Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ánægður með það hvernig þetta verk varð til. „Hugmyndin kom áreynslulaust og þegar ég fór að útfæra hana þá fór ég að sjá allskyns ljóðræn lög í verkinu. Þessi stúdía á málverki sem ég hef verið með er hér og svo var ég alltaf að hugsa um vestræna menn- ingu og hvíti sloppurinn er bæði mik- ið tákn framfaratrúar og einhvers sem breytist ekki. Enda er hann eini búningurinn sem kom til greina í þessu verki. Hvíti sloppurinn er líka tákn heiðríkju og manni finnst allir vera góðir sem fara í svona búning,“ segir hann og hlær. Heiðríkjan á líka vel við um lýsinguna í verkinu en í því er stöðug dagsbirta í 24 tíma, alla daga vikunnar. Þá eru leikararnir augsýnilega með ólíkan bakgrunn. Ragnar segir það endurspegla veru- leika stofunarinnar sem á verkið. „Fólkið sem kemur til með að læra í þessu háskólaumhverfi og er í læknanámi er alls staðar að úr heim- inum. Og fyrir verk í Danmörku er líka mjög mikilvægt að leikararnir séu ólíkir … Ég vann að hreyfingum og leikaravali með Margréti Bjarna- dóttur [danshöfundi] og það að finna fólk af allskonar uppruna hér á Ís- landi var svolítið mál. Við erum ótrú- lega einsleitt samfélag, en þetta varð eins og tilraun um nýtt Ísland. Þarna vorum við komin saman með fólki alls staðar að sem vill búa hérna, sumir voru hælisleitendur, aðrir í námi; maður var á Íslandi með nýj- um Íslendingum og það var rosalega skemmtilegt og fallega jákvæð orka. Þetta var í raun ágætis tilraunaverk- efni um það hvað fjölmenning er frá- bær. Það eru ekki mörg svona fjöl- menningarleg verkefni gerð hér – og þetta var ekki gert á neinum pólit- ískum forsendum heldur fagur- fræðilegum.“ Að mæta, flissa og skála Þetta var í þriðja skipti sem Ragn- ar tekur þátt í samkeppni um lista- verk erlendis. Honum finnst það skemmtilegt og það hefur líka geng- ið vel. Hann dregur fram símann og sýnir mynd af sigurverki í sam- keppni um útilistaverk við nýju flug- stöðina í Bergen í Noregi. Þegar gestir koma út úr flugstöðinni blasir við á bergvegg andspænis þeim eitt orð og spurningarmerki: Bergen? Einfalt og í raun drepfyndið verk. Hann tók líka þátt í samkeppni um verk við væntanlegt Munch-safn í Noregi en þá vann Tracey Emin. – Síðsta áratuginn hefur verið mikið flug á þér, mörg verk orðið til og sýningar víða. Heldur það áfram? „Jú, ekki kvarta ég. Allt í einu er þetta farinn að vera einhvers konar veruleiki. Ég er farinn að fatta að ég er „bara 43 ára gamall listamaður“,“ segir hann með leikrænum hætti. „Mig langar að segja já við öllum sýningarboðum því þetta er allt svo skemmtilegt en maður verður líka að ala upp börnin sín og horfa á sólar- lagið og vera til.“ Núorðið eru nánast alltaf ein- hverjar sýningar á verkum Ragnars erlendis, til að mynda nú í listasafn- inu í Phoenix og í Broad-safninu í Los Angeles. Hann segist ekki þurfa að fylgja þeim öllum eftir. Ef um eldri verk er að ræða sér til að mynda tæknilegur aðstoðarmaður Ragnars um uppsetninguna „og ég þarf ekki að gera neitt annað en mæta, flissa og skála. Ef ég nenni ekki að koma að flissa og skála þá bara sleppi ég því. Núorðið get ég bara skýlt mér bak við blessuð börn- in, segi að ég komist ekki vegna dætranna!“ Hann skellihlær. „Svo hjálpar auðvitað hvað við Ingibjörg [Sigurjónsdóttir, eigin- kona Ragnars] vinnum rosalega mikið og vel saman. Við ferðumst saman og ræðum hugmyndir og svo við Lilja [Gunnarsdóttir, aðstoðar- kona hans] líka, þetta er allt svo skemmtilegt!“ Og Ragnar er sívinnandi. „Ég var nú í morgun að ljúka við enn eitt málverkið af músunni minni, honum Bjarna bömmer. Ég er alltaf að mála hann, það er svo gaman. Og ég gerði líka nýtt vídeóverk sem ég get ekki að svo stöddu sagt frá …“ -Er ekki erfitt eftir að gera svona kostnaðarsamt og viðamikið verk að skella aftur í eitt lítið málverk? „Nei nei. Það er bara gaman. Ég er mjög meðvitaður um að þrátt fyr- ir ,materíalískan árangur í þessari list‘“ – hér bregður Ragnar fyrir sig rödd sem minnir á Halldór Laxness – „þá má maður ekki sem listamaður verða eins og kapítalistinn; að allt þurfi að verða stærra og dýrara. Ég á marga vini í þessum listabransa erlendis sem eru orðnir geggjaðar listaverksmiðjur, tveir að vinna í móttökunni þegar maður kemur í stúdíóið. En ég er mjög gamaldags! Ég er heillaður af þessari bóhema- pælingu og af þeirri tilfinningu að geta gert það sem mér sýnist.“ Verði ekki „sellout“ -Þú óttast ekkert að markaðsöflin vilji, vegna eftirspurnar eftir verk- unum, festa þig í einhverju fari? „Ég er svo heppinn að vinna með galleríunum i8 hér og LuhringAug- ustine í New York. Þau vinna náið saman og eru í raun með sérstakt módel um mína list; ef LuhringAug- ustine selur verk þá fær i8 hlut, og gagnkvæmt. Þrýstingurinn frá gall- eríunum er frekar í þá átt að þau vari mig við því að verða ekki „sell- out“! Galleríin og Ingibjörg halda mér á jörðinni. Ég er bara athyglis- sjúkur maður sem vildi verða popp- stjarna.“ Hann flissar. – Hvernig gengur þér að endur- nýja þig og finna nýjar leiðir? „Ég er svo heppinn að vera alinn upp í þessari íslensku myndlistar- senu og er alltaf að gera verk eins og ég gerði þau fyrst, í samtali við sen- una. Maður verður bara að gera eitt- hvað töff! Að vera sífellt að endur- nýja sig og reyna að koma sjálfum sér og öðrum á óvart. Eftir að ég gerði það megahitt sem verkið Visitors varð, verk sem fólk hefur grenjað víða yfir, þá fór ég í hina átt- ina, fór til Ísraels að mála á Vestur- bakkanum og næsta sýning varð erf- ið og flókin. Svo gerði ég Scenes From Western Culture, sem er allt öðruvísi vídeóverk. Eftir að fara út í svona mikinn kærleika varð ég að hella mér út í níhilisma. Ferillinn er bara kompósisjón eins og allt annað í listinni. Það er bara spurning um hvaða setning komi á eftir setning- unni á undan. Ef þær eru allar sykursætar þá gengur kompósisjón- in einfaldlega ekki upp.“ Sunnudagur Úr sunnudagsverkinu, sem er 24 tíma langt eins og hin sex. Ljósmynd/Halldór Örn Óskarsson Upptökur Fjögur myndbandsverkanna voru tekin samtímis upp í myndveri RVK Studios í Gufunesi og síðan þrjú hin seinni, einnig samtímis. 32 unnu verkin með Ragnari og 34 aðalleikarar voru í þeim, auk 32 sem léku eitthvað. » Það eru ekki mörgsvona fjölmenningar- leg verkefni gerð hér – og þetta var ekki gert á neinum pólitískum for- sendum heldur fagur- fræðilegum. Mánudagur Myndramminn breytist ekki en fólk í sloppum kemur og fer. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Sýningum lýkur í mars. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas. Sýningum lýkur 1. febrúar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 31/1 kl. 18:00 Frums Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Fös 1/2 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Insomnia (Kassinn) Sun 27/1 kl. 19:30 Lokas. Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.