Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Vor í Pétursborg sp ör eh f. Vor 2 Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Við skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar! 3. - 8. apríl Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við eigum von á 70 manna hópi á þessu ári og er undirbúningsvinna á lokametrunum. Endanleg dag- setning liggur hins vegar ekki fyrir en þetta skýrist vonandi allt saman á næstu dögum,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamanna- ráðs, í samtali við Morgunblaðið. Vísar Stefán Vagn í máli sínu til komu kvótaflóttamanna hingað til lands, en hópurinn sem væntanlegur er samanstendur af fjölskyldufólki frá Sýrlandi og hinsegin fólki sem hefst nú við í flóttamannabúðum í Úganda í Afríku. Aðspurður segir Stefán Vagn fjölda kvótaflóttamanna á þessu ári vera nokkuð meiri en verið hefur til þessa. „Þetta er örlítil fjölgun frá því sem verið hefur en það er í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar þess efnis að fá fleiri kvótaflóttamenn hingað og við vinnum bara eftir þeirri áætlun,“ segir hann og bætir við að fólkið muni ýmist fara á höfuðborgarsvæð- ið eða út á land. Mikill áhugi hjá sveitarfélögum „Það var á sínum tíma sent út er- indi til sveitarfélaga þar sem óskað var eftir afstöðu þeirra til þess að taka á móti flóttamönnum og mjög mörg sveitarfélög sýndu áhuga. Að öllum líkindum fer þessi hópur að hluta til á Hvammstanga, Blönduós og til sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Stefán Vagn og bæt- ir við að ekki sé þó búið að ákveða þetta endanlega. „Áhuginn er til staðar og það er mjög jákvætt.“ Þá segir Stefán Vagn reynslu okk- ar af kvótaflóttamönnum ágæta. „Heilt yfir hefur þetta gengið vel, en auðvitað eru alltaf einhver tilfelli sem koma upp,“ segir hann. Búast má við 70 kvóta- flóttamönnum hingað  Fjölskyldufólk frá Sýrlandi og hinsegin fólk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keflavíkurflugvöllur Þessi hópur kvótaflóttamanna kom hingað til lands í lok febrúar í fyrra, en um er að ræða fjölskyldufólk frá Írak. Ragnar Þór Ing- ólfsson gefur kost á sér til áfram- haldandi for- mennsku í VR þegar kosningar fara fram í mars. Hann segist telja nær 100% öruggt að fram komi mótframboð og kveðst hann fagna því. ,,Ég er óhræddur við að setja mín störf í dóm félagsmanna og það er öllum formönnum stéttarfélaga hollt að gera það með reglulegu millibili. Félagsmenn móta áherslur og þær leiðir sem þeir vilja að félag- ið fari,“ segir hann og minnir á að kosningafyrirkomulagið í VR sé mjög lýðræðislegt, opið öllum og fé- lagsmenn móti stefnuna með því að kjósa þá sem þeir treysta til að leiða baráttuna. Kjörstjórn VR auglýsir þessa dagana eftir einstaklingsframboðum til formanns, stjórnar og listafram- boðum í trúnaðarráð VR fyrir kjör- tímabilið 2019-2021. Framboðs- frestur rennur út 11. febrúar. omfr@mbl.is Fagnar mót- framboði  Kosningar til for- ystu í VR eru í mars Ragnar Þór Ingólfsson Fuglum er gefið út í garðinn utan við húsið Ystu-Nöf í Borgarnesi og þang- að sækja spörfuglarnir kornið sitt. Einnig slæðast þar stöku sinnum rán- fuglar í leit að æti. Þessi smyrill náði sér í einn starra í garðinum og var það barátta upp á líf og dauða. En smyrillinn með sinn bogna gogg og beittu klær nýtti sér líka stærðarmuninn og hafði betur. Smyrillinn tætti síðan fuglinn í sig og flaug svo á brott með leifarnar til að kroppa betur af bein- unum í meira næði. Kuldinn að undanförnu hefur ekki gert smáfuglunum lífið auðveldara og störrum þar á meðal, líkt og fram kom í blaðinu í gær. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Barátta upp á líf og dauða í Borgarnesi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afar hægur gangur er á kjaraviðræð- um Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja (SSF) og Samtaka at- vinnulífsins (SA) en samningar um 4.000 félagsmanna í bönkunum og fleiri fjármálastofnunum runnu út um áramótin. Friðbert Traustason, formaður SSF, segir kjaradeilu stéttarfélag- anna fjögurra í ASÍ og SA, sem er til sáttameðferðar í Karphúsinu, lita all- ar aðrar kjaraviðræður á vinnumark- aði án sýnilegs ár- angurs skv. fréttum. Þá gagn- rýnir hann að- komu ríkisstjórn- arinnar og yfirlýsingar ráð- herra við upphaf kjaraviðræðna, sem menn hafi ekki áður kynnst í kjaraviðræðum á síðari árum. Venjulega komi ríkið að kjaramálunum á síðustu stigum við- ræðna. ,,Ég man ekki eftir því allan þann tíma sem ég hef verið í þessum málum að ríkisstjórnin gefi í upphafi kjarasamninga jafnvel sl. haust bein loforð um að hún muni koma að við- ræðunum og lausn kjaradeilna með einhverjum verulegum hætti og menn vita ekkert hvað er í þeim pakka,“ segir hann. Þetta eigi sinn þátt í því að mikill hægagangur sé í viðræðum. Í pistli á heimasíðu SSF segir að ríkisstjórnin hafi tilkynnt að ríkið muni koma með einhver útspil á næstu dögum, sem gætu liðkað til við gerð kjarasamninga, ,,en enginn veit (nema ráðherrar) hvert það útspil verður. Eina útspil ríkisstjórnar sem heyrst hefur er að hækka skatta veru- lega í formi veggjalda á Suður- og Vesturlandi. Meðan þessi boð um út- spil ríkisstjórnar liggja í loftinu og enginn veit hvað þau innihalda er engin von til að gengið verði frá kjara- samningum,“ segir þar. ,,SA, sem eru okkar viðsemjandi, eru mjög upptekin af viðræðunum í Karphúsinu og það litar allar aðrar viðræður. Auðvitað vilja menn kom- ast hjá því að fara í verkföll,“ segir Friðbert. Tveir formlegir samninga- fundir hafa farið fram milli samninga- nefnda SSF og SA auk óformlegra samtala. Í kjarakröfum sínum leggja SSF áherslu á launahækkanir, stytt- ingu vinnutíma og að settur verði skýr rammi fyrir fastlaunasamninga. Friðbert segir fastlaunasamninga stórt mál. ,,Margir hópar innan okkar raða fara ekki vel út úr þessum fast- launasamningum. Það er allt of mikill vinnutími á bak við þá og jafnvel þannig að fólk er kallað til vinnu um kvöld og helgar sem á allt að vera innifalið í fastlaunasamningum. Það er skelfileg þróun, sér í lagi þegar verið er að tala um styttri vinnuviku.“ Hægagangur í viðræðum og óvissa  SSF segja litla von um samninga á meðan enginn viti hvað loforð ríkisstjórnarinnar innihalda Friðbert Traustason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.