Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 55
stætt var, sinnti kennslunni eins lengi og hægt var og naut sam- vista við fólkið sitt heima og heiman. Að leiðarlokum þökkum við Guðrúnu Margréti fyrir gott samstarf, skemmtileg og hrein- skilin samskipti og dýrmæta vin- áttu. Við vottum Herði, börnum hennar og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúð. Ingibjörg Axelsdóttir og Oddný Hafberg. Það var sumarið 2010 sem leið- ir okkar Guðrúnar Margrétar Jónsdóttur lágu fyrst saman þeg- ar Kvennaskólinn í Reykjavík auglýsti eftir eðlisfræðikennara. Þeir voru vandfundnir á þessum tíma en þó barst mjög efnileg umsókn frá Guðrúnu Margréti, sem var með meistarapróf í eðlis- verkfræði og talsvert nám í upp- eldis- og kennslufræði auk fimm ára kennslureynslu. Hún var ekki bjartsýn á að fá ráðningu vegna réttindaleysis en við nán- ari athugun hvatti ég hana til að sækja um leyfisbréf því að ég taldi að hún hefði lokið því sem til þyrfti. Það kom svo á daginn og um haustið kom hún fullgild til starfa við skólann. Þetta reyndist í meira lagi farsæl ráðning. Guð- rún Margrét var öflugur kennari sem náði vel til nemenda. Hún gerði eðlisfræðina skemmtilega og áhugaverða. Það voru fyrst og fremst nemendur á náttúruvís- indabraut sem nutu kennslu hennar en hún var einnig í nokk- ur ár umsjónarkennari á al- mennri braut við skólann og kenndi þar nemendum eðlisfræði með góðum árangri. Guðrún Margrét fann sig vel í starfi í Kvennaskólanum. Hún lagði mikið á sig til að stunda þar vinnu. Það var ekki alltaf auðvelt að fara á milli Akraness og Reykjavíkur en hún kom á rétt- um tíma. Það var gaman að henni á kennarastofunni. Hún var alltaf með eitthvað á prjónunum og oft- ar en ekki gat maður ekki ráðið í hvað það var fyrr en hún var komin í flíkina. Prjónaskapurinn var í meira lagi frumlegur eins og sannri listakonu einni er lagið. Málaralistin átti einnig hug Guð- rúnar Margrétar. Þar vildi hún miðla gullkornum til vina sinna og setti oft á vefmiðil sinn myndir af listaverkum ýmissa höfunda. Hún fór á mörg námskeið, notaði ýmiss konar tækni við gerð mynda sinna og var afkastamikil. Fallegar eru myndirnar þrjár sem eru til sýnis á uppáhalds- kaffihúsinu hennar á Akranesi, Matarbúri Kaju. Hún túlkaði þær fyrir mig og sagði að þær táknuðu börnin hennar þrjú, hver um sig lýsti einu þeirra með ýmsum persónulegum táknum. Guðrún Margrét verður mér ógleymanleg, frábær kennari, listamaður og sannkallaður lífs- kúnstner. Ég votta Herði og fjöl- skyldunni allri innilega samúð. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Við í 3. NA, umsjónarbekk Guðrúnar 2017 í Kvennó, teljum okkur tala fyrir alla þá nemendur sem Guðrún hefur kennt á ferli sínum þegar við segjum að kær- leiksríkari og skemmtilegri kennari hafi hvergi fundist þótt víða væri leitað. Við geymum margar ógleym- anlegar minningar af stundum okkar saman og vitum við fyrir víst að við komum öll út sterkari og betri einstaklingar fyrir vikið. Guðrún var okkur alltaf til halds og trausts á erfiðum tímum og gerði þá góðu enn betri. Við í gamla bekknum munum verða að eilífu þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með henni. Samúðar- kveðjur til fjölskyldu og vina Guðrúnar, megi hún hvíla í friði og minning hennar lifa í hjörtum okkar að eilífu. Takk fyrir allt, Guðrún, við gleymum þér aldrei. Fyrir hönd 3. NA 2016-2017, Gabríel Örvar Sigmarsson og Eva Kolbrún Kolbeins. MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ✝ Auður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júní 1944. Hún lést á Landspítalan- um 15. janúar 2019. Móðir Auðar var Unnur Jóna Krist- jánsdóttir ljósmóðir, f. 23. október 1926, d. 4. september 1988. Faðir Auðar var Guðmundur Guðmundsson stýrimaður, f. 12. janúar 1926, d. 4. mars 1995, en uppeldisfaðir Auðar var Gísli Sveinsson, verslunarmaður frá Fossi í Mýrdal f. 16. maí 1925, d. 12. desember 2009. Systkini Auðar sammæðra eru María Anna Gísladóttir, matar- tæknir, f. 28. ágúst 1953, hennar sambýlismaður er Jóhann Gunn- ar Helgason og eiga þau einn son saman, Helga Raguel, en fyrir á María Anna Unni Ósk og Gísla með fyrri eiginmanni sínum. Guð- ríður Jóhanna Gísladóttir, Gurrý, verslunareigandi í Svíþjóð, f. 4. júlí 1957. Hennar börn eru Atli Þóroddsson, Sara og Elín Ross- ander. Sveinn Gíslason, rekstrar- skóla. Börn þeirra eru Hilmar Óli, f. 16.desember 2007, Sigrún Anna, f. 10. febrúar 2010, og Val- ur Ari, f. 10. september 2014. Auður ólst upp til átta ára ald- urs hjá Guðríði ömmu sinni í Hafnarfirði, þá flutti hún til móð- ur sinnar og Gísla til Reykja- víkur. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Austurbæjarskóla og sótti námskeið bæði hjá Verzlunar- skóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands. Auður vann mest banka- og bókhaldsstörf. Hún vann á skrif- stofu Ópal og lengi í Búnaðar- banka Íslands. Jafnframt stund- aði Auður sjúkraliðanám með vinnu en lauk ekki vegna flutn- inganna út á land. Eftir að Auður flutti með fjölskyldu sinni til Hell- issands 1978 var hún skrifstofu- stjóri Neshrepps utan Ennis. Ár- in á Hellissandi urðu 10, en 1988 flutti fjölskyldan til Neskaup- staðar, þar starfaði Auður sem bókari hjá Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar. Fjölskyldan flutti í Garðabæ 1993 og þá hóf hún störf hjá innflutningsfyrirtæki í eigu Ragnars Borg heitins, aðal- ræðismanns Ítalíu. Auður og Hilmar bjuggu í Ásbúð 14 í Garðabæ en fluttu 2015 í Kópa- vogstún 12. Útför Auðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 24. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. hagfræðingur, f. 19. nóvember 1963, hans kona er Ester Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, og eiga þau fjóra syni, Birki, Gísla, Friðrik og Tómas. Systkini Auðar samfeðra eru Ing- ólfur, Guðmundur, Jóhanna og Þórir. Auður giftist 13. júní 1964 Hilmari Viggóssyni, f. 14. febrúar 1939, fyrrum útibústjóra Lands- banka Íslands á Hellisandi og í Neskaupstað. Foreldrar Hilmars voru Viggó Einar Gíslason, vél- stjóri, f. 14. júlí 1905 d. 21. mars 1985 og Ása Sigríður Björns- dóttir, húsmóðir, f. 24. maí 1905, d. 17. febrúar 1951. Sonur Hilmars og Auðar er Viggó Einar Hilmarsson, f. 4. febrúar 1968, stjórnmálahag- fræðingur frá University of Es- sex, einn af eigendum bygging- arfélagsins MótX ehf. Eiginkona hans er Elín Jóhannesdóttir, f. 29. október 1971, alþjóðastjórnmála- fræðingur frá Edinborgarhá- Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Elsku Auður, elsku amma, við lofum að hækka í græjunum og dansa. Minning þín lifir með okkur. Takk fyrir allt og allt. Elín, Hilmar Óli, Sigrún Anna og Valur Ari. Elsku fallega systir mín, ég kveð þig eftir erfið veikindi þín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa komið til Íslands og verið með þér þessa daga í nóvember. Ég áttaði mig þá á hversu veik þú varst, elsku Auður mín. Ótal minningar flæða í gegn- um hugann þegar ég hugsa um þig. Hvað við gátum hlegið saman, eða réttara sagt þá grétum við úr hlátri. Þú varst svo yndislega skemmtileg og alltaf með húmor- inn í lagi. Við áttum ótal margar gleði- stundir saman við systur. „Hin heilaga þrenning“ kölluðum við okkur systurnar þrjár. Þú varst elst af okkur og pass- aðir okkur Maríu Önnu þegar við vorum litlar, varst aukamamma okkar. Langyngstur var litli prinsinn hann Sveinn sem er eins og bróðir Viggós. Tveir dásam- legir saman. Við tengdumst mikið þegar ég var í vist hjá ykkur Hilmari að passa einkasoninn Viggó. Ég byrjaði að passa sumarið þegar ég varð 13 ára, svo líka 14 ára. Þegar þið svo fóruð til Eng- lands í eitt ár var ég hjá ykkur um sumarið, það var dásamlegur tími í lífi mínu, ég 16 ára og þú Auður 29 ára. Þær minningar eru mér svo dýrmætar. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, og er ég endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að búa hjá ykkur í Ásbúðinni þegar ég kom til Íslands. Úr Ásbúðinni eru svo yndislegar minningar bæði fyrir mig og börnin mín. Auður frænka „sá allra besti kokkur“, alltaf var allt jafn glæsi- lega fram borið alveg sama hvað þú bauðst upp á, og þú sjálf gull- falleg. Þú elskaðir heimilið þitt og fal- lega garðinn þinn, fullur af blóm- um og kertum, álfum og jólasvein- um. Þú varst líka mikill dýravinur og ég minnist þess að þú áttir allt- af dýr. Fyrst voru það páfagaukar sem þú dekraðir við og hændir að þér. Pési kötturinn ykkar, sem ég sagði syni mínum sögur af enda- laust. Grallarakötturinn sem stakk af til Köben. Elsku hundurinn þinn hún Perla sem þú elskaðir og dekraðir við. Síðan kom hundurinn „hans hátign“ Máni, sem margir óttuð- ust en þið voruð þvílíkt tengd. Þegar Hilmar Óli, fyrsta barnabarnið, fæddist var ham- ingjan óendanleg og síðan Sigrún Anna og ekki síst Valur Ari. Þú varst svo stolt og elskaðir þessa gullmola svo innilega. Við gátum talað saman í síma í fleiri klukkutíma og var mikið spjallað um gullmolana Þrjá og alltaf fórst þú í leikarahlutverk þegar þú varst að lýsa því hvað þau voru að bralla og mikið hleg- ið. Eftir hvert samtal voru kveðjuorðin: Svo elsku Gurrý mín, Staying Alive! Það var oft mikið fjör og gleði í Ásbúðinni með Bee Gees á fón- inum og við sungum og dönsuðum saman við lagið Staying Alive með Himma boy (Hilmar) sem dansaði við okkur systur um alla stofuna. Þvílík gleði. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt þig sem systur. Þú ert mér dýrmæt perla sem ég ber í brjósti mínu þar til við hittumst síðar og dönsum saman á ný. „Staying Alive.“ Þín systir Guðríður (Gurrý). Fallin er frá svilkona okkar, Auður Guðmundsdóttir. Margs er að minnast eftir áratuga samleið. Okkar fyrstu kynni urðu í Mávahlíð 24, sem var heimili tengdaforeldra okkar, Viggós E. Gíslasonar og Maríu Benedikts- dóttur og systkinanna Hilmars, Gísla, Björns og Sigrúnar. Við tengdadæturnar komum oft í Mávahlíð 24 með börnin okk- ar sem voru á líkum aldri, þar sem gestrisni og glaðværð var í háveg- um höfð og vel tekið á móti okkur. Auður var falleg kona, bros- mild, elskuleg, smekkleg og ávallt vel til höfð. Henni var margt til lista lagt, var afbragðs kokkur, lagði rækt við garðinn sinn og hik- aði ekki við að mála og betrekkja. Hún var mikill dýravinur og átti alltaf eitthvert gæludýr, páfa- gauka, köttinn Pésa og hundana Perlu og Mána, en öll þessi dýr voru henni mjög kær og það þótti sérstakt þegar haldin var erfi- drykkja þegar Perla var svæfð. Auður hafði gaman af að ferðast og fóru þau Hilmar oft til Lundúna og Kanaríeyja. Hin síð- ari ár voru það barnabörnin þrjú sem áttu hug hennar. Í hinni snörpu baráttu, sem hún háði undanfarna mánuði við illvíg- an sjúkdóm heyrðum við hana aldrei kvarta, heldur hrósaði hún þeim sem sinntu henni fyrir góða umönnun. Þegar Auður fór að braggast eftir uppskurðinn í haust fórum við „hinar tengda- dætur hans Viggós“ að fara reglu- lega í heimsókn til hennar á spít- alann. Það var alltaf létt yfir samræðunum okkar á milli og má með sanni segja að við höfum átt gæðastundir saman, þrátt fyrir veikindi hennar. Á tímabili fannst okkur við geta verið bjartsýnar um að hún næði bata, en svo fór að halla undan fæti. Við rifjuðum upp gamlar góðar stundir frá árum áð- ur, úr Mávahlíðinni, um barna- börnin okkar o.fl. Í hvert sinn er við fórum frá henni sögðum við „við komum alltaf aftur“ og fagn- aði hún því ávallt. Okkur eru dýrmætar þær stundir, sem við áttum með henni undir það síðasta og viljum trúa því, að við höfum glatt hana og stytt henni stundir með heim- sóknum okkar. Við þökkum Auði samfylgdina og vottum Hilmari, Viggó, Elínu og börnunum samúð okkar. Margt er í minninga heimi mun þá ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi. Við geymum svo minningu þína. (Höf. ókunnur.) Kristín Guðmundsdóttir og Hallveig Björnsdóttir. Auður Guðmundsdóttir, mág- kona okkar, er látin eftir erfið veikindi. Við sem eftir sitjum rit- um þessar línur döpur í bragði. Sárastur er söknuður Hilmars, eiginmanns hennar, sonarins Vig- gós Einars, Elínar konu hans og barna þeirra. Þeim sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við systkinin kynntumst Auði barnungri þegar hún átti heima í Hlíðunum eins og við, nánar til- tekið í Mávahlíð. Þá var litla hnátan oft dauðhrædd við hrekkjusvínin uppi á horni, sér- staklega þegar snjór var, en þá gátu komið harðir snjóboltar það- an. Stráklingunum var seinna allt fyrirgefið. Kynni okkar hófust svo þegar Auður og Hilmar felldu hugi sam- an og giftu sig árið 1964. Við yngri bræður Hilmars áttum bágt með að skilja hvernig hann fór að því að ná í þessa gullfallegu konu. Það eina sem okkur datt í hug var að Hilmar, skákmaður- inn mikli, hafi beitt sínu skæða hróksbragði. Eftir að Auður kom inn í fjöl- skyldu okkar hófst nýr kafli með sérlega skemmtilegum samveru- stundum með Auði, þessari glæsilegu og glaðværu konu. Ógleymanlegar eru veislurnar í Austurbrún og áramótaveislurn- ar í Hraunbænum. Þessar veislur einkenndust af gleði og fjöri hjá þessum flottu gestgjöfum, Auði og Hilmari. Enn í dag rifjum við upp atvik frá þessum gleði- stundum. Ekki var síður skemmtilegt að heimsækja þau á Hellissand und- ir Jökli og fara í ferðir um Snæ- fellsnes með börnin. Það var eitt- hvað svo flott, hlýlegt og skemmtilegt við hana Auði og un- un að njóta samvista með þeim hjónum sem jafnan voru fljót að bregða góðri tónlist á grammó- fóninn. Árin liðu og samheldnin styrktist með árunum og höfum við nú haldið hópinn í yfir fimmtíu ár. Það er þungt högg að missa Auði, söknuðurinn er sár en við yljum okkur við yndislegar minn- ingar. Blessuð sé minning Auðar. Gísli, Björn og Sigrún Vigdís Viggósbörn. Góð vinkona mín, Auður Guð- mundsdóttir, lést fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein. Hennar er sárt saknað. Auður var móðir Viggós Einars Hilmarssonar, besta vinar míns til áratuga og var ég tíður gestur á heimili þeirra heiðurs- hjóna, Hilmars Viggóssonar og Auðar. Auður var tignarleg hefðarfrú og stjórnaði heimilinu og þeim feðgum af mikilli röggsemi og myndarskap. Skáklistin var í há- vegum höfð á heimilinu en ég er þess fullviss að enn þann dag í dag gera þeir Viggó og Hilmar sér enga grein fyrir því hversu mikil peð þeir voru í höndum frú Auðar. Auður var björt yfirlitum, brosmild og sýndi alltaf áhuga á mönnum og málefnum, sérstak- lega þeim sem henni stóðu nær. Hún átti bágt með að þola óvissu og óreiðu og man ég glöggt eftir mikilli stjórnkænsku hennar við að koma skikki á baldinn einka- soninn. Sá hún til dæmis um inn- anhússarkitektúr fyrstu íbúðar Viggós í Kópavoginum og hrein- lætiseftirlitið í þeirri fjölsóttu piparsveinaíbúð. Sérstaklega er minningin sterk um fölbleika sófasettið með vínrauða kögrinu að neðan í stofu Viggós og græni gólfdúkurinn í eldhúsinu hans líð- ur seint úr minni. Það verður að fylgja sögunni að Viggó er litblindur. Haustið 1995 fórum ég og Viggó til framhaldsnáms, hann til Essex og ég til Edinborgar. Fengum við til þess álitlegan styrk frá hennar hátign, Elísa- betu II, Englandsdrottningu. Haustið 1996 ákváðum við vinirn- ir að skrifa loka-mastersritgerðir okkar saman hjá mér í Edinborg og bakka hvor annan upp í loka- hnykknum. Frú Auði leist svo og svo á þennan ráðahag þrátt fyrir fögur fyrirheit okkar um akadem- íska ástundun og hóflífi – „þú passar hann Viggó minn“ kvaddi hún mig með augnaráði guðföð- urins. Það gerði ég, enda gerðist ekki neitt markvert meðan við kláruðum lokaritgerðir okkar með sóma. Mér er einnig minnisstætt þeg- ar í nóvember 1995 að mér hlotn- aðist sá heiður að ávarpa Marg- aret Thatcher í hátíðarkvöldverði evrópskra ungra íhaldsmanna í London. Þegar Thatcher gekk í salinn heilsaði hún öllum 600 gestunum með handabandi en staldraði einna lengst fyrir fram- an Auði og þótti mér mikið til koma hvað fasið á þeim var líkt og þori ég að fullyrða að frú Auður hafi unnið þá störukeppni sem þar fór fram. Járnfrúin hafði aldr- ei haldið menningarheimili í litlu Moskvu, Neskaupstað, eða á Hellissandi, nafla alheimsins. Auður var kær vinur minn, dugleg og réttsýn. Hún var ein af fegurstu freyjum Íslands, kynslóð sinni til sóma. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur og lofa þér því Auður mín, að ég passa Viggó eins og hann mun passa mig. Jón Kristinn Snæhólm. Ég fæ ekki með orðum lýst hversu sárt ég sakna Auðar vin- konu minnar. Auður var yndisleg vinkona frá því að við kynntumst fyrst á Íslandi fyrir meira en tutt- ugu árum. Það er sárt að missa jafn einstaka manneskju úr lífi sínu. Auður var þessi einstaka manneskja, vinur frá fyrstu stundu, sama á við um Hilmar. Ég minnist með væntumþykju heim- sóknar okkar til Íslands sem og heimsóknar Auðar og Hilmars til London. Auður var alltaf svo vinaleg og góð og svo gott að vera í kringum – en hún var einnig fyndin og skemmtileg og höfðingi heim að sækja. Mig langar, ásamt Eileen móð- ur minni og Gillian systur minni, að þakka fyrir móttökurnar í heimsókn okkar til Íslands sum- arið 2005. Auður tók okkur opn- um örmum líkt og um fjölskyldu- meðlimi væri að ræða. Þannig varð það alltaf, ég upplifði mig sem hluta af fjölskyldunni. Aðrar eins móttökur og hlýju hef ég ekki fengið eins og hjá minni kæru vin- konu. Ég mun aldrei gleyma þér, Auður mín. Minning þín mun ávallt lifa með mér, það voru for- réttindi að fá að kynnast þér. Hugur minn og bænir eru hjá Hilmari, Viggó og fjölskyldunni allri á þessum erfiðu tímum. Virðingarfyllst, Andrew Rosindell, Eileen og Gillian Rosindell. Auður Guðmundsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS Þ. HAUKDAL JÓNSSON frá Höll í Haukadal, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 10. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 25. janúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Sigurjón Kristjánsson Bodil Kristjánsson Jón Magnússon Nína Agnarsdóttir Ása Magnúsdóttir Sigurður Karlsson Sigurlína Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.