Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla ICQC 2018-20 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Hjá Erlendi Sveinssyni, kvikmynda- gerðarmanni, er býsna viðburðaríkt ár að baki. Mestu tímamótin voru þó efalítið í vor þegar hann útskrifaðist með MFA gráðu eftir fjögurra ára nám í handritaskrifum og leikstjórn við Columbia University í New York. Síðan hefur hann haft ærinn starfa hér heima við gerð stuttmynda, tón- listarmyndbanda og auglýsinga fyrir fyrirtæki á borð við Landsbanka Ís- lands, Icelandair, Orkusöluna og fleiri. Í lok ársins frumsýndi hann tvær stuttmyndir og ein eldri, Thick Skin, sem var hluti af skólaverkefni hans á 2. ári þar vestra, fór á flug um jólin á Vimeo, streymisveitu með lifandi myndefni og rúmlega hundrað millj- ón notendur. „Thick Skin hlaut þann eftirsókn- arverða titil að vera Vimeo Staff Pick, eða val starfsmanna Vimeo, en þar starfar fimm manna teymi við að horfa á fjölda myndbanda á hverjum degi og velja þau bestu. Strax um áramótin höfðu yfir eitt hundrað þús- und manns horft á myndina,“ segir Erlendur og heldur áfram: „Ég var svo heppinn að kynnast einum úr teyminu sem hreifst af myndinni þegar hún var sýnd á kvik- myndahátíð í Óðinsvéum í Danmörku árið 2017. Hann bað mig að hnippa í sig þegar ég væri tilbúinn að setja hana á netið.“ Flottasti vettvangurinn Erlendur segir að innan kvik- myndabransans þyki Vimeo flottasti vettvangurinn á netinu og töluvert eftirsóknarverðari en YouTube, enda sé viðmótið þægilegra, til dæmis betri spilarar, og þar geti fagfólk bor- ið saman bækur sínar og „komment- erað“. Stuttmyndin Thick Skin er rúm- lega ellefu mínútna löng. Í stuttu máli fylgjast áhorfendur með hvernig neisti kviknar á milli þeirra Hönnu 19 ára (Þórey Birgisdóttir) og Jónasar 20 ára (Ísak Hinriksson) þar sem þau eru stödd í partýi í úthverfi Reykja- víkur. Þau lauma sér afsíðis og eiga náin samskipti þar sem mörk eru ekki virt og því fylgja afleiðingar, eft- irsjá og þrúgandi þögn. Áhorfendur þurfa að horfast í augu við mannlegar hliðar gerandans en á sama tíma eru þeir minntir á alvarleika brotsins og sársaukann sem fylgir gjörðum hans. „Myndin er í rauninni innlegg í umræðuna um misnotkun og nauðg- anir og til þess gerð að fá áhorfendur til að velta fyrir sér erfiðum spurn- ingum án þess að segja of mikið eða komast að niðurstöðu,“ segir Erlend- ur. Frá því Thick Skin var frumsýnd fyrir tveimur árum hefur hún verið sýnd á um tuttugu kvikmyndahátíð- um víða um heim og ekkert lát er á, Bristol Rebel kvikmyndahátíðin á Englandi er næst á dagskrá í febrúar. „Hæst ber þó að nefna Palm Springs alþjóðlegu stuttmyndahátíðina í Kali- forníu í fyrra ásamt nýfenginni til- nefningu Vimeo til bestu drama- stuttmyndar ársins 2018,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn. Kanarí og Afsakanir Stuttmyndirnar Kanarí og Afsak- anir, sem hann frumsýndi í Bíó Para- dís og skemmtistaðnum Húrra í lok ársins 2018 fara svo í svipað ferðalag og raunar hefur sú fyrrnefnda þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Foyle á Norður Írlandi. „Kanarí er útskriftarmyndin mín og þroska- og örlagasaga ungrar konu og kærasta hennar, sem lenda í bílslysi á fáförn- um vegi um hávetur á Íslandi. Ís- lenskir leikarar eru í öllum hlut- verkum og myndin var tekin upp hér á landi um miðjan janúar í fyrra, en öll eftirvinnsla fór fram í Bandaríkj- unum og Kanada.“ Erlendur segir að gerð myndar- innar hafi verið gríðarlega metnaðar- fullt og krefjandi verkefni. Mikið hafi verið í lagt, til dæmis þurfti að svið- setja árekstur, koma bílhræi fyrir í snjóskafli úti á víðavangi og fleira í þeim dúr. Hin stuttmyndin sem hann frumsýndi um svipað leyti er af öðr- um toga. „Afsakanir er videóverk, leikin tuttugu mínútna heimildar- mynd og um leið tónlistarmyndband út frá samnefndri plötu tónlistar- mannsins Auðar. Myndin er aðgengi- leg á Sjónvarpi Símans og fer á You- Tube síðar í mánuðinum.“ Drama fyrst og fremst Þótt engar frumsýningar standi fyrir dyrum í augnablikinu, situr Er- lendur ekki auðum höndum, enda hefur hann fengið úthlutaðan fyrsta hluta handritsstyrks frá Kvikmynda- sjóði fyrir kvikmynd í fullri lengd. Sjö hæðir á hún að heita, eða það er a.m.k. vinnuheitið. „Drama fyrst og fremst, en líka létt og umfram allt mannleg. Myndin gerist í blokk í út- hverfi Reykjavíkur, rétt eins og í Thick Skin, og fjallar um ókunnugt fólk og hvernig örlög þess tvinnast saman, “ svarar hann spurður um það hvers konar mynd sé í bígerð. Mark- miðið er að taka myndina upp í byrj- un árs 2021 og frumsýna í árslok það ár. Sjö hæðir í burðarliðunum  Thick Skin, stuttmynd Erlends Sveinssonar, fékk yfir 100 þúsund áhorf á Vimeo um jólin  Frumsýndi tvær stuttmyndir 2018 og skrifar handrit að kvikmynd í fullri lengd, sem hann hyggst leikstýra 2021 Morgunblaðið/Hari Leikstjórinn og handritshöfundurinn Erlendur hefur fengið styrk til að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd. Drama Vimeo tilnefndi Thick Skin bestu dramastuttmynd ársins 2018. Þórey Birgisdóttir og Ísak Hinriksson í hlutverkum Hönnu og Jónasar. Skáldið Elísabet Kristín Jökulsdótt- ir hlaut í gær viðurkenningu Rithöf- undasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir rit- störf þegar Menningarviðurkenn- ingar RÚV fyrir árið 2018 voru veittar. Í rökstuðningi úthlutunar- nefndar segir meðal annars: „Eitt mikilvægasta framlag hennar til ís- lenskra bókmennta eru skrif hennar um kvenlíkamann, kynvitundina og skömmina. Hún hefur fært í orð þá hluti sem legið hafa í þagnargildi langt fram á okkar daga, og gerði það áður en samfélagið var tilbúið að hlusta. Það er fyrst með nýrri kyn- slóð kvenna og í kjölfar samfélags- miðlahreyfinga síðustu ára sem sam- félagið hefur öðlast getu að meta þetta framlag til fulls.“ Fulltrúar Rásar 2 afhentu Krók- inn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi flutning árið 2017, en hann hlaut Jónas Sig. Þá var tilkynnt að hlustendur hefðu valið orðið kulnun orð ársins og orðið klausturfokk nýyrði ársins 2018. Orðið kulnun er notað um viðvarandi andlega og lík- amlega þreytu og doða, einkum í tengslum við vinnu og hefur verið áberandi á árinu. Nýyrðið klaustur- fokk er haft um röð atburða sem einkennist af mistökum sökum van- hæfni, ranghugmynda eða heimsku. Orðið er byggt á enska orðinu clusterfuck, sem er sömu merkingar, og er beinlínis hljóðlík- ing þess. Stofnun Árna Magnússonar út- nefndi hins vegar sögnina plokka orð ársins 2018. Þeir sem plokka tína rusl meðan skokkað er eða gengið. Einnig voru veittir 72 styrkir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs. Sjóðurinn hefur það mark- mið að stuðla að frumsköpun og út- breiðslu íslenskrar tónlistar. Sjóðurinn veitir fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk og er sérstaklega horft til fag- þekkingar auk þess sem metnaðar- fyllri og yfirgripsmeiri verkefni hljóta forgang. Einnig er tilgangur sjóðsins að veita stuðning við ný- sköpun verka til flutnings í RÚV. Elísabet Kristín hlaut viðurkennngu Morgunblaðið/Eggert Skáldið Elísabet K. Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.