Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda 551 1266 Skipulag útfarar Dánarbússkipti Kaupmálar Erfðaskrár Reiknivélar Minn hinsti vilji Fróðleikur Sjá nánar á www.utfor.is Vesturhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Elín Sigrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjafi Sigrún Óskarsdóttir Guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frum- varp að nýrri stjórn- arskrá, byggt á frum- varpi Stjórnlagaráðs frá árinu 2011. Flestir eru sammála um að tímabært sé að gera ákveðnar breytingar á gömlu stjórnarskránni, enda er hún barn síns tíma. Menn greinir hins vegar á um hverju skuli breyta og hvernig að þessum breytingum skuli staðið. Sumir eru reyndar þeirrar skoðunar að heilla- vænlegast væri að breyta sem minnstu og jafnvel að ekki skuli hróflað við gömlu stjórnarskránni, enda hafi hún dugað vel. Upphaf málsins má rekja til þess að í „hruninu“ greip um sig öng- þveiti og óðagot í samfélaginu. Þá kom fram sú skoðun að gamla stjórnarskráin ætti einhverja sök á hvernig komið var fyrir þjóðinni. Í framhaldinu var efnt til þjóðfundar og kosið til Stjórnlagaþings, en Hæstiréttur dæmdi þá kosningu ólöglega vegna formgalla. Engu að síður voru kjörnir fulltrúar til Stjórnlagaþingsins skipaðir í svo- kallað Stjórnlagaráð og þeim falið að semja drög að nýrri stjórn- arskrá. Þótti mörgum sem þáver- andi ríkisstjórn hefði staðið klaufa- lega að málinu, enda áhöld um að meirihluti þjóðarinnar hefði í raun óskað eftir þessu brölti, sem kost- aði þjóðarbúið yfir þrjá milljarða króna þegar upp var staðið. Í kosningunum til Stjórnlagaþingsins var þátttakan aðeins 36,8%, það er að 63,2% virtust ekki hafa áhuga á fram- gangi málsins. Kjör- sóknin um tillögur Stjórnlagaráðs var 48,4%. Með öðrum orðum höfðu 51,6% þjóðarinnar ekki áhuga. Af þeim sem kusu vildu 67% miða við uppkastið frá Stjórnlagaráðinu. Þetta merkir, að þriðjungur kjósenda samþykkti þetta uppkast. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar sam- þykktu það ekki, mættu ann- aðhvort ekki á kjörstað eða greiddu ekki atkvæði með því. Hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var sent til Fen- eyjanefndarinnar svokölluðu, sem skipuð er helstu sérfræðingum Evrópu í stjórnskipunarrétti. Er skemmst frá því að segja að Fen- eyjanefndin gerði alvarlegar at- hugasemdir við frumvarpið. Fréttastofa RÚV birti frétt þann 12. febrúar 2013, þar sem greint er frá áliti Feneyjanefndarinnar og þar segir m.a.: „Í áliti nefnd- arinnar er sérstaklega tekið fram að margar greinar frumvarpsins eru of almennt og óljóst orðaðar sem leiðir til þess að afar erfitt getur verið að túlka þær og fara eftir þeim. Stofnanakerfið, sem lagt er til í frumvarpinu, er sagt frekar flókið og að það skorti á samræmi. Þetta eigi við um þau völd sem falin eru þingi, ríkisstjórn og forseta, valdajafnvægið og sam- spil þessara þriggja stoða stjórn- kerfisins sé í mörgum tilfellum of flókið. Þetta eigi líka við um hið beina lýðræði, sem tryggja á sam- kvæmt frumvarpinu. Sérfræðingar Feneyjanefnd- arinnar segja að þó fagna megi þeim möguleikum sem frumvarpið færir almenningi til að taka þátt í ákvarðanatöku þá þurfi að skoða þá möguleika mjög vel, bæði hina lagalegu hlið og hina pólitísku. Feneyjanefndin telur jafnvel hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika, sem geti grafið undan stjórn lands- ins. Með sama hætti telur nefndin að skoða þurfi vel það kosn- ingakerfi, sem lagt er til í frum- varpinu. Í mannréttindakaflanum telja hinir erlendu sérfræðingar að þó fjölmörg grundvallarréttindi séu tryggð skorti bæði á nákvæmni og innihald hvað varðar umfang og eðli þeirra réttinda og þær skyldur sem réttindi leggja á bæði hið op- inbera og einkaaðila. Það mætti skýra betur þær greinar sem fjalla um dómskerfið, segir í álitinu, sér- staklega þær sem fjalla um sjálf- stæði dómara og ríkissaksóknara. Loks segir að skýra mætti betur ákvæði um framsal ríkisvalds. Hér er augljóslega verið að vísa til 111. greinar frumvarpsins, sem hefur verið umdeild, enda virðist hún ekki hafa neinn sjáanlegan tilgang – nema þá kannski helst að greiða fyrir inngöngu Íslands í ESB? Þjóðaratkvæðagreiðslan Píratar hafa frá upphafi lagt áherslu á að fá frumvarp Stjórn- lagaráðs samþykkt óbreytt. Og þeir eru ekki einir um það því stofnað hefur verið félag áhuga- fólks um framgöngu málsins. Nú skal ekkert um það sagt hvort þetta fólk viti ekki af áliti Feneyja- nefndarinnar eða kæri sig kollótt og sé staðráðið í að hafa álitið að engu? Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. Þetta fólk klifar stöðugt á því að nýja stjórn- arskráin hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í lýðræð- islegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Menn hafa dregið þetta í efa og bent á dræma þátttöku og að áhöld séu um hvort hér hafi verið um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða eða ráðgefandi skoð- anakönnun. Það er sjálfsagt túlk- unaratriði. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir 114 greinum og hafa margir lögfróðir menn talið að slík- ur greinafjöldi sé óheppilegur þeg- ar um stjórnarskrá sé að ræða, sem reyndar kemur fram í áliti Feneyjanefndarinnar. Í „þjóð- aratkvæðagreiðslunni“ var einungis spurt um sex greinar frumvarps- ins. Engin þeirra fjallaði um fram- sal ríkisvaldsins til erlendra stofn- ana. Fyrsta spurningin var: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Að túlka það þannig að þeir sem segðu já við þessu séu hlynntir því að nýja stjórnarskráin verði tekin upp hrá og óbreytt, án tillits til álits Fen- eyjanefndarinnar, er villandi og beinlínis forheimskandi að mínu mati. Þeir sem telja að heill og ham- ingja þjóðarinnar sé undir því komin að innleiða frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt tala gjarn- an um „samfélagssáttmálann“. Það er fallegt orð og vonandi næst samstaða um þennan mik- ilvæga sáttmála. Það er auðvitað margt í frumvarpi Stjórnlagaráðs sem nota má til hliðsjónar við breytingar á stjórnarskránni, en þar er líka fjölmargt sem ekki á heima í slíkum sáttmála. Þær þjóðir sem hafa borið gæfu til að fara frekar í breytingar á gildandi stjórnarskrám en að umbylta þeim frá grunni hafa jafnan náð farsælli lausn í þessum efnum. Stjórnarskráin tilheyrir allri þjóð- inni og því er mikilvægt að ná víðtækri sátt um breytingar á henni. Að setja í stjórnarskrá ákvæði sem orka tvímælis eða eru í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna er ekki líklegt til sátta í samfélaginu. Samfélagssáttmálinn Eftir Svein Guðjónsson Sveinn Guðjónsson » Að setja í stjórn- arskrá ákvæði sem orka tvímælis eða eru í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna er ekki líklegt til sátta í samfélaginu. Höfundur er blaðamaður á eftirlaunum. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.