Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 ✝ RáðhildurIngvarsdóttir fæddist 25. maí 1929 í Stíflu, V- Landeyjahreppi, Rangárvallasýslu. Hún lést 27. desem- ber 2019. Faðir hennar var Ingvar Sigurðsson, f. 30. mars 1901, d. 11. janúar 1979. Móðir hennar var Hólmfríður Einarsdóttir, f. 17. apríl 1896, d. 24. ágúst 1979. Alsystkin hennar voru Elín Ingvarsdóttir, f. 17. september 1920, d. 17. júlí 2011, Einar Ingvarsson, f. 14. ágúst 1922, d. 13. apríl 1999, Guðlaug Ingv- arsdóttir, 16. október 1923, d. 29. október 1979, Jólín Ingv- arsdóttir, f. 1. nóvember 1924, d. 9. desember 2004, Trausti Ingv- arsson, f. 15. júní 1926, d. 9. júní 1977, Sigurður Ingvarsson, f. 6. september 1927, d. 3. febrúar 2005, Sigurgestur Ingvarsson, f. 10. nóvember 1933, og Kristbjörg Ingv- arsdóttir, f. 13. maí 1936. Samfeðra systk- in eru Sigurður Halldór Ingvars- son, f. 1. nóvember 1914, d. 2. júlí 2004, og Aðalheiður Ingvarsdóttir, f. 1. nóvember 1916, d. 14. desember 1928. Barnsfaðir er Þorbjörn Davíð Þorbjörnsson, f. 2. ágúst 1922, d. 3. desember 2005. Dóttir þeirra er Hólmfríður Þorbjörnsdóttir, f. 9. mars 1947, d. 28. apríl 2012. Ráðhildur giftist hinn 14. ágúst 1954 Valdimar Rósin- krans Jóhannssyni, f. 1. júlí 1929, d. 19. júlí 1999. Synir þeirra eru Sigmundur Heiðar Valdimarsson, f. 23. apríl 1954, og Sigurjón Hafberg Valdimars- son, f. 15. apríl 1958. Útför Ráðhildar fór fram 17. janúar 2019. Fyrir sextíu og einu ári, þegar ég var 17 ára, skráði ég í dagbók mína frásögn um sumarvinnu í sveitum Austur-Húnavatnssýslu. Þarna var um að ræða vegavinnu undir stjórn þess ágæta manns, Gísla Felixsonar. Án þess að fara nánar út í þetta stóð í nefndri dagbók að ég hefði haldið til um helgar á Blönduósi hjá Valda og Ráðhildi. Valdi hét fullu nafni Valdimar Rósinkrans Jóhannsson frá Ósi í Nesjum í Skagahreppi, sem svo hét þá, en nú Skagabyggð. Þau Jóhann og Rebekka á Ósi áttu mörg börn og fóru mál á þann veg að Valdi ólst upp hjá afa og ömmu á Björgum í Skagahreppi til fullorðinsára. Sem krakki á Björgum man ég eftir því þegar Valdi birtist með konuefni sitt á hlaðinu á Björgum. Mér þótti konan vel klædd og myndarleg, bar það ekkert sérstaklega með sér að hún væri sveitastúlka úr Landeyjunum. En þarna var þessi kona komin inn í fjölskyldu mína og ekki síst okkur krökk- unum á Björgum og henni varð strax vel til vina. Ráðhildur átti þá fyrir eina dóttur er hét Hólm- fríður en fljótlega kom sonur í heiminn sem greinilega var skírður í höfuðíð á afa og ömmu á Björgum og heitir Sigmundur Heiðar. Þau Valdi og Ráðhildur bjuggu í nokkur ár á Blönduósi en fluttu síðan til Reykjavíkur og byggðu sér blokkaríbúð í Álftamýri 2. Þar áttu þau langa ævi, Valdi alla tíð en Ráðhildur síðustu ár sín á Sléttuvegi 11. Valdi kallaði konu sína gjarnan Ráðu og svo gerðu margir en ég kunni ekki við það gælunafn. Hins vegar kallaði ég hana stund- um bæði í gamni og alvöru Reykjavíkurmömmu mína. Það var raunar mjög maklegt þar sem fáar manneskjur hafa reynst mér betur þegar ég hef þurft á því að halda en hún Ráðhildur. Hún var lík móður minni að því leyti að hún var afar mikil fjöl- skyldumanneskja og fylgdist vel með ættingjum sínum og vinum og var þakklát fyrir að fá fréttir að norðan þegar ég kom í heim- sókn. Þau Valdi og Ráðhildur áttu oft eftir að hýsa mig í Álfta- mýrinni fyrstu ár mín í Reykja- vík. Um það á ég góðar minning- ar og finnst kærkomið og fá hér tækifæri til þess að koma verð- skulduðu þakklæti á framfæri. Ráðhildur átti við mikla van- heilsu að stríða síðari ár sín, sér- staklega vegna lungnaþembu sem líklega hefur töluvert stafað af reykingum um stóran hluta ævinnar. Hún þurfti síðustu árin á Sléttuvegi 11 að vera tengd súr- efni nætur og daga. Ótrúlega lengi lét hún þetta ekki aftra sér frá því að fara í búðir og keyra bíl. Harka og dugnaður var henni í blóð borið. Hún var hreinskilin og sagði meiningu sína við hvern sem var og hún var sannur vinur vina sinna. Sérstaklega tók ég eftir því hvað börn hændust að henni og voru mín börn ekki undanskilin. Ráðhildur andaðist á Borgarspít- alanum 27. des og var jarðsett 17. janúar síðastliðinn. Ég veit að Heiðar og Sigurjón, synir henn- ar, hafa misst mikið svo og hinir fjölmörgu afkomendur hennar bæði á Íslandi og í Ameríku. Við hjónin vottum því fólki öllu sam- úð okkar. Blessuð sé minning Ráðhildar Ingvarsdóttur. Sigurður Kristjánsson. Ráðhildur Ingvarsdóttir ✝ KristjanaMagnea Jón- atansdóttir fæddist í Súðavík 23. des- ember 1927. Hún lést 24. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 28. nóvember 1891, d. 1. janúar 1975, og Jónatan Sig- urðsson, f. 8. október 1892, d. 8. maí 1978. Systkini Magneu voru Kristján Jón, Elín Valgerður og Steinunn María og eru þau öll látin. Hinn 5. janúar 1952 gekk Magnea að eiga Friðbert Hall- dórsson frá Súðavík, f. 29. sept- ember 1919, d. 18. júlí 2007. Börn Magneu og Friðberts eru: 1) Halla Valdís, f. 29. júní 1949, gift Árna Marinóssyni, f. 30. júlí 1945. Börn þeirra eru Berglind, f. 1974, í sambúð með Kristjáni Pétur Ben. 3) Ingibjörg Jóna, f. 15. maí 1958, gift Árna Zophoní- assyni, f. 16. febrúar 1959. Börn þeirra eru Andri, f. 1983, í sam- búð með Sólrúnu Maríu Regins- dóttir og eiga þau tvö börn, Hlín, f. 1984, gift Guðbergi Björnssyni og eiga þau þrjú börn, Alma Guðný, f. 1992. 4) Ægir Páll, f. 11. júní 1966, börn Ægis Páls og fyrrverandi eig- inkonu hans, Huldu Péturs- dóttur, eru Tómas Ari, f. 1998, Hjörtur Már, f. 1999, og Krist- jana Ósk, f. 1999. Fósturdóttir Ægis Páls, dóttir Huldu, er Anna Kristín Arnardóttir, f. 1984, í sambúð með Sigurði Sig- urðsyni. Kristjana Magnea bjó og starfaði alla sína ævi í Súðavík. Eftir hefðbundna skólagöngu stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Kristjana Magnea helgaði sig barnauppeldi og húsmóður- störfum á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Síðar starfaði hún við fisk- og rækjuvinnslu Frosta hf. í Súðavík. Útför Kristjönu Magneu fer fram frá Súðavíkurkirkju í dag, 2. febrúar 2019, og hefst athöfn- in klukkan 11. Kristjánssyni og eiga þau tvo syni, Magnea, f. 1978, gift Ásgeiri Erni Ásgeirssyni og eiga þau þjú börn, Mar- inó Einar, f. 1984, í sambúð með Iwonu Posiadala. 2) Hin- rik Halldór, f. 19. apríl 1954, í sam- búð með Guð- mundu Norðfjörð. Börn Hinriks Halldórs og fyrr- verandi eiginkonu hans, Helgu Hraundal, eru Dagný Huld, f. 1979, í sambúð með Guðna Þorra Helgasyni, hún á tvö börn, Guðmundur Ingi, f. 1981, giftur Svanhildi Önnu Braga- dóttur og eiga þau þrjá syni. Börn Guðmundu eru Ósk, gift Sveini Elíasi, og á hún sjö börn, Hrönn, í sambúð með Stefáni Guðjónssyni og eiga þau eina dóttur, Halla í sambúð með Steinari Braga, Davíð Ben og Elsku amma okkar, Magga á Sæbergi, hefur nú kvatt þennan heim og er farin á fund afa. Á kveðjustund sem þessari rifjast upp mikið af einstaklega góðum minningum. Minnisstæð- ar eru allar stundirnar sem við áttum í Súðavík hjá ömmu og afa, bæði á Sæbergi og Vallargöt- unni. Það voru ófá sumrin í æsku sem við eyddum í Súðavík þar sem mikið var brallað. Bíltúrar með ömmu og afa inn í fjörð, berjamó, veiða á bryggjunni, leikið í fjörunni. Sendast í Kaup- félagið og var þá ávallt eitthvað sætt sem fékk að fylgja með. Tíminn sem var setið við eldhús- borðið á Sæbergi og spjallað, ekki farið í rúmið áður en kvöld- kaffi var drukkið. Amma sá til þess að okkur var ekki kalt á fót- um né höndum, hún iðin við prjónaskap og sendi ár hvert ull- arsokka og vettlinga til okkar sem komu sér vel í kuldanum. Amma tók aldrei bílpróf en hún naut þess að vera farþegi eða hægrihandarbílstjóri afa og svo gekk hún á milli staða. Þegar amma og afi keyrðu til Reykja- víkur þá keyrðum við upp í Mos- fellsbæ og fylgdum þeim inn í borgina. Það var alltaf mikill spenningur að fá ömmu og afa í bæinn og tilhlökkun að fá að eyða tíma með þeim. Amma fór einu sinni til út- landa og var það til Færeyja með íbúum þorpsins eftir snjóflóðið en hún skildi aldrei þennan þvæl- ing á okkur systkinum um heim- inn. Hennar heimur var Súðavík og var henni nóg. Amma var sterk og ákveðin kona og á sama tíma svo hlý, um- hyggjusöm, skemmtileg og for- dómalaus. Hún lá ekki á skoð- unum sínum sem gat einstaka sinnum verið viðkvæmt á ung- lingsárunum en aðallega var ótrúlega gaman að spjalla við hana og hún vakti oft hlátur. Þrátt fyrir að mörg hundruð kíló- metrar hafi skilið okkur að í bú- setu var hún allat svo nálægt í hjartanu og sýndi sérstakan stuðning og umhyggju þegar eitthvað bjátaði á eða erfiðleikar gengu yfir. Það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki fá að sjá hana ömmu aftur í þessu lífi og kveðj- um við hana með miklum söknuði en umfram allt með fullt hjarta af þakklæti. Berglind, Magnea og Marinó Einar. Elsku amma okkar. Okkur langar hérna með nokkrum orðum að minnast ömmu okkar, Kristjönu Magneu Jónatansdóttur eða ömmu í Súðavík eins og við kölluðum hana ætíð. Yndislegri ömmu er ekki hægt að óska sér og hafa minningarnar úr Súðavík hjá ömmu og afa rifjast upp í huga okkar systkinanna síðustu daga. Við systkinin eyddum ófáum stundum hjá ykkur á Sæbergi í Súðavík. Mikið var brallað og teljum við það forréttindi að hafa fengið þennan tíma með ykkur sem krakkar. Að sitja í eldhúsinu hjá þér og hlusta á allar sögurnar um æskuárin þín og ættfræðina er ógleymanlegt. Að fá að hjálpa til við baksturinn og eldamennsk- una er eitthvað sem við varðveit- um að eilífu. Sumarið sem Guðmundur eyddi hjá ykkur og mamma hafði dressað hann upp í ný föt áður en hann fór vestur, eftir hálfa dvöl- ina hjá þér hringdir þú í mömmu og tilkynntir að öll fötin væru orðin of lítil. Mamma rosa ánægð að það væri nú að togna vel úr drengnum, sú var nú ekki alveg raunin, fötin voru ekki orðin of lítil á lengdina heldur á þverveg- inn. Þú hafðir nefnilega alltaf áhyggjur af að maður væri ekki að borða nóg og aldrei labbaði maður svangur út frá þér. Ný- bakaðar kleinur og vínabrauð eru það fyrsta sem kemur upp í huga okkar og mjólkurglas til að skola þessu öllu niður. Þú varst alltaf svo þolinmóð við okkur systkinin, alveg sama hvað okkur datt í hug en það var sjaldan lognmolla í kringum okk- ur. Þegar Dagný veiddi rauð- magann á bryggjunni og varð svo hrædd því ekki hafði hún séð svona fisk áður og ekki er hann nú fallegur. Það sem þú hlóst þegar hún mætti með hann á tröppurnar ennþá á spúninum hágrátandi, því ekki þorði hún að snerta þetta skrímsli. Hélt að þú myndir aldrei hætta að hlæja, en útskýrðir svo fyrir henni að þetta væri nú ekkert skrímsli heldur bara saklaus rauðmagi. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín svo lengi sem við lif- um en minningar um þig gera þetta aðeins betra. Núna ertu komin í faðm Fribba afa og hafa pottþétt verið miklir fagnaðar- fundir þegar þú komst yfir í draumalandið. Við lofum að hlusta reglulega á gömlu gufuna og hafa púlsinn á fréttunum, elsku amma, þar til næst. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Dagný Huld, Guðmundur Ingi. Ég ætla í örfáum orðum að minnast Magneu Jónatansdóttur frá Súðavík. Magga Jónatans eins og hún var alltaf kölluð, hana hef ég þekkt síðan ég man fyrst eftir mér. Sæberg sem var heimili Möggu og Fribba er stutt frá æskuheimili mínu Grund. Vin- skapur milli barnanna á Sæbergi og Grund hefur haldist alla tíð. Það var alltaf gott að koma að Sæbergi til Möggu og Fribba. Eftir að við systkinin fluttum frá Súðavík var alltaf spurt, ef eitt- hvert okkar fór vestur, komstu við hjá Möggu? Þegar ég fór til Súðavíkur kom ég alltaf við hjá Möggu og alltaf var hlaðborð af nýbökuðu meðlæti með kaffinu. Það var líka fastur liður að hringja í Möggu á afmælisdaginn hennar 23. desember. Við Grundarsystur áttum þess kost að fara saman rétt fyrir jólin í heimsókn til Möggu þar sem hún dvaldi á Hrafnistu í Reykja- vík. Ég heimsótti hana fyrir nokkrum vikum, þá var hún bara hress og vonaðist til að fá áfram pláss á Hrafnistu. Magga kom nokkrum sinnum í heimsókn til Keflavíkur og þótti mér vænt um þá tryggð sem hún sýndi okkur Hadda. Ég þakka Möggu fyrir samfylgdina og sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau á sorg- arstundu. Það er bót í böli nauða að bænin okkur huggun lér og á bak við dimman dauða Drottins miskunn augað sér. Þótt að flest á feigðarströndum fjötri oss við sorgirnar, bjart er yfir lífsins löndum ljúft að mega finnast þar. (Guðrún Jóhannsdóttir) Sigurbjörg Fr. Gísladóttir (Sirrý frá Grund). Kristjana Magnea Jónatansdóttir Fyrstu sjö árin mín voru í umönnun ömmu Signýjar. Eftir að ég byrjaði í skóla fékk ég að koma til Signýj- ar ömmu eftir skóla, en það var mér sérlega dýrmætt. Signý var mín eigin Mary Poppins, hún var meira að segja lík henni. Minn- ingarnar eru margar frá þessum fyrstu árum mínum og þær snú- ast margar um veruna hjá Sig- nýju ömmu. Svanhildur dóttir hennar varð ung móðir og dóttir hennar, Signý Hrund, var einnig hjá ömmu sinni á sama tíma og ég. Ég bjó í Gautlandi og oft fékk ég að fara í bakaríið í Signý Gunnarsdóttir ✝ Signý Gunnars-dóttir fæddist 17. janúar 1939. Hún lést 18. janúar 2019. Signý var jarð- sungin 25. janúar 2019. Grímsbæ, þar sem Svanhildur vann, og kaupa mér kókos- kúlu. Við Signý Hrund lékum okkur saman og fengum stundum að fara af- síðis til að fá frið og leika í barbie. Einu sinni gistum við saman hjá ömmu Signýju og eitt árið var Signý Hrund lasin á öskudeginum, svo ég fór í minn grímubúning og var heima hjá ömmu Signýju með Signýju Hrund. Gunnar var ungmenni á þessum tíma og var því ekki mikið heima, en stundum var hægt að kíkja inn í forboðna her- bergið hans og ég man einhverra hluta vegna svo vel eftir ydd- aranum á borðinu hans. Þetta var mikið sport. Ég man eftir göngutúrunum út á róló í Grímsbæ, þar sem Signý amma og Gunna skiptust á að fara með barnahópana á róló. Ég man sérstaklega eftir svartri og rauðri kerru með svo skrýtn- um rauðum kúludekkjum úr hörðu plasti en frá þeim kom undarlega róandi hljóð þegar við gengum saman. Ég man eftir hringlaga eld- húsborðinu og diskunum sem við fengum, minn uppáhaldsdiskur var með mynd af geimfara á. Ég sat alltaf í horninu, það var mitt sæti. Ég man eftir dótinu, Smjattpattaböngsunum, Strumpadótinu og fleiru. Síðar á ævinni kom yngsti drengurinn minn til Signýjar og lék sér með sama dótið og ég hafði leikið með. Fyrir mér hafði hann dottið í lukkupottinn, það var laust pláss hjá bestu dagmömmu landsins. Við Siggi sæti heimsóttum Signýju af og til eftir að hann fékk leikskólapláss, honum fannst alltaf jafn gaman að koma til hennar og leika sér. Verðum við mæðginin ömmu Signýju ávallt þakklát fyrir að hafa ann- ast okkur sem ung börn. Hún hafði þann eiginleika að koma sér fyrir í hjartastað barnanna, rétt eins og börnin fengu sinn stað í hennar hjarta. Hjarta hennar stækkaði með hverju barninu, alveg eins og taska Mary Poppins, þar sem var óendanlegt pláss, enda þörf á slíku, þar sem Signý starfaði jú sem dagmamma í 50 ár. Á hverju ári hringdi ég í Sig- nýju á afmælisdaginn hennar, þann 17. janúar. Signý hafði samband við mig fyrsta afmæl- isdaginn minn eftir að ég hafði misst mömmu mína. Þá færði hún mér fallegan kertastjaka sem er því miður brotinn í dag. Síðustu jól heimsóttum við Siggi ömmu Signýju á aðfangadag, hún var að pakka inn síðustu jólagjöfunum sínum. Hún bar sig vel og það er mér dýrmætt að hafa náð þessari heimsókn sem og að hafa komist í 80 ára af- mælið hennar. Kæra Svanhildur, Gunnar, Ragnar Páll, Signý Hrund, Gígja Dröfn, Almar Freyr, Gunnar Nökkvi, Myrkvi Þór, Amelía Carmen, Christopher Darri, Ragna Karitas og Hlynur Freyr, ykkur sendum við Siggi, inni- legar samúðarkveðjur. Minning- in um yndislega konu lifir í gegn- um ykkur. Rannveig Ernudóttir og Sigurður Reginn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.