Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Dagana 28. janúar til 3. febrúar næstkomandi klukkan 13-17.30 hyggst Reykjavíkurborg bjóða upp á íbúasamráð þar sem fjallað verð- ur um varanlegar göngugötur. „Allir sem eru áhugasamir um málefnið fá tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um það hvernig göngugötur eiga að vera, hvaða líf megi skapa á þeim og hverju þurfi að huga að við hönnun og útfærslur göngugatna,“ segir í frétt á heimasíðu Reykja- víkurborgar. Sérstakir rýnifundir fyrir hags- munaaðila eru svo fyrirhugaðir tvö kvöld vikunnar, 28. og 29. janúar, frá klukkan 18.30-20.00. Samráðsfundirnir verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samráð við íbúa um göngugötur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sementsflutningaskipið Skeiðfaxi verður úrelt. Er undirbúningur haf- inn að niðurrifi skipsins, samkvæmt- upplýsingum Gunnars H. Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar, eiganda skipsins. Í fyrrahaust auglýsti Sements- verksmiðjan Skeiðfaxa til sölu, en skipið hefur um margra ára skeið staðið haffærislaust í slipp á Akra- nesi. Ekki bárust aðgengileg tilboð að sögn Gunnars og því var ljóst að skipið myndi fara í brotajárn. Ekki reyndist mikill markaður fyrir svona sérhæft skip. Skeiðfaxi AK var smíðaður árið 1977 hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Skipið er stál- skip, 415 brúttótonn og hannað til flutninga á ósekkjuðu sementi. Flutti ósekkjað sement Sementsverksmiðja ríkisins lét smíða Skeiðfaxa. Skipið flutti laust sement frá Akranesi að Ártúnshöfða í Reykjavík, þar sem því var dælt í sementstankana miklu sem þar eru. Ein ferð frá Akranesi til Reykja- víkur og aftur til baka með lestun og losun tók venjulega um 10 klukku- stundir, en skipið lestar rúm 400 tonn í ferð. Þá fór Skeiðfaxi stundum til Ísa- fjarðar og Akureyrar en það voru einu staðirnir á landsbyggðinni sem gátu tekið við sementi í lausu. Fjórir voru í áhöfn en tveimur var bætt við þegar siglt á Ísafjörð eða Akureyri. Sjómannablaðið Víkingur birti árið 2001 viðtal við Ingimar Magnússon skipstjóra og Einar Einarsson stýri- mann á Skeiðfaxa. Þar kom fram að það ár var skipið búið að flytja tvær milljónir tonna af sementi frá árinu 1977 og sigla 314.917 mílur. Þetta samsvaraði því að skipið hefði siglt fjórtán og hálfan hring umhverfis jörðina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve mikið magn skipið hafði flutt alls, þegar rekstri þess var hætt. Sem dæmi um mikilvægi Skeið- faxa má nefna að árið 2000 var met- sala hjá Sementsversksmiðjunni á Akranesi, 140 þúsund tonn og af því voru 110 þúsund tonn flutt með Skeiðfaxa. Í kjölfar bankahrunsins varð gríð- arlegur samdráttur í sementssölu. Árið 2010 nam sementssalan rétt tæpum 40 þúsund tonnum og var árið það söluminnsta hjá verksmiðjunni frá upphafi. Ákveðið var að leggja Skeiðfaxa, a.m.k tímabundið. Árið 2013 var Skeiðfaxi tekinn upp í slipp á Akranesi og hefur hann verið þar síðan. Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956-1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Ríkið seldi einkaaðilum verksmiðjuna árið 2004. Framleiðslu var hætt í febrúar- mánuði 2012 og nú hafa verksmiðju- húsin verið rifin. Sementsverksmiðjan ehf. starfar enn og flytur inn sement frá Noregi. Hún rekur 16.000 tonna sements- birgðastöð á Akranesi og 4.000 tonna birgðastöð á Akureyri. Hlutverki sementsflutn- ingaskipsins Skeiðfaxa lokið  Undirbúningur hafinn að niðurrifi skipsins  Engin aðgengileg tilboð bárust Ljósmynd/Guðmundur Árnason Á siglingu Skeiðfaxi siglir inn Viðeyjarsundið með sementsfarm sem skipið landaði í tankana á Ártúnshöfða. Morgunblaðið/RAX Ártúnshöfði Sementinu var dælt úr Skeiðfaxa í sementstankana stóru. Söluauglýsingin Skipið hefur verið í slippnum á Akranesi síðan 2013. „Eru íþróttir leikvangur of- beldis? – vinnum gegn því“ er yfir- skrift ráðstefnu sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík mið- vikudaginn 30. janúar nk. kl. 10.30-17.30. Ráðstefnan er hluti af dagskrá Reykjavíkurleikanna. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum. Bakgrunnur fyrirlesara er mjög fjölbreyttur allt frá fræði- mönnum, sem hafa rannsakað mál- efnið um árabil, til forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni sem vinna að forvörnum og fræðslu og þolenda af báðum kynjum sem segja sína sögu. Einnig verður boðið upp á þrjár vinnustofur 31. janúar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eru íþróttir leik- vangur ofbeldis? Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.