Morgunblaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Hálsmen
10.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
9.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Eyrnalokkar
5.500,-
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Orkusalan, dótturfélag RARIK,
vinnur að rannsóknum vegna
áforma um Tungudalsvirkjun í
Fljótum í Skagafirði en Orkustofn-
un (OS) gaf út rannsóknarleyfi á
síðasta ári. Áformin hafa mætt and-
stöðu meðal Fljótamanna, sem
minnast þess þegar nánast heilli
sveit í Stífludal var sökkt vegna
Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70
árum. Til varð miðlunarlón sem
fékk heitið Stífluvatn. Óttast heima-
menn að unnin verði óafturkræf
spjöll á náttúrunni.
Tungudalur liggur að Stífluvatni
og hyggst Orkusalan kanna fýsi-
leika þess að virkja Tungudalsá.
Efst í þeim dal er Tungudalsvatn og
fallhæðin þaðan niður í Stífluvatn er
um 280 metrar. Gerir Orkusalan ráð
fyrir miðlunarstíflu við útfall
Tungudalsvatns og niðurgrafinni
þrýstipípu að stöðvarhúsi nærri
bæjarstæði Tungu, en þar eru nú
sumarhús. Áætluð stærð Tungu-
dalsvirkjunar yrði 1-2 MW og reikn-
að er með tengingu að Skeiðsfoss-
virkjun með jarðstreng.
Fundur fyrirhugaður í Fljótum
Orkusalan fékk rannsóknarleyfi
til fjögurra ára, en að sögn Magn-
úsar Kristjánssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, eru mælingar
þegar hafnar. Ekki liggur fyrir hve-
nær rannsóknum muni ljúka en
Magnús segir kynningarfund fyrir-
hugaðan í Fljótum á næstunni, þar
sem greina á íbúum svæðisins nánar
frá áformum fyrirtækisins.
Samkvæmt umsókn Orkusöl-
unnar til OS er ætlunin að ráðast í
landmælingar, jarðfræðiathuganir,
rennslismælingar og umhverfis-
athuganir. Skoða á gróðurfar, lífríki
Tungudalsár og Tungudalsvatns,
fugla, smádýr og fornleifar.
„Bent er á samlegðaráhrif Tungu-
dalsvirkjunar með Skeiðsfoss-
virkjun, sem er núverandi virkjun
Orkusölunnar eftir að RARIK
stofnaði fyrirtækið. Miðlun í Tungu-
dalsvatni hefur góð áhrif á rekstur
Skeiðsfossvirkjunar, tiltölulega
stutt er að tengja virkjun við kerfið
í Skeiðsfossvirkjun og hægt að sam-
nýta mannafla við umsjón með
virkjunum á rekstrartíma,“ segir
m.a. í umsókn Orkusölunnar en
reiknað er með að starfsmenn
Skeiðsfossvirkjunar annist rekstur
Tungudalsvirkjunar og ekki þurfi að
bæta við mannskap.
Orkustofnun veitti rannsóknar-
leyfið, sem fyrr segir, að fenginni
umsögn frá Umhverfisstofnun,
Náttúrufræðistofnun og Hafrann-
sóknastofnun. Í leyfisveitingunni
leggur Orkustofnun áherslu á góða
umgengni um landið, þar sem koma
þurfi við stórvirkum vélum, að þess
verði gætt að ganga vandlega frá
öllum gryfjum og rannsóknarholum
og öðru raski, þannig að sýnilegt
rask verði sem minnst.
Áhrif á lífríki verði rannsökuð
Í umsögn Hafrannsóknastofnunar
er bent á að í Stífluvatni sé bleikja
en vatnshæðarbreytingar vegna
Skeiðsfossvirkjunar hafi komið nið-
ur á stofninum. Á seinni árum hafi
sjóbleikju fækkað í íslenskum ám og
því sé vert að ígrunda vel hver lík-
leg áhrif verði á ár með sjógengna
bleikjustofna. Telur stofnunin mikil-
vægt að áhrif á lífríki í Stífluvatni
verði rannsökuð og metin ítarlega
fyrir framkvæmdir Orkusölunnar.
Orkustofnun tekur fram að rann-
sóknarleyfið feli ekki í sér heimild
til nýtingar á auðlind né fyrirheit
um forgang að nýtingarleyfi eða
virkjunarleyfi, komi til mögulegrar
nýtingar á auðlindinni. Að lokinni
rannsókn mun Orkustofnun fá öll
gögn í hendur varðandi Tungudals-
virkjun.
Leggur OS áherslu á mikilvægi
samráðs við landeigendur, og eftir
atvikum Umhverfisstofnun, ef
leggja þarf vegslóða og vegna
svæða þar sem rannsóknir fela í sér
umtalsvert jarðrask. Einnig að tekið
verði tillit til umhverfissjónarmiða
eftir fremsta megni þannig að sjón-
rænum áhrifum af rannsóknum
verði haldið í lágmarki.
„Óbætanlegt tjón“
Birgir Gunnarsson, forstjóri
Reykjalundar, ritaði grein sem birt-
ist nýverið í Morgunblaðinu þar sem
hann lýsir miklum áhyggjum af
fyrirhuguðum virkjunarfram-
kvæmdum, en Birgir á ættir sínar
að rekja til Fljóta og ólst upp á
Siglufirði.
Bendir Birgir á að Tungudals-
virkjun muni ekki leiða til neinnar
atvinnusköpunar í Fljótum. Þá
gagnrýnir hann Orkustofnun fyrir
að hafa ekki haft samband við aðra
landeigendur en ríkið, sem á eyði-
jörðina Tungu. Þannig var ekkert
Fljótamenn óttast óafturkræf
Mælingar hafnar í Fljótum vegna
Tungudalsvirkjunar Yrði tengd við
Skeiðsfossvirkjun með jarðstreng
Lá
gh
ei
ði
Kortagrunnur: openstreetmap.org
F
L
Ó
K
A
D
A
L
U
R
T
U
N
G
U
-
D
A
L
U
R
F
L
J
Ó
T
Deplar
Tunga
Lundur
Knappsstaðir
Ketilás
M
iklavatn
Haganes-
vík
Stífluvatn
Tungu-
dals-
vatn
Fl
jó
ta
á
Fyrirhuguð Tungudalsvirkjun í Fljótum
Skeiðsfossvirkjun
Stífl uvatn er miðlunarlón
sem varð til 1945 vegna
Skeiðsfossvirkjunar.
Sjö jarðir fóru undir vatn.
Tungudalsvirkjun
■ Áætluð stærð um
1 til 2 MW
■ Fallhæð um
270-280 m frá
Tungudalsvatni
að Stífl uvatni
■ Tenging með
jarðstreng að
Skeiðsfossvirkjun
Stífl a
Stöðvarhús
Aðrennslispípa
Siglufjörður
Hofsós
Tungudals-
virkjun
Ljósmynd/Björn Z. Ásgrímsson
Fljótin Tungudalur er innarlega í Austari-Fljótum og liggur að Stífluvatni. Orkusalan hefur áform um að nýta fall-
hæðina í dalnum og virkja ána. Stöðvarhús kæmi við eyðibýlið Tungu og jarðstrengur þaðan að Skeiðsfossvirkjun.
Magnús Kristjánsson hjá Orkusöl-
unni segir fyrirtækið þurfa að
auka eigin raforkuframleiðslu,
það framleiði aðeins 25% af því
rafmagni sem það selji og
afgangurinn komi frá öðrum
orkufyrirtækjum.
„Það liggur beinast við að
styrkja þá starfsemi sem við er-
um með á hverjum stað,“ segir
Magnús, en Orkusalan er með
fimm virkjanir í rekstri á sínum
snærum, sem RARIK var áður
með. Auk Skeiðsfossvirkjunar eru
það Rjúkandavirkjun, Smyrla-
bjargaárvirkjun, Grímsárvirkjun
og Lagarfossvirkjun. Þá er Orku-
salan með Hólmsárvirkjun í undir-
búningi í samstarfi við Lands-
virkjun.
Orkusalan hefur fengið sex
rannsóknarleyfi frá Orkustofnun
vegna áforma um virkjanir sem
gætu orðið frá 2-10 MW að stærð.
Auk Tungudalsvirkjunar eru það
Gilsárvirkjun á Héraði, Bessa-
staðaárvirkjun í Fljótsdal, virkjun
fallvatns frá Ódáðavötnum niður í
Suðurdal Skriðdals á Fljótsdals-
héraði, virkjun Köldukvíslar á
Austur-Héraði og virkjun Kaldár
og Ásdalsár í Jökulsárhlíð en það
leyfi fékkst núna í ársbyrjun.
Með alls sex rannsóknarleyfi
ORKUSALAN VILL AUKA EIGIN ORKUFRAMLEIÐSLU
Morgunblaðið/RAX
Virkjanir Lagarfossvirkjun á Fljóts-
dalshéraði er rekin af Orkusölunni.
Áform um Tungudalsvirkjun í Fljótum