Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 marga skemmtilega viðburði. Festir gefa smakk af mat en einnig verður hægt að kaupa mat frá Suður- Kóreu, Filippseyjum, Taílandi og Rúmeníu. Ekkert kostar inn á þjóðahátíð og eru börn boðin sér- staklega velkomin. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri mun setja hátíðina en heiðursgestur verður Michael De- vin, sendiherra Breta hér á landi. Geir Ólafsson söngvari flytur lög, hin alþjóðlega hljómsveit Skorsteinn spilar, sýndur verður Taí-dans, blás- ið í digeridoo-lúður, spilað á afrískar trommur auk þess sem íslensk þjóð- lagatónlist verður flutt og boðið upp á keltneska tónlist. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara!    Tilkynnt var nýlega að „Plan - B // artfestival“ sé eitt af sex verk- efnum sem eiga tilnefningu til Eyr- arrósarinnar árið 2019. Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Ice- land Connect og Listahátíð í Reykja- vík veitt viðurkenningu í nafni Eyr- arrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuðborg- arsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningar- legrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Á landinu eru ekki mörg kaupfélög eftir en Kaupfélag Borgfirðinga lifir enn. Kaupfélagið rekur eina versl- unardeild, þ.e. búrekstrardeild, og þjónustar sumarbústaðaeigendur auk þess að eiga nokkrar fasteignir beint og óbeint í gegnum um Borg- arland ehf. Reksturinn hefur gengið nokkuð vel undanfarin ár og nýjasta verkefni þess er á Digranesgötu 4 við hliðina á Bónusversluninni. Byggingin hefur risið hratt og frá því að fyrsta skóflustungan var tekin hafa heyrst ýmsar tilgátur um hvaða rekstur muni verða í húsinu. Sú líklegasta er að þarna verði nokk- urs konar þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og gott aðgengi að sal- ernum.    Þjóðahátíð verður haldin í Hjálmakletti Borgarnesi (Mennta- skólanum) á morgun, sunnudaginn 3. febrúar. Það er Félag nýrra Ís- lendinga sem stendur að hátíðinni og að minnsta kosti 20 þjóðir kynna sín lönd og menningu. Að venju verður boðið upp á fjölbreyttan mat, fjöl- menningarleg skemmtiatriði og lista. Plan-B er grasrótar-myndlist- arhátíð sem hefur verið að festa sig í sessi í Borgarnesi og nærumhverfi síðustu þrjú árin. Þetta er alþjóðleg hátíð, vettvangur fyrir ungt listafólk sem er nýlega farið að vekja athygli á sviði myndlistar og gjörningalistar en er einnig opin reynslumeira lista- fólki. Plan-B leggur áherslu á til- raunakennda og ögrandi list. Hátíðin fer fram víðs vegar í Borgarnesi í óhefðbundnum rýmum, s.s. yfirgefnum verksmiðjum, geymslum, skemmum og hálfklár- uðum byggingum. Þetta er stór við- urkenning fyrir Borgarnes og áður hefur Landnámssetrið unnið Eyr- arrósina árið 2009, þannig að þetta er í annað skipti sem bærinn okkar kemst á þennan lista.    Verkefnið „Borgarnes borðar saman“ er komið til að vera en sl. fimmtudagskvöld hittust Borgnes- ingar og snæddu saman kvöldverð í þriðja sinn og nú í Landsnámssetr- inu. Heiðrún Bjarnadóttir Borgnes- ingur flutti heim frá Danmörku á síðasta ári og kom með hugmyndina þaðan með sér. Í stuttu máli gengur hugsunin út á að fá íbúana til að hitt- ast einu sinni í mánuði, eiga góða stund saman, borða saman í róleg- heitum án tilstands eða fyrirhafnar. Verði er stillt í hóf, allir vel- komnir og kjörið að koma til að kynnast öðrum íbúum. Til að byrja með var hún í samstarfi við Rauða krossinn, en fyrsta sameiginlega máltíðin var haldin í Félagsbæ og þá aðstoðuðu sjálfboðaliðar og kokkar á B59 elduðu matinn. Í framhaldinu sýndu veitingastaðir í Borgarnesi áhuga á að leggja verkefninu lið og var annað skiptið haldið á Hótel Hamri í desember. Um 60-70 manns mættu í hvert skipti, og um að gera að mæta næst. Hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook – Borgarnes borðar saman.    Í síðustu viku var haldin kvik- myndahátíðin „BFF Borgarnes Film Freaks“. Í þrjá daga gafst gestum tækifæri til að sjá ferskar og áhugaverðar kvikmyndir, heimild- armyndir og stuttmyndir sem komu hvaðanæva úr heiminum. Með leyf- um framleiðenda og styrkjum frá SSV var hægt að bjóða frítt inn á all- ar myndirnar fyrir almenning. Í Borgarnesi er ekkert kvik- myndahús en á árum áður til 2012 var stundum boðið upp á sýningar í félagsmiðstöðinni Óðali. BFF er frumlegt og skemmtilegt framlag í menningarlífið í Borgarnesi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Borgarnes Bygging Kaupfélagsins á Digranesgötu 4, við hliðina á Bónusversluninni. Ekki hefur verið tilkynnt formlega hvaða starfsemi verður þarna. Nýbygging Kaupfélagsins rís hratt Þrátt fyrir að ráðherra hafi skyldu til þess að tryggja að farið sé eftir fjárlögum verður hann að gæta þess að fylgja öðrum lögum og nýta lög- mætar valdheimildir sínar til þess að stofnanir ríkisins fylgi fjárheim- ildum. Þetta er helsta niðurstaða lög- fræðilegrar úttektar á framkvæmd og málsmeðferð velferðarráðuneyt- isins vegna Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjálfstætt starfandi sér- greinalæknum, sem unnin var af Kristínu Benediktsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, að beiðni heil- brigðisráðherra. Þó er ekki ljóst hvernig heilbrigðisráðherra hefði átt að bregðast við því að Sjúkratrygg- ingar Íslands fóru fram úr fjárheim- ildum árið 2016. SÍ verulega fram úr heimildum Fram kemur að á árinu 2015 voru Sjúkratryggingar komnar verulega fram úr fjárheimildum og að Krist- ján Þór Júlíusson, þáverandi heil- brigðisráðherra, hafi gripið til þess ráðs að stöðva skráningu nýrra lækna inn í rammasamning Sjúkra- trygginga og sérgreinalækna frá og með fyrsta janúar 2016. Ráðuneytið „óskað[i] eftir mati Sjúkratrygginga á stöðunni og til- lögum um aðgerðir til að draga úr áætluðum halla á árinu 2017 auk þess að beina þeim tilmælum til stofnunarinnar, á meðan málefni þessi væru til skoðunar hjá ráðu- neytinu, að nýir sérgreinalæknar yrðu ekki teknir inn á samninginn,“ segir í úttektinni. Jafnframt kemur fram að heimild ráðherra til þess að grípa inn í verksvið stofnana sé tak- mörkuð og „verður ekki betur séð en að viðbrögð eða fyrirmæli ráðuneyt- isins hafi því gengið of langt.“ „Í þessu felst ekki að komið sé í veg fyrir að ráðherra geti brugðist við, eingöngu að hann fari eftir gildandi reglum,“ að mati höfundar. Fyrirmæl- in gengu of langt  Ekki ljóst hvernig bregðast hefði átt við „Fjárfestu í sjálfum þér – lykill að farsælum efri árum“ Ráðstefna fimmtudaginn 7. febrúar 2019 Grand hótel Reykjavík 13:00-13:10 Ráðstefna sett. Anna Birna Jensdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands. 13:10-13:40 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og heilsueflandi samfélög. Alma Dagbjört Möller, landlæknir. 13:40-14.10 Áhrif fjölþættrar heilsueflingar á efnaskiptavillu, líkamssamsetningu og hreyfifærni eldri aldurshópa. Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur. 14:10-14:30 Undirbúningur að efri árum með tilliti til fjármála og réttinda. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka. 14:30-14:40 Hléæfing og hressing. 14:40-15:00 Endurhæfing í heimahúsi, hvernig hefur gengið? Ásbjörg Magnúsdóttir, verkefnastjóri endurhæfingar í heimahúsi innan heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 15:00-15:20 „Sterkari með aldrinum“. Steinunn Leifsdóttir M.SC. í íþróttafræði og forstöðumaður hjá Sóltúni Heima. 15:20–15:30 Samantekt og ráðstefnulok. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara. Ráðstefnustjóri: Anna Birna Jensdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands. Ráðstefna er öllum opin og aðgangur frír. Streymt verður frá ráðstefnunni. Koma þarf á heild- arsöfnun launa- upplýsinga sem komi beint frá launagreiðendum og uppfæra þarf íslenska starf- aflokkunarkerfið ÍSTARF95. Þá er mikilvægt að til séu áreiðanlegar upplýsingar um vinnutíma, sérstaklega unnar stundir. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í nýrri skýrslu nefndar um umbæt- ur á úrvinnslu og nýtingu tölfræðiupp- lýsinga. Fjallað var um skýrsluna á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Meðal þess sem áhersla er lögð á í skýrslunni er að taka þurfi upp sam- bærilegan vettvang fyrir samráð á milli aðila í aðdraganda kjarasamninga og tíðkast í Noregi, en þar starfar nefnd um tölfræðilegar undirstöður kjarasamninga þar sem fulltrúar vinnumarkaðar, stjórnvalda og hag- stofu starfa saman og birta töluleg gögn til undirbúnings kjarasamning- um. Þannig má tryggja samræmdan skilning á þeim hagtölum sem liggja til grundvallar samningum og markmiðið er að tryggja sameiginlega sýn á stöðu og þróun launa og efnahagsmála og ýta undir það að tekist sé á um efnisatriði frekar en tölfræðilegar aðferðir eða niðurstöður. Á vefsíðu stjórnarráðsins er fjallað um skýrsluna og þar er haft eftir Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að skýrslan og þær umbætur sem í henni eru lagðar til séu mikilvægt framlag til þeirrar vinnu sem nú eigi sér stað á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins. „Bætt launatölfræði er meðal atriða sem ég hef lagt ríka áherslu á að verði bætt til frambúðar og ég fagna sér- staklega tillögu nefndarinnar um stofnun kjaratölfræðinefndar, sem er vettvangur aðila í aðdraganda kjara- samninga líkt og tíðkast m.a. í Noregi,“ er haft eftir Katrínu. Forsætisráðherra skipaði nefndina í kjölfar fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði í janúar í fyrra. Hún var skipuð fulltrú- um úr forsætis-, fjármála- og efna- hags- og velferðarráðuneyti auk full- trúa frá heildarsamtökum á vinnu- markaði, Sambandi íslenskra sveitar- félaga, Ríkissáttasemjara og Hagstofu Íslands. Vilja samráð að norskri fyrirmynd  Ríkisstjórnin fjallaði um skýrslu um nýtingu launatölfræðiupplýsinga Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.