jólagjöf,“ segir Signý spurð hvort hún hafi fengið og lesið einhverjar af bók- unum sem komu út fyrir jólin, „en ég er farin að nota bókasafnið villt og galið og búin að lesa fjórar til fimm nýjar bækur. Af þeim fannst mér tvær standa upp úr: Manneskju- saga eftir Steinunni Ás- mundsdóttur, sem er skáld- ævisaga, og nýja bókin hans Arnaldar sem var mjög góð.“ Signý vill helst fá að sofa út í dag. „Ég veit að fjöl- skylda mín er búin að plana eitthvað fyrir daginn og ég þarf bara að fara í kjólinn og mæta í afmælisveisluna. Það eina sem ég bað um var að verða ekki vakin.“ Eiginmaður Signýjar er Grétar Símonarson, tölvunarfræðingur hjá Advania. Börn þeirra eru Pétur Geir, f. 1989, Símon Brynjar, f. 1995, Birta Rún, f. 2000, og Sigursteinn Hrafn, f. 2014. Barnabarn Signýjar og Grétars er Bjartur Pétursson. Flugumferðarstjórinn Signý Yrsa. Ætlar að sofa út í dag Signý Yrsa Pétursdóttir er fimmtug í dag S igurður Jóhann Hafberg fæddist 5. janúar 1959 á Flateyri. Hann hefur búið þar alla tíð fyrir utan þeg- ar hann var í námi. Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá Núpi í Dýrafirði og síðan stúdents- prófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1986. Hann tók próf í útgerðartækni frá Tækniskólanum 1987, stundaði fjarnám í nútímafræði við Háskólann á Akureyri 2000 og lauk grunnskólakennaraprófi frá Há- skóla Íslands 2010. „Ég kláraði ekki lokaverkefnið í nútímafræðunum – maður má ekki slá um sig með óklár- uðum gráðum – en tók kennaranámið í fjarnámi þegar ég var leiðbeinandi í skólanum á Flateyri.“ Sigurður var á sjó frá 1975 til 1985 og síðan aftur frá 1987 til 1994. „Ég var á línubátum, netabátum, loðnu og Sigurður Hafberg grunnskólakennari – 60 ára Við smíðar Sigurður ásamt sonum sínum sem smíðuðu sólpall fyrir móður sína fyrir utan Bryggjuhúsið. Ljóðaunnandi og ferðamálafrömuður Sól og blíða Gengið á fjallið Þorfinn með dótturinni Írisi og dóttursyni, Róbert Mána, árið 2010. Flateyri sést handan fjarðarins. Reykjavík Diljá Inga fæddist 9. mars 2018 í Reykjavík. Hún vó 2.965 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Lilja Björk Indriðadóttir og Magnús Ingi Hjálmarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is KRINGLU OG SMÁRALIND 10.497 VERÐ ÁÐUR 14.995 HERRASKÓR SKECHERS SENDRO HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.