Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er allt að falla í ljúfa löð í fjöl- skyldunni eftir óróleika síðustu vikur. Ekki láta stoltið ráða för þegar þú ræðir málin því aðgát skal höfð í nærveru sálar. 20. apríl - 20. maí  Naut Breytingar eru í sjónmáli, en þú ert ekki alveg viss um að þú viljir þær. Brennt barn forðast eldinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er fullkomlega rétti tíminn til þess að gera breytingar í starfi. Ræddu málin við félaga þína og drífðu svo í hlut- unum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir gera mistök og þau sem þú gerir verða til vegna gæsku þíns stóra, von- góða og saklausa hjarta. Einhver treystir á þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einbeittu þér að því að vinna gegn til- finningunni um að þú sért ekki nógu góð/ ur. Ef þú ert foreldri, hafðu þá í huga að uppeldið hefst strax. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinur gæti fært þér óvæntar fréttir eða þú gætir hitt kostulega manneskju, sem mun ekki láta þér leiðast. Einhver sem þú þekkir gerir ekki eins og þú vilt og það sær- ir þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólk hefur mikla þörf fyrir að telja aðra á sitt band í dag þar sem allir telja sig hafa á réttu að standa. Þú ættir að láta lækni hlusta þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til að láta minniháttar deilur komast upp á milli vina. Þér hættir til að sjá bara vandamál, ekki lausnir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert til í að íhuga samband sem virtist vond hugmynd í gær. Hressileg skoðanaskipti við makann eru bara af hinu góða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú stekkur fram á við fjárhags- lega með því að gera það sem þér finnst skemmtilegt. Farðu varlega í umferðinni. Einhver sendir þér vinabeiðni sem þér líst ekkert á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dragðu það fram eftir degi að ganga frá hvers konar kaupum eða samn- ingum. Ekki leika píslarvott, þú ert það ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að taka á vandamálum sem tengjast bílnum þínum. Láttu þau ekki fara í taugarnar á þér þar sem þetta er aðeins tímabundið ástand. Skemmtilegt afmæli er framundan. Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson: Veiðisvæði á Faxaflóa. Fræðigrein það kalla má. Fáum af þeim fylli nóga. Fjölum þess er leikið á Harpa á Hjarðarfelli svarar: Ýmsir sækja út á Svið. Ótal svið í fræðum. Af sviðum fylli fáum við. Fjalir sviðs við ræðum. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Þorsk á Sviði Solla dró í sekk frá Raunvísindasviði. Í sviðakjamma hjó og hló að hugsun um leiksviðsatriði. Helgi R. Einarsson er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum og byrjar á að því að leysa gátuna, – auðvitað! Ef með stórum staf, þá mið. Starfsvettvangur fyrir lið. Á þorranum fara þau í kvið. Á því má leika. Kallast svið. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Svið er mið á Faxaflóa. Fræðasvið hér nefnum við. Af sviðum fæ ég fylli nóga. Flutt á sviði er leikritið. Þá er limra: Kattfim hún kleif alla tinda með kameru til þess að mynda hið torfarna svið að túrhesta sið tindabikkjan hún Linda. Og síðan er ný gáta: Ögn mér líður alltaf skár, ef ég fæ mér viskítár myglaður að morgni dags og má þá gátu semja strax. Vont umtal hér varast ber. Víst það handan fjallsins er. Að aftanverðu á þér sést. Upp á klárinn hefur sest. Indriði á Skjaldfönn skrifaði í fés- bókina á þriðjudag að þessi vísa, höfð eftir Sigmundi Davíð, hefði borist sér í hendur rétt í þessu: Bergþór kappinn, bregst ei mínum vonum. Bráðum fer að hækka Klaustursólin. Einn af flokksins allra bestu sonum. Algerlega rígbundinn við stólinn. Ármann Þorgrímsson bætti við: „Lætur sér ekki bregða við smá- muni. Verður áfram formaður umhverf- is- og samgöngunefndar“: Bergþóri enginn bregða sá blæs á svona hrellingar. Ekkert lætur á sig fá þó eitthvað tuði kellingar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er margt sviðið Í klípu „veriÐ RÓLEG. ÞETTA ER EKKI FALL – ÞETTA ER LEIÐRÉTTING.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „þú hefur bætt á þig eftir aÐ þú hættir aÐ reykja!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eitthvað sem ekki er hægt að baktryggja. OG HEFURÐU GRENNST? ÞÚ LÍTUR VIRKILEGA VEL ÚT LÍSA FLÝJA-LAND- OG-TAKA-UPP- NÝTT-AUÐKENNI VONDUM MÁLUM JÓN HLÝTUR AÐ VERA Í VONDUM MÁLUM ER ÞETTA NÝ HÁR- GREIÐSLA? Ó, AFAR VONDUM MÁLUM Í HVERJU SÉRHÆFIRÐU ÞIG? AÐ GRAFA GÖNG! HRÓLFUR, ÞESSI GAUR HEFUR FARIÐ INN OG ÚT ÚR FANGELSUM Í GEGNUM TÍÐINA OG HANN VILL GANGA TIL LIÐS VIÐ OKKUR! Reiðufé ratar æ sjaldnar í hendurVíkverja. Það er helst í útlönd- um að hann gerir sér far um að vera með reiðufé í vösunum, en heima fyr- ir eru beinharðir peningar eiginlega orðnir óþarfir. Eins og flestir lands- menn veifar Víkverji greiðslukorti þegar hann þarf að borga og stutt mun vera í að síminn taki við af plast- inu. Þá mun duga að vera með sím- ann í námunda við kassann til að borga. Víkverji vonar bara að hann borgi ekki fyrir alla aðra í búðinni í leiðinni. x x x Fátt mælir orðið með því að gangaum með reiðufé. Einhvern tím- ann var það þannig að kaupmenn buðu afslátt ef borgað var með reiðufé, en sú tíð er liðin. Kostn- aðinum af kortunum, færslugjöldum og þvíumlíku, er velt yfir á alla við- skiptavini, sama hvernig þeir borga. Fyrirtækið VISA í Bretlandi hefur meira að segja þrýst á fyrirtæki að láta af notkun reiðufjár og nota þess í stað rafræna greiðslumiðla. Þótt notkun rafrænna greiðslumiðla fær- ist í vöxt hefur einnig verið talað um að meira sé í umferð í heiminum af dollurum, pundum og evrum en áður. Reiðufé er hvergi í heiminum notað jafn lítið og á Norðurlöndunum. Hlutfall reiðufjár í umferð var lengi vel 1% af vergri landsframleiðslu, en fór í 2% eftir hrun bankanna og hefur verið svipað síðan. Í því sambandi er hins vegar rétt að hafa í huga að er- lendir ferðamenn hér á landi notast mikið við reiðufé og skýrir það aukn- inguna í það minnsta að hluta. x x x Yfirleitt breytir það engu fyrir Vík-verja þótt hann sé bara með greiðslukort. Nýlega kom það sér þó vel að hann skyldi vera með seðla í vasanum. Víkverji stóð aftast í langri biðröð eftir miðum á íþróttakappleik, sem var í þann mund að hefjast, og posarnir voru ekki sérlega hrað- virkir. Þá var spurt hvort einhver væri með handbært reiðufé. Víkverji var akkúrat með fyrir miðanum og var kominn með miða í hendur um leið. Þegar hann gekk inn í salinn var flautað til leiks. Fyrir aftan hann var biðröðin og færðist hægt. vikverji@mbl.is Víkverji Allir vegir Drottins eru elska og trú- festi fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. (Sálm: 25.10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.