Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ATLANTEREN N°6301
120x200 cm 149.900 kr. Nú109.900 kr.
160x200 cm 179.900 kr. Nú134.900 kr.
180x200 cm 199.900 kr. Nú149.900 kr.
HÖFÐAGAFL N°02
120 cm 39.900 kr. Nú 29.900 kr.
160 cm 49.900 kr. Nú 36.900 kr.
180 cm 59.900 kr. Nú 44.900 kr.
ATLANTEREN
WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS
Nýtt
25%
KYNNINGARAFSLÁTTUR
1
2
3
4
5
6
1 Teygjanlegt efni sem má þvo
2 Comfort Latex - 5 cm
3 7 svæða pokagormar - 15 cm
4 Stuðningssvampur
5 Stuðnings-pokagormar - 15 cm
6 Sterkur viðarrammi - 8 cm
Ingibjörg Elsa
Turchi leikur
ásamt hljóm-
sveit lög af
fyrstu plötu
sinni, Wood/
Work, sem út
kom 2017 við
góðar viðtökur, í
bland við lög
samin á staðn-
um í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið
verður opnað kl. 20.30. Hljómsveit-
ina skipa auk Ingibjargar Hróðmar
Sigurðsson, Magnús Trygvason Eli-
assen, Tumi Árnason og Guðrún
Veturliðadóttir. Ingibjörg er þekkt-
ust fyrir leik sinn á bassa en hefur á
síðustu misserum einnig látið að
sér kveða sem tónskáld.
Ingibjörg leikur ásamt
hljómsveit í Mengi
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Guðmundur Þórður Guðmundsson
landsliðsþjálfari og Ólafur Andrés
Guðmundsson landsliðsmaður eru
sammála um að lengja verði stór-
mót í handknattleik. Fjölga verði
frídögum. Núverandi fyrirkomulag
brenni menn upp, fjölgi alvarlegum
meiðslum og skaði íþróttina á allan
hátt. »2
Fyrirkomulagið skaðar
handboltann verulega
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Nei, halló! nefnist uppistandssýn-
ing sem Gérard Lemarquis,
frönskukennari, leiðsögumaður,
höfundur og fréttaritari, verður
með í Veröld – húsi Vigdísar, annað
kvöld, föstudag, kl. 20. Gérard hef-
ur í gegnum tíðina kitlað hlátur-
taugar þúsunda nemenda sinna.
Honum til aðstoðar í sýningunni
verður Ásta Ingibjarts-
dóttir hvíslari, en sýn-
ingin er á íslensku.
Uppistandið verð-
ur endurtekið
29. janúar og
30. janúar kl.
20 bæði
kvöld. Mið-
ar eru seld-
ir á tix.is.
Gérard Lemarquis
með uppistand í Veröld
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Björn Th. Árnason, skólastjóri Tón-
listarskóla Félags íslenskra hljóm-
listarmanna síðan 1988, kom óvænt
inn í meistaraflokkslið KR í fótbolta
fyrir hálfri öld og varð Íslandsmeist-
ari með liðinu sama sumar, 18 ára
gamall. KR varð næst Íslandsmeist-
ari 1999 og meðan á biðinni stóð – í 31
ár – var því haldið á lofti að Björn
væri yngsti Íslandsmeistari meistara-
flokks.
Leikmennirnir komu saman í lið-
inni viku til þess að minnast árangurs
liðsins 1968. Björn var í 2. flokki og
um sumarið dró Örn Steinsen, þjálf-
ari flokksins, hann afsíðis og sagði
honum að Walter Pfeiffer, þjálfari
meistaraflokks, vildi fá hann niður á
Laugardalsvöll. „„Hafðu skóna með
þér,“ sagði Örn við mig,“ rifjar Björn
upp. Hann hafði spilað með unglinga-
landsliðinu en aldrei æft með
meistaraflokki.
„Upplitið í búningsklefanum, þegar
ég mætti, er ógleymanlegt, því eng-
inn þekkti mig nema hugsanlega
Gummi Pé,“ sagði Björn. „Hver er
þetta,“ hugsuðu menn, en ég fékk
búning og þegar Pfeiffer las upp liðið
var ég í vinstri bakverðinum. Þá
heyrðust einhverjar stunur og greini-
legt að mönnum leist ekkert á þetta.“
Gott veganesti
Björn fékk spörk í sig en komst vel
frá leiknum og hélt sæti sínu í liðinu
næstu ár. Hann segir það hafa verið
mikið ævintýri, ekki síst þátttaka í
Evrópuleikjum, og gott veganesti.
Síðar fór Björn á knattspyrnuþjálf-
aranámskeið í Austurríki, Þýskalandi
og víðar og var þjálfari heima og er-
lendis í mörg ár frá 1975, m.a. lands-
liðsþjálfari Færeyja 1981-1983.
„Fótbolti hefur verið stór hluti af
lífi mínu, ég kom inn í lið sem var nær
eingöngu skipað landsliðsmönnum og
það veitti mér ómetanlega reynslu
auk þess sem félagsskapurinn hefur
verið mér mikils virði,“ segir hann.
Björn lærði á fagott, tók einleikara-
próf 1976 og hélt síðan til Vínar-
borgar, þar sem hann útskrifaðist frá
Tónlistarháskólanum 1980. Hann
kenndi síðan hljóðfæraleik auk þess
að spila m.a. með Sinfóníuhljómsveit-
inni og Kammersveit Reykjavíkur
fram yfir aldamót og var formaður og
framkvæmdastjóri FÍH frá 1987 þar
til í fyrravor.
Tónlistarnámið skaraðist stundum
við fótboltann. „Jón Sigurðsson heit-
inn, „foringinn“ í KR, botnaði ekkert í
þessu langa og stranga námi mínu og
spurði oft til hvers ég væri eiginlega
að læra á þennan lúður,“ rifjar Björn
upp. „„Nú ertu búinn að vera í þessu
námi í mörg ár, að læra á hljóðfæri
sem hefur bara þrjá takka,“ sagði
hann eitt sinn við mig. „Er ekki nóg
að vera eitt ár með hvern?“ Ég benti
honum á að ég þyrfti reyndar að læra
á 26 klappa en hann hristi bara höfuð-
ið og sagði: „Þú ætlar aldeilis að taka
þér tíma í þetta.““
Björn segir að einu sinni hafi hann
sleppt prófi í tónlistarsögu vegna
þess að æfingaleikur með unglinga-
landsliðinu fór fram á sama tíma. „Í
næsta tíma spurði kennarinn af
hverju ég hefði ekki mætt í prófið og
ég sagðist hafa verið veikur. „Ekki
var það að sjá,“ svaraði hann og benti
mér á að hann hefði horft á leikinn á
Framvellinum út um gluggann.“
Morgunblaðið/RAX
Listamaður Björn Th. Árnason, skólastjóri Tónlistarskóla Félags íslenskra tónlistarmanna og áður fótboltamaður.
Sparkað í skólastjórann
Björn Th. Árnason tengdur fótbolta og tónlist í hálfa öld
MGullöld »38-39