Morgunblaðið - 02.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.2019, Qupperneq 1
Lífið tók óvænta stefnu Nýsköpunungs fólks Ef eitthvað er þá hefur þessilífsreynsla ýtt mér lengra,segir Hilmar Snær Örvars-son skíðamaður en hannmissti annan fótinn vegna krabbameins átta ára gamall. Aldrei kom til álita að hætta ííþróttum og á dögunumvar hann hársbreidd frábronsinu í svigi á HM. 12 3. FEBRÚAR 2019SUNNUDAGUR Andarlifa allt í kring Hvernig mun viðra? Hlýnun jarðar þýðir ekki endilega betra veður hérlendis. Veðurfræðingar spá í framtíðarveðrið. 16 Sirrý Berndsen ermiðill en reynirekki að sannfæraneinn sem ekkitrúir á líf eftirdauðann 20 HafsteinnVilhelmssonverkefnastjóriUngRÚV villlyfta hug-myndumunglingaí nýjum sjónvarps-þáttum um ný- sköpun 2 L A U G A R D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  28. tölublað  107. árgangur  HORFT Í ROÐANN ÁRIÐ 1976 MEÐ JAKOBI FRÍMANNI ÚTFÆRIR GÖMUL ÍSLENSK MUNSTUR LÁRA MAGNEA 14ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 49 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær við fáum mjög slæma gróð- urelda og maður er mjög órólegur yfir sumum sumarbústaðahverfum þar sem þau eru svo þétt byggð í miklum gróðri. Við gætum setið uppi með að tugir ef ekki hundruð sum- arbústaða brynnu bara einn dag- inn,“ segir Trausti Jónsson, sér- fræðingur í veðurfarsrannsóknum. Slíkt gæti gerst á næsta ári eða eftir tíu ár að mati Trausta, en hættan sé raun- veruleg. Tvennt spili inn í; ræktun sumarbústaða- eigenda í þéttri byggð og aukin gróska vegna hlýnunar jarðar. Ekki þurfi annað til en snjóléttan og þurran vetur sem fylgi þurrt vor og þá geti fólk setið uppi með illviðráð- anlegt ástand. „Snjór jafnar raka í jörðu þannig að mikið snjóleysi á vetrum getur haft afleiðingar á vorin og sumrin og jörð orðið þurrari en áður. Með hækkandi hita verður gróður svo sí- fellt gróskumeiri sem aftur hefur í för með sér hættu á gróðureldum,“ segir Trausti ennfremur en í Sunnu- dagsmogganum er fjallað ítarlega um veðurfar og framtíðarhorfur. Óttast áhrif mikilla gróðurelda  Raunveruleg hætta af gróðureldum á næstu árum, segir Trausti Jónsson veð- urfræðingur  Tugir eða hundruð sumarbústaða í þéttri byggð gætu brunnið Veðurfarið » Miklar öfgar hafa verið í tíð- arfari að undanförnu og hita- sveiflur gríðarlegar á milli heimsálfa. » Veðrið hefur mikil áhrif á daglegt líf, eins og hefur sýnt sig hér á landi síðustu daga vegna ótta við skort á vatni. Trausti Jónsson  Eigendur íbúða í fjölbýlishúsum gætu fengið greiðslur fyrir auka- íbúðir vegna nýrra aukahæða. Borgin undirbýr heimildir fyrir slíkum aukahæðum í fjölbýli. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir verð- mæti verða til þegar byggingar- réttur er nýttur. Þau deilist milli eigenda eftir eignarhlut í húsi. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir breytingarnar á margan hátt spennandi. Hins vegar geti aukið byggingarmagn á lóðum ýtt undir nágrannaerjur. Þá geti fjölgun íbúða í grónum hverfum aukið enn á skort á bílastæðum. »10-11 Aukaíbúðir gætu skapað tekjur en ýtt undir nágrannaerjur Morgunblaðið/Eggert Bústaðir Víða er búið í bílskúrum í Reykjavík. Fjölga á aukaíbúðum í borginni. Margir leggja leið sína með skauta á Reykjavíkurtjörn þessa dagana en þar hefur snjó verið rutt af skautasvelli. Fólkið leikur listir sínar og þeir fær- ustu hlaupa og renna sér aftur á bak og áfram og snúa sér í hringi. Skautaíþróttin á vaxandi gengi að fagna og margir æfa í höllum hjá skautafélögunum. Sú kunnátta og leikni sem þar fæst nýtist fólki til að slá um sig á Reykjavíkurtjörn og ná athygli viðstaddra. Morgunblaðið/Eggert Leikur listir á Tjörninni  Von er á 70 manna hópi kvóta- flóttamanna hingað til lands á þessu ári. Samanstendur hópurinn af fjölskyldufólki frá Sýrlandi og hinsegin fólki sem hefst nú við í flóttamannabúðum í Úganda. Stefán Vagn Stefánsson, for- maður flóttamannaráðs, segir hóp- inn í ár stærri en verið hefur til þessa, en til stendur að fólkið fari ýmist til sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu eða á landsbyggð- inni. „Að öllum líkindum fer þessi hópur að hluta til á Hvammstanga, Blönduós og til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Vagn við Morgunblaðið. »6 70 kvótaflóttamenn væntanlegir á árinu  Áætlað er að íbúar á höfuðborg- arsvæðinu hafi á síðasta ári hent 11,4 milljónum áldósa og plast- og glerflaskna í ruslið í stað þess að fara með þær í endurvinnslu og fá skilagjald. Þetta sýnir húsasorps- rannsókn Sorpu. Fyrir þetta magn drykkjar- umbúða hefðu fengist um 182,5 milljónir á á móttökustöðvunum þar sem 16 krónur eru greiddar fyrir stykkið. Rannsóknin er þannig gerð að tekin eru sýni úr sorphirðubílum og pressugámum. Þetta var fyrst rannsakað sérstaklega árið 2012 og það árið er talið að 12,7 milljónum drykkjarumbúða, sem fá má skila- gjald fyrir, hafi verið hent. Séu töl- ur frá þeim tíma og þar til nú lagð- ar saman má áætla að á undan- förnum sjö árum hafi umbúðir fyrir rúman milljarð endað hjá Sorpu og farið í urðun. »21 11.400.000 dósir og flöskur fóru í ruslið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flöskur og dósir 11,4 milljónum umbúða var hent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra.  „Auðvitað langar mig að halda áfram, alla vega meðan ég er að bæta mig og áhuginn er fyrir hendi. Ég veit að ég er ekki búinn að toppa í þessu sporti. Það er hins vegar svo margt sem spilar inn í dæmið, svo sem hvaða nám ég mun fara í og æfingaaðstaðan. Til að taka sem mestum framförum þarf ég að geta æft og keppt reglulega erlendis. Þess vegna verð ég eigin- lega að taka stöðuna á hverju hausti. Sjá hvar ég stend.“ Þetta segir Hilmar Snær Örvars- son í Sunnudagsblaðinu en hann var hársbreidd frá bronsinu í svigi í flokki standandi skíðamanna á HM fatlaðra í alpagreinum um daginn. Hilmar Snær missti annan fótinn vegna krabbameins þegar hann var átta ára en segir það áfall hafa styrkt sig og hvatt til dáða, bæði í íþróttum og lífinu. Veit að hann er ekki búinn að toppa Morgunblaðið/Hari Framfarir Hilmari Snæ Örvarssyni hefur gengið vel í skíðabrekkunum í vetur.  Björn Zoëga, verðandi for- stjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, seg- ir að bæði sjúkrahúsið og háskólahluti Karólínska telji að svonefndu plastbarkamáli sé að mestu lokið af þeirra hálfu. „Það sem er ólokið hér, sam- kvæmt fjölmiðlum, er að saksókn- ari er enn með málið hér í Svíþjóð. Hann hefur sagt að líklega verði gefnar út sakamálaákærur í málinu einhvern tíma á næstunni. Málið verður þá rifjað upp enn og aftur og reynt að læra af þeim mistökum sem virðast hafa orðið þarna,“ sagði Björn. »18 Líklega ákært í plastbarkamálinu Björn Zoëga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.