Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skortur áíbúðum, eðaóuppfyllt íbúðaþörf eins og það heitir í skýrslu átakshóps forsætisráðherra um húsnæðismál, er nú á bilinu 5.000-8.000 íbúðir. Þetta er töluvert hjá ekki fjölmennari þjóð og sýnir að illa hefur verið haldið á málum á liðnum árum. Vand- inn einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið eða Reykjavík, en stærsta skýr- ingin á vandanum er þó höfuð- borgin og þau umfangsmiklu skipulagsmistök sem borgaryfirvöld hafa staðið fyrir árum saman. Þetta sést meðal annars ágætlega á því að í skýrslunni segir að mikil uppbygging sé fyrirhuguð á næstu árum, en hún dugi þó ekki til og vandinn verði að óbreyttu um 2000 íbúða skort- ur eftir þrjú ár. Ekki er þetta síður augljóst af því sem sagt um þær íbúðir sem eru í byggingu, en þær eru sagðar munu síður henta þeim sem hafa lágar tekjur og eiga litlar eignir. Bent er á að stór hluti lítilla íbúða sem ver- ið sé að byggja sé í hverfum þar sem fermetraverð sé hvað hæst og að á öðrum svæðum sé mest byggt af stórum íbúð- um. Ekkert virðist því hugsað fyrir því að þeir sem minni ráð hafa geti keypt sér íbúðir. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þeirri þéttingarstefnu sem rekin hefur verið í Reykjavík og ömurlegt að sú stefna skuli nú hafa orðið til þess að ýta undir átök á vinnumarkaði með því að framkalla skort á húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla, eins og ætti að vera sjálfsögð stefna þeirra sem stýra skipu- lagsmálum höfuðborgarinnar. En framhjá því varð ekki litið að þessi staða var komin upp og varð til þess að verka- lýðshreyfingin gerði kröfur um að samhliða kjarasamn- ingum yrðu gerðar umbætur í húsnæðismálum. Viðbrögðin sem fram hafa komið hafa ver- ið jákvæð, sem er fagnaðar- efni og gefur vonir um að styttist í lyktir þeirra kjara- samninga sem nú standa yfir og hefði þurft að ljúka fyrir allnokkru. Formaður Eflingar segir tillögurnar samræmast kröf- um félagsins mjög vel. „Það er frábært,“ segir hún, og bætir við: „Síðan á auðvitað eftir að kostnaðarmeta þetta, og finna út hvað þetta þýðir raunveru- lega.“ Þetta er jákvæð nálgun og verður vonandi líka til þess að formaðurinn fellst á að kostnaðarmeta launakröfur fé- lagsins, en óskum um það hefur ekki verið tekið fagn- andi. Formaður VR segir að ef takist að framkvæma þessar hug- myndir eða bróðurpartinn af þeim þá verði það „risastórt skref í átt að lausn kjaradeil- unnar“. Formaður Starfs- greinasambandsins tekur svipaða afstöðu og segir til- lögurnar „að mörgu leyti mjög jákvæðar“. Hinum megin borðsins hafa viðbrögðin einnig verið já- kvæð og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagn- aði því að tillögurnar væru komnar fram og taldi þær gott innlegg í yfirstandandi kjara- viðræður. Miklu skiptir um fram- haldið að unnið verði vel úr til- lögunum og áhersla lögð á það sem mestu skiptir til fram- tíðar, auk þess að leysa þann bráðavanda sem borgaryfir- völd hafa búið til. Í tillögunum er margt ágætt sem getur stuðlað að því að lækka íbúðaverð til framtíðar og að allir geti eign- ast þak yfir höfuðið, sem er það sem flestir óska sér, eins og sjá má í könnun sem Íbúða- lánasjóður lét gera í fyrra á meðal þeirra sem eru á leigu- markaði. Aðeins 8% þeirra vildu í raun vera á leigumark- aði, aðrir voru í leiguhúsnæði af nauðsyn. Full ástæða er til að vinna að því að gera fólki kleift að komast í eigin hús- næði og þó að tillögurnar séu um margt jákvæðar og ým- islegt í þeim, til að mynda um einföldun regluverks, sem væri mjög til bóta, mættu þær endurspegla óskir almennings um eigið húsnæði betur. Þá kemur á óvart, og verður að líta á sem nokkurn útúrdúr í tillögupakkanum, að þar sé fjallað um samgöngumál. Vissulega má finna tengingar á milli samgangna og íbúða- húsnæðis, en hið sama á svo sem við um leikskóla, skóla, verslanakjarna og svo mætti áfram telja. Að koma svokall- aðri borgarlínu núverandi borgaryfirvalda inn í þessar tillögur, þegar hugmyndir um hana eru liður í þeim skipu- lagsvanda sem kallaði á skip- an átakshópsins, verða að telj- ast mistök. Framhjá slíkum útúrdúrum og mistökum má þó líta og aðalatriðið er að tillögurnar stuðli að auknu framboði á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði og liðki þannig fyrir far- sælum kjarasamningum. Vandinn á hús- næðismarkaðnum er heimatilbúinn en jákvætt er að unnið sé að lausn} Tillögum vel tekið Þ essa dagana er svokölluð „10 ára áskorun“ vinsæl á samfélags- miðlum. Hún snýst um að birta myndir af sér frá því í dag og fyrir áratug síðan. Fólk virðist skilj- anlega almennt vilja sýna fram á að ásýndin sé hreint ekki verri en fyrir 10 árum síðan, jafnvel bara betri ef eitthvað er. Það er skiljanlegt því öll viljum við jú trúa því að við nýtum í það minnsta eitthvað af tímanum í að verða örlítið betri. Ef Ísland tæki nú þátt í 10 ára áskoruninni með öllum hinum sæjum við kannski ekki mik- inn mun í fljótu bragði, ekki úr lofti a.m.k. Til- finningin er helst sú að myndin frá deginum í dag sýndi meiri rigningu og rok óháð árstíðum. En myndirnar allar eru auðvitað ekki nema birt- ing á allri þeirri miklu sjálfsvinnu sem við höfum ástundað. Ef grannt er skoðað sjást miklar breytingar. Fyrir 10 árum var Ísland að reyna að standa af sér storm með lítið annað en íslenska bjartsýni og æðruleysi að vopni. Eitt af því fáa sem þjóðin var sammála um að gleðjast yfir voru landsliðsdrengirnir í handboltanum, sem gerðu sitt til að bæta ástandið með því að færa til landsins eðalmálma. Það er rólegra um að litast á Austurvelli nú en þá. Þjóðin ætti að geta verið sammála um að Ísland kemur nokkuð vel út úr áskoruninni umræddu, við höfum styrkst, efnast, ver- ið skynsöm og dugleg, sett okkur alls kyns markmið, staðið við mörg þeirra og meira að segja grennst. Það er ekki þar með sagt að Ísland sé alfarið útskrifað úr líkamsræktinni frekar en nokkur annar. Svo eru sumir ósáttir við myndina sem tekin er í dag. Stundaróánægja dagsins þýðir samt ekki endilega að aðferðafræði sjálfsvinnunnar sé ómöguleg. Þess vegna er tíu ára áskorunin svo gagnleg. Hún setur hluti í samhengi og getur sagt okkur hvort aðferðirnar sem við notum séu árangursríkar. Slíkur samanburður getur vísað okkur veginn um það hvort við viljum beygja al- farið út af sporinu eða halda okkur á sömu braut. Þetta á jafnt á við um mataræði og hreyfingu en líka efnahagsstefnu og kjarabar- áttu. Einn af nýju landsliðsdrengjunum okkar, Teitur Örn Einarsson, er einn þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í 10 ára áskoruninni. Það er ekki bara af því ég er svo montin að hann sé frændi minn að mér finnst hans áskorun ein sú allra besta. Á báðum myndunum eru hann og franska hand- boltahetjan Nikola Karabatic; á þeirri fyrri stendur hann lítill snáði með stjörnur í augum við hlið hetjunnar sem hann nær upp í mitti og svo er hin 10 árum síðar þar sem hann sjálfur etur kappi við hetjuna frá forðum daga á vell- inum á heimsmeistaramóti í handbolta. Kannski snýst nefnilega heila málið ekki um það hvar við vorum fyrir tíu árum, eða það sem angrar okkur í dag, heldur hvert við get- um farið ef við höldum rétt á spöðunum og hvar við viljum vera eftir tíu ár. hildurs@althingi.is Hildur Sverrisdóttir Pistill Tíu ára áskorun Íslands Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landbúnaðarráðherra hefurboðað að í næsta mánuðiverði lagt fram frumvarpum breytingar á lögum um dýrasjúkdóma til að heimila inn- flutning á hráu, ófrosnu kjöti. Sam- hliða er unnið að viðbótarvörnum vegna tiltekinna sýkinga, svo sem salmonellu í kjúklingakjöti og vegna kampýlóbakter, sýklalyfjaónæmis og fleiri vandamála sem fylgt geta auknum innflutningi. Þegar íslenska ríkið innleiddi mat- vælalöggjöf Evrópusambandsins ákváðu stjórnvöld að opna ekki fyrir innflutning á fersku kjöti og var vís- að til heilbrigðis dýra og manna hér á landi. Var það gert með því að í reglugerð var nýtt heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim til að krefjast þess að kjöt þyrfti að vera í frosti í ákveðinn tíma áður en það fengist tollafgreitt. Samtök verslunar og þjónustu vöruðu við þessu frá upphafi og hafa barist gegn þessu fyrirkomulagi og einnig Félag atvinnurekenda. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2017 að bann við innflutningi fersks kjöts og fleiri afurða frá ríkjum innan Evr- ópska efnahagssvæðisins stangaðist á við ákvæði EES-samningsins, væri í raun brot á honum. Fyrirtækið Ferskar afurðir lét reyna á lögin og flutti inn ófryst kjöt sem Matvæla- stofnun gerði upptækt. Fyrirtækið fór í skaðabótamál gegn ríkinu og niðurstaða Hæstaréttar var sú sama í nóvember sl. og hjá EFTA- dómstólnum nokkrum mánuðum áður. Fram kemur í skriflegu svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, að kostnaður ríkisins vegna þessarar sendingar, þar á meðal skaðabóta, var 11 millj- ónir kr. Málareksturinn fyrir EFTA- dómstólnum kostaði 36 milljónir. Þótt rúmt ár sé liðið síðan dómur EFTA-dómstólsins féll hefur regl- unum ekki verið breytt. Í þing- málaskrá boðar ráðherrann að í febrúar verði frumvarp lagt fram. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að jafnhliða breytingum á lögum þurfi að vinna að aðgerðum til að koma í veg fyrir að breytt fyrirkomulag inn- flutnings leiði af sér áhættu gagn- vart heilsu manna og dýra. Það hafa ráðuneytið og Matvælastofnun verið að gera. Tryggingar vegna salmonellu Nú hefur Eftirlitsstofnun EFTA heimilað stjórnvöldum hér að krefj- ast svokallaðra viðbótartrygginga vegna salmonellu í kjúklingakjöti, eggjum og kalkúnakjöti, á sama hátt og verið hafa í gildi í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Það þýðir að innflytj- endur þurfa að framvísa sérstökum vottorðum um rannsóknir sem stað- festa að afurðin sé laus við salmon- ellu, áður en hún er flutt til landsins. Grundvöllur þessa eru strangar reglur um varnir gegn salmonellu hér á landi og tiltölulega fá tilvik. Þarf að leiða kröfu um þessar við- bótartryggingar í lög. Í svari ráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs kemur jafnframt fram að unnið hafi verið að aðgerð- um til að takmarka hættu vegna kampýlóbakter, sýklalyfjaónæmis og fleiri vandamála. Við þá vinnu hefur verið leitað til erlendra sér- fræðinga á sviði matvælaöryggis. Þá hafi fulltrúar stjórnvalda fundað með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Eftirlits- stofnunar EFTA um dóm EFTA- dómstólsins og áhrif hans hér á landi. Hugað að vörnum vegna kjötinnflutnings Reuters Framleiðsla Kjúklingar eru ræktaðir um allan heim, við mismunandi að- stæður. Íslandi er heimilt að auka kröfur til innflutnings frá EES-ríkjum. „Verið er að setja þrýsting á stjórnvöld að bregðast við dómnum með fullnægjandi hætti. Það er engin áhætta fólg- in í því fyrir fyrirtækin að flytja inn ferskt kjöt. Það leiðir sjálf- krafa til skaðabótaábyrgðar fyr- ir ríkið,“ segir Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóri SVÞ. Matvælastofnun hefur hafn- að einni umsókn um innflutning á fersku, lífrænt framleiddu nautakjöti, frá því dómur Hæstaréttar féll. Ríkislögmaður hafði engin andmæli uppi gegn stefnu viðkomandi fyrirtækis. Önnur sending er á leiðinni og er væntanleg eftir helgi. Andrés segir borðleggjandi að hún fái sömu afgreiðslu. „Mér finnst ákveðnir stjórnmálamenn tala með léttvægum hætti um þessa dómsniðurstöðu. Það hlýtur að vera alvarlegt fyrir stjórnvöld að vera dæmd fyrir brot á al- þjóðasamningum.“ Flytja inn ferskt kjöt ÞRÝSTINGUR FYRIRTÆKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.