Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Það var góð skemmtun aðfylgjast með heimsmeist-aramótunum í atskák oghraðskák sem fram fóru í karla- og kvennaflokki í Sankti Pét- ursborg dagana 26.-30. desember. Skákmót með styttri umhugsunar- tíma njóta æ meiri hylli meðal skák- áhugamanna. Auk þeirra milljóna sem fylgdust með keppninni á netinu var fullt út úr dyrum á skákstað í Sankti Pétursborg. Að venju var heimsmeistarinn Magnús Carlsen í sviðsljósinu og sjónvarpsstöðin NRK, sem hefur gert skákútsend- ingar eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í Noregi, fylgdi honum hvert fótmál alla keppnisdagana. Hrösun er kannski orðið yfir slæma byrjun hans í atskákhlutanum en þar voru tefldar 15 umferðir með tímamörk- unum 15 10. Magnús féll á tíma í sig- urvænlegri stöðu í 1. umferð og í þeirri næstu lék hann umtöluðustu leiki mótsins: Magnús Carlsen – Vokhidov 1. e4 e5 2. Dh5?! Rc6 3. Bc4 Ýmis stóryrði voru látin falla um þessa tilraun til að ná heimaskíts- máti en Magnús virtist ekki geta dul- ið gremju sína eftir tapið í fyrstu um- ferð. 2. Dh5 er ekki góður leikur; hvítur tapar tíma með þessu drottningarflani. Þetta veit hann manna best. Að lokum tapaði hann skákinni þótt hann hafi skapað sér góð færi um tíma. Norðmenn við skjáinn voru þrumu lostnir en svo fór þeirra maður í gang; hægt og bítandi klifraði hann upp mótstöfluna en ein- hvern veginn hafði maður á tilfinn- ingunni að hin slæma byrjun myndi alltaf taka frá honum sigurinn. Sem varð reyndin. Hinn 22 ára gamli Rússi Daniil Dubov varð einn efstur með 11 vinninga af 15 mögulegum. Magnús varð í 2.- 5. sæti ásamt Mamedyarov, Nakamura og Arte- miev með 10 ½ vinning. Hraðskákkeppnin stóð í tvo daga og var tefld 21 umferð, tímamörk 3 2. Ég er ekki viss um að nokkur skák- maður hafi náð slíkum gæðum í tafl- mennsku sinni í hraðskák og Magnús Carlsen í þessu móti. Hann náði snemma forystunni og lét hana aldr- ei af hendi eftir það, hlaut 17 vinn- inga af 21 mögulegum og var taplaus. Pólverjinn Jan-Krysztof Duda kom næstur með 16 ½ vinning og Nakam- ura varð í 3. sæti með 14 ½ vinning. Ungir skákmenn frá Íran vöktu sérstaka athygli og margt bendir til þess að nýtt stórveldi sé að fæðast í skákinni. Hinn 15 ára gamli Alireza Firouzja, sem var meðal efstu manna í báðum mótunum, hlaut 10 vinninga af 15 í atskákinni og komst í efsta sætið eftir sjö umferðir í hraðskák- inni en tapaði þá fyrir Magnúsi og endaði með 12 vinnninga af 21. Í atskákmóti kvenna sigraði kín- verska stúlkan Ju Wenjun og Kater- iana Lahno frá Rússlandi vann hrað- skákina. Góð frammistaða Vignis í Hastings Þegar þrjár umferðir eru eftir af áramótaskákmótinu í Hastings er hinn 15 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson með 4 ½ vinning af sjö mögulegum og er í 8.-17. sæti ásamt Guðmundi Kjartanssyni sem vann sína skák í 7. umferð á fimmtudag- inn. Þeir eru vinningi á eftir efsta manni. Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun – Skákhátíð MótX á þriðjudag Útlit er fyrir góða þátttöku á Skákþingi Reykjavíkur sem hefst á morgun í húsakynnum TR en meðal þátttakenda er Hjörvar Steinn Grét- arsson. Á Skákhátíð MótX sem hefst í Stúkunni á Kópavogsvelli á þriðju- dagskvöldið hafa fjölmargir öflugir skákmenn skráð sig til leiks. Nánar verður greint frá þessum mótum í næstu pistlum. Að reyna heimaskítsmát er ekki vænlegt til árangurs Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chess.com Best Íran - næsta stórveldi skákarinnar? Íranska stúlkan Khademalsharieh náði bestum árangri samanlagt meðal kvenna í Sankti Pétursborg. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain. Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun. Þann 8. nóvember síðastliðinn lauk von- andi einhverri mestu pólitísku aðför á síð- ari tímum að einu fyrirtæki, já ég á við aðför Seðlabanka Ís- lands, með seðla- bankastjórann Má í fararbroddi, að fyrir- tækinu Samherja á Íslandi. Byrjunina má rekja næstum því sjö ár aftur í tímann og upphafið átti meira skylt við atriði í lélegri bandarískri bíómynd en raunveru- leikann. Við upphaf húsleitarinnar, sem trúlega er ein sú viðamesta sem fram hefur farið á Íslandi, var búið að gera „réttum“ aðilum viðvart sem voru klárir með rétt tæki og tól til að koma „réttum“ fréttum á framfæri. Þarna á ég við fréttastofu RÚV. Sagan segir að þessi aðför hafi farið af stað eftir fyllerísraus í eyru ónefnds fréttamanns hjá RÚV, sem gerir þetta mál trúlega að dýrustu timb- urmönnum Íslandssögunnar og al- menningur borgar. Svo mikil var Þórðargleði þeirra er ráku þessa aðför að búið var að senda frétta- tilkynningu á 640 netföng, flest erlend, um að verið væri að rann- saka fyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Og það sem meira var, það var búið að senda þessa tilkynningu áður en búið var að birta nokkrum aðila hjá fyrirtækinu nokkra ákæru um hvert væri tilefni þessarar hús- leitar eða hvert væri sakarefnið, sem hlýtur að teljast fordæmalaus aðgerð. Og nú, tæpum sjö árum seinna, þegar Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp sinn dóm, er fróðlegt að sjá viðbrögð nokkurra aðila sem reyndar eiga hlut að máli og verða þar með seint taldir óhlut- drægir, en þeir bera því við að fyrirtækið hafi sloppið vegna laga- tæknilegra atriða. Einn af þeim er létu í þetta skína er núverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobs- dóttir, og einnig fyrrverandi fjár- málaráðherra, Oddný G. Harðar- dóttir, en hún auglýsti eftir því á fésbókarsíðu sinni hvort það væru ekki einhverjir sammála henni um þennan skilning. Eitthvað voru undirtektirnar dræmar, en við skulum halda því til haga að þess- ar tvær sátu í ríkisstjórn þegar þetta mál hófst svo viðbrögð þeirra voru fyrirsjáanleg. Og við það má bæta að þessi aðför að fyr- irtækinu var gerð sólarhring eftir að umdeilt frumvarp um breytingu á veiðileyfagjöldunum var lagt fram. Ef einhver trúir að sú tíma- setning hafi verið tilviljun hlýtur viðkomandi líka að trúa á jóla- sveininn. Það er einmitt vegna svona stjórnmálamanna sem það þyrfti að gera það sama og var gert í Noregi, en þar var sett ákvæði í norsk sakamálalög sem bannar stjórnvöldum að gefa í skyn sekt manna í málum þar sem annaðhvort hefur verið sýknað eða mál látið falla niður. En þessi túlkun þessara tveggja og seðlabankastjóra er eins fjarri sanni sem nokkuð getur verið, því staðreyndin er sú að málið hlaut mikla og nákvæma skoðun tveggja annarra eftirlitsaðila. Sérstakur saksóknari felldi málið niður sem sakamál eftir tveggja ára skoðun. Gagn- rýndi sérstakur sak- sóknari vinnubrögð Seðlabankans og framkvæmdi því eigin athugun á starfsemi Samherja og tengdra aðila. Niðurstaðan var sú „að Samherji hefði gætt þess af kost- gæfni að skila gjald- eyri heim“. Ef eitthvað hefði verið hæft í ásökunum hefði skattrannsóknarstjóri haldið áfram með málið á grundvelli skattalaga. Staðreyndin er hins vegar sú að það var ekkert og hef- ur ekkert verið hæft í ásökunum bankans. Þær byggðust í upphafi á röngum útreikningum „Simpson Paradox“ og fyllerísrausi í eyru eins fréttamanns hjá RÚV. Í kjöl- farið hafa vinnubrögðin snúist um það að reyna að búa til eitthvað til að geta sýnt fram á að bankinn hafi „haft rétt fyrir sér“. Enda sá skattrannsóknarstjóri ekki ástæðu til að rannsaka málið. En við skulum heldur ekki gleyma því að á þessum tæpum sjö árum hafa nokkrir menn sem vinna eða unnu hjá Samherja ver- ið settir á sakamannabekkinn og dæmdir af dómstóli götunar. Þar eru menn dæmdir sekir bara fyrir það eitt að þeir vinna hjá sjávar- útvegsfyrirtæki. Þessir menn eru búnir að hafa þetta mál yfir höfði sér í tæp sjö ár, nótt sem dag, og hafa séð hvernig markvisst hefur verið reynt að koma sök á þá af hálfu Seðlabankans. Slíkt hefur áhrif á líf manna, sumir bognuðu, sem er ekkert óeðlilegt þegar heiðarlegir og samviskusamir menn eiga í hlut, en það er al- gjörlega óeðlilegt að það gerist vegna aðgerða stjórnvalda sem eru í þeirri aðstöðu að geta dregið mál á langinn og hafa nægjanlegt bolmagn til að viðhafa slíkan málatilbúnað. Er það stjórnsýsla sem við ætlum að samþykkja? Viljum við að sá sem kemur fram fyrir hönd stjórnvalds viðhafi svona vinnubrögð? Eða lýsi því yf- ir opinberlega að menn séu að sleppa af því að reglurnar eru ekki eins og hann vildi að þær væru? En eigendur Samherja og starfsmenn voru tilbúin að taka slaginn og höfðu getu til þess, staða sem ekki allir hafa. En sú barátta var ekki án fórna því fyrirtækið missti góðan mann, eins og komið hefur fram. En verst er að það mun enginn sem kom að þessu máli fyrir hönd stjórnsýslunnar verða látinn sæta ábyrgð, sem er algjörlega ólíðandi, því ef einhver hjá fyrirtækinu hefði gert eitthvað rangt væri búið að dæma viðkomandi. Valdi fylgir ábyrgð og sumir höndla greinilega ekki að fara með vald, allra síst sá er situr í stól seðlabankastjóra þessa dagana. Afhroð Más og Seðlabankans Eftir Pál Steingrímsson Páll Steingrímsson »Niðurstaðan var sú „að Samherji hefði gætt þess af kostgæfni að skila gjaldeyri heim“. Höfundur er sjómaður. pall.steingrimsson@gmail.com Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.