Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 16
Svefn er öllum nauðsynlegur. Ísvefni hvílist líkaminn ogendurnýjar sig. Taugakerfið
endurnærist og skorti fólk svefn
skerðist andleg geta þess. Í svefni
framleiðir líkaminn til dæmis
vaxtarhormón sem meðal annars
stýra vexti barna og unglinga og
hraðar endurnýjun fruma líkamans
hjá þeim sem eldri eru. Það má því
segja að góður nætursvefn stuðli að
hægari öldrun. Það að börn og ung-
menni fá ekki nægan svefn er mikið
áhyggjuefni.
Þörfin er einstaklingsbundin
Að sofa ekki nóg hefur marg-
vísleg áhrif á heilsuna. Fyrir utan
það augljósa að vera þreyttur og
eiga erfitt með að sinna daglegum
störfum hafa margir sjúkdómar
verið tengdir skertum svefni. Þeirra
á meðal eru sykursýki, hjarta- og
æðasjúkdómar, hár blóðþrýstingur,
Alzheimersjúkdómur og þunglyndi.
Þeim sem þreyttir eru er einnig
hættara en öðrum við að lenda í
slysum.
Svefnþörf manna er einstaklings-
bundin. Það hvort fólk vaknar út-
hvílt að morgni er besti mælikvarð-
inn á það hvort það hefur sofið nóg.
Taflan hér að neðan sýnir hvað
mælt er með miklum svefni eftir
aldri.
Gefðu þér tíma til að sofa
Fyrir marga er of stuttur svefn
það sem veldur þreytu og vanlíðan
yfir daginn. Þá þarf ef til vill að
skoða svefnmynstrið og gefa sér
tíma til að hvílast. Óreglulegur
svefn er ekki eins endurnærandi og
góður reglulegur nætursvefn. Það
er mikill heilsufarsávinningur fólg-
inn í því að gefa sér þann tíma sem
þarf til að sofa.
Einföld ráð sem stuðla að bættum
svefni
Rétt er að leita til heilsugæsl-
unnar ef svefntruflanir eru lang-
vinnar eða leiða til verulegrar
dagsyfju og þreytu. Hér að neðan
eru nokkur einföld ráð sem geta
komið að góðum notum við að
bæta svefninn.
Mikilvægast er að fara á fætur á
sama tíma á hverjum morgni.
Forðastu að leggja þig á daginn
og farðu í háttinn á sama tíma öll
kvöld.
Ef þú getur ekki sofnað, farðu
Margrét Héðinsdóttir og
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins
fram úr og gerðu eitthvað ann-
að, til dæmis lestu í góðri bók,
hlustaðu á rólega tónlist.
Leggðu þig aftur þegar þig syfj-
ar á ný.
Dagleg líkamleg áreynsla leiðir
til dýpri svefns, en óreglulegar
æfingar einkum seint á kvöldin
hafa engin eða slæm áhrif á
svefninn nóttina eftir.
Rólegheit að kveldi auðvelda þér
að sofna. Forðastu mikla lík-
amlega áreynslu og hugar-
æsingu. Betra er að hafa daufa
lýsingu í kringum sig á kvöldin.
Kaffi truflar svefn og rétt er að
neyta þess í hófi og aldrei eftir
kvöldmat. Sama máli gegnir um
aðra drykki sem innihalda kof-
fein, til dæmis te, gosdrykki og
orkudrykki.
Forðast ber neyslu áfengra
drykkja. Alkóhól truflar svefn.
Létt máltíð fyrir svefninn
hjálpar mörgum að sofna, til
dæmis flóuð mjólk og brauðsneið.
Birtan af tölvu- eða sjónvarps-
skjá getur truflað undirbúning
svefnsins. Því er best að nota
ekki þessi tæki síðasta klukku-
tímann fyrir svefn.
Heitt bað stuttu fyrir háttinn get-
ur auðveldað sumum að sofna.
Hafðu hitastig í svefnherberginu
hæfilega svalt. Sofðu við opinn
glugga og hafðu dimmt í her-
berginu meðan þú sefur. Athug-
aðu að rúmið þitt sé þægilegt.
Forðastu að horfa á sjónvarpið úr
rúminu. Reyndu að draga úr há-
vaða í kringum þig.
Inni á heilsuvera.is má finna ítar-
legra efni um svefn, svefnvanda-
mál og hvíld.
Svefn „Sofðu litla barnið mitt og láttu vel þig dreyma. / Þá líður hugur þinn
um undraheima,“ er sungið í lagi.
Heilsuráð
Líkaminn hvílist og
taugar endurnærast
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins
Áætluð svefnþörf
Aldur klukkustundir
65 ára og eldri 7-8
18-65 ára 7-9
14-17 ára 8-10
6-13 ára 9-11
3-5 ára 10-13
1-2 ára 11-14
4-11 mánaða 12-15
0-3 mánaða 14-17
Z Z
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
KJARAKAUP 5.490.000 kr.
Skoda Kodiaq Ambition 1.4 TSI DSG / 4x4 / Dráttarbeisli
Fullt verð: 5.950.000 kr.
460.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 4.490.000 kr.
Mitsubishi Outlander PHEV Invite / 4x4 / Rafm./Bensín / Sjálfskiptur
Fullt verð: 4.690.000 kr.
200.000 kr.
Afsláttur
Skoðaðu úrvalið af bílum á www.hekla.is/kjarakaup. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
2 ára
þjónustu-
skoðun
fylgir með!
Dráttarbeisli
fylgir með!
KJARAKAUP
Byrjaðu árið á nýjum bíl!
Nú færð þú frábær kjör á nýjum bílum hjá HEKLU. Nýttu þér
QR kóðann og smelltu þér beint á bílinn. Þú getur líka séð
úrvalið og valið þann sem þér líst best á, í sýningarsal okkar
á netinu www.hekla.is/kjarakaup
Smelltu þér beint á bílinn. Smelltu þér beint á bílinn.
Í YFIRRÉTTI ( E. HIGH COURT OF JUSTICE)
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT)
VARÐANDI MARKEL INTERNATIONAL INSURANCE COMPANY LIMITED
- og -
VARÐANDI MARKEL INSURANCE SOCIETAS EUROPAEA
- og -
VARÐANDI LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
(E. THE FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000)
Hérmeð tilkynnist að hinn 17. desember 2018 lögðuMarkel International Insurance Company Limited („framseljandi“) ogMarkel
Insurance Societas Europaea („framsalshafi“) fram beiðni skv. 107. gr. breskra laga um ármálaþjónustu og -markaði frá árinu
2000 (e. Financial Services andMarkets Act 2000) („lögin“) hjá yfirréttinum High Court of Justice, fyrirtækja- og eignadómstólum
(e. Business and Property Courts) Englands ogWales, fyrirtækjadómstólnum (e. Companies Court (ChD)) í London, um úrskurð:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun („áætlunin“) um framsal til framsalshafa á:
(a) öllum vátryggingum (að undanskildum endurtryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd
framseljanda gegnum útibú hans í Þýskalandi, Hollandi og á Spáni;
(b) tilteknum almennum vátryggingum (að undanskildum endurtryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af
eða fyrir hönd framseljanda gegnum útbú hans á Írlandi, aðeins að því marki sem slíkar vátryggingar varða í heild eða að
hluta áhættu sem er staðsett innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES-ríki“) (öðru en Bretlandi); og
(c) tilteknum almennum vátryggingum (að undanskildum endurtryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða
fyrir hönd framseljanda á grundvelli þjónustufrelsis eða með öðrum hætti gegnum höfuðstöðvar hans í Bretlandi, aðeins
að því marki sem slíkar vátryggingar varða í heild eða að hluta áhættu sem er staðsett í EES-ríki (öðru en Bretlandi); og
(2) semmælir fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum.
Eintak af skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem var samin í samræmi við 109. gr. laganna af óháðum sérfræðingi, („skýrslan
um áætlunina“), yfirlýsing sem greinir frá skilmálum áætlunarinnar og hefur að geyma samantekt á skýrslunni um áætlunina
og áætlunarskjalið eru fáanleg endurgjaldslaust með því að hafa samband við framsalshafann og framseljandann gegnum
neðangreind símanúmer eða heimilisföng. Þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þ.á.m. sýnishorn af samskiptum við vátryggingartaka,
eru einnig fáanleg á vefsíðunni www.markelinternational.com/brexit. Þessi vefsíða verður uppfærð ef einhverjar mikilvægar
breytingar verða á fyrirhuguðu framsali.
Vakni spurningar í tengslum við fyrirhugaða áætlun skal beina þeim til framseljandans og framsalshafans annaðhvort símleiðis
gegnum neðangreind gjaldfrjáls símanúmer eða skriflega gegnum neðangreind póst- og netföng:
Símanúmer:
(1) Þýskaland – +49 89 89 08 316 – 50 (opið 09:00-17:00 á virkum dögum);
(2) Holland – +31 10 798 1000 (opið 08:30-17:00 á virkum dögum);
(3) Spánn – +34 91 788 6150 (opið 09:00-18:00 á mánudögum-fimmtudögum og 09:00-15:00 á föstudögum); og
(4) Bretland og Írland – +44 345 351 2600 (opið 08:00-18:00 á virkum dögum).
Almennir frídagar eru undanskildir ofangreindumafgreiðslutíma. Þeir sem hringja utan ofangreinds tíma geta skilið eftir skilaboð
og beðið um að hringt sé í þá.
Póstföng:
(1) Þýskaland – Markel Insurance, Sophienstrasse 26, 80333 München;
(2) Holland – Markel,Westerlaan 18, 3016 CK Rotterdam;
(3) Spánn –Markel Insurance, Plaza Pablo Ruiz Picasso, No 1 Planta 35, Edificio Torre Picasso, 28020 Madrid; og
(4) Bretland og Írland – Markel, 20 Fenchurch Street, London, EC3M 3AZ.
Netföng:
(1) Þýskaland – brexit@markel.de;
(2) Holland – brexitnetherlands@markelintl.com;
(3) Spánn –Markel.Espana@markelintl.es; og
(4) Bretland og Írland – brexit@markelintl.com
Ef þú ertmeð vátryggingu hjá framseljandanumog/eða framsalshafanum, vinsamlegast tilgreindu þá tryggingarnúmerið í öllum
samskiptum. Þetta númer er að finna í vátryggingarskjölunum og tengdum bréfaskiptum.
Beiðnin verður tekin fyrir íHigh Court of Justice of England andWales, 7 Rolls Building, Fetter Lane, London, EC4A 1NL,
Bretlandi, hinn 28. mars 2019. Hverjum þeim sem telur að framkvæmd áætlunarinnar myndi hafa neikvæð áhrif á sig eða
hyggst hreyfa andmælum við henni er heimilt að vera viðstaddur dómþingið í eigin persónu eða gegnum fyrirsvarsmann. Þess er
farið á leit að hver sá sem hyggst gera það tilkynni það til framseljandans eða framsalshafans gegnum ofangreint heimilisfang,
skriflega og svo fljótt sem auðið er, helst fyrir 21. mars 2019, og tilgreini eðli andmæla sinna. Þetta mun gera framseljandanum
og framsalshafanum kleift að tilkynna hvers kyns breytingar í tengslum við dómþingið og, þegar unnt er, ráða bót á vandamálum
sem tilkynnt er um fyrir dómþingið.
Hver sá sem andmælir áætluninni, eða telur að hann kunni að verða fyrir neikvæðum áhrifum af henni, en hyggst ekki mæta á
dómþingið, getur komið sjónarmiðum sínumumáætlunina á framfærimeð skriflegri tilkynningu þar að lútandi til framseljandans
og framsalshafans gegnum ofangreint heimilisfang eða með því að hringja í ofangreind símanúmer, í hverju tilviki eins fljótt og
auðið er og helst fyrir 21. mars 2019.
Framseljandinn og framsalshafinnmunu gera breska ármálaeftirlitinu (e. Financial Conduct Authority og Prudential Regulation
Authority) viðvart um öll andmæli sem berast fyrir dómþingið, óháð því hvort aðilinn sem hreyfir andmælunum hyggst vera
viðstaddur það.
24. janúar 2019
Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, Bretlandi
Lögmenn framseljanda og framsalshafa.
Minjastofnun hefur gert tillögu að
friðlýsingu alls búsetulandslags
Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað
hefur verið eftir að Gjáin og fleiri
náttúruminjar í dalnum verði frið-
lýstar. Gangi áform Minjastofnunar
eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæð-
ið sem fær heildstæða friðlýsingu, en
slíkur stimpill hefur til þessa fremur
gilt um staka staði.
Í rökstuðningi Minjastofnunar
kemur fram að Þjórsárdalur hafi sér-
stöðu vegna þeirra fornu minja sem
varðveist hafa í dalnum. Þegar eru
friðlýstar rústir alls 22ja bæja sem
fóru í eyði á ýmsum tímum, meðal
annars vegna Heklugosa. Afdrifarík-
ast þar var gosið árið 1104.
Á svæðinu sem Minjastofnun legg-
ur til að verði skilgreint búsetulands-
lag er leitast við að tengja saman
leifar eftir járnvinnslu, kumlasvæði,
sel, beitarhús, réttir, garðlög, leiðir
og vörður.
„Allt er þetta vitnisburður um bú-
skaparhætti í Þjórsárdal á fyrri öld-
um og fá fornleifarnar þannig meira
vægi sem hluti heildar en sem stakar
minjar slitnar úr samhengi við um-
hverfi sitt,“ segir í rökstuðningi
Minjastofnunar. Þar er tiltekið að dal-
urinn sé í raun einstaka minjaheild,
lítt snortin af síðari tíma fram-
kvæmdum. Þá hafi Þjórsárdalur ótví-
rætt rannsóknargildi fyrir fræðimenn
sem hafi gert fjölmargrar fornleifa-
rannsóknir allt frá miðri 19. öld.
sbs@mbl.is
Minjastofnun vill heildstæða friðlýsingu Þjórsárdals
Rústir 22ja bæja eru í dalnum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjórsárdalur Stöng þar sem skáli
stendur yfir rústum bæjarrústa.