Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Veður víða um heim 4.1., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Hólar í Dýrafirði 9 rigning Akureyri 9 skýjað Egilsstaðir 7 heiðskírt Vatnsskarðshólar 8 súld Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 9 rigning Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 3 þoka Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 5 skýjað Glasgow 6 alskýjað London 2 þoka París 5 alskýjað Amsterdam 6 alskýjað Hamborg 6 súld Berlín 3 súld Vín -1 snjókoma Moskva -4 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd -2 heiðskírt Barcelona 11 skýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 4 léttskýjað Aþena 5 súld Winnipeg -5 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 2 þoka Orlando 24 þoka  5. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:15 15:52 ÍSAFJÖRÐUR 11:55 15:22 SIGLUFJÖRÐUR 11:39 15:04 DJÚPIVOGUR 10:52 15:14 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, hvassast NV-til, en þurrt á austanverðu landinu. . Á mánudag Allhvöss eða hvöss norðlæg átt með slyddu eða snjókomu. Kólnandi veður. Snýst í vestan 10-18 m/s, fyrst vestan til á landinu með slyddu og kólnar, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Úrkomulítið um landið vestanvert um tíma síðdegis. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fundum Alþingis var um miðjan des- ember síðastliðinn frestað til 21. jan- úar. Morgunblaðið setti sig í samband við formenn allra þingflokka og spurði þá út í komandi vorþing. Af svörum þeirra að dæma má búast við því að næstu vikur og mánuðir verði anna- samir innan veggja Alþingis enda fjöl- mörg mál, sum bæði stór og umdeild, sem bíða afgreiðslu. „Það má eflaust reikna með ein- hverjum átökum. Það er þó ekki endi- lega fyrirséð á þessari stundu hvaða mál það eru sem helst eiga eftir að valda ágreiningi,“ segir Birgir Ár- mannsson, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, og bendir á að sagan hefur sýnt að oft eru það hin ólíkleg- ustu mál sem fara á mikið flug við þinglega meðferð. „Til að byrja með verða samgöngu- málin stærsta viðfangsefni okkar í þinginu. Fyrir jól var lagt upp með ákveðna vinnu í þeim málum og er um- hverfis- og samgöngunefnd þegar far- in að funda til að fylgja þeirri vinnu eftir. Það verður áfram fundað í nefndinni til að búa í haginn áður en þingið kemur saman aftur,“ segir Birgir og bætir við að annars vegar sé um að ræða samgönguáætlun og hins vegar hugmyndir um upptöku veggjalda. Orkupakki og samgöngur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður þingflokks Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng og nefnir fyrst samgöngumálin sem fyrsta stóra mál þingsins. „En það verða nú væntanlega önn- ur stór mál, s.s. það sem snýr að fisk- eldi. Ég get ímyndað mér að menn hafi skiptar skoðanir á því,“ segir Bjarkey Olsen og heldur áfram: „Svo má nú ekki gleyma orkupakkanum sem ekki hefur farið fram hjá nokkr- um manni, ef það mál verður þá lagt fram. Þessi tvö mál, samgöngurnar og orkan, verða að líkindum plássfrek- ust.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, for- maður þingflokks Flokks fólksins, segir „nokkur augljós stór deilumál blasa við“ þingmönnum eftir jólafrí. Nefnir hann í því samhengi heilbrigð- isstefnu stjórnvalda. „Þeir eru strax byrjaðir að krafsa í sjúkraþjálfun sem var að skila góðum árangri fyrir stóran hóp fólks. Þetta er náttúrulega ekki gott,“ segir hann. Annað atriði sem Guðmundur Ingi tel- ur mikilvægt að ræða vel eru sam- göngumál. „Ég er ekki alveg búinn að kyngja því hvernig á að standa að þessum veggjöldum,“ segir hann og bætir við að „ófremdarástand“ ríki í samgöngu- málum á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður að leysa þennan vanda, en hann verður ekki leystur öðruvísi en með nýrri samgönguæð. Það ætti að vera búið að leggja nýjan veg fyrir löngu síðan.“ Spurður hvort hann sé hlynntur hugsanlegum veg- gjöldum kveður Guðmundur Ingi nei við. „Ég er alveg hlynntur því að þeir sem nota vegina mest eigi að borga mest. En við getum ekki verið með veggjöld, látið höfuðborgarsvæðið greiða skatta á fullu og haft bensín- gjöld og önnur gjöld. Þá erum við bara að margskatta sama dæmið.“ Hanna Katrín Friðriksson, formað- ur þingflokks Viðreisnar, segir sam- göngumál munu verða áberandi og á hún þá fremur von á mikilli vinnu með hagsmunaaðilum og grasrót í stað beinna átaka á þingi. „Svo má nefna fiskeldismál, þjóðar- sjóð og starfsgetumat. Allt eru þetta atriði sem kalla má stór,“ segir Hanna Katrín og heldur áfram: „Mið- að við fyrrihluta vetrar þá verður meira fjör á þessu þingi hvað málefni varðar. [...] Svo er eitt mjög mikil- vægt mál sem flotið hefur á milli ráðuneyta, frumvarp um kynlegt sjálfræði. Þetta er eitt af þessum stóru málum og snýst um rétt allra einstaklinga til að ráða yfir eigin lík- ama. Þetta mál þarf athygli.“ Ræða þarf framtíð bankanna Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir brýnt að þingið fari vel yfir hugsanleg veggjöld og samspil þeirra við skatt- kerfið. „Þetta er eins og hlutir standa nú allt mjög óljóst. Ég hef trú á því að þetta gæti orðið þungt mál í þinginu enda á eftir að gera raunhæft mat á milli þjónustugjalda og skattkerfisins og skýra hlutverk hvors fyrir sig,“ segir Oddný. Spurð hvort hún telji þörf á veg- gjöldum svarar Oddný: „Ég held það sé mikil þörf fyrir uppbyggingu á veg- unum okkar. Það er algerlega ljóst. En á meðan við erum ekki að nýta skattkerfið okkar, þar sem menn borga eftir getu, þá hef ég efasemdir um að setja sérstök þjónustugjöld á vegina. Þetta þurfum við hins vegar allt að skoða miklu betur í þinginu.“ Þá segist Oddný eiga von á miklum umræðum um framtíð bankakerfisins á Íslandi. „Hvernig við ætlum að byggja kerfið okkar upp og hvaða breytingar það eru sem við viljum sjá á bankakerfinu. Ég vil til að mynda sjá að tækniframfarir, bæði þær sem nú þegar eru komnar sem og þær sem eiga eftir að koma, leiði af sér ódýrara bankakerfi fyrir neytendur. Við eigum alls ekki að selja bankana fyrr en við erum búin að ákveða hvernig bankakerfið á að vera í fram- tíðinni,“ segir hún. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, for- maður þingflokks Pírata, segir það mikla gæfu að tekist hafi að fresta samþykkt upptöku veggjalda á haustþinginu. „Ég held að allar stað- hæfingar um að almenn sátt ríki um þetta mál séu ekki byggðar á sterk- um rökum. Þetta er illa útfært og óskýrt hjá þeim í stjórninni. Það á eftir að fara ofan í saumana á þessu máli,“ segir hún. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar, segist fyrst og fremst bjartsýn á komandi þing- störf. „Haustið gekk vel og við náðum að afgreiða fjöldann allan af málum. Það hafa í raun sjaldan verið afgreidd fleiri mál en þá. Ég er því bjartsýn á að okkur takist áfram að vinna þétt og vel,“ segir hún. Anna Kolbrún Árnadóttir, starf- andi formaður þingflokks Miðflokks- ins, segir samgönguáætlun stóra mál- ið á dagskrá. „Þá á ég meðal annars við veggjöld og hvort áfram verður framhald á þeirri sátt sem virtist vera uppi. Ég á von á því að við beitum okkur mikið í þeim mörgu stóru mál- um sem fram undan eru á þinginu,“ segir hún. Klaustur vofir enn yfir þinginu Þá nefndu nokkrir þingflokks- formenn Klausturmálið svonefnda og þá einkum stöðu þeirra sex þing- manna sem við það eru kenndir. „Jólafríið hefur eflaust náð að létta spennuna eitthvað, en það breytir því ekki að annar fasi mun hefjast í þessu máli þegar niðurstaða siðanefndar liggur fyrir,“ segir Bjarkey Olsen og heldur áfram: „Niðurstaða siðanefnd- ar mun skipta mjög miklu máli, hvort sem þingmenn kjósa svo að fara eftir henni eða ekki. Það verður samt ansi snúið að fara ekki eftir niðurstöðunni, verði hún þeim óvinhöll.“ Þá segir Þórhildur Sunna þörf á að kafa nánar ofan í kjölinn á málinu. Von á miklum önnum á Alþingi  Morgunblaðið tók formenn þingflokka tali vegna komandi vorþings  Samgöngumál voru þing- mönnunum ofarlega í huga  Fiskeldi, orkupakki Evrópusambandsins, bankarnir og Klausturmál Morgunblaðið/Eggert Löggjafarþing Formenn þingflokka eiga allir von á miklum önnum á komandi vorþingi og má búast við mörgum hitamálum. Atburðirnir á Klaustri eru enn sagðir varpa skugga sínum yfir þingið og er málið á borði siðanefndar. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki „Það má eflaust reikna með ein- hverjum átökum.“ Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins „Þeir eru strax byrjaðir að krafsa í sjúkraþjálfun.“ Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu „Þetta er eins og hlutir standa nú allt mjög óljóst.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum „Svo má nú ekki gleyma orku- pakkanum.“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn „Verður meira fjör á þessu þingi.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum „.Þetta er illa út- fært og óskýrt hjá þeim í stjórninni.“ Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki „Það hafa í raun sjaldan verið af- greidd fleiri mál.“ Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki „Ég á von á því að við beitum okkur mikið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.