Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ATLANTEREN N°6301 120x200 cm 149.900 kr. Nú109.900 kr. 160x200 cm 179.900 kr. Nú134.900 kr. 180x200 cm 199.900 kr. Nú149.900 kr. HÖFÐAGAFL N°02 120 cm 39.900 kr. Nú 29.900 kr. 160 cm 49.900 kr. Nú 36.900 kr. 180 cm 59.900 kr. Nú 44.900 kr. ATLANTEREN WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS Nýtt 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR 1 2 3 4 5 6 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 7 svæða pokagormar - 15 cm 4 Stuðningssvampur 5 Stuðnings-pokagormar - 15 cm 6 Sterkur viðarrammi - 8 cm Ingibjörg Elsa Turchi leikur ásamt hljóm- sveit lög af fyrstu plötu sinni, Wood/ Work, sem út kom 2017 við góðar viðtökur, í bland við lög samin á staðn- um í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30. Hljómsveit- ina skipa auk Ingibjargar Hróðmar Sigurðsson, Magnús Trygvason Eli- assen, Tumi Árnason og Guðrún Veturliðadóttir. Ingibjörg er þekkt- ust fyrir leik sinn á bassa en hefur á síðustu misserum einnig látið að sér kveða sem tónskáld. Ingibjörg leikur ásamt hljómsveit í Mengi FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari og Ólafur Andrés Guðmundsson landsliðsmaður eru sammála um að lengja verði stór- mót í handknattleik. Fjölga verði frídögum. Núverandi fyrirkomulag brenni menn upp, fjölgi alvarlegum meiðslum og skaði íþróttina á allan hátt. »2 Fyrirkomulagið skaðar handboltann verulega ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Nei, halló! nefnist uppistandssýn- ing sem Gérard Lemarquis, frönskukennari, leiðsögumaður, höfundur og fréttaritari, verður með í Veröld – húsi Vigdísar, annað kvöld, föstudag, kl. 20. Gérard hef- ur í gegnum tíðina kitlað hlátur- taugar þúsunda nemenda sinna. Honum til aðstoðar í sýningunni verður Ásta Ingibjarts- dóttir hvíslari, en sýn- ingin er á íslensku. Uppistandið verð- ur endurtekið 29. janúar og 30. janúar kl. 20 bæði kvöld. Mið- ar eru seld- ir á tix.is. Gérard Lemarquis með uppistand í Veröld Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björn Th. Árnason, skólastjóri Tón- listarskóla Félags íslenskra hljóm- listarmanna síðan 1988, kom óvænt inn í meistaraflokkslið KR í fótbolta fyrir hálfri öld og varð Íslandsmeist- ari með liðinu sama sumar, 18 ára gamall. KR varð næst Íslandsmeist- ari 1999 og meðan á biðinni stóð – í 31 ár – var því haldið á lofti að Björn væri yngsti Íslandsmeistari meistara- flokks. Leikmennirnir komu saman í lið- inni viku til þess að minnast árangurs liðsins 1968. Björn var í 2. flokki og um sumarið dró Örn Steinsen, þjálf- ari flokksins, hann afsíðis og sagði honum að Walter Pfeiffer, þjálfari meistaraflokks, vildi fá hann niður á Laugardalsvöll. „„Hafðu skóna með þér,“ sagði Örn við mig,“ rifjar Björn upp. Hann hafði spilað með unglinga- landsliðinu en aldrei æft með meistaraflokki. „Upplitið í búningsklefanum, þegar ég mætti, er ógleymanlegt, því eng- inn þekkti mig nema hugsanlega Gummi Pé,“ sagði Björn. „Hver er þetta,“ hugsuðu menn, en ég fékk búning og þegar Pfeiffer las upp liðið var ég í vinstri bakverðinum. Þá heyrðust einhverjar stunur og greini- legt að mönnum leist ekkert á þetta.“ Gott veganesti Björn fékk spörk í sig en komst vel frá leiknum og hélt sæti sínu í liðinu næstu ár. Hann segir það hafa verið mikið ævintýri, ekki síst þátttaka í Evrópuleikjum, og gott veganesti. Síðar fór Björn á knattspyrnuþjálf- aranámskeið í Austurríki, Þýskalandi og víðar og var þjálfari heima og er- lendis í mörg ár frá 1975, m.a. lands- liðsþjálfari Færeyja 1981-1983. „Fótbolti hefur verið stór hluti af lífi mínu, ég kom inn í lið sem var nær eingöngu skipað landsliðsmönnum og það veitti mér ómetanlega reynslu auk þess sem félagsskapurinn hefur verið mér mikils virði,“ segir hann. Björn lærði á fagott, tók einleikara- próf 1976 og hélt síðan til Vínar- borgar, þar sem hann útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum 1980. Hann kenndi síðan hljóðfæraleik auk þess að spila m.a. með Sinfóníuhljómsveit- inni og Kammersveit Reykjavíkur fram yfir aldamót og var formaður og framkvæmdastjóri FÍH frá 1987 þar til í fyrravor. Tónlistarnámið skaraðist stundum við fótboltann. „Jón Sigurðsson heit- inn, „foringinn“ í KR, botnaði ekkert í þessu langa og stranga námi mínu og spurði oft til hvers ég væri eiginlega að læra á þennan lúður,“ rifjar Björn upp. „„Nú ertu búinn að vera í þessu námi í mörg ár, að læra á hljóðfæri sem hefur bara þrjá takka,“ sagði hann eitt sinn við mig. „Er ekki nóg að vera eitt ár með hvern?“ Ég benti honum á að ég þyrfti reyndar að læra á 26 klappa en hann hristi bara höfuð- ið og sagði: „Þú ætlar aldeilis að taka þér tíma í þetta.““ Björn segir að einu sinni hafi hann sleppt prófi í tónlistarsögu vegna þess að æfingaleikur með unglinga- landsliðinu fór fram á sama tíma. „Í næsta tíma spurði kennarinn af hverju ég hefði ekki mætt í prófið og ég sagðist hafa verið veikur. „Ekki var það að sjá,“ svaraði hann og benti mér á að hann hefði horft á leikinn á Framvellinum út um gluggann.“ Morgunblaðið/RAX Listamaður Björn Th. Árnason, skólastjóri Tónlistarskóla Félags íslenskra tónlistarmanna og áður fótboltamaður. Sparkað í skólastjórann  Björn Th. Árnason tengdur fótbolta og tónlist í hálfa öld MGullöld »38-39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.