Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Síðast áfagangi byggðarinnar í Urr-
iðaholti í Garðabæ er nú kominn í
skipulagsferli. Samkvæmt auglýstri
skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að
á því svæði verði bæði atvinnu- og
íbúðarhúsnæði. Framkvæmdir í
hverfinu eru á ýmsum stigum, en
fyrstu íbúarnir fluttu inn í einbýlis-
hús við Keldugötu í apríl 2010 og
mikill kraftur komst í uppbygg-
inguna 2014. Nú er fólk flutt inn í um
500 íbúðir af ýmsum stærðum og
gerðum og gætu íbúar verið farnir
að nálgast 1.500.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Pálma Guðmundsonar, fram-
kvæmdastjóra Urriðaholts ehf., er
búið að skipuleggja 1.581 íbúð á
svæðinu og þar af eru 493 íbúðir í
austurhluta sem er nýjasta upp-
byggingarsvæðið. Gatna- og veitu-
framkvæmdir eru hafnar og lóðir
þar verða byggingarhæfar nú í lok
þessa árs. Áætlað er að framkvæmd-
um þar verði að fullu lokið á árinu
2022.
Þekkingariðnaður
og rannsóknir
Svæðið sem nú er komið í skipu-
lagsferli og er kynnt á heimasíðu
Garðabæjar er byggð meðfram Urr-
iðaholtsstræti, en neðst við götuna
er hús Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Á svæði undir atvinnu-
starfsemi er fyrirhugað að skapa
umhverfi sem laðar að fjölbreytt fyr-
irtæki, til að mynda á sviði þekking-
ariðnaðar og rannsókna.
Miðað við fyrirliggjandi áform er
dregið verulega úr fyrri áætlunum
um byggingarmagn atvinnuhús-
næðis og er nú gert ráð fyrir 23-25
þúsund fermetrum atvinnuhúsnæðis
á þessu svæði. Í skipulagslýsingu
segir að markhópurinn fyrir skrif-
stofur og verslunarfyrirtæki sem
gætu séð sér hag af því að koma í
hverfið hafi reynst minni en búist
var við. Til samanburðar má nefna
að í Kauptúni í næsta nágrenni, þar
sem IKEA, Costco, Bónus og fleiri
fyrirtæki eru í dag, eru um 60
þúsund fermetrar af atvinnu-
húsnæði.
Eftir því sem ofar dregur á skipu-
lagssvæðinu er ráðgert að íbúða-
byggð taki við af atvinnuhúsnæði.
Markmið deiliskipulagstillögunnar
er að skipuleggja svæðið fyrir 180-
200 íbúðir. Á svæðinu hafa víða verið
gróðursett tré og er kominn þéttur
skógur austast á svæðinu. Miðað er
við að halda í skóginn og þá trjárækt
sem er við göngustíginn með hraun-
inu í útjaðri svæðisins til norðurs
eins og kostur er.
Ekið inn á Flóttamannaveginn
Urriðaholtsstræti sem liggur milli
Reykjanesbrautar og Flóttamanna-
vegar er breiðari en aðrar götur í
hverfinu. Reyndar er aðeins ein ak-
rein í hvora átt, en þar er gert ráð
fyrir miðeyjum með trjágróðri og
bílastæðum samsíða götunni. Á korti
með skipulagslýsingu má sjá að gert
er ráð fyrir því að á tveimur stöðum
verður hægt að keyra út úr hverfinu
inn á Flóttamannaveginn, sem ligg-
ur meðfram Vífilsstaðavatni og inn í
Hafnarfjörð.
Gera má ráð fyrir að það skipu-
lagsferli sem nú er að fara í gang
taki allt þetta ár. Skipulagstillagan
er unnin á vegum landeiganda,
Urriðaholts ehf., í nánu samstarfi við
skipulagsyfirvöld Garðabæjar.
Urriðaholt ehf. er að 2/3 í eigu Odd-
fellowreglunnar á Íslandi og að 1/3 í
eigu fyrirtækisins Viskusteins, í eigu
þeirra Sigurðar Gísla og Jóns
Pálmasona.
Síðasti áfangi í skipulagsferli
Íbúar í Urriðaholti nálgast 1.500 Dregið úr umfangi atvinnuhúsnæðis á
nýju svæði Búið að skipuleggja 1.581 íbúð Framkvæmdir á ýmsum stigum
Urriðaholt
Reykjanesbraut
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmt Byggingarkranar hafa
verið áberandi í Urriðaholti síðustu ár.
Ráðgátan um uppruna þorsks sem
veiddist við Jan Mayen síðasta sumar
virðist vera leyst. Samkvæmt rann-
sóknum sérfræðinga Hafrannsókna-
stofnunar í Noregi er líklegast að um
blandaðan afla sé að ræða, meirihlut-
inn sé kominn úr Barentshafinu, en
um þriðjungur frá
Íslandi. Niður-
stöður bendi ekki til
að um sérstakan
Jan Mayen-stofn sé
að ræða.
Er skipverjar á
norska línuskipinu
Loran voru á grá-
lúðuveiðum við Jan Mayen í fyrra-
sumar fengu þeir óvænt góðan þorsk-
afla á talsverðu dýpi og á svæði sem
ekki er þekkt fyrir mikla þorskgengd.
Vangaveltur voru um uppruna fisksins
og fengu norskir sérfræðingar kvarnir
og erfðaefni úr þorski frá Íslandi.
Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
botnsjávarlífríkis á Hafrannsókna-
stofnun, segir Norðmenn hyggjast
kanna þorsk á þessum slóðum betur
næsta sumar. Meðal annars verði
kannað hvort þarna eigi sér stað ein-
hver hrygning og einhver blöndun
þorskstofna þó svo að þess hafi ekki
orðið vart í rannsóknum á afla Lorans
síðasta sumar.
Uppistaðan 10-12 ára fiskur
Niðurstöður benda til að 60-70%
þorsksins séu komin úr Barentshafi og
megi skýra það með seiðareki frá vest-
urstönd Svalbarða. 30-40% séu hins
vegar rakin til Íslands. Guðmundur
hefur áður leitt líkur að því að sá
þorskur gæti hafa gengið meðfram
Kolbeinseyjarhryggnum og yfir til
Jan Mayen. Þar kunni breytingar á
hitastigi sjávar að eiga þátt.
Þorskurinn sem fékkst við Jan
Mayen var 5-16 ára gamall, uppi-
staðan 10-12 ára fiskur. Guðmundur
segir að fiskurinn hafi verið smærri en
gerist og gengur við Ísland og í Bar-
entshafi og það megi hugsanlega
skýra með kaldari sjó við Jan Mayen,
en þar er lítið landgrunn. aij@mbl.is
Úr Barents-
hafi og frá
Íslandi
Rannsóknir á
þorski frá Jan Mayen
Árleg garðfuglahelgi Fugla-
verndar verður um næstu helgi,
25.-28. janúar og þurfa þátttak-
endur að fylgjast með garði í einn
klukkutíma einhvern þessara daga.
Þátttakendur skrá hjá sér hvaða
fuglar koma í garðinn og þá er mið-
að við mesta fjölda af hverri tegund
á meðan athugunin stendur yfir og
miðar talningin miðar við þá fugla
sem eru í garðinum en ekki þá sem
fljúga yfir.
Á vef Fuglaverndar má skrá
niðurstöður rafrænt og einnig er
hægt að hlaða niður hjálparblaði
talningarinnar með myndum af al-
gengum tegundum. Fuglavernd tel-
ur um 1.300 félagsmenn og nánari
upplýsingar um garðfuglahelgina
má finna á fuglavernd.is.
Garðfuglahelgi Fuglaverndar
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
Skv. Landlækni þurfa allir að taka inn
D-vítamín allt árið þar sem nægilegt magn
fæst ekki úr daglegri neyslu matvæla og
sólskin er af skornum skammti.
Góð gæði á
geggjuðu verði!
D VÍTAMÍN
FYRIR TENNUR, BEIN OG ÖFLUG ÓNÆMISKERFI
4 mánaða skammtur
Nýr útsölubæklingur
fylgir Morgunblaðinu í dag