Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 51
Sögur um mikilvægi umhyggjunnar Í sögu Tove Jansson um ósýni- lega barnið fær Múmínfjölskyldan gest í heimsókn, hana Ninný litlu. Ninný varð ósýnileg þar sem hún var svo hrædd við fyrrverandi um- sjónaraðila sinn sem kom mjög illa fram við hana. Hún þorir ekki að tala, leika sér eða hlæja. Einu hljóðin sem koma frá henni eru í bjöllu á hálsinum á henni. Múmínfjölskyldan býður stúlk- unni inn á heimilið sitt og hugsar vel um hana þannig að Ninný fer smám saman að fá sjálfstraustið til baka og verða meira og meira sýni- leg. Fljótlega sjá þau litlar tær birtast í stiganum og svo í kjölfarið fótleggina. Dagarnir líða og enn eru þau ekki farin að sjá andlit hennar. Múmínsnáðinn forvitni og hugul- sami reynir allt sem hann getur til að hjálpa Ninný. Hann hvetur hana áfram og reynir að kenna henni alla leiki sem hann kann. Smám saman fer litla andlitið hennar að birtast þegar hún fær hugrekki til að tjá tilfinningar sínar. Myndefnið í sögunni um Múmín- snáðann fjallar um Marsbúa sem er týndur. Múmínfjölskyldan heyrir viðvörun í útvarpinu um fljúgandi fyrirbæri sem nálgast jörðina og skyndilega lendir það í eldhúsgarði Múmínmömmu. Múmínsnáðinn ákveður að fela Marsbúann sem leitað er að, en meira að segja lög- reglan er farin að leita að honum. Í sögunni tala Marsbúinn og Múmín- snáðinsaman í gegnum einhvers konar galdrakassa. Ein evra af hverjum seldum bolla til Barnaheilla Framleiðandi Múmínborðbún- aðarins, Arabia, hefur ákveðið að ein evra af hverjum seldum Ninný- eða Múmínsnáða-bolla sem seldur verður árið 2019 muni renna til starfsemi Save the Children- samtakanna á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Herferðinni er ætlað að styðja við réttindi og velferð barna. Ninny er ein af þeim Múmín- persónum sem mest hefur verið óskað eftir að fái sína vörulínu. Sagan um barnið sem hefur verið misþyrmt á enn jafn vel við og er enn jafn áhrifamikil og þegar hún var skrifuð. Það er sérstök ástæða fyrir því að Ninný-línan var sett á markað í ár, en samningur Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barna verður 30 ára á árinu. Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein evra af hverjum seldum Ninný- eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla á Íslandi. Ninny verður hluti af Múmín borðbúnaðarlínunni 4. mars næstkomandi kemur á markað ný lína af Múmínborðbúnaði sem myndskreyttur er með sögunni um ósýnilega barnið Ninný annars vegar og Múmínsnáðanum hins vegar. Ninny kemur fram í smásögunni Ósýnilega barnið, sem er hluti af sögusafninu Sögur úr Múmíndal eftir Tove Jansson og var fyrst gefið út árið 1962. Myndefnið af Múmínsnáðanum er úr myndasögu sem kallast Múmínsnáðinn og Marsbúarnir og er frá árinu 1957. Vel heppnuð viðbót Nýjasta viðbótin við Múmínstellið er sér- lega vel heppnuð. Þögul fegurð Ninný litla hefur loksins fengið sitt pláss. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Uppskriftin dugar í 18 litlar krukkur eða færri stærri ílát. Botn 1 pk. Lu Bastogne Duo kex mulið 20 g brætt smjör Skyrkaka Ísey skyr með vanillubragði (stór dós) 500 ml rjómi 200 g hvítt súkkulaði Fræ úr einni vanillustöng Karamellubráð 20 stk. stórar og mjúkar rjómakara- mellur (t.d. frá Karamel Kompagniet) 5 msk. rjómi Karamellukurl Blandið saman kexi og smjöri og setjið góða teskeið í botninn á hverri krukku (meira ef notuð eru stærri ílát). Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins. Þeytið rjóma og leggið til hliðar. Þeytið skyrið og skafið úr vanillu- stönginni út í og blandið vel. Blandið því næst bræddu súkku- laðinu saman við og að lokum rjóm- anum með sleikju þar til vel blandað. Skiptið á milli ílátanna. Bræðið karamellur og rjóma sam- an við meðalháan hita þar til kara- mellurnar eru uppleystar. Leyfið að kólna örlítið en hellið þó yfir skyr- kökurnar áður en blandan verður of þykk. Skreytið með karamellukurli. Morgunblaðið/Berglind Hreiðarsdóttir Snjallt í veisluna Smáréttir sem þessir eru vinsælir í veislum og þá ekki síst fermingarveislum sem margir eru byrjaðir að undirbúa. Vanillu skyr- kökur með karamellubráð Matur SMARTLAND MÖRTUMARÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.