Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Forystumenn SA Halldór Benjamín Þorbergsson og Eyjólfur Árni Rafnsson mæta til fundar í gær. Reikna má með að í næstu viku komist meiri skriður á kjaraviðræður Sam- taka atvinnulífsins og verkalýðsfélag- anna fjögurra sem vísuðu yfirstand- andi deilu til Ríkissáttasemjara. Ákveðið var á sáttafundi í gær að fast- setja þrjá fundi í næstu viku; á mánu- dag, miðvikudag og föstudag. Fulltrú- ar SA og VR, Eflingar, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur funduðu í um klukku- stund í gær og sagðist Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, eftir fundinn reikna með að næsta vika gæti reynst drjúg. Þar yrði reynt að þoka ýmsum málum áfram og svo tækju menn stöðuna í lok vikunnar. SA átti einnig samningafundi með samninganefnd Starfsgreina- sambandsins í gær og verður þeim viðræðum haldið áfram í dag og á morgun. Þá munu SA einnig funda með iðnaðarmannafélögunum á föstu- daginn og Landssambandi íslenskra verslunarmanna. omfr@mbl.is Næsta vika gæti reynst drjúg  Stíf fundahöld 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ENNMEIRI VERÐ- LÆKKUN Á ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Enginn fjöldaflótti úr VR  Formaður VR segir FLM varla stéttarfélag  KVH sé farþegi í kjaraviðræðum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Tilefnið er viðtöl í Morgunblaðinu við Gunnar Pál Pálsson, formann Félags lykilmanna (FLM), og Birgi Guðjónsson, formann Kjarafélags við- skipta og hagfræðinga (BHM-félag). Segjast þeir hafa skráð fv. félaga í VR að undanförnu. „Þeir eru að vekja athygli á sínum félagsskap og eru að auglýsa grimmt, sérstaklega Félag lykil- manna. Það er með áberandi auglýsingar á Face- book. Þessi afstaða kemur mér ekki á óvart. Tölurnar okkar hjá VR segja hins vegar allt aðra sögu. Félagsmönnum VR hefur enda stöðugt fjölgað síðustu ár. Þeir voru um 30 þúsund í árslok 2014 en rúmlega 35.500 um síðustu áramót.“ Áður titringur fyrir kjarasamninga Ragnar Þór rifjar upp að í aðdraganda kjara- samninga hafi jafnan verið titringur í kringum stéttarfélögin, til dæmis þegar VR kaus um að fara í allsherjarverkfall 2015. Þá hafi birst fréttir um mikinn flótta frá félaginu. Það hafi mjög verið orðum aukið. Samþykkt hafi verið að fara í alls- herjarverkfall en félagsmönnum fjölgaði um 2,5%. Hann segir að gera þurfi greinarmun á félögum, vart sé hægt að flokka FLM sem stéttarfélag. „Réttara er að tala um tryggingafélag. Það inn- heimtir örlítið iðgjald til að fá sjúkrasjóðsfram- lagið, sem er síðan áframselt til Sjóvár. Umsækj- endur þurfa að veita aðgang að upplýsingum um heilsufar til að verða samþykktir. Það á ekki við um stéttarfélögin. Þótt FLM séu komið með einn kjarasamning get ég ekki séð að hægt sé að flokka það sem stéttarfélag,“ segir Ragnar Þór. Það sé sameiginlegt með FLM og KVH að bæði félög séu farþegar í kjaraviðræðum. Þau eigni sér bráð sem af öðrum sé felld í baráttunni. „Ef fólk vill ekki taka þátt í að baka brauðið og berjast fyrir betri lífskjörum, ekki aðeins fyrir sig sjálft heldur líka afkomendur okkar, og hefur ekki meiri stéttarvitund en þetta, og telur hag sínum betur borgið í að láta aðra draga vagninn, þá er það afstaða út af fyrir sig. Það þarf einhver að taka að sér að draga vagninn fyrir verkalýðshreyfing- una, stíga fram og berjast fyrir betri lífskjörum og réttlátara samfélagi. Það er allra hagur. Ég hef ekki séð KVH í forystu við að bæta kjör þessara hópa. Forysta KVH hefur verið meiri farþegi en hitt í baráttunni fyrir bættum kjörum fólks. “ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sjálfstæðismenn munu bera upp til- lögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Segir í tillögunni að lagt verði upp með að nægt rými verði fyrir stofn- anir og fyrirtæki, svo sem framtíðar- uppbyggingu sjúkrahúss, og að enn fremur verði áhersla á að skipu- leggja hagstætt húsnæði, sem sár- lega vanti í borginni. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir flokkinn hafa áður talað fyrir því að Keldnalandið yrði nýtt, meðal annars í kosninga- baráttunni. „Við sögðum þá að það gæti verið lausn fyrir stofnanir eins og til dæmis framtíðarsjúkrahús og aðrar slíkar, sem gæti aftur létt á umferðarþunganum,“ segir Eyþór og bendir á að tvennt hafi komið upp í umræðunni nýlega sem geri tillög- una sérstaklega tímabæra nú. „Annars vegar kemur þessi átaks- hópur um aðgerðir í húsnæðismálum sem bendir sérstaklega á Keldna- landið og segir að leggja eigi sér- staka áherslu á það, og svo er þessi könnun meðal lækna, þar sem kom í ljós að 60% lækna vildu staðarvals- greiningu fyrir nýtt sjúkrahús.“ Tillagan geti því slegið tvær ef ekki þrjár flugur í einu höggi. „Þetta er bæði lausn í húsnæðismálum og aðstöðu framtíðarsjúkrahúss og þess vegna er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Eyþór að lokum. Vilja að borgin semji við ríkið um Keldnalandið  Tillaga sjálfstæðismanna lögð fram í borgarráði í dag Morgunblaðið/Ómar Keldnaholt Sjálfstæðismenn vilja hefja uppbyggingu í Keldnalandi. Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar og nefndarmanni í um- hverfis- og samgöngunefnd, meðan á fundi nefndarinnar stóð 1. júní sl. „Fórum á Klaustur,“ var yfirskrift tölvupóstsins. Karl Gauti segir þetta sýna að það sé ekki einsdæmi að þingmenn fái sér bjór á vinnutíma. Þrjár þingkon- ur stjórnarandstöðunnar viku af fundi rúmum tveimur tímum áður en fundi var slitið. Skömmu síðar sendi einn þremenninganna, Helga Vala, póst þar sem stendur m.a. að það sé lokkandi sól í garðinum og bjór á krana. Nánar á mbl.is. „Fórum á Klaustur“ Gangandi vegfarandi í Skerjafirði varð að víkja úr vegi í gær þegar snjóruðningstæki átti þar leið um. Í leiðinni var stígurinn sandborinn, allt fyrir öryggi vegfarenda. Stjórnendur snjóruðn- ingstækja á höfuðborgarsvæðinu hafa haft í nægu að snúast eftir snjókomu síðustu daga. Vissara að verða ekki á vegi vinnuvélanna Morgunblaðið/Eggert Snjóruðningstæki í önnum við að hreinsa götur og göngustíga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.