Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00 Reykjavík -7 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -10 skýjað Akureyri -7 snjókoma Egilsstaðir -7 skýjað Vatnsskarðshólar -4 heiðskírt Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 0 alskýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 4 þoka Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 léttskýjað London 1 rigning París 6 rigning Amsterdam 1 rigning Hamborg 0 þoka Berlín 2 skýjað Vín 3 þoka Moskva -4 þoka Algarve 12 skúrir Madríd 5 rigning Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 14 heiðskírt Winnipeg -16 snjókoma Montreal -16 léttskýjað New York -9 léttskýjað Chicago -11 snjókoma Orlando 20 rigning  2. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:06 17:18 ÍSAFJÖRÐUR 10:27 17:07 SIGLUFJÖRÐUR 10:10 16:49 DJÚPIVOGUR 9:39 16:43 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma á köflum. Hægari vindur og úrkomulaust á Norðurlandi. Vægt frost sunnanlands, en allt að 14 stiga frost í innsveitum norðanlands. Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað, en stöku él norðaustanlands og einnig með suðurströndinni seinnipartinn. Frost víða 5 til 15 stig, en kaldara á stöku stað. Stærsta ferðakaupstefna sem haldin er hér á landi, Ice- landair Mid-Atlantic, var haldin í 27. skiptið í gær. Á kaupstefnunni eru kaupendur og seljendur ferðaþjón- ustu beggja vegna Atlantshafsins tengdir við íslenska ferðaþjónustuaðila, þar voru um 240 sölubásar og voru haldnir yfir 5.000 fundir í tengslum við hana. Meðal þeirra sem sóttu ráðstefnuna heim voru Þór- dís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, og þáðu þær appelsínusafa af Michael Marzano frá Flórída sem var einn gesta kaupstefn- unnar. 100 íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína á ráðstefnunni Icelandair Mid-Atlantic Morgunblaðið/Eggert Þórdís og Þórdís þáðu safa frá Flórída HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf „Kominn er á viðræðuvettvangur milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda til þess að ræða af meiri alvöru við stjórnvöld um þau mikil- vægu mál sem við teljum að þurfi til lausnar á kjarasamningum, sem er ánægjulegt. Það gefur tilefni til bjart- sýni á að við náum einhverri nið- urstöðu, hver sem hún verður,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Skýrist á allra næstu vikum Þetta er markvissari vettvangur en á stóru samráðsfundunum sem haldnir hafa verið með þátttöku mjög margra að mati Ragnars og hann bendir á að á vettvangi ASÍ hafi menn náð saman um sífellt fleiri mál á borð við skatta- mál, húsnæðismál, aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði o.s.frv. sem síðan verða rædd við stjórnvöld. Ástæða sé því til að ætla að á allra næstu vikum komi í ljós hvort menn sjá til sólar eða ekki í yfirstandandi kjaradeilu. Ekki megi þó gefa þessu allt of langan tíma. ,,Við höfum verið gríðarlega lausnamiðuð og ef við för- um að skynja það hjá viðsemjendum okkar er ástæða til bjartsýni, með öll- um fyrirvörum þó.“ Farið var yfir fjölmörg mál á sátta- fundi verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til ríkis- sáttasemjara og SA í gær, sem undir- nefndir hafa vísað inn á borð samn- inganefndanna. Ragnar Þór segir að fundirnir hafi gengið almennt vel í vik- unni hvað þetta varðar. Í næstu viku munu einstakir viðræðuhópar funda um afmörkuð mál, formlegur sátta- fundur með SA er síðan boðaður á miðvikudaginn þar sem næstu skref verða ákveðin. Rætt um fésektir ef kjarasamningar eru brotnir Haft var eftir Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formanni Eflingar, á mbl.is í gær að á sáttafundinum í gær hefðu meðal annars komið fram kröfur stétt- arfélaganna um að komið yrði á fé- sektum ef brot yrðu á kjarasamn- ingum. Fésektir vegna brota á kjarasamningi myndu stemma stigu við vaxandi vandamáli. „Það snýr sér- staklega að okkar erlendu félags- mönnum þar sem verið er að svíkja þá um umsamdar greiðslur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir við mbl.is. omfr@mbl.is Meiri alvara er í viðræðunum við stjórnvöld  Sáttafundir hafa gengið vel í vikunni Kristján H. Johannessen Helgi Bjarnason „Þetta frumvarp og það sem ráðherra er að gera er að mínu mati virðing- arvert. En varðandi Bændablaðið þá uppfyllir það ekki sett skilyrði eins og þau eru sett fram í dag,“ segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðs- ins. Vísar hann í máli sínu til draga að frumvarpi um breytingar á fjölmiðla- lögum sem kynntar voru á blaða- mannafundi í fyrradag. Fela þær í sér heimildir til að veita styrki í formi end- urgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnað- ar einkarekinna fjölmiðla og getur hlutfall endurgreiðslu að hámarki orð- ið 25% af kostnaði, þó ekki hærra en 50 milljónir króna til hvers fjölmiðils. Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir frumvarp- ið vera „ágætis byrjun“ en að sú fjár- hæð sem renna mun til fjöl- miðla hefði mátt vera hærri. „Það er stóra málið, það þarf auðvitað miklu meira. En mjór er mikils vísir og vonandi munu menn styrkja þetta lýð- ræðiskerfi,“ segir hann. Stolt af tillögunum Stjórnarformaður Árvak- urs og fleiri talsmenn stærri fjölmiðlafyrirtækja sem eru í samkeppni við RÚV hafa gagnrýnt reglur um úthlutun styrkja, meðal annars þak á stuðning við einstök fyr- irtæki, og þau fái því hlutfallslega lág- ar endurgreiðslur ritstjórnarkostnað- ar. „Við fögnum því að fólk hafi skoð- anir á frumvarpsdrögunum. Það fer nú í samráðsgátt stjórnvalda og ég hvet hlutaðeigandi til að koma þar með athugasemdir sínar. Að mínu mati eru 50 milljónir há fjárhæð. Þetta er löngu tímabær aðgerð en ég lít einnig á þessar tillögur sem lið í stærri vegferð,“ segir Lilja Dögg Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, þegar gagnrýnin er borin undir hana. Hún segir að hægt verði að gera athugasemdir við frum- varpsdrögin til 15. febrúar og tekið verið tillit til málefnalegrar gagnrýni. „Ég er stolt af þeim tillögum sem þegar eru komnar fram. Þar kemur fram vilji til að efla fjölmiðla. Hlutverk mitt sem mennta- og menningarmála- ráðherra er að vera í sókn fyrir íslenskt mál. Tillögurn- ar eru jákvætt skref í því efni en við þurfum að taka fleiri,“ segir Lilja. Verið er að undirbúa til- lögur að aðgerðum til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla á auglýsingamarkaði, gagn- vart Ríkisútvarpinu. Lilja segir mik- ilvægt að vanda tillögurnar því að- gerðir stjórnvalda megi ekki verða til þess að tekjur af íslenska auglýsinga- markaðnum fari til erlendra stórfyr- irtækja, eins og dæmi séu um í öðrum löndum. Skilyrði endurgreiðslu eru alls 11 talsins samkvæmt frumvarpsdrögun- um. Að sögn Harðar uppfyllir Bændablaðið öll sett skilyrði nema það sem snýr að útgáfu blaðsins, það kemur út aðra hverja viku og nær því ekki lágmarkinu sem er 48 útgáfu- dagar. Útgáfudögum ekki fjölgað „Mér finnst eðlilegt miðað við stöðu blaðsins á landsvísu að hafa okkur með í pottinum, enda töluverður rekstur í kringum blaðið okkar sem er að auki þokkalega stórt. Annars uppfyllum við alla aðra þætti, þetta er eina boxið sem við tikkum ekki í,“ seg- ir Hörður og bætir við að hann vonist til þess að stjórnvöld endurskoði það skilyrði. Spurður hvort Bændablaðið muni aðlaga sig settum skilyrðum og fjölga útgáfudögum svarar Hörður: „Nei, við munum ekki fjölga út- gáfudögum til þess eins að sækjast eftir einhverjum ríkisstyrkjum.“ „Það þarf auðvitað miklu meira“  Mjór er mikils vísir, segir formaður BÍ  Ritstjóri Bændablaðsins segir fjölmiðil sinn falla á einu skilyrði og fær hann því ekki styrk  Ráðherra segir að tekið verði tillit til málefnalegrar gagnrýni Hörður Kristjánsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir Hjálmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.