Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðast áfagangi byggðarinnar í Urr- iðaholti í Garðabæ er nú kominn í skipulagsferli. Samkvæmt auglýstri skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að á því svæði verði bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Framkvæmdir í hverfinu eru á ýmsum stigum, en fyrstu íbúarnir fluttu inn í einbýlis- hús við Keldugötu í apríl 2010 og mikill kraftur komst í uppbygg- inguna 2014. Nú er fólk flutt inn í um 500 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum og gætu íbúar verið farnir að nálgast 1.500. Samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma Guðmundsonar, fram- kvæmdastjóra Urriðaholts ehf., er búið að skipuleggja 1.581 íbúð á svæðinu og þar af eru 493 íbúðir í austurhluta sem er nýjasta upp- byggingarsvæðið. Gatna- og veitu- framkvæmdir eru hafnar og lóðir þar verða byggingarhæfar nú í lok þessa árs. Áætlað er að framkvæmd- um þar verði að fullu lokið á árinu 2022. Þekkingariðnaður og rannsóknir Svæðið sem nú er komið í skipu- lagsferli og er kynnt á heimasíðu Garðabæjar er byggð meðfram Urr- iðaholtsstræti, en neðst við götuna er hús Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Á svæði undir atvinnu- starfsemi er fyrirhugað að skapa umhverfi sem laðar að fjölbreytt fyr- irtæki, til að mynda á sviði þekking- ariðnaðar og rannsókna. Miðað við fyrirliggjandi áform er dregið verulega úr fyrri áætlunum um byggingarmagn atvinnuhús- næðis og er nú gert ráð fyrir 23-25 þúsund fermetrum atvinnuhúsnæðis á þessu svæði. Í skipulagslýsingu segir að markhópurinn fyrir skrif- stofur og verslunarfyrirtæki sem gætu séð sér hag af því að koma í hverfið hafi reynst minni en búist var við. Til samanburðar má nefna að í Kauptúni í næsta nágrenni, þar sem IKEA, Costco, Bónus og fleiri fyrirtæki eru í dag, eru um 60 þúsund fermetrar af atvinnu- húsnæði. Eftir því sem ofar dregur á skipu- lagssvæðinu er ráðgert að íbúða- byggð taki við af atvinnuhúsnæði. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skipuleggja svæðið fyrir 180- 200 íbúðir. Á svæðinu hafa víða verið gróðursett tré og er kominn þéttur skógur austast á svæðinu. Miðað er við að halda í skóginn og þá trjárækt sem er við göngustíginn með hraun- inu í útjaðri svæðisins til norðurs eins og kostur er. Ekið inn á Flóttamannaveginn Urriðaholtsstræti sem liggur milli Reykjanesbrautar og Flóttamanna- vegar er breiðari en aðrar götur í hverfinu. Reyndar er aðeins ein ak- rein í hvora átt, en þar er gert ráð fyrir miðeyjum með trjágróðri og bílastæðum samsíða götunni. Á korti með skipulagslýsingu má sjá að gert er ráð fyrir því að á tveimur stöðum verður hægt að keyra út úr hverfinu inn á Flóttamannaveginn, sem ligg- ur meðfram Vífilsstaðavatni og inn í Hafnarfjörð. Gera má ráð fyrir að það skipu- lagsferli sem nú er að fara í gang taki allt þetta ár. Skipulagstillagan er unnin á vegum landeiganda, Urriðaholts ehf., í nánu samstarfi við skipulagsyfirvöld Garðabæjar. Urriðaholt ehf. er að 2/3 í eigu Odd- fellowreglunnar á Íslandi og að 1/3 í eigu fyrirtækisins Viskusteins, í eigu þeirra Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Síðasti áfangi í skipulagsferli  Íbúar í Urriðaholti nálgast 1.500  Dregið úr umfangi atvinnuhúsnæðis á nýju svæði  Búið að skipuleggja 1.581 íbúð  Framkvæmdir á ýmsum stigum Urriðaholt Reykjanesbraut Morgunblaðið/Eggert Framkvæmt Byggingarkranar hafa verið áberandi í Urriðaholti síðustu ár. Ráðgátan um uppruna þorsks sem veiddist við Jan Mayen síðasta sumar virðist vera leyst. Samkvæmt rann- sóknum sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar í Noregi er líklegast að um blandaðan afla sé að ræða, meirihlut- inn sé kominn úr Barentshafinu, en um þriðjungur frá Íslandi. Niður- stöður bendi ekki til að um sérstakan Jan Mayen-stofn sé að ræða. Er skipverjar á norska línuskipinu Loran voru á grá- lúðuveiðum við Jan Mayen í fyrra- sumar fengu þeir óvænt góðan þorsk- afla á talsverðu dýpi og á svæði sem ekki er þekkt fyrir mikla þorskgengd. Vangaveltur voru um uppruna fisksins og fengu norskir sérfræðingar kvarnir og erfðaefni úr þorski frá Íslandi. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkis á Hafrannsókna- stofnun, segir Norðmenn hyggjast kanna þorsk á þessum slóðum betur næsta sumar. Meðal annars verði kannað hvort þarna eigi sér stað ein- hver hrygning og einhver blöndun þorskstofna þó svo að þess hafi ekki orðið vart í rannsóknum á afla Lorans síðasta sumar. Uppistaðan 10-12 ára fiskur Niðurstöður benda til að 60-70% þorsksins séu komin úr Barentshafi og megi skýra það með seiðareki frá vest- urstönd Svalbarða. 30-40% séu hins vegar rakin til Íslands. Guðmundur hefur áður leitt líkur að því að sá þorskur gæti hafa gengið meðfram Kolbeinseyjarhryggnum og yfir til Jan Mayen. Þar kunni breytingar á hitastigi sjávar að eiga þátt. Þorskurinn sem fékkst við Jan Mayen var 5-16 ára gamall, uppi- staðan 10-12 ára fiskur. Guðmundur segir að fiskurinn hafi verið smærri en gerist og gengur við Ísland og í Bar- entshafi og það megi hugsanlega skýra með kaldari sjó við Jan Mayen, en þar er lítið landgrunn. aij@mbl.is Úr Barents- hafi og frá Íslandi  Rannsóknir á þorski frá Jan Mayen Árleg garðfuglahelgi Fugla- verndar verður um næstu helgi, 25.-28. janúar og þurfa þátttak- endur að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er mið- að við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir og miðar talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Á vef Fuglaverndar má skrá niðurstöður rafrænt og einnig er hægt að hlaða niður hjálparblaði talningarinnar með myndum af al- gengum tegundum. Fuglavernd tel- ur um 1.300 félagsmenn og nánari upplýsingar um garðfuglahelgina má finna á fuglavernd.is. Garðfuglahelgi Fuglaverndar Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Skv. Landlækni þurfa allir að taka inn D-vítamín allt árið þar sem nægilegt magn fæst ekki úr daglegri neyslu matvæla og sólskin er af skornum skammti. Góð gæði á geggjuðu verði! D VÍTAMÍN FYRIR TENNUR, BEIN OG ÖFLUG ÓNÆMISKERFI 4 mánaða skammtur Nýr útsölubæklingur fylgir Morgunblaðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.