Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 52
afsláttur af öllum vörum Kvennakórinn Embla heldur tón- leika í Hömrum í Hofi á Akureyri á morgun kl. 17. Á dagskrá er verkið Adiemus eftir velska tónskáldið Karl Jenkins en í því er heimstónlist blandað saman við klassík og djass. Auk kórsins flytja verkið þau Helga Kvam á píanó, Helen Teitsson á flautur, Halldór G. Hauksson, Hauk- ur Pálmason og Ingvi Rafn Ingva- son á slagverk og Pétur Ingólfsson á kontrabassa. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga og stjórnandi er Roar Kvam. Embla flytur Adiemus LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er bara gríðarlega ánægð, mið- að við svona stuttan undirbúning. Fyrst ég er komin á fullt í þetta aft- ur þá er það hluti af því að stefna alltaf á landsliðssæti,“ segir Bryn- dís Lára Hrafnkelsdóttir knatt- spyrnumarkvörður sem er komin í íslenska landsliðshópinn, ári eftir að hún ákvað að taka sér eins árs frí frá fótbolta. »1 Hluti af þessu að stefna á landsliðssæti Tónlistarsjóður Rótarýhreyfingar- innar á Íslandi stendur fyrir ár- legum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 17 en á þeim verða einnig veitt verðlaun úr Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi. Garðar Cortes flytur ávarp og flytjendur tónlistarinnar verða Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari, auk verðlaunahafa sjóðsins í ár, Geirþrúðar Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara og Óskars Magn- ússonar gítarleikara. Tónleikar og afhending verðlauna Rótarý ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þrettándagleði Kringlukrárinnar í Reykjavík verður í kvöld og fer nú fram í 25. sinn. Hljómsveitin Gull- kistan leikur fyrir dansi og söngvar- inn Ingólfur Þórarinsson verður sér- stakur heiðursgestur en hátíðin stendur yfir frá klukkan 23 til klukk- an tvö eftir miðnætti og verður ekki endurtekin. Í Gullkistunni eru tónlistarmenn- irnir Gunnar Þórðarson, Jón Ólafs- son, Ásgeir Óskarsson og Óttar Felix Hauksson. „Við erum svona til spari, komum fram á nokkrum bæjar- hátíðum á hverju ári, höfum spilað á skötuveislu suður í Garði og verðum nú á þrettándagleðinni á Kringlu- kránni sem Gullkistan í áttunda sinn,“ segir Óttar Felix, sem heldur utan um bandið og sér um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það var kátt hérna um laugar- dagskvöldið á Gili, það kvað við öll sveitin af dansi og spili“ er byrjunin á Laugardagskvöldi Magnúsar Ás- geirssonar. Á árum áður fór fólk gjarnan á ball um helgar en dans- leikjum hefur fækkað til muna á höf- uðborgarsvæðinu eftir að bjórinn var leyfður fyrir um 30 árum. Krár tóku við af hefðbundnum skemmtistöðum eins og til dæmis Röðli, Þórskaffi, Ljósmynd/Jóhann Ísberg Gullkistan Frá vinstri: Óttar Felix Hauksson, Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson og Jón Ólafsson. Dans og spil í hávegum  Þrettándagleði Kringlukrárinnar haldin í 25. sinn hefur auðvitað samið skemmtileg og létt lög, fallegar ballöður og fleira.“ Yfirleitt hafa þeir boðið upp á sér- stakan heiðursgest. Í þeim hópi hafa til dæmis verið Björgvin Halldórs- son, Magnús Kjartansson, Stefán Hilmarsson og Eiríkur Hauksson. Sá síðastnefndi sló í gegn með laginu Gaggó Vest 1985 og söng það í fyrsta sinn með höfundinum Gunnari Þórð- arsyni í fyrra. Í kvöld stígur Ingó Veðurguð á svið með bandinu. „Hann er yngri en við, líflegur og skemmtilegur, góður söngvari, sem kann fjöldann af lögum,“ segir Óttar Felix. Venjulega hefur ballinu lokið klukkan þrjú eftir miðnætti en nú lýkur því klukkan tvö eins og gjarnan var á laugardagsböllum í gamla daga. „Margir hafa kvartað undan því að þurfa að dansa til klukkan þrjú og við ákváðum því að lokalagið yrði búið klukkan tvö,“ segir Óttar Felix. „Við teljum það til mikilla bóta. Þá þarf fólk ekki að vaka eins lengi.“ Glaumbæ, Klúbbnum og Sigtúni. Böllin í Súlnasalnum á Hótel Sögu nutu mikilla vinsælda og einstaka sinnum eru þar haldnir dansleikir, en annars er fátt um fína drætti. Kringlukráin hefur samt lagt dans- hefðinni lið og árleg þrettándagleði hefur notið mikilla vinsælda. „Fólk á öllum aldri sækir þessa skemmtun,“ segir Óttar Felix. „Ákveðinn kjarni mætir alltaf en annars er þetta góður og breiður hópur.“ Pops gaf tóninn Fyrstu árin sá hljómsveitin Pops um að leika fyrir dansi á þrettánda- gleði Kringlukrárinnar. „Við spil- uðum fram að sviplegu fráfalli Péturs Kristjánssonar söngvara,“ segir Ótt- ar Felix. „Rúnar heitinn Júlíusson söng og spilaði með okkur 2005, Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson bættust síðan í hópinn en þegar Magnús flutti austur fyrir fjall og Birgir Hrafnsson hætti varð Gull- kistan til 2011. Við fjórmenningarnir höfum haldið hópinn síðan.“ Gullkistan er með þétta dagskrá í farteskinu. Óttar Felix segir að þeir leggi áherslu á að spila erlend lög frá sjötta, sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar auk helstu laga Gunnars. „Hann Ingó Veðurguð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.