Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Ballið búið Enginn kuldi eða frost er í kortunum, svo skautasvellið við Ingólfstorg var tekið niður í gær. Eggert Nú er rúmt ár liðið frá því söfnunarátakinu „Gefum jóla- ljósunum lengra líf“ var ýtt úr vör, en það var eitt fyrsta verk Guðmundar Inga Guð- brandssonar umhverfis- ráðherra. Lagt var upp með að safna álinu úr sprittkert- unum, sem lýsa upp myrkasta skammdegið hér á Norður- hjaranum, og vekja almenn- ing um leið til umhugsunar um möguleikana sem felast í endurvinnslu þess áls sem til fellur á heimilum, enda er álið þeim kosti gætt að það má endurvinna aftur og aftur, án þess það tapi uppruna- legum eiginleikum sínum. Skemmst er frá því að segja að undir- tektir almennings voru frábærar og söfn- uðust hundruð þúsunda sprittkerta. Úr varð að söfnun áls í sprittkertum er orðin varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna, en því má m.a. skila á stöðvar Sorpu og Endurvinnslunnar, í dósagáma Grænna skáta og í tunnur Gámaþjónust- unnar og Íslenska gámafélagsins. Enn höf- um við því kost á að gefa jólaljósunum lengra líf. Frumkvæðið að átakinu kom frá Samáli, en það voru öflug fyrirtæki og sam- tök sem gerðu það að veruleika, Alur ál- vinnsla, Endurvinnslan, Fura, Gámaþjón- ustan, Grænir skátar, Hringrás, Íslenska gámafélagið, Málmsteypan Hella, Plast- iðjan Bjarg, Samtök iðnaðarins og Sorpa. Til þess að efniviðurinn eignaðist fram- haldslíf þótti kjörið að fá hönnuði til þess að bregða á leik. Valdir voru hönnuðir með ólíkan bakgrunn; hönnuðir með yfirgrips- mikla reynslu, en einnig ungir og upprenn- andi hönnuðir með nýjar nálganir. Verk- efnið var unnið í nánu samstarfi við Málmsteypuna Hellu, sem hefur frá upp- hafi endurunnið ál í sinni framleiðslu og einbeita hönnuðir sér að framleiðslumöguleikum þeirra. Áhersla var lögð á nytjahluti fyrir íslenskan veruleika og innblástur sótt- ur í daglegt líf. Það var Alur álvinnsla sem endurvann álið í spritt- kertunum, en þar eru til skoðunar leiðir til frekari endurvinnslu áls á Íslandi, og munirnir voru svo fram- leiddir hjá Málmsteypunni Hellu. Afraksturinn var til sýnis á afmælisopnun Hönnunarmars í Hafnarhúsinu, en þar sýndu Ingibjörg Hanna, Olga Ósk Ellertsdóttir, Sigga Heimis og Studio Portland. Það var einkar ánægjulegt að stóllinn Kollhrif, sem Sölvi Kristjánsson hjá Studio Portland hannaði, var valinn úr fjölda tilnefninga sem dæmi um vel heppnaðan sjálfbæran stól á lofts- lagsráðstefnuna í Póllandi í síðasta mán- uði. Það finna allir bylgjuhreyfinguna í sam- félaginu, fólk vill leggja sitt af mörkum til að draga úr sóun, flokka og skila til endur- vinnslu. Söfnunarátak sprittkerta er gott dæmi um ávinninginn af þeirri hringrás, þar sem margir standa saman að því að koma góðu til leiðar. Eftir Pétur Blöndal » Það finna allir bylgju- hreyfinguna í samfélag- inu, fólk vill leggja sitt af mörkum til að draga úr só- un, flokka og skila til end- urvinnslu. Pétur Blöndal Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. pebl@samal.is Gefum jóla- ljósunum lengra líf Í ættar- og ætt- bálkasamfélögum fyrri tíma var lífsnauðsyn- legt að tilheyra stærri heild. Félagsheild fjöl- skyldu, ættar, sveitar eða héraðs veitti mönnum styrk og stuðning gagnvart að- steðjandi ógnum. Á móti urðu meðlimir slíks samfélags að undirgangast fjölþættar skuldbind- ingar um hollustu og fórnir. Úr mannkynssögunni þekkjum við mý- mörg dæmi um þær kröfur sem þessi samfélagsgerð lagði á einstak- lingana, svo sem að tala einni röddu út á við, auk samræmdrar háttsemi jafnvel í smæstu atriðum. Í þessu ljósi blasir við hve merk- um áfanga var náð þegar vestræn lög gerðu einstaklinginn að grunn- einingu samfélagsins. Að baki bjó viðurkenning á því að maðurinn væri gæddur frjálsum vilja og bæri ábyrgð í samræmi við það. Með þessu var reisn hvers einasta manns viðurkennd án tillits til ættar og uppruna. Til að skilja betur hvílíkt tíma- mótaskref þetta var má minna á að í stéttskiptum samfélögum fyrri alda giltu iðulega ólíkar reglur um menn eftir því hvaða stétt þeir tilheyrðu. Þannig leyfðist yfirstéttarfólki ým- islegt sem lágstéttinni var refsað fyrir. Brot gegn höfðingjum vörðuðu þyngri refsingu en ef vinnufólk átti í hlut. Úr íslenskri réttarsögu eru til þekkt dæmi um þetta sem birta al- varlegasta ágalla réttarkerfis sem gerir slíkan mannamun, þ.e. að þar eru menn ekki jafnir fyrir lögunum. Í stað almennra reglna eins og við nú þekkjum var leyst úr málum á at- viksbundnum grunni. Samhliða því að viðurkenna „full- veldi“ hvers einasta manns voru almennar reglur leiddar fram, reglur sem allir þurftu að lúta. Þar með varð til vísir að nútímarétt- arríki, þar sem stjórn- að er með lögum en ekki geðþótta. Til að standa undir nafni þurfa lög réttarríkis að vera nægjanlega al- menn, skýr og án mót- sagna, opinberlega birt, framvirk (en ekki afturvirk). Fleiri atriði mætti nefna sem lág- marksforsendur þess að lög geti gegnt því hlutverki sínu að tryggja öryggi, frið, sanngirni og fyrirsjáan- leika. Réttlætisgyðjan er myndræn lýs- ing réttlætisins eins og það hefur þróast í vestrænni lagahefð. Rétt- lætisgyðjan er auðvitað ekki raun- veruleg persóna, aðeins táknmynd hinna æðstu hugsjóna um réttlætið. Þannig heldur hún ekki aðeins á vogarskálum þar sem röksemdir eru vegnar og metnar, heldur einnig á sverði réttlætisins sem hún beitir til að höggva á hnúta. Gyðjan stendur einnig oft með annan fótinn á lögbók til marks um það að hún dæmi ekki af geðþótta heldur á grunni laga og sannleika. Þá stendur hún jafnan of- an á höfði höggorms, til að minna á að dómar hennar skuli vera óspilltir. Síðast en ekki síst er gyðja réttlæt- isins svipt sýn til að undirstrika að réttlætið er blint og gerir ekki mannamun. Allir skulu sitja við sama borð þegar réttlætinu er út- deilt, allir fá áheyrn, allir fá sama tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, jafnt háir sem lágir, án tillits til stéttar, stöðu, ald- urs, kyns eða einkenna sem á öðrum vettvangi eru notuð til að draga menn í dilka og aðgreina hvern frá öðrum. Ég skrifa þetta til að minna á að þessum viðmiðum er að sjálf- sögðu ætlað að gilda víðar en fyrir dómi. Ríkar sögulegar ástæður eru fyrir því að réttlætið á að vera blint Mörg samfélög fyrri alda og jafn- vel enn í dag gera lagalegan grein- armun á fólki eftir stétt, stöðu, útliti og uppruna. Varhugaverð dæmi úr okkar eigin heimshluta sýna því miður að enn er stutt í slíka „ætt- bálkahugsun“ meðal manna sem þó búa við þau forréttindi sem vestræn lýðræðis- og stjórnskipunarhefð veitir að forminu til. Það hefur kostað mikla fyrirhöfn, fórnir og tíma að koma réttarríki á fót, þar sem allur vafi er túlkaður sökunaut í vil, þar sem sá sem ber annan mann sökum eða setur fram staðhæfingar ber sönnunarbyrði fyrir fullyrðingum sínum. Erfða- einkenni þess sem ber fram ásak- anir á hendur öðrum breyta engu í þessu samhengi, ekki fremur en að erfðaeinkenni sakaðs manns eigi að hafa áhrif réttarstöðu hans. Á fyrri öldum voru forfeður og formæður okkar allra vafalaust beitt ýmiss konar órétti. Jafnvel þótt menn telji sig geta reiknað út á hverja hafi sérstaklega verið hallað í aldanna rás verður ekki bætt fyrir það með þvi að beita núlifandi fólk, sem uppfyllir viðmið um tiltekið útlit eða kynferði, sams konar órétti í þágu þeirra sem hafa önnur erfða- einkenni. Ný lögbrot verða ekki réttlætt með vísan til gamals órétt- lætis. Ógn skrílræðis er aldrei langt undan Kjósendur, með aðstoð fjölmiðla, þurfa að vara sig á lýðskrumurum sem slá um sig með því að stilla sér upp sem málsvörum tiltekins „hóps“ sem eigi í stríði við annan „hóp“. Skrum þarf að afhjúpa og það er sjaldnast erfitt. Ein leiðin er að skipta merkimiðum „stríðandi fylk- inga“ út fyrir „hvíta“ og „svarta“ eða „Þjóðverja“ og „Gyðinga“. Í þessu ljósi er t.d. uggvænlegt að dósent í alþjóðasamskiptum við Háskóla Ís- lands treysti sér til að fullyrða, á málþingi um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu, að orðræða nokkurra þingmanna á vínveitinga- húsi sé dæmi um „helstríð og dauða- teygjur feðraveldisins“. Allur al- menningur þarf að vera á varðbergi gagnvart slíkum vafasömum stað- hæfingum, auk þess sem fjölmiðlum ber að rækja hlutverk sitt með gagnrýnum spurningum og áskor- unum um gildar rökleiðslur. Áminningin er þessi: Ein megin- undirstaða réttarríkisins er sú að menn beri sjálfir ábyrgð á orðum sínum og gjörðum. Hin hliðin á þess- um sama peningi er að enginn skuli vera dæmdur fyrir orð eða athafnir annarra. Þótt þessi meginregla sé ekki án undantekninga frekar en aðrar meginreglur hafa menn af bit- urri reynslu horfið frá því að refsa einum fyrir athafnir annars. Sagan geymir mörg víti til að varast í þess- um efnum, þar sem ættir, trúar- hópar og jafnvel heilu þjóðirnar hafa sætt útskúfun og ofsóknum vegna verka eins meðlims „hópsins“. Til að aftra því að slíkt endurtaki sig og til að halda aftur af þeirri ríku ætt- bálkahugsun sem áður var nefnd hafa blaðamannafélög beggja vegna Atlantsála skuldbundið sig með siða- reglum til að sneiða hjá notkun hvers kyns staðalímynda (e. stereo- typing) í umfjöllun sinni. Dæmin sanna að óprúttnir menn nota „ster- íótýpur“ í þeim tilgangi að valda skammhlaupi í rökhugsun og jafnvel til að ýta undir fordóma í nafni for- dómaleysis. Allt ofangreint kom mér í hug þegar ég horfði á áramótaskaup RÚV 31. desember sl. Hefur barátta margskonar hópa fyrir viður- kenningu og réttindum leitt af sér þá stöðu að við sjáum nú aðeins tré en engan skóg? Höfum við m.ö.o. misst sjónar á því meginmarkmiði laganna að tryggja jafnræði allra fyrir lögunum? Hefur áhersla á sér- stöðu og sérréttindi leitt til þess að mannréttindin eru að snúast upp í andhverfu sína, þ.e. stuðla að ófrjálslyndi í stað frjálslyndis, að reiði í stað jafnaðargeðs, að dóm- hörku í stað mildi, að fordómum í stað umburðarlyndis? Má sem sagt skrumskæla tiltekna hópa með notk- un staðalímynda sem ekki má nota um aðra? Leyfist dagskrárgerðar- mönnum RÚV að nota steríótýpur til að færa ávirðingar tiltekinna manna yfir á alla kollega þeirra? Er það í lagi út frá skyldum fjölmiðla og getur það talist fyndið – eða bara mjög ósmekklegt? Er ekkert at- hugavert við að ríkisfjölmiðill, sem fjármagnaður er af öllum almenn- ingi, sé nýttur til slíkrar sakbend- ingar? Hér er mikið í húfi. Ef menn vilja hverfa frá því að bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin yfirsjónum – og taka þess í stað upp forn viðmið um víðtækari ábyrgð ætta eða hópa – mega þeir gjarnan vita að slíkt skref er ekkert grín, heldur mesta alvörumál. Eftir Arnar Þór Jónsson » Vilji menn taka upp forn viðmið um víð- tæka ábyrgð hópa á „þeirra fólki“ er það ekkert grín, heldur al- vörumál. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Má bjóða þér að bera ábyrgð á orðum annarra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.