Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 ✝ Þórunn Ját-varðardóttir fæddist á Miðjanesi 29. mars 1950. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 24. desember 2018. Foreldrar Þór- unnar voru Ját- varður Jökull Júl- íusson, bóndi og rithöfundur, f. 6.11. 1914, d. 15.10. 1988, og Rósa Halldóra Hjörleifsdóttir, f. 9.10. 1920, d. 15.7. 2007. Systkini Þór- unnar eru Helga, f. 27.10. 1940, Halldóra, f. 2.10. 1942, Ámundi Jökull, f. 25.1. 1947, Sigríður Hjörleif, f. 25.1. 1947, d. 31.10. 1955, Jón Atli, f. 26.1. 1949, og María, f. 12.10. 1955. Þórunn giftist Ólafi Jóni Leóssyni, f. 17.6. 1948, d. 26.10. 2009. Börn þeirra eru þrjú: 1) Gústaf Jökull, f. 31.7. 1969, í 4) Yngstur barna Þórunnar er Hlynur, f. 23.5. 1973, faðir hans er Gunnar Ingibergur Guðjóns- son, f. 5.9. 1941. Fyrri kona Hlyns var Marta Dögg Pálma- dóttir, f. 10.2. 1971, börn þeirra eru Pálmi Snær, f. 13.5. 1993, í sambúð með Maríu Rós Björns- dóttur, f. 23.11. 1994, og Aldís Mjöll, f. 29.3. 2003. Seinni kona Hlyns er Viktoría Rán Ólafs- dóttir, f. 28.7. 1973, sonur þeirra er Jökull Ingimundur, f. 26.1. 2011, fyrir átti Viktoría tvö börn, Jamison Ólaf Johnson, f. 27.5. 1999, og Bríönnu Jewel Johnson, f. 17.9. 2001. Seinni eiginmaður Þórunnar var Þórarinn Guðmundur Þor- steinsson, f. 14.7. 1947, d. 4.8. 2011. Eftirlifandi kærasti Þór- unnar er Gísli Ásgeirsson, f. 24.11. 1949. Þórunn var í grunnskóla á Reykhólum, síðan í Héraðsskól- anum í Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp, hún lauk námi í Húsmæðraskólanum á Staðar- felli í Dölum og frá Þroska- þjálfaskóla Íslands. Útför Þórunnar fer fram frá Reykhólakirkju í dag, 5. janúar 2019, klukkan 13.30. sambúð með Her- dísi Ernu Matthías- dóttur, f. 9.1. 1971, börn þeirra Olga Þórunn, f. 12.7. 1991, Matthías Óli, f. 27.4. 1993, í sam- búð með Ágústu Klöru Ágústs- dóttur, f. 3.12. 1993, Sandra Rún, f. 24.9. 2002, Þór- gunnur Ríta, f. 6.1. 2010. 2) Margrét B., f. 20.8. 1970, börn hennar og Gísla Geirssonar, f. 16.3. 1966, Lóa Guðrún, f. 9.3. 1992, í sambúð með Baldri Ragnars Guðjóns- syni, f. 30.5. 1988, dætur þeirra eru Katrín Bylgja, f. 17.5. 2014, og Margrét Þórný, f. 23.5. 2018, Gísli Þór, f. 21.8. 1993. 3) Gyða Lóa, f. 6.2. 1972, gift Jan Ruby Olsen, f. 4.2. 1974, sonur þeirra er Julian Nino Ruby, f. 31.12. 2013. Ólafur og Þórunn skildu. Elsku mamma, þau eru þung sporin í dag að fylgja þér hinn hinsta spöl, efst í huga mér er þakklæti fyrir árin með þér og minningar áranna allra. Allt sem þú kenndir mér er ég þakklát fyr- ir, þú varst hörkudugleg og ósér- hlífin og leystir úr verkefnum lífs- ins á þinn myndarhátt og varst okkur fyrirmynd í því. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér og halda í höndina þína allt til loka, stundin var erfið elsku mamma, við Gústi sátum hjá þér og fylgdum þér að dyrum sumarlandsins, hann söng svo fal- lega fyrir þig með sinni engla- rödd sem þú elskaðir. Minningu þinni verður haldið lifandi, ég sakna þess að eiga ekki eftir að heyra frá þér framar elsku mamma. Þín dóttir Margrét (Magga). Elsku mamma. Ég trúi þessu varla ennþá, að þú sért farin frá okkur. Klettur- inn í lífi mínu. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér og allar stund- irnar sem við áttum saman. Þær voru margar og góðar bæði á Íslandi, Danmörku og á Tererife á síðasta ári. Þetta eru ómetanlegar minningar, þú varst svo hamingjusöm. Við hlógum svo mikið saman. Og allur tíminn sem við áttum saman í gegnum skype – við eld- uðum og borðuðum saman. Hlóg- um og grétum saman. Og þú sagðir endalaust sögur. Við héldum öll að þú værir við hestaheilsu og vorum svo stolt af þér að láta drauminn rætast og kaupa íbúð á suðrænum slóðum til að njóta efri áranna í sól og sælu. Þú áttir það svo skilið. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Gyða. Elsku amma mín. Mikið sem lífið getur verið ótrúlega ósann- gjarnt. Fráfall þitt var mjög svo ótímabært – loksins hætt að vinna, nýbúin að fjárfesta í vetr- arhöllinni, já, lífið var svo sann- arlega að byrja. En ég er þakklát er ég hugsa til þess hversu vel þú og kærastinn nýttuð fyrsta árið þitt sem „gamalmenni“ og ferð- uðust út um allar trissur. Ég og mín fjölskylda eigum þér mikið að þakka og er ég svo þakklát fyr- ir allar samverustundirnar sem ég græddi á þegar við bjuggum á Bollagötunni. Það er engin(n) eins og þú; Svo léttlynd, kát, stutt í hlátur (ég elskaði hláturinn þinn – var ég búin að segja þér það?), alltaf hress, góðhjörtuð og svo vígaleg! Ekki má gleyma hversu fróð þú varst, já ég flakka á milli nú- tíðar og þátíðar amma mín, því ég trúi ekki enn að þú sért farin til hins eilífa sumarlands. Mér líður eins og ég eigi eftir að vakna upp af þessum vonda draumi … en það vill til að ég á tvær stelpur, fyrstu langömmubörnin þín, sem halda manni við efnið. Bláber, bláberjasulta, brún lagterta og ljúffengar sörur … jú og heimalagað te og ekki má gleyma hafragrautnum. Við öll barnabörnin elskuðum að fá rist- að brauð með bláberjasultu og brúna lagtertu hjá þér, namm … Takk, aftur, svo mikið fyrir send- inguna í haust, ómetanleg. Blá- berjasultukrukkurnar kláruðust jú strax og kláraði ég síðustu ber- in núna í desember. Ég mun fara í berjamó og hugsa til þín, ætli ég muni nokkurn tímann geta tínt eins hratt og þú? Já það var eng- inn eins og þú. Fjallalamb og náttúrubarn, með gleði í hjarta og stutt í glens, víðlesin þú varst og bjóst yfir svo mikilli visku. Þinn tími var ekki kominn, ég er svo sorgmædd að eiga ekki fleiri samtöl við þig og geta spurt þig spjörunum úr um lífið og til- veruna. Þú stóðst þig svo vel elsku amma mín, í baráttunni eftir þetta gríðarlega stóra hjarta- áfall. Það stríð var svo ósann- gjarnt og það er magnað að hugsa til þess hvað þú stóðst þig vel. Enda ótrúlega sterk kona, það sýndi sig á þessum 10 dögum á Landspítalanum. Ó, hvað ég óska þess að bráðamóttakan hefði skoðað þig betur rúmum mánuði fyrir þetta hjartaáfall. Þá hefði þetta ekki farið svona. En mikið sem það er mér mikilvægt að hafa getað verið mikið hjá þér á lokadögum lífs þíns, að geta strokið þig elsku amma mín, haldið í höndina, spjallað við þig og verið í návist þinni. Því það var svo gott að vera í kringum þig. Hinsti kossinn sem ég fékk frá þér elsku amma mín, á föstu- dagskvöldinu, daginn eftir hjartaáfallið, var svo yndislegur. Þessi stund, sem mamma varð einnig vitni að, var svo dásamleg. Í hvert sinn sem ég loka augun- um leiðir hugurinn mig að þess- ari stund. Minning þín fær að lifa og verða ófáar sögur sagðar af þér. Þúsund þakkir fyrir allar samverustundirnar. Ó, hvað ég mun sakna þín, elsku amma mín, og þú varst og ert mér svo afar kær. Þitt næstelsta ömmubarn, Lóa Guðrún Gísladóttir. Elsku amma mín. Það sem ég á eftir að sakna þín mikið. Það var gott að koma til þín og drekka með þér te og skypa við Gyðu Jan og Nino og spila við þig og fá að gista hjá þér. Þú sagðir mér oft sögur og uppáhaldssagan mín var um það þegar þú varst lítil og varst send í sveit. Þegar konan var búin að mjólka kom steggurinn og réðst á fötuna, þá komstu og sagðir „ég skal sjá um þetta“ og tókst um hálsinn á hon- um og hann var alveg að kafna. Það var svo gaman að fara með þér í berjamó og sund, við gerð- um margt saman. Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir. Undanfarnar vikur hafa verið ótrúlegar. Ekki hefði mig grunað 6. desember síðastliðinn að þetta yrði síðasta skipti sem ég hitti Tótu systur fríska. Við sátum og hún sagði mér frá íbúðarkaupun- um á Tenerife. Draumurinn var að rætast, hún var búin að kaupa íbúð þar og nú ætlaði hún sko að njóta lífsins. Næst hitti ég hana fárveika á hjartadeildinni og síð- ast í öndunarvél á gjörgæslunni. Varð að trúa því að henni væri ekki hugað líf. Hún Tóta þurfti að hafa fyrir lífinu. Hún byrjaði ótrúlega snemma að vinna.Við bjuggum í sveit. Faðir okkar lamaðist þegar við vorum börn og eldri krakk- arnir sáu um að hirða skepnurn- ar á veturna og vinna öll verkin. Líklega er hún bara 12 ára þegar ég man eftir henni að bera vatn í féð. Hún var snemma svo ótrúlega sterk, smávaxin en sam- anrekin. Hún fór snemma að heiman, eignaðist fjögur börn á fimm árum og var um tíma ein- stæð móðir. Hafði ofan af fyrir börnunum með því að syngja fyr- ir þau og lesa sögur. Tók saman við hann Tóta sem var indælismaður en Bakkus truflaði hann lengi vel svo mann- kostirnir nutu sín ekki alltaf. Seinustu árin hans var hann edrú og þau höfðu það gott. Hann lést úr krabbameini fyrir rúmum sjö árum. Stuttur og snarpur veik- indatími sem reyndi svo sannar- lega á Tótu. Eftir það ákvað hún að flytja aftur að Reykhólum, lét gera upp húsið, endurbætti eld- húsið og gerði í takt við kröfur um matvælavinnslu svo hún gæti unnið úr berjunum eins og hún vildi, en hún var sérstök áhuga- kona um berjatínslu. Um leið og aðalbláberin voru þroskuð var hún mætt í berjamó og handtíndi allt. Vann alls konar úr berjun- um; saft, sultu og sauð niður ber. Einnig bakaði hún sörur á við hvaða bakarí sem best var. Svo hitti hún hann Gísla sem var æskuástin og þau áttu nokkur góð ár saman. Tóta lærði þroskaþjálfun en vann seinni árin lengst af við umönnun aldraðra. Fannst ekki taka því að nota lyftara til að lyfta fólki úr stól í rúm, vippaði því bara með höndunum. Áður vann hún nokkur ár í Þörungaverk- smiðjunni og í mötuneyti. Nagl- inn hún systir mín er látin aðeins 68 ára gömul. Það hlýtur að hafa vantað vinnandi hendur í himna- ríki. Ég vona að hún finni góðar berjabrekkur þar. María Játvarðardóttir. Tóta mágkona mín er látin, það er sárt. Við vorum jafnöldrur og eignuðumst báðar börnin okkar snemma. Þau eru öll á svipuðum aldri og meðan Tóta bjó í Reykja- vík hittumst við reglulega með krílin okkar og nutum þess að fylgjast með þeim í leik og tengj- ast frændsemisböndum. Mikið var það skemmtilegt og við vor- um ungar og stoltar mæður. Við hittumst sjaldnar eftir að Tóta flutti vestur og reyndar á tímabili líka norður en svo settist hún að á Reykhólum en vina- böndin héldu alla tíð. Tóta var einstæð móðir fjög- urra barna aðeins 23 ára og kynntist því vel að vinna mikið til að sjá fyrir hópnum sínum og var dugnaðarforkur. Hún byggði hús á Reykhólum og byggði þar sér og börnunum sínum ból. Þar kynntist hún síðar eiginmanni sínum, Þórarni Þorsteinssyni (Tóta), en hann lést árið 2011. Tóti reyndist börnum og barna- börnum Tótu vel og var þeim bæði vinur og félagi. Tóta hafði nýlega keypt sér íbúð á Tenerife og ætlaði að taka við henni núna á næstu vikum og njóta þess aðeins að slaka á í hlýju loftslagi og fá ástvini sína í heimsókn. En ekkert verður nú af því. Það minnir mann á hve lífið er hverfult og allt getur breyst án fyrirvara. Börnin hennar Tótu eru öll heilsteypt og gott fólk sem nú sjá á bak mömmu sinni, tengdamömmu og ömmu alltof snemma. Þau voru ríkidæmið hennar. Ég votta þeim öllum samúð mína og samhug. Minningin um sterka íslenska konu lifir. Lovísa Hallgrímsdóttir. Elsku Tóta er fallin frá. Svo skyndilega að erfitt er að trúa. Samverustundir með Tótu man ég eins langt aftur og ég man mína æsku. Allt aftur til gömlu góðu daganna þegar unga fólkið á Reykhólum voru mæður okkar Gyðu vinkonu minnar. Móðir mín og Tóta. Ég man hvað mér þótti margt í kringum Tótu ævintýra- legt. Hún fór ótroðnar slóðir. Gerði hluti sem ekki endilega konur á þeim tíma voru að gera. Þannig var tíðarandinn. Mínar fyrstu minningar eru frá blóma- skeiði leikfélagsins ímynda ég mér. Full stofa heima hjá Tótu af ungum konum þar sem sungið var hástöfum „oft á tíðum haldin eru héraðsmót“. Seinna á ég ógleymanlegar stundir þar sem við Gyða vinkona vöktum nætur- langt á Reykjabrautinni, hlustuð- um á næturvakt Rásar 2, spiluð- um öll spil sem við kunnum, drukkum kaffi með molasykri. Með Tótu. Á sama tíma og Tóta hvatti okkur til dáða þegar við stunduðum að mæta á skákkvöld að tefla við karlana í sveitinni og fá með’í kaffi og molasykur. Allt áður en unglingsárin helltust yfir okkur vinkonurnar. „Sara Klara ert þetta þú?“ var yfirleitt kveðjan sem mætti mér þegar ég kom á Reykjabrautina sem barn, sem unglingur og sem fullorðin. Tóta var skemmtileg, hún var glettin og datt oft ótrúlega skemmtilegir hlutir í hug. Mér fannst Tóta ævintýraleg kona. Man hana sem fyrirkonu í að stofna til samtals Kvennalista- kvenna á Reykhólum á þeim tíma þegar enginn talaði fyrir jafnrétti kynja eða álíka málefna. Já, það var ævintýrablær yfir Tótu. Frumkvöðlataug sem fann sér farveg þess tíma sem þá var. Fyr- ir lítið samfélag eins og Reykhóla var það dýrmætt bæði fyrir okk- ur unglingana sem og samferða- konur hennar og vinkonur. Ég man þann tíma sem ég fékk að vera með Gyðu á Ísafjarðarár- um fjölskyldunnar. Það var góður tími. Við unglingarnir að reyna fyrir okkur í fiskinum sem Tóta skemmti sér konunglega yfir. Ég var svo heppin að eiga sam- leið með Tótu á ólíkum tímabil- um, sem barn og unglingur og vinkona Gyðu og hálfgerður heimalningur. Og svo seinna, full- orðin ung kona og samstarfskona Tótu. Þá áttum við það til nokkr- ar vinkonur að hendast til Tótu sérstaklega þegar okkur datt í hug að fara að gera eitthvað hressandi og skemmtilegt. Mið- næturkvöldverður er mér sér- staklega minnisstæður þegar gleðipinnafélagið var og hét og þar var einhvern veginn Tóta allt í kringum okkur. Þá var henst á Reykjabrautina og skipti þá engu hvað tímanum leið. Tóta tók okk- ur alltaf fagnandi og hafði gaman af uppátækjum okkar vinkvenn- anna, lagði fyrir okkur spádóma í spil og bolla. Allt mjög ævintýra- legt og skemmtilegt. Tóta var baráttukona, verka- kona sem sótti sér, vel á miðjum aldri, frekari menntun og gerði allt einhvern veginn svo einfalt og mögulegt. Allt sem var í raun heljarinnar átak. Það að gera. Að elta draumana sína. Þannig man ég Tótu. Hún var fyrirmynd annarra kvenna. Það var alltaf gaman að hitta Tótu, stutt í hlátur og gleði. Að hafa gaman af lífinu fylgdi Tótu, sama hvað lífið hafði upp á að bjóða. Ég sendi elsku Gyðu minni, Gústa, Möggu og Hlyni innilegar samúðarkveðjur og fjölskyldum þeirra. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styðja í þeirri sorg og við þann missi sem nú er orðinn. Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki átti ég von á því þegar ég hitti Þórunni á Hársnyrtistofu Heiðu á Hólmavík 26. okt. sl. að það yrði í síðasta skipti. Hún var glöð og kát, sagðist ætla að skreppa til Tenerife á næstunni og koma svo aftur í desember. Hún kvaðst vera að kaupa sér íbúð úti, væri búin að selja íbúð sína í Reykjavík og nú hugsaði hún sér að vera þarna eitthvað yf- ir veturinn og svo á sumrin í Reykhólasveitinni. Við fórum að ræða berjasprettu sl. sumar en Tóta, eins og hún var kölluð, var fræg fyrir mikla berjatínslu. Hún fann alltaf aðalbláber þótt aðrir kvörtuðu undan lélegri berja- sprettu. Rjúpnaveiðin var á þess- um tíma rétt að byrja. Fyrsta helgin yfirstandandi og hjá henni voru meðal annarra í gistingu einn ömmudrengur ásamt einum af mínum ömmudrengjum, en þeir eru góðir vinir, og ætluðu saman á fjöll í rjúpnaleit. Nokkr- um vikum áður höfðu þeir verið hjá mér í Mýrartungu að veiða gæsir. Ég kynntist Tótu fyrst þegar ég var í framboði til alþingiskosn- inga vorið 1991 fyrir Kvennalist- ann á Vestfjörðum. Hún var mikil kvenréttindakona, studdi Kvennalistann og sýndi það í orði og verki. Það var gott að hafa hana með sér í liði. Ég þekkti á þeim tíma fáa Reykhólahreppsbúa enda höfum við Vestfirðingar búið við það að heilsárssamgöngur hafa ekki allt- af verið með besta móti á milli byggðarlaga. Ég í Hnífsdal á þeim tíma og hún í Reykhóla- sveit. Eftir að ég flutti í Reyk- hólasveitina 1996 hitti ég hana oftar. Hún fór á fullorðinsárum í nám í þroskaþjálfun og vann lengi á Hjúkrunar- og dvalar- Þórunn Játvarðardóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, langamma og tengdamóðir, ERNA ÓSKARS ÓSKARSDÓTTIR, Löngubrekku 31, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut mánudaginn 24. desember. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks. Útför fór fram í kyrrþey föstudaginn 4. janúar 2019. Kári Óskarsson Hreiðar Haukur Kárason Óskar Kárason Vibeke Harders Ágúst Kárason S. Helga Ástvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hlýhug, blóm og kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður, mágs og frænda, KRISTBJÖRNS HAUKSSONAR, Kidda. Gréta Óskarsdóttir Helga Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Grétar, Björg, Hildur Ýr og Íris Björk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.