Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Útsalan í fullum gangi 30-60% afsláttur af öllum útsöluvörum Undirföt • Sundföt Náttföt • Sloppar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki er allt gull sem glóir og hin sönnu auðæfi eru ekki fólgin í gulli eða gim- steinum. Taktu upp hanskann fyrir þá sem geta ekki varið sig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt ekki að snúa upp á þig þótt þér falli ekki öll þau ráð sem vinir þínir gefa þér. Hugsaðu málið vel áður en þú lætur það eft- ir þér að eyða peningum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einbeittu þér að því að efla styrk fólks frekar en að einblína á veikleikana. Félagslíf þitt stendur í blóma. Freistaðu gæfunnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekkert er dýrmætara en heilsan svo þú skalt varast að ofbjóða líkamanum. Þú ert kraftmikil/l, jákvæð/ur og bjartsýn/n sem aldrei fyrr. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur gott auga fyrir smáatriðum í dag. Hvernig þú hagar máli þínu ræður úr- slitum um hvort vel tekst til eða ekki í samningaviðræðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvæntar fréttir tengdar börnum gleðja í dag. Einhver sem þú gast áður leitað til er farinn - en maður kemur í manns stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að nota daginn til að velta langtímamarkmiðum þínum fyrir þér. Stefndu óhikað að settu marki. Þú færð boð í brúðkaup síðar á árinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Notaðu daginn til dagdrauma, notaðu ímyndunaraflið og slakaðu á. Þú hef- ur áhyggjur af peningamálum, en þau munu reddast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt margt kalli á skaltu fyrst og fremst beina athygli þinni að þeim sem næst þér standa. Sköpunargleðin er ríkjandi hjá þér og þú vinnur léttilega langt fram á kvöld. 22. des. - 19. janúar Steingeit Svörin láta á sér standa þegar þú leitar þeirra. Gerðu upp við þig hvað má missa sín í sambandinu og hvað er þess virði að halda í. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er mikil orka í loftinu sem þú þarft að reyna að nýta á jákvæðan hátt. Skráðu þig á námskeið, lestu framandi bæk- ur og tímarit og gefðu þér tíma til að hlusta á ólík sjónarmið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samræður við fjölskylduna veita þér gleði. Vertu ekki aðeins vandlát/ur á það sem þú lætur ofan í þig heldur líka þá sem þú umgengst. Limruskáldið Ragnar Ingi Aðal-steinsson varð 75 ára á dög- unum. Ólafur Stefánsson orti á Leir „Einskonar afmælisvísu“: Frá jörð fyrir austan, á Jökuldal, jákvætt allt vitum um þennan hal: Er fremstur að ríma, oss fær til að kíma, og syngja hátt „frjálst er í fjallasal“. Eftir hádegi á mánudag orti Pétur Stefánsson: Ærið margt hér augað gleður, sem ýmsum vekur hugarró. Hér er fallegt vetrarveður þó veröldin sé full af snjó. Undir kl. sex um kvöldið lýsti Ing- ólfur Ómar veðrinu þannig: Nú er veður bjart og blítt, brosir himinn víður. Frónið skartar fannahvítt, faðminn sólin býður. Og undir miðnætti skrifaði Björn Ingólfsson í Leirinn „Morgunúð“: Hávellukór er að kyrja sinn söng út á sjónum vers eftir vers með sömu tindrandi tónum nóttin að víkja nýfallin mjöll yfir mónum frostið er mjúkt myrkrið er bjart í snjónum. Ólafur Stefánsson gat ekki orða bundist en sagði: „Ég segi bara eins og þeir orðfimustu á fésbókinni, –Flottur, nei annars, Frábær morgunstemning!“ Þessi vísa Ármanns Þorgríms- sonar um fréttir úr Seðlabankanum er í senn skemmtileg og tvíræð kannski: Bankinn á merkilegt málverkasafn, mörg eru af hálfberum kellingum einnig af stjórnendum, nefni ekkert nafn, í nútíma hávaxta stellingum. Og á Boðnarmiði yrkir Hall- mundur Kristinsson: Eflaust má áreiti heita olíumáluð nekt, og líkast til best að beita bankana stjórnvaldssekt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hávellukór í fallegu vetrarveðri HR. LOPI VAR ALLTAF OF UPPTEKINN – SEM VAR EKKI EIGINLEIKI SEM HÆFÐI GÓÐU GÆLUDÝRI. „ÉG ER BÚINN AÐ PÓSTLEGGJA ÞETTA TVISVAR EN ÞAÐ ER ALLTAF ENDURSENT.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá að þú átt þrjú börn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI VAR AÐ GRAFA HOLU OG HÚN ER LÍKA MJÖG FLOTT EKKI SATT, JÓN? SMÁ HJÁLP … HRÓLFUR, ÞAÐ ER ÓLÖGLEGT AÐ RÁÐAST Á AÐRA NEMA AÐ ÞEIR HAFI ÓGNAÐ ÞÉR FYRST! HERTOGINN ER AÐ STEFNA ÞÉR! HEYRÐU! MÉR VAR ÓGNAÐ! HANN NUDDAÐI MÉR UPP ÚR ÞVÍ HVAÐ HANN LIFIR HÁTT!! Hreingerningaræði mun víst hafabrostið á eftir að Netflix ákvað að taka til sýningar þætti þar sem hin japanska Marie Kondo tekur heimili í gegn. Lykilreglan hjá Kondo er að hlutirnir sem maður á eigi að veita manni gleði. Hún er til dæmis ekki mjög hrifin af bókum og leggur til að maður haldi á bók- unum sem maður á, hverri á eftir annarri, og spyrji „veitir þessi bók mér gleði?“ Ef svarið er nei, þá eru bækurnar kannski best komnar annars staðar. Víkverji tekur fram að þetta á ekki við um bankabækur. x x x Sama gildir um öll föt sem maðurá. Veita þau þér gleði? Víkverji er ekki viss um að þessi aðferð muni virka of vel fyrir hann, því ef hann færi í gegnum fötin sín með þetta hugarfar yrði hann líklega allsnakinn fyrr frekar en síðar. Raunar gildir það sama um flest allt sem Víkverji hefur sankað að sér í lífinu, þannig að kannski er vandamálið frekar Víkverja megin en að hreingerningakerfið sé í ólagi. x x x Og hver veit? Kannski væri Vík-verji bara sáttastur ef hann myndi henda öllu og búa í tunnu líkt og Díógenes forðum. Eru samt einhverjar tunnur á lausu? Hver eru fasteignagjöldin af tunnum? Standast menn í tunnum greiðslu- mat? x x x Hinn parturinn af speki MarieKondo snýr svo að því hvað eigi að gera við dótið sem sleppur í gegnum nálarauga gleðinnar. Hún brýtur til dæmis saman flestallar flíkur á mjög hagkvæman og snyrtilegan máta. Svo hagkvæman og snyrtilegan að fataskápur Vík- verja var allt í einu orðinn allt of stór fyrir fatamagnið sem fylgir honum. Sem aftur fyllir Víkverja heitri þrá um að fylla í það pláss, en það verður víst ekki gert nema með því að kaupa fleiri föt, sem Víkverji getur svo brotið saman. En var ekki hugmyndin að draga úr draslinu sem fylgir manni? vik- verji@mbl.is Víkverji En ég segi yður er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður … (Lúk: 6.27)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.