Morgunblaðið - 05.01.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 05.01.2019, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 ✝ Kristín Jó-hannesdóttir fæddist á Blönduósi 19. maí 1955. Hún lést á Umdæmis- sjúkrahúsi Austur- lands í Neskaup- stað 17. desember 2018. Foreldrar Krist- ínar voru Inga Björnsdóttir frá Laufási í Víðidal, f. 30. ágúst 1935, og Jóhannes Sölvi Sigurðsson bifreiðastjóri frá Brekku í Sveinsstaðahreppi, f. 11. júní 1921, d. 30. apríl 2008. Fósturforeldrar Kristínar voru Guðrún Ebenezardóttir saumakona frá Tungu í Val- þjófsdal í Önundarfirði, f. 29. október 1917, d. 9. desember 1972, og Björn Sigurðsson járn- smiður frá Brekku í Sveins- staðahreppi, f. 4. júní 1918, d. 29. maí 1959. Stöðvarfirði. Foreldrar hans voru Solveig Sigurjónsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona, f. 2. september 1932, d. 14. maí 2017, og Friðrik Júlíus Sól- mundsson útgerðarmaður á Stöðvarfirði, f. 12. febrúar 1930, d. 23. ágúst 1997. Sonur Krist- ínar og Sigurjóns er Arnar Snær, f. 18. janúar 1985, kvænt- ur Constance Pomuran, f. 4. nóvember 1993. Sonur hennar er Konstantin Pomuran, f. 23. mars 2011. Kristín ólst upp í Kópavogi og gekk þar í skóla. Hún var í Húsmæðraskólanum á Staðar- felli veturinn 1971-72 og vann eftir það lengi vel við verslunar- og þjónustustörf. Eftir að hún flutti á Stöðvarfjörð vann hún ýmis störf, s.s. í frystihúsinu á staðnum, við símasölu og -kann- anir hjá Íslenskri miðlun, var dagmóðir um tíma og síðan starfsmaður á leikskólanum Balaborg. Síðast vann Kristín á dagheimili aldraða á Stöðvar- firði. Útför Kristínar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 5. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Uppeldisbróðir hennar er Jón Ebbi Björnsson, f. 1944. Systkini Kristínar úr legg Ingu eru Hafdís Erla, f. 1953; Sævar, f. 1956; Björn Ingi, f. 1959; Halldór f. 1961; Hafsteinn f. 1963, d. 2016, og Jónas Ægir f. 1967. Systkini úr legg Jó- hannesar eru Guðmundur Sig- urður, f. 1958; Björn, f. 1960; Rannveig María, f. 1961; Guð- björg Sólveig, f. 1963; Ólafur Ágúst, f. 1967; Ingimar Þór, f. 1969, og Jóhanna Lind, upp- eldisdóttir Jóhannesar, f. 1952. Kristín var gift Jónasi Þóri Þórissyni um og eftir 1980 en þau skildu. Hinn 18. nóvember 1984 gekk Kristín í hjónaband með Sigurjóni Snæ Friðriks- syni, f. 17. mars 1953, frá Elsku systir, þegar áföll verða, þegar dauðinn kveður dyra þá er- um við minnt á hve lánið bæði og lífið er fallvalt og sér maður þá hve sérhver stund er dýrmæt, að hver og einn dagur í öllum mannlegum samskiptum er mikilvægur. Síðustu áratugina höfum við náð að skapa saman margar ánægju- legar stundir. Mínar fyrstu minn- ingar um þig eru þegar þú komst úr höfuðborginni í heimsókn heim í skagfirsku sveitina mína, þá var ég bara lítill stelpuhnokki. Í kristni segir að trú sé líf sem beri ávöxt ef hún er ræktuð og visni og deyi ef henni er ekki sinnt og það má með sanni segja að sé rétt, með auknum þroska okkar og árum jukust samskiptin og sam- vera hægt og örugglega. Þú hefur sýnt okkur hjónunum mikið trygg- lyndi, sérstaklega þar sem síminn minn virkar aðallega á einn veg. Það kom fyrir að þú hringdir, þó að þú hefðir ekkert sérstakt að segja, vildir bara heyra röddina mína eins og þú sagðir svo oft, og óhætt að segja að það virkaði sem eitt lítið bros sem dimmu í dagsljós breytir. Það kom fyrir að við hjónin gerðum okkur ferð alla leiðina austur á Stöðvarfjörð til að kíkja á ykkur, og minnist ég þess með ánægju þegar þið Sigurjón komuð í heimsókn til okkar fyrsta sumarið sem við bjuggum í Noregi og átt- um við þar ánægjulegar stundir saman eins og alltaf þegar við hitt- umst. Ég kveð þig með söknuði og hafðu hjartans þökk fyrir allt og megi allar góðir vættir vaka yfir þér um alla eilífð elsku systir. Elsku Sigurjón og Arnar, ég vona að ykkur hlotnist allur sá styrkur sem þið þurfið til að um- bera þessa miklu sorg, ykkar miss- ir er mikill. Þín systir, Rannveig María Jóhannesdóttir. Snemma á öðrum degi nýja árs- ins sit ég og hlusta á sálminn „Heyr himnasmiður“ sem hljóm- sveitin Ylja flytur svo undursam- lega að snertir sálina djúpt. Dag- urinn er fallegur, sólin við Kambanesið kastar bleikri birtu á fjallstoppana og veðrið er stillt. Hugurinn meyr eins og oft um ára- mót þegar hann reikar til baka og til þess ókomna. Fléttast gjarnan saman þræðir gleði og sorgar. Þessi jól og áramót er það sorg- arþráðurinn sem er sterkur en á laugardag munum við kveðja Stínu mágkonu mína hinstu kveðju. Lést hún á sjúkrahúsinu í Neskaupstað viku fyrir jól. Vágesturinn, krabba- meinið sem hún greindist með sl. sumar, hafði yfirhöndina þrátt fyr- ir æðruleysi og hetjulega baráttu hennar. Ég kynntist Stínu fyrir um 40 árum þegar ég bjó í 101 Reykjavík. Þá var ekki búið að finna upp hug- takið „lattelepjandi lopatreflar“ og kaffihúsaflóran ekki eins fjölbreytt og í dag. Hið rótgróna Mokkakaffi var þó til staðar og notalegt að setj- ast þar inn og fá sér kaffi og spjalla. Þar afgreiddi okkur oft brosmild stúlka og átti hún stóran þátt í því að gera andrúmsloft kaffihússins létt og heimilislegt með glaðlegri umgengni við kaffiþyrsta gesti. Með okkur tókust ágæt kynni en ekki grunaði mig þá að Stína ætti eftir að verða mágkona mín. Örlög- in blessuð höguðu því þannig að ekki löngu síðar kynntist hún Sig- urjóni bróður mínum, urðu þau hjón og bjuggu allan sinn búskap á Stöðvarfirði. Ófáa kaffibollana hef ég síðan í gegnum árin drukkið hjá þeim Stínu og Sigurjóni í Sunnu- hvoli. Kynni okkar urðu því lengri en mig óraði fyrir í fyrstu og þykir mér vænt um þau kynni og er inni- lega þakklát fyrir þau. Elsku Stína, þú varst traust og hugulsöm mágkona og ævinlega til staðar fyrir okkur í stórfjölskyld- unni hvort sem var í gleði eða sorg. Við hefðum svo gjarnan viljað hafa þig lengur hjá okkur en það átti því miður ekki að verða. Hafðu hjart- ans þakkir fyrir allt og ég sakna þín. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Sigurjóns, Arnars, Con- stance, Konstantins og annarra í fjölskyldunni. Einnig hjartans samúðarkveðjur til móður Stínu, systkina og allra ættingja og vina. Mynd Í gullinni birtu skammdegismorguns siglir skip við sjóndeildarhringinn. Ég staldra við um stund og fylgi því með augunum uns það hverfur bak við nesið. Þetta er falleg mynd. Ég horfi áfram, sólin birtist við hafsbrún og ég veit að skipið siglir áfram sína leið þrátt fyrir að vera horfið sjónum mínum. Sólrún Friðriksdóttir. Í dag kveðjum við Stínu mág- konu, sem varð hluti af Sunnu- hvolsfjölskyldunni þegar ég var á unglingsaldri. Hún tók strax miklu ástfóstri við foreldra mína og reyndist þeim vel meðan þau lifðu. Fann hjá þeim öryggi og styrk. Stína minntist þess oft þegar hún og Sigurjón voru nýkomin heim með Arnar frá Srí Lanka að pabbi hefði kíkt við á hverjum degi til að athuga með snáðann, enda varð hann hændur að afa sínum. Stína var með stórt hjarta og þótti vænt um fólkið sitt og átti stóran frændgarð. Hún saknaði þess oft að vera ekki nær fólkinu sínu sem bjó fyrir sunnan. Hún var alltaf boðin og búin að gæta barnanna okkar Jósefs þegar þau voru yngri og fylgdist vel með þeg- ar þau voru farin norður í fram- haldsskóla. Þegar boðið var til veislu í Sunnuhvoli var ekkert til sparað og alltaf miklar kræsingar á borðum, „ekkert grjót á hólum“ eins og mamma hefði sagt. Stína mín gat verið hvatvís í orð- um og var ekki allra, enda full- hreinskilin á köflum. Við vorum ekki alltaf sammála en þó kastaðist aldrei alvarlega í kekki á milli okk- ar og mikið væri nú tilveran snaut- leg ef allir væru eins. Þegar á reyndi leitaði Stína oft til okkar systra hér á Stöðvarfirði og það var öllum þungbært þegar þau Sigur- jón færðu okkur fréttir af veikind- um hennar nú í sumar. Oft er sagt að þú þekkir ekki fólk fyrr en það stendur frammi fyrir erfiðleikum af þessu tagi og það sannaðist vel hjá Stínu. Hún fór í gegnum þessa mánuði af miklu æðruleysi og styrk með bjartsýni og von að vopni og gat alltaf talað opinskátt um stöðu mála. Ég fékk að vera viðstödd brúðkaup Arnars og Constance stuttu áður en hún lést og það var yndislegt að upplifa hve vel hún naut þeirrar stundar. Hún var eitt sólskinsbros og það var hjartnæmt þegar hún talaði til nýju brúðhjónanna að lokinni hjónavígslunni og bað þau að gæta hvort annars og passa upp á Konst- antin og Sigurjón fyrst hún yrði ekki til staðar. Það var mér dýr- mætt að vera með þeim síðasta sól- arhringinn og þar til yfir lauk og hún losnaði frá öllum sínum þraut- um. Hún fær eflaust gott hlutverk í Sumarlandinu og hún fylgist örugglega vel með fólkinu sínu hérna megin. Elsku besti Sigurjón, Arnar, Constance, Konstantin og aðrir nánir aðstandendur, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Solveig Friðriksdóttir. Á fullveldisafmælinu hinn 1. des- ember sl. átti ég erfiðasta símtal sem ég hef upplifað á minni ævi. Samtalið var við Kristínu, ástkæra mágkonu mína, þar sem hún lá á sjúkrahúsinu á Norðfirði. Hún var þá nýbúin að fá þær erfiðu fréttir að barátta hennar við illvígan sjúk- dóm væri senn á enda. Við áttum mjög innilegt og fallegt samtal um þá hluti sem mestu skipta, okkar tengsl og þýðingu hennar fyrir fjöl- skylduna. Þótt við ræddum það ekki vissum við bæði að þetta væri okkar síðasta samtal og hinsta kveðjustund. Þrátt fyrir allt það sem hún var að kljást við var Stína ótrúlega róleg og yfirveguð, glöð og þakklát fyrir að hafa loks feng- ið tengdadóttur og nýja vinkonu í líf sitt, yndislega stúlku og barna- barn með – þá yrðu þeir feðgar ekki einir eftir þegar hún væri farin. Þessi rósemdarhlið var mér svo sem ekki ókunn, þar sem ég hafði oft átt slíkar stundir með mág- konu minni, en maður var líka orð- inn vanur því gagnstæða. Hún lá sjaldan á skoðunum sínum, var jafnan fljót til svars og sýndi oft sterk viðbrögð á ýmsa vegu, bæði í gleði og sorg, yfir stórum hlutum sem smáum. Því er óhætt að segja að Stína hafi á sínum tíma komið sem stormsveipur inn í Sunnu- hvolsfjölskylduna, þar sem fólk er ákaflega rólegt og tilfinningalíf langt frá því að vera á grunnsævi. Hún náði því oft að stuða fólk all- rækilega, sérstaklega í fyrstu, en það risti aldrei djúpt og með tím- anum styrktust böndin og á hún að mínu mati stóran þátt í því að samskipti okkar í fjölskyldunni urðu með tíð og tíma hlýrri og innilegri á allan hátt. Öll erum við kokkteill af kost- um og göllum en stærsta lexía lífs- ins og leiðarljós á, að mínu viti, að vera að einblína á hið jákvæða í fari fólks. Og talandi um mann- kosti þá átti Stína af þeim digran sjóð. Henni var mjög annt um fólk og mátti ekkert aumt sjá, hún var mjög hjálpsöm, reyndist foreldr- um mínum ákaflega vel, enda í miklu uppáhaldi hjá þeim, og studdi mömmu dyggilega þegar hún var orðin ein. Stína var mér mjög hjálpleg þegar ég gaf út plöt- una mína á síðasta ári, hún lofaði lögin og flutninginn í hástert og tók m.a.s. að sér að ganga með diskinn í hús fyrir austan og selja, sem gekk mjög vel enda Stína hörkusölumanneskja. Það var mér því mikil huggun harmi gegn að heyra frá Sollu systur, sem sat með henni á dánarbeðinum, að á hinstu stundinni hefði tónlistin mín verið í gangi og minn söngur fylgt henni yfir í sumarlandið. Það er sorglegra en tárum taki þegar fólk er hrifsað frá ástvinum sínum á besta aldri, fá ekki að njóta efri áranna með maka og fylgjast með vexti barna og barna- barna. En ég er þess fullviss að Stína, sem trúði svo heitt á líf eftir þetta líf, mun fylgjast vel með og passa upp á sitt fólk ásamt þeim sem farnir eru. Ég þakka Stínu fyrir samferðina og allt það sem hún gaf mér – segi því bless í bili uns við sjáumst aftur. Elsku Sigurjón, Arnar og fjöl- skylda. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og fylla það tóm sem Stína skilur eftir sig með góðum minningum um hana. Sólmundur Friðriksson. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig, kæra frænka. Síðustu daga hef ég verið að rifja upp þegar við hittumst fyrst á Borgarholtsbrautinni, svo í Tungu í Valþjófsdal og síðar heimsóknir landshorna á milli. En upp úr standa öll símtölin okkar sem oft- ar en ekki innihéldu mikinn hlát- ur, glens og ekki síst spjall um fjölskyldur okkar og vestfirsku þrjóskuna. Í síðasta spjalli okkar sagðir þú mér í smáatriðum frá brúðkaupi Arnars þíns og Constance. Það var svo mikil gleði og þakklæti í orðum þínum og dásamlegt að þú gast notið þess dags. Það var erfitt að horfa upp á hversu hratt krabbameinið dró smám saman úr þér alla orku á stuttum tíma. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíldu í friði, kæra frænka, ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Elsku Sigurjón, Arnar og fjöl- skylda, missir ykkar er mikill, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Erla. Kristín Jóhannesdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, THEODÓRA STEFFENSEN, Dídó, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Björn Finnbjörnsson Sigríður Aradóttir Finnbjörn Finnbjörnsson Kathia Rovelli Þorvaldur Finnbjörnsson Anna Árnadóttir Sigríður Finnbjörnsdóttir Halldór G. Hilmarsson Gunnar Þór Finnbjörnsson Eyrún Magnúsdóttir Halldóra Svala Finnbjörnsd. Úlfar Finnbjörnsson Sigrún Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 24. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13. Ólafur Danivalsson Íris Mjöll Ólafsdóttir Laufey Danivalsdóttir Tómas Ibsen Katrín Danivalsdóttir Sveinbjörn Björnsson Herdís Danivalsdóttir Páll R. Valdimarsson Guðný H. Danivalsdóttir Egill H. Lárusson og fjölskyldur KRISTJANA LILJA EYSTEINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést að morgni 1. janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Guðsteinn Oddsson Föðurbróðir minn, RÖGNVALDUR GUÐBRANDSSON frá Hrauntúni í Kolbeinsstaðahreppi, lést sunnudaginn 30. desember í Brákarhlíð, Borgarnesi. Útförin fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 12. janúar klukkan 14. Rögnvaldur Rúnar Þorkelsson og fjölskylda Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HILDUR S. OTTESEN frá Gjábakka, Þingvallasveit, lést á dvalarheimilinu Skjóli 19. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur J. Gissurarson Ásdís Birna Ottesen Gissur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,langamma og langlangamma, RÁÐHILDUR INGVARSDÓTTIR Sléttuvegi 11, áður Álftamýri 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum 27. desember. Útför auglýst síðar. Einar Magnússon Sigmundur H. Valdimarsson Sigurjón H. Valdimarsson Guðlaug Elíasdóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.