Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara (FEB), setur spurningarmerki við tillögur átaks- hóps um aukið framboð á íbúðum. Þá nánar tiltekið um hvort þær muni breyta miklu fyrir húsnæðisvanda eldra fólks. Samhliða vinnu átaks- hóps stjórnvalda hafi ráðherra þrengt að framlögum til húsnæðis eldri borgara. „Það er nokkuð sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að á sama tíma og nefndin er að vinna að tillögunum skuli ráðherra málaflokksins setja fram reglugerð í desember þar sem ákveðinn hópur er sérstaklega tekinn fram fyrir við úthlutun stofnstyrkja,“ segir Gísli um stöðuna. „Miðað við loforð ríkisstjórna undanfarin ár um aðgerðir til að bæta hag eldri borgara þar sem fjár- magn hefur ekki fylgt þá ber ég ekki mikið traust til tillagna þar sem fjár- magn fylgir ekki,“ segir Gísli. Hann tekur þó fram að margar af 40 tillögum átakshópsins séu fagn- aðarefni. T.d. áhersla á óhagnaðar- drifin leigufélög. Brýnt sé að lækka fjármagnskostnað. Mun takmarka framlögin Sverrir Hermann Pálmarsson, ráðgjafi FEB í húsnæðismálum, tekur undir að breytingin á reglu- gerðinni geti reynst afdrifarík. Breytingin muni þannig takmarka framlög til uppbyggingar húsnæðis fyrir eldri borgara og námsmenn. Það kunni aftur að hægja á uppbygg- ingu húsnæðis fyrir þessa hópa. Nán- ar tiltekið vísar Sverrir Hermann til reglugerðar um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignar- stofnanir og almennar íbúðir, númer 555/2016. Umrædd breyting var samþykkt 5. desember sl. Með henni kemur við- bót við eftirfarandi málsgrein: „Við afgreiðslu umsókna skal Íbúðalána- sjóður miða við að a.m.k. fjórðungur þess fjármagns sem er til úthlutunar hverju sinni renni til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga. Þó má víkja frá ákvæð- um málsgreinar þessarar ef hlutfall umsókna um slíkar íbúðir er lægra.“ Viðbótin er svohljóðandi: „Þá skulu a.m.k. tveir þriðju hlutar fjár- magnsins renna til íbúða sem ætl- aðar eru tekju- og eignalágum leigjendum á vinnumarkaði.“ Stofnframlögin eiga að stuðla að auknu framboði á hagkvæmu hús- næði fyrir ýmsa hópa. Sverrir Her- mann telur þessa viðbót takmarka aðgang eldri borgara, fatlaðra, ör- yrkja og allra sem ekki eru á vinnu- markaði að þessum sameiginlegu sjóðum. Það bitni aftur á félögum á borð við FEB, Brynju og Félags- stofnun stúdenta. „Samkvæmt reglugerðinni voru 25% af sjóðnum eyrnamerkt sveitar- félögunum en félög allra þessara hópa gátu sótt um afganginn. Með breytingunni 5. desember hefur ráð- herrann breytt reglugerðinni á þann veg að nú renna 2/3 hlutar fjár- magnsins til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalágum og leigjendum á vinnumarkaði. Ellilífeyrisþegar, ör- yrkjar, fatlaðir og til dæmis Kvenna- athvarfið eiga þá aðeins rétt á að sækja um sem svarar 25% pottsins. Félög á borð við Leigufélag aldraðra hverra skjólstæðingar eru ekki á vinnumarkaði geta aðeins vænst 25% af heildarpottinum í sinn hlut,“ segir hann. Dugar ekki til Sverrir rifjar upp að í fyrra hafi milljarði verið úthlutað til stofn- framlaga og svo 700 milljónum til við- bótar með aukafjárlögum. Með ofan- greindum breytingum þýði það að fjórðungur, eða 425 milljónir af 1.700, muni renna til verkefna fyrir fólk sem ekki er á vinnumarkaði. Það sé hvergi nógu mikið. Til að setja 425 milljónir í samhengi er stofn- framlagsumsókn vegna fyrir- hugaðrar uppbyggingar FEB við Stýrimannaskólann um 300 milljónir. Þar eiga að rísa 52 íbúðir. Loks sé sú krafa í lögunum íþyngj- andi að leggja beri 2% af fasteigna- mati til hliðar fyrir viðhaldssjóð. „Við erum með vilyrði fyrir lóð við Stýrimannaskólann. Fasteignamatið er þar töluvert hærra en byggingar- kostnaður sem aftur þýðir að 2% krafan leiðir til þess að leigan verður hærri en 25% af tekjum þeirra sem falla undir hámarkstekjuviðmið reglugerðar. Leigan verður því um 30 þúsund krónum hærri á mánuði en ella í tilviki Leigufélags aldraðra og verður hátt í 30% af tekju- viðmiðum reglugerðar. Við höfum kvartað undan þessu við ráðherrann [Ásmund Einar Daða- son, félags- og jafnréttismála- ráðherra] og bent á að réttara sé að miða við byggingarkostnað en fast- eignamatið. Þessu getur verið öfugt farið á landsbyggðinni. Fasteigna- matið getur þar verið helmingi lægra en byggingarkostnaður. Þá verður framlagið ekki nóg í viðhaldssjóðinn. Þetta er galli á kerfinu sem hefur áhrif á leiguverðið hjá þessum fé- lögum.“ Skerðir framlög til eldri borgara  Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara (FEB) gagnrýnir breytingu á reglugerð um stofnframlög  Minna fé sé eyrnamerkt húsnæðismálum eldra fólks  Margar tillögur átakshóps séu þó til bóta Morgunblaðið/Eggert Hlíðarendi Tillögur átakshóps eiga að stuðla að fjölgun íbúða. Horft er til tekjulægri hópa í þjóðfélaginu. Björn Arnar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Brynju – Hússjóðs ÖBÍ, segir tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum geta bætt úr hús- næðisskorti öryrkja ef „það verður einhver vilji til aðgerða varðandi lækkun vaxta og stofnframlög“. „Það hefur verið mjög lítill áhugi hjá sveitarfélögunum á að koma með stofnframlög. Kerfið hefur ver- ið þungt í vöfum,“ segir Björn Arnar. Hann segir aðspurður að svo virð- ist sem hver bendi á annan varðandi stofnframlögin. „Sveitarfélögin telja að það sé ekkert vandamál hjá sér. Á höfuðborgarsvæðinu hefur t.d. lítið komið frá Garða- bæ, Kópavogi og Hafnarfirði varðandi stofnframlög.“ Björn Arnar segir það eiga eftir að skýrast hvernig sveitarfélögin muni koma að þessum málum. „Ég hef talið að þetta ætti að vera mat óháðs aðila og að sveitarfélögin væru þá skyldug til að koma með stofn- framlag ef talin er þörf á félagslegu leiguhúsnæði í við- komandi sveitarfélagi,“ segir Björn Arnar. Hann segir að- spurður að breyting á reglugerð um stofnframlög styrki ekki stöðu öryrkja í þessu efni. „Við sóttum um í lok október og þeir eru enn að fara yfir umsóknir hjá Íbúðalánasjóði. Það hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir aftur. Þetta er auðvitað mjög þung- lamalegt krefi. Manni hefur fundist stór hluti af þessum stofnframlögum hafa farið til ASÍ,“ segir hann. Áfram verði slæmt ástand í húsnæðismálum öryrkja. „Við erum ekki að fá nema 1,75% af öllum stofn- framlögum. Höfum fengið 25 stofnframlög af þessum 1.425 sem hefur verið úthlutað frá 2017.“ Meðal verkefna Brynju er bygging 42 íbúða á I-reit á Kirkjusandi. Brynja mun selja 15 íbúðanna á almennum markaði. Stefna félagsins er að kaupa íbúðir í almennum fjölbýlishúsum til að stuðla að fjölbreytileika. Björn segir að með meiri stofnframlögum myndi félagið kaupa fleiri íbúðir en í fyrra hafi engar íbúðir verið keyptar þar sem engin stofnframlög voru veitt af ríki og sveitarfélögum. Brynja hefur hætt að skrá nöfn á biðlista vegna lítilla fjármuna. Um 600 manns bíða nú á listanum. Öryrkjar þurfa tryggingu fyrir framlögum BRYNJA GAT EKKI KEYPT NEINA ÍBÚÐ Í FYRRA VEGNA FJÁRSKORTS Björn Arnar Magnússon Rebekka Sigurðar- dóttir, upp- lýsinga- fulltrúi Félags- stofnunar stúdenta (FS), segir FS lítast vel á tillögur átakshóps- ins um fjölgun íbúða. „Við teljum þær vel unnar og taka á mörgum þáttum í þessu mikla hagsmunamáli tekju- lægstu hópa samfélagsins, þ. á m. stúdenta. Við bindum vonir við að þær leiði af sér að fram- boð á smáu og hagkvæmu hús- næði aukist. Hvað varðar Félagsstofnun stúdenta höfum við yfir að ráða öflugu og sjálf- bæru húsnæðislíkani, sem hef- ur reynst vel, og gætum fjár- magnað frekari uppbyggingu utan stofnstyrkjakerfisins. Þar er gríðarleg umfram- eftirspurn eftir fjármagni. Vonir okkar stóðu til að fram kæmi tillaga um annan valkost lang- tímafjármögnunar á félagslegu húsnæði, sem við höfum í tals- verðan tíma vakið athygli á að þyrfti að vera til staðar. Ein til- laga átakshópsins er að lækka fjarmagnskostnað til óhagnað- ardrifinna félaga. Við eigum eft- ir að sjá hvernig útfærslan verð- ur á því.“ segir hún. Gríðarleg umframeftirspurn sé eftir íbúð- um á stúdentagörðum. Tryggja þarf fjármögnun FS FAGNAR TILLÖGUM Rebekka Sigurðardóttir k 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON janúar dagar l S FYRIR HEImIlIN Í laNDINU ry sugur kaup!ágmúla 8 ÍmI 530 28 a Pottar og pö 30% afsláttur 15% afsláttur örbylgjuofnar Netvers 20% fsláttur Gerið góðLOK Adag ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.