Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Erfitt hefurverið aðnálgast upplýsingar um fangabúðakerfið í héraðinu Xinjiang í Kína, en ljóst er að gúlagið þar er umfangsmikið. Búðirnar eru ætlaðar múslimum í héraðinu. Þar er að finna Ka- saka og Krigisa, en Uighurar, sem eru um 46% af íbúum Xinji- ang, eru langfjölmennastir. Í fyrra bar kona að nafni Sayragul Sauytbay vitni í rétt- arsal í Kasakstan. Hún hafði verið þar í fjóra mánuði og lýsti aðstæðum. „Þeir kalla þetta „pólitískar búðir“ … en í raun er þetta fangelsi í fjöllunum,“ sagði hún. Sauytbay er af kasöskum uppruna, flúði til Kasakstans og sótti þar um hæli. Þetta kemur fram í grein eftir fræðimanninn James Millward í tímaritinu The New York Re- view of Books þar sem gúlaginu og kúguninni í Xinjiang er lýst með hrollvekjandi hætti. Í búð- unum, sem Sauytbay var í, eru um 2.500 fangar. Talið er að fangabúðirnar í héraðinu séu í kringum 1.200 og því megi ætla að í þeim sé allt að milljón manns. Ýmsir hafa reynt að varpa ljósi á það sem er að gerast í héraðinu og smám saman er að komast mynd á óhugnaðinn, þótt kínversk stjórnvöld reyni að draga úr, segi að í búðunum fari einfaldlega fram þjálfun til að berjast gegn öfgum og fullyrði að staðhæfingar um annað séu af pólitískum toga. Búðirnar komust í umræðu á Vesturlöndum þegar Uighurar búsettir þar urðu varir við að ættingjar þeirra og vinir virtust hafa horfið af yfirborði jarðar. Þegar þeir fóru að grennslast fyrir komust þeir að því að lög- regla hefði flutt þá í endur- menntunarbúðir. Á samskipta- miðlinum WeChat, sem kínversk yfirvöld hafa náið eftirlit með, var orðalagið „farinn í nám“ not- að. Búðirnar eru yfirleitt um- kringdar háum veggjum, gadda- vír og varðturnum. Fangar þurfa að syngja söngva komm- únistaflokksins, afneita íslam, gagnrýna sjálfa sig og trúar- brögð fjölskyldna sinna, horfa á áróðursmyndir og læra kín- versku. Áhersla er lögð á að menning þeirra sé frumstæð. Þeir sem mögla eiga yfir höfði sér að vera settir í einangrun, fá ekki að borða, vera stillt upp við eða hlekkjaðir upp við vegg löngum stundum eða hlekkjaðir á höndum og fótum við svokall- aðan „tígrisstól“ og jafnvel vatnspyntingar og raflost. Litlum sögum fer af því að fangar hafi verið látnir lausir eftir að innrætingu er lokið í búðunum. Svo virðist sem við taki nauðungarvinna í verk- smiðjum í búðunum eða nærri þeim. Aðkomumenn í Xinjiang segja áberandi hvað margar verslanir Uighura séu lok- aðar og sömuleiðis veki athygli hvað fáir séu á götum, sérstaklega á aldr- inum 15 til 45 ára. Bandaríska utanríkisráðuneytið telur að allt milli 800 þúsund og tvær millj- ónir manna séu í fangabúðum. Þar við bætist mikill fjöldi í venjulegum fangelsum. Sam- kvæmt tölum kínverskra stjórn- valda var hlutfallið af öllum handtökum í Kína 21% í Xinji- ang. Í héraðinu búa 1,5% af íbúafjölda landsins. Talið er að rúmlega 10% fullorðinna músl- ima í Xinjiang séu á bak við lás og slá. Þeir sem ekki hafa verið fangelsaðir eru undir stöðugu eftirliti. Þúsundir manna fylgj- ast með hegðun múslima í hér- aðinu og er talið að eftirlitið sé meira miðað við höfðatölu en það var í Austur-Þýskalandi fyrir hrun múrsins. Vaktklefar fyrir lögreglu eru á nokkur hundruð metra fresti, eftirlits- ferðir eru tíðar, brynvarðir bílar eru á ferð og fólk er reglu- lega beðið um skilríki. Einnig er stuðst við eftirlitsmyndavélar með andlitskennslatækni, far- símavaktara, GPS-eftirlit með bílum og skanna fyrir DNA, fingraför, augu og raddir og jafnvel göngulag, sem safna upplýsingum í gríðarlegan gagnabanka þar sem fyrir eru gögn úr skylduboðnum könn- unum um ferðavenjur og trúar- brögð íbúanna og fjölskyldna þeirra. Í gagnabankanum fær fólk einkunnir. Trúræknir músl- imar missa stig fyrir að biðjast reglulega fyrir. Dregin eru frá 10 stig fyrir það eitt að vera Uighuri að uppruna. Kínversk stjórnvöld bera við hættunni af öfgum og hryðju- verkum. Sú hætta er fyrir hendi, en stórlega ýkt. Þá er hún ekki í neinu samræmi við hinar harkalegu og yfirgrips- miklu aðgerðir sem gripið hefur verið til gegn múslimum í Xinji- ang. Kúgun Uighura í Xinjiang hefur fengið allt of litla athygli. Bandarískir þingmenn úr röð- um bæði repúblikana og demó- krata tóku sig þó saman fyrr í vikunni og tilnefndu fræði- manninn Ilham Tohti til friðar- verðlauna Nóbels. Tohti er Uig- huri og var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 2014 vegna gagn- rýni í tímum, viðtölum og á vef- síðu á stefnu stjórnvalda í Xinji- ang. Sögðu stjórnvöld þau bera aðskilnaðarhyggju vitni. Þó gekk Tohti ekki lengra en svo að fara fram á að íbúar Xinjiang fengju að njóta þeirra réttinda, sem þegar væri kveðið á um í kínverskum lögum og stjórnar- skrá. Ef einhverjir eru sekir um öfgar í Xinjiang eru það ekki Uighurar heldur kínversk stjórnvöld. Ef einhverjir eru sekir um öfgar í Xinjiang eru það kín- versk stjórnvöld} Kúgun í Kína V erklegar framkvæmdir á vegum opinberra aðila munu ef fer sem horfir nema um 128 milljörðum króna á þessu ári. Þar er um að ræða verkefni á vegum ríkisins, ríkisstofnana, ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga. Frá þessu var greint á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. Á þessu eru kostir og gallar. Framkvæmd- irnar eru mikilvægt innlegg í hagkerfið og uppbygging innviða er ein mikilvægasta framþróun samfélagsins. Þar má nefna vegi, hafnir, flugvelli, virkjanir o.s.frv. en að sama skapi sjúkrahús, öldrunarstofnanir, skóla og önnur þjónustuverkefni. Öll þessi verkefni bera með sér framþróun og uppbyggingu til framtíðar. Öflugar samgöngur eru forsenda þess að skapa hagsæld úti um allt land, skapa atvinnu, flytja vörur og þjónustu og þannig mætti áfram telja. Vegur sem er lagður í dag mun nýtast framtíðarkynslóðum (sé honum haldið við). Að sama skapi mun virkjun framleiða orku um ókomna tíð. Við getum verið afar stolt af því að geta ráðist í öll þessi verkefni til að byggja upp samfélagið okkar. Þegar við hugum að innviða- uppbyggingu erum við ávallt að hugsa til lengri tíma og velja verkefni sem nýtast okkur í dag en einnig framtíðar- kynslóðum. Um það er ekki deilt. Hins vegar má velta fyrir sér hvort öll þessi uppbygging þurfi að vera á vegum hins opinbera. Þannig má sem dæmi nefna uppbyggingu og rekstur flugvalla. Í dag erum við með eitt ríkisfyrirtæki, Isavia, sem á og rekur alla flugvelli landsins. Á Keflavíkurflugvelli eru fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir tugi milljarða á næstu árum og allt er það á ábyrgð skattgreið- enda. Það er ekki áhættulaust að reka flugvöll. Flugvellir þurfa að standast nútímakröfur um þægindi og öryggi, þeir þurfa að mæta vexti í flugumferð og ferðaþjónustu og stunda öfluga markaðsstarfsemi í þeim tilgangi að laða að sér viðskiptavini. Allt er þetta eitthvað sem einka- aðilar eru fullfærir um að sinna og margir af stærstu flugvöllum Evrópu eru í eigu einkaaðila. Það er í raun engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll. Einhver kynni að halda því fram að rekstur flugvallar færði ríkinu tekjur, en svo er ekki. Önnur rök eru þau að flug- völlur sé það mikilvægur þáttur í samfélaginu að best fari á því að hið opinbera annist rekstur hans. Flugvellir eru vissulega mikilvægir, en það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að eiga þá og reka. Einkaaðili sem á og rekur flugvöll þarf að lúta lögum landsins og reglum markaðarins. Og jafnvel þótt eitthvað sé mikilvægt er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að sinna því. Við eigum að treysta einkaaðilum og sjá til þess að rík- ið sinni aðeins þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að rík- ið sinni. Þau eru ekki mörg – og rekstur flugvalla er ekki eitt af þeim. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Ríkið þarf ekki að reka flugvöll formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meirihluti umhverfis- ogsamgöngunefndar Al-þingis setur í nefndar-áliti við samgönguáætl- anir fram lista yfir þær vegaframkvæmdir sem hann leggur til að verði fjármagnaðar með gjald- töku. Heildarkostnaður við þessar vegaframkvæmdir sem fjármagn- aðar yrðu með veggjöldum er áætl- aður 57,1 milljarður króna. Til að flýta framkvæmdum hef- ur verið gert ráð fyrir gjaldtöku á þremur meginstofnæðum út frá höf- uðborgarsvæðinu, þ.e. á Reykjanes- braut að Keflavíkurflugvelli, Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi. „Gjaldtaka yrði, eftir útfærslu, sennilega þannig að á hverri leið fyr- ir sig er greitt gjald en ekki á hverj- um legg leiðanna,“ segir í nefndar- áliti meirihlutans. Þá er lagt til að skoðað verði með jafnræði fyrir aug- um hvort ákveðnar leiðir á lands- byggðinni, sem tillaga er gerð um og sem stytta vegalengdir, verði fjár- magnaðar með blandaðri fjár- mögnun; „að hluta til með fjár- framlögum af samgönguáætlun og að hluta til með lántöku sem verði greidd upp með gjaldtöku. Gjald- töku verði hætt þegar lán verður greitt upp. Dæmi um framkvæmdir sem fallið gætu í þennan flokk eru hringvegur um Hornafjarðarfljót og Axarvegur,“ segir í þar. 2+2 á Suðurlandsvegi Í þriðja lagi leggur meirihlutinn auk þess til að innheimta megi veggjald í jarðgöngum sem verði lið- ur í nýrri jarðgangaáætlun. Að sögn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í þingnefndinni, leggur meirihlutinn til ýmsar breytingar á samgönguáætluninni og lagðar eru fram nýjar tillögur eins og t.d. um breikkun Suðurlandsvegar. Meiri- hlutinn gerir ráð fyrir hærri stofn- kostnaði við þá framkvæmd og legg- ur til að þar verði breikkunin 2+ 2-vegur þar sem áður var gert ráð fyrir 2+1-vegi og ennfremur gerir meirihlutinn ráð fyrir gerð mislægra gatnamóta, sem ekki var að finna í óbreyttri samgönguáætlun. Þá er í áliti meirihlutans að finna nýjar til- lögur um breikkun Þrengslavegar og Grindavíkurvegar, sem þing- mennirnir leggja til að verði meðal þeirra framkvæmda sem fjármagn- aðar yrðu með gjaldtöku. Starfshópur samgönguráðherra er að störfum við að útfæra hug- myndir um vegaframkvæmdir með gjaldtöku og að sögn Vilhjálms má líta svo á að nefndarálit og tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngu- nefndar sé leiðarvísir fyrir starfs- hópinn um hvaða útfærslur hann þarf að finna til að uppfylla þær for- sendur sem nefndin setur fram. Meðal annarra breytinga sem meirihlutinn leggur til er lækkun framlaga til breikkunar Vestur- landsvegar um Kjalarnes þar sem verkhönnun og samningum við land- eigendur er ólokið og ekki verði hægt að fara í það verkefni fyrr en í fyrsta lagi seint á þessu ári. 200 milljónir verði því fluttar af þeirri framkvæmd í að skilja að aksturs- stefnur á Grindavíkurvegi en tekið er fram að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað. Til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveit- ingu til verksins úr 500 milljónum í 700 millj. kr. Þetta eigi ekki að seinka framvindu framkvæmdanna á Kjalarnesi enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið. 57 milljarða verk með veggjöldum Vegaframkvæmdir fjármagnaðar með gjaldtöku Tillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Suðursvæði I Lengd kafla, km Kostnaður, milljarðar kr. 1 Hringvegur Norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá 5 5.500 Biskupstungnabraut – Kambar 11,9 10.000 Skeiðavegamót – Selfoss 13 2.600 39 Þrengslavegur Skógarhlíðarbrekka, breikkun 5 1.000 Suðursvæði II (Reykjavík og Suðvestursvæði) Lengd kafla, km Kostnaður, milljarðar kr. 1 Hringvegur Fossvellir – Bæjarháls 10,6 4.700 Um Kjalarnes 11 4.200 41 Reykjanesbraut Holtavegur – Stekkjarbakki 3 2.000 Gatnamót við Bústaðaveg 0,5 1.000 Álftanesvegur – Lækjargata 2,5 9.000 Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur 3,3 2.400 Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun 5,5 3.000 43 Grindavíkurvegur Reykjanesbraut – Grindavík 6 1.000 Fitjar – Flugstöð 4 3.500 413 Breiðholtsbraut Hringvegur – Jaðarsel 3 1.200 Vestursvæði Lengd kafla, km Kostnaður, milljarðar kr. 1 Hringvegur Akrafjallsvegur – Borgarnes 30 6.000 Samtals, milljarðar kr. 57.100 Morgunblaðið/Ómar Bílar Vegtollar eru umdeildir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.