Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is ÞAÐ var árið 2004 sem Hjörv-ar Hjörleifsson gaf út plöt-una Paint Peace undir lista- mannsnafninu Stranger. Hjörvar hafði þá verið viðloðandi tónlistar- bransann í fimmtán ár og leikið með hljómsveitum á borð við Guði gleymdir, Los, Gums og Monotone. Platan fór lágt en var hiklaust með því besta sem út kom það ár, óvenju heilsteypt verk þar sem fór þekki- legt og glúrið ný- bylgjurokk, þægi- lega lágstemmt og angurvært og auð- heyranlegt að nostrað hafði verið við verkið á öllum sviðum. Fjórum árum síðar kom út platan Copy of Me, sem bjó yfir álíka gæðum. Nú, tíu árum síðar, er þriðja platan komin út og ég veit að áhugafólk um góða tónlist nýr höndum saman. Pistilritari ræddi stuttlega við Hjörvar vegna þessa og hóf leika á að spyrja út í þennan glúrna plötutitil. Og í ljós kemur að platan hefur verið lengi í vinnslu. „Þegar við fórum í Hljóðrita árið 2012 þá var ég með sautján grunna að lögum sem ég hafði verið að Fjallið kemur til Hjörvars vinna einn með sjálfum mér,“ segir Hjörvar en upptökustjórn var í höndum Hafþórs Karlssonar „Tempó“. „Þar var m.a. lag sem ber þennan titil. Þegar var farið að sía út passaði þetta lag reyndar ekki inn en titillinn er samt svo lýsandi fyrir þau fjöll sem þarf að klífa til að koma frá sér tónlist og er sjálfs- gagnrýni þar mjög ofarlega.“ Með tilkomu nýrrar tækni verður sífellt auðveldara að skapa tónlist við einfaldar aðstæður og ákvað Hjörvar að gera alla grunna einn og útsetja flest hljóðfæri eins nákvæmlega og hann gat áður en haldið var í hljóðver. „Félagar mín- ir töldu svo bara í eftir nokkrar hlustanir. Eftir það tók við mikil yfirseta hjá mér að velja og klára og eftir á að hyggja var þetta ekki góð hugmynd þar sem ég eyddi allt- of miklum tíma í sum lög sem voru ekki að virka.“ Hjörvar viðurkennir að það sé ekki auðvelt að samtvinna tónlist og 100% vinnu við annað, en að skapa tónlist sé þó besta meðalið og eyði hann a.m.k. einu til tveimur kvöldum í viku við þá iðju. „Ég þarf að gera tónlist. Á meðan aðrir setja pening í jeppa, golfsett eða ferðir á fótboltaleiki fara mínir aurar í þessa köllun.“ Á plötunni nýju viðheldur Hjörvar nokkurn veginn þeim hljóðheimi sem hann hefur skapað sér sem sólólistamaður. Söng- röddin minnir dálítið á Billy Mac- Kenzie úr The Associates og það er drama og knýjandi ástríða í lög- unum. Útsetningar og hljóðfæra- leikur eru þá eitthvað svo „fullorð- ins“, platan – eins og allt efni Hjörvars – sprettur fullsköpuð úr höfði Seifs og maður fær illt í karm- að vitandi að tónlist hans er ekki að flæða um hvert heimili hérlendis, sem erlendis. Hjörvar segist stefna fullum fetum að einhvers konar útgáfu- tónleikum áður en langt um líður. „Ég er nú þegar farinn að leggja drög að næstu Hjörvars- plötu auk þess að gefa út þau auka- lög sem voru tekin upp við vinnslu á plötunni 52 fjöll. Ef allt gengur upp verður næsta ár hlaðið af ýmsum tónlistartengdum verkefnum hjá mér!“ Platan er fáanleg á Spotify en einnig á forláta vínyl. » Á plötunni nýjuviðheldur Hjörvar nokkurn veginn þeim hljóðheimi sem hann hefur skapað sér sem sólólistamaður. 52 fjöll er þriðja sólóplata Hjörvars en tíu ár eru liðin frá síðasta verki. Plötuna vinnur hann með einvalaliði tónlistarmanna – sem myndin sýnir. Valmenni Hrafn Thoroddsen, Birkir Rafn Gíslason, Guðni Finnsson, Arnar Gíslason, Hjörvar Hjörleifsson og Þorbjörn Sigurðsson. Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju ári með sínum árlegu swing- og ný- árstónleikum í Eldborg í Hörpu kl. 20 sunnudaginn 6. janúar. Fluttar verða perlur gullaldar sveiflunnar eða swingtímabilsins frá árunum 1930 til 1950. Þetta eru sjöttu nýárs- tónleikar sveitarinnar með áþekku sniði, en boðið er upp á nýja efnis- skrá á hverju ári, enda af nógu að taka í gullsjóði sveiflunnar. Kíkt verður í nótnasöfn hljómsveita á borð við Benny Goodman, Glenn Miller, Cab Calloway, Tommy Dors- ey, Gene Krupa, Duke Ellington, Arite Shaw, Count Basie svo fáeinar séu taldar. Fluttar verða upprunalegar út- setningar og vandað til allrar um- gjarðar. Gestasöngvarar á tónleik- unum verða þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katrín Halldóra Sig- urðardóttir, Jógvan Hansen og Frið- rik Ómar Hjörleifsson. Stjórnandi og kynnir verður Sigurður Flosason, tónlistarmaður og yfirkennari jazz- deildar Tónlistarskóla FÍH. Sigurður var í vikunni með nám- skeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í tengslum við umrædda tón- leika þar sem hann kynnti stór- sveitir swing-tímabilsins og var miði á tónleikana innifalinn. Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1992 og hefur síðan um alda- mótin starfað án fasts aðalstjórn- anda, en fengið til liðs við sig fjöl- marga innlenda og erlenda stjórnendur. Gullöld sveiflunnar fagnað Stórsveit Reykjavíkur Liðsmenn sveitarinnar verða í miklu sveiflustuði. Elly (Stóra sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30 Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.