Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 23
haft samband við eigendur sumar- húsa sem leigja landið af ríkinu. Hann segir aðra landeigendur á svæðinu sannarlega hafa mikilla hagsmuna að gæta í málinu þar sem ferðaþjónusta sé að verða æ mikil- vægari atvinnugrein. Bendir Birgir þar á hótelið á Deplum, sem er skammt frá fyrirhugaðri virkjun. Að auki telur Birgir að áformin muni valda „óbætanlegu tjóni á Tungudal og því fallega og ósnortna umhverfi sem þar er. Tungudalur er vinsæll áfangastaður göngufólks og hefur ferðaþjónustan í Fljótum og gönguhópar víðsvegar af landinu lagt leið sína í þessa náttúruperlu,“ segir í grein Birgis. Hann segir áform Orkusölunnar geta haft í för með sér „gríðarlegt jarðrask og óafturkræf og óásættanleg náttúruspjöll til fram- tíðar, fyrir litla virkjun [...] Við eig- um að vita betur í dag en þetta, lát- um ekki endurtaka sig þau óaftur- kræfu spjöll sem unnin voru í þessari fögru sveit fyrir rúmlega 70 árum. Stöðvum þessi áform strax áður en lengra er haldið,“ segir enn fremur í grein Birgis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var ekki talin ástæða til að hafa samband við fleiri land- eigendur því eingöngu ríkið eigi land á fyrirhuguðu rannsóknar- svæði í Tungudal. Eigendur eyði- jarða hafi almennt ekki komið í veg fyrir að rannsóknarleyfi séu veitt en sjónarmið þeirra geti orðið þess valdandi að Orkustofnun setji strangari skilyrði fyrir veitingu rannsóknarleyfis. Ítrekar Orkustofnun að rann- sóknarleyfi leiði ekki alltaf til virkj- unar. Ef rannsóknir skili góðum niðurstöðum þá þurfi að sækja um nýtingarleyfi og virkjunarleyfi. Leita þarf til Skipulagsstofnunar og ef framkvæmdin er háð mati á um- hverfisáhrifum þá koma til skoð- unar áhrif á ferðaþjónustu, um- hverfi, dýralíf, gróður og fleiri þætti. Sjá ekki tilganginn Haukur B. Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem rekur lúxushótelið á Deplum, segir fyrirtækið andsnúið frekari virkjunarframkvæmdum í Fljótum og búið sé að koma þeim athugasemdum á framfæri við Orkusöluna. „Við höfum ekki miklar upplýs- ingar um þessi áform en ef virkj- unin á að skila litlu af sér, hvort sem það er mannafli eða raforka, þá sér maður ekki tilganginn,“ segir Haukur. Hann segir starfsemi hótelsins byggjast mikið á því að gestir upp- lifi náttúruna og umhverfið í Fljót- um og á Tröllaskaga, hvort sem það sé stangveiði, skotveiði, skíðaferðir, gönguferðir, útreiðartúrar eða ann- að. Þannig hafi gönguferðir verið farnar upp í Tungudal og heima- menn gangi þar t.d. til rjúpna yfir veturinn. „Við nýtum allt svæðið hérna til útivistar. Það yrði dapurt af við yrð- um með enn aðra virkjunina í bak- garðinum. Við þurfum að spyrja okkur hverju við séum að fórna og hvað fáum við í staðinn,“ segir Haukur enn fremur. Engin ákvörðun tekin Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar, segir að byrjað verði á rennslismælingum í Tungudalsá og vatninu. Að þeim loknum verði frekari ákvarðanir teknar. Magnús segist hafa heyrt af áhyggjum Fljótamanna og bindur vonir við að kynningarfundur verði haldinn sem fyrst í Fljótum. „Við þurfum að skoða fyrst hvort þessi virkjunarkostur telst arðbær fyrir Orkusöluna. Fyrsta mál á dag- skrá er að rannsaka vatnið og vatnasviðið og við erum ekkert komin lengra. Þær mælingar fara fram án þess að nokkurt rask eigi sér stað,“ segir Magnús. spjöll 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Gottoggirnilegt Núer ljúffengaGoða upphengiáleggið komið í umhverfis- vænni umbúðir úr pappa. Því er ekkertmál að flokka og endurvinna. Betra fyrirumhverfið Goði - alltaf góður NÝTT Meðgóðri sAmvisku Orkusalan hefur rekið Skeiðsfossvirkjun frá 2007, þegar RARIK stofnaði fram- leiðslu- og sölufyrirtækið, en virkjunin var upphaflega gangsett árið 1945 og er með elstu vatnsaflsvirkjunum landsins. Sigl- firðingar áttu virkjunina til 1990, þegar RARIK keypti hana. Með virkjun Fljótaár á sínum tíma varð til stórt miðlunarlón ofan Skeiðsfoss. Hefur lónið æ síðan verið nefnt Stífluvatn. Alls fóru sjö jarðir í Stífludal undir vatn vegna þessara framkvæmda og ásýnd sveitarinnar breyttist gríðarlega. Uppsett afl Skeiðsfossvirkjunar er 4,8 MW. Upphaflega var virkjunin 1,8 MW en 1954 var bætt við annarri vélasamstæðu og samanlagt afl fór þá í 3,2 MW. Með virkjun við Stóru-Þverá, sem tekin var í gagnið 1974, bættust við 1,6 MW. Meðal þeirra bæja í Stífludal sem fóru undir vatn voru Gautastaðir. Þar bjó Stef- án Þorláksson til 23 ára aldurs, eða þar til fjölskyldan varð að flytja vegna virkj- unarframkvæmda. Í viðtali við Morg- unblaðið í júlí 2009 sagði Stefán meðal annars: „Það var engin sátt um þetta, fólk var mjög óánægt en í þá daga var land tekið eigarnámi. Það þýddi ekkert að segja neitt, þetta var einfaldlega tekið af fólki.“ Ljósmynd/Sigrún Ásmundsdóttir Stífluvatn Miðlunarlón Skeiðsfossvirkjunar. Mynni Tungudals sést fjær hægra megin. Innarlega í Stífludal er hótelið á Deplum. Sjö jarðir fóru undir vatn  Skeiðsfossvirkjun tekin í gagnið 1945
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.