Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Meirihluti manna sér nú loks í gegnum blekkingarvef þeirra íhalds- og sérhags- munaafla sem halda því fram að krónan sé fín – að hún hafi komið okk- ur út úr hruninu – þó að þeir viti fullvel að það var krónan sem kom okkur í það. Nýjasta dæmið um vandræðin sem krónan veldur er hörð tilvistarbarátta WOW en þegar það blessaða félag fór í sitt fyrsta flug, í maí 2012, fékk það 162 krónur fyrir evru – ef seldir voru farmiðar fyrir 1.000 evrur, fengu WOW-menn 162.000 krónur – en í júní í fyrra var svo komið að WOW fékk ekki nema 110.000 krónur fyrir 1.000 evra far- miðana. Í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru en smám saman skilja æ fleiri hvílíkt svikatól krónan er. Eftir hrun krónunnar 2008 og þær hörmungar sem það olli samþykkti Alþingi 2009 að við skyldum sækja um aðild að ESB, bæði til að við gæt- um fengið evruna og eins farið að hafa áhrif í Evrópu en í gegnum EES-samninginn og Schengen- samkomulagið erum við 80-90% í ESB en án evru og nokkurra áhrifa. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur hóf samninga við ESB sum- arið 2010. En til allrar ógæfu náðu íhalds- og popúlistaöfl landsins meiri- hluta aftur 2013 undir stjórn Sigmundar Dav- íðs og hans manna. Einn þeirra var Gunnar Bragi sem nokkuð hef- ur verið í fréttum, þó ekki beint fyrir mikla eða góða dómgreind en Sigmundur Davíð gerði hann að utanríkis- ráðherra. Góður leikur það! Þessi – nú í síðasta ljósi nokkuð vafasami mannskapur – reyndi að fá Alþingi til að samþykkja að ESB-aðildarumsóknin skyldi dregin til baka en ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi. Ritaði þá téður Gunnar Bragi bréf til forsvarsmanna ESB hinn 12. marz 2015 – eitthvert það loðnasta og óljósasta bréf sem undir- ritaður hefur séð – og átti tilgangur þess að vera að slíta aðildarvið- ræðum. En hvernig máttu þessir menn gera slíkt gegn vilja Alþingis!? Var þar líka á ferð dómgreindarskortur? Líklegt er að enginn formlegur eða lagalegur grundvöllur hafi verið eða sé fyrir þessum furðuskrifum. Það er undarlegt að ekkert skuli hafa gerzt í ESB- og evrumálum síð- an þá. Sérstaklega með tilliti til þess að meirihluti landsmanna vill evruna. Ég vildi því reyna að kanna málið á réttum stöðum. Íhaldsmenn tala oft um skrif- stofubáknið í Brussel og búrókratana þar. Á þetta bákn allt að vera ómögu- legt og standa kolfast. Þetta, eins og margt annað hjá popúlistunum, reyndist rangt. Seint í október hafði ég samband við sendiherra ESB á Ís- landi, frjálslegan og vingjarnlegan mann, og kom hann á fundi með fulltrúum fjögra deilda ESB – þriggja á efnahags- og evrusviði og eins á stækkunarsviði – fyrir mig. Hitti ég þetta ágæta fólk í höfuð- stöðvum ESB 20. nóvember sl. Ekki kom þetta fólk úr sendi- sveinaliði ESB og er mér til efs að aðrar alþjóðlegar valdastofnanir hefðu sýnt slíkan sveigjanleika og slíka velvild gagnvart einstaklingi en auðvitað beindist hún fyrst og fremst að Íslandi og Íslendingum. Evrumál í Svartfjallalandi, Kó- sóvó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó voru rædd í þaula og kom í ljós að þessi sex ríki höfðu fengið evruna á sögulegum grunni: Svartfjallaland og Kósóvó höfðu haft þýzka markið fyrir, Vatíkanið hafði líru og smáríkin hin franska frank- ann. Ríkin sex fengu því evruna, þeg- ar Þýzkaland, Ítalía og Frakkland tóku upp evruna. Engin leið að upptöku evru á Ís- landi án fullrar aðildar fannst því við fyrstu sýn. Ég spurði því um styztu leið í evru ef Íslendingar myndu ljúka inngönguviðræðum. Kom þá svar og leið sem ég hafði ekki áttað mig á: Eftir inngöngu myndi taka þrjú ár að fá evru en eftir eitt ár mætti tengja krónuna við evru með ERM2-mekanismanum sem myndi tryggja gengi krónunnar á þann hátt að hún gæti ekki sveiflast nema um 2,25%. Þetta er einmitt sú leið sem Danir fóru en danska króna nýtur með ERM2-mekanismanum fulls styrks evru og njóta Danir lágvaxta evr- unnar án þess að hafa tekið hana upp. Margir telja að innganga í ESB og upptaka evru sé alltof langt ferli. 5-10 ár. Mitt mat er ef þeir sem nú vilja evru, meirihluti landsmanna, eru reiðubúnir til að taka skrefið til fulls með fullri inngöngu úr 80-90% í 100%, þá gæti krónan verið komin með styrk evru, í gegnum ERM2 á þremur árum frá framhaldi aðildar- viðræðna. Full innganga þýddi að semja yrði um landbúnaðarmál og sjávarútvegs- mál. Malta, sem var í svipuðum spor- um og við – var mjög háð fiskveiðum sínum – hélt fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni við inngöngu og ESB tók tillit til sérstöðu landbún- aðar í Finnlandi og Svíþjóð, vegna „norrænnar legu“, við inngöngu þeirra. Má reikna með sama sveigjanleika fyrir okkur. Og, ef af inngöngu yrði, fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og sex þingmenn á Evrópuþingið; við gætum loks látið rödd okkar heyrast í Evrópu, á réttan hátt og á réttum stöðum. Eftir Ole Anton Bieltvedt »Ef meirihluti lands- manna er reiðubú- inn að taka skrefið til fulls, úr 80-90% í 100%, gæti krónan verið kom- in með styrk evru á þremur árum. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Popúlistar á Íslandi og búrókratar í Brussel HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ Fréttir dynja á okkur allan liðlangan daginn og við höfum ekki undan að melta og vinsa það bitastæða úr. Meginland Evrópu verður oft út- undan og við fregnum oft lítið til þessara nágranna okkar sem eru þó þær þjóðir sem við erum skyldastir og eigum mest samleið með. Hins vegar fréttum við stundum furðulegustu hluti um lönd sem við þekkjum lítið til. Sem dæmi má nefna Austur-Kongó þar sem for- setakosningar fóru fram fyrir stuttu. Við fylgdumst með þegar kosning- unum var frestað. Síðan þegar dag- setning var ákveðin og nöfn helstu frambjóðenda. Þá kom dagurinn og kjörstaðir voru opnaðir. Síðan var þeim lokað um kvöldið og úrslitanna beðið. Sérfræðingar komu með sitt álit og frambjóðanda Kabila var spáð sigri og Ramazani kom sterkur inn. Svo fór þó að Tshiskedi var með pálmann í höndum tveim. Þá var mörgum létt, þó að illar tungur segðu að þetta væri möndl og þeir ætluðu að stjórna saman gamli Ka- bila og hann Tshiskedi. Þá vitum við það. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Efst á baugi Hvað er að gerast í Kongó? Langt seilst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.