Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 ÚTSALA 20-70% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Meirihluti öldungadeildar Banda- ríkjaþings hefur snuprað Donald Trump forseta með því að sam- þykkja að hefja umræðu um tillögu þar sem lagst er gegn þeirri ákvörð- un hans að kalla bandaríska her- menn í Sýrlandi og Afganistan heim. Mitch McConnell, leiðtogi repú- blikana í deildinni, lagði tillöguna fram og hún var samþykkt með 68 at- kvæðum. Aðeins 23 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni – þrír repúblikanar og 20 demókratar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er til marks um vaxandi óánægju meðal þingmanna repúblikana með stefnu Trumps í utanríkismálum, að sögn The Wall Street Journal. Blaðið segir að þingmenn repúblikana hafi áður snuprað Trump í atkvæða- greiðslum um refsiaðgerðir gegn rússneskum fyrirtækjum og um ályktunartillögu þess efnis að Banda- ríkin hættu að styðja hernað Sádi- Arabíu og fleiri arabaríkja í Jemen. Trump tilkynnti í desember að hann hefði ákveðið að kalla banda- ríska herliðið í Sýrlandi heim vegna þess að sigur hefði unnist á íslömsku hryðjuverkasamtökunum Ríki ísl- ams (stundum nefnd ISIS á ensku). McConnell kvaðst hins vegar telja að enn stafaði hætta af íslamistum í Sýrlandi og Afganistan og enn væri þörf á bandarískum hermönnum í löndunum til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Samtökin ISIS og al-Qaeda hafa ekki verið sigruð,“ sagði hann. Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafa varað við því að þótt liðsmenn Ríkis íslams missi yfirráð yfir landsvæðum, þar sem þeir lýstu yfir stofnun kalífa- dæmis, sé líklegt að þeir haldi áfram að berjast með hryðjuverkum í Mið- Austurlöndum og víðar í heiminum. Leyniþjónustan rengir Trump Fyrr í vikunni komu yfirmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna fyrir nefnd öldungadeildarinnar og rengdu fullyrðingar Trumps um hættuna sem stafar af kjarnavopnum Norður-Kóreumanna og kjarnorku- áformum klerkastjórnarinnar í Íran. Trump fullyrti eftir fund með leið- toga einræðisstjórnar Norður-Kóreu á liðnu ári að engin hætta stafaði lengur af kjarnavopnum hennar og hann sagði á miðvikudag að hann teldi „þokkalegar líkur“ á að Norður- Kóreustjórn eyddi vopnum sínum. Yfirmenn leyniþjónustunnar sögðu hins vegar að „ólíklegt“ væri að ein- ræðisstjórnin léti öll vopn sín af hendi þar sem hún liti enn svo á að þau væru nauðsynleg til að tryggja að henni yrði ekki steypt af stóli. Trump hefur sagt að Bandaríkj- unum stafi hætta af kjarnorkuáform- um Írana en yfirmenn leyniþjónust- unnar sögðu að hún teldi ekki að klerkastjórnin væri að reyna að framleiða kjarnavopn. 5 km Samtökin Ríki íslams Kúrdar og banda- menn þeirra Stjórnarherinn og bandamenn Yfirráðasvæði Þjarmað að Ríki íslams í Sýrlandi ÍRAK ÍRAK40 km Mayadeen Albu Kamal Raqa Hasakeh Deir Ezzor DEIR EZZOR- HÉRAÐ Efrat ÍRAK JÓRDANÍA TYRKLAND LÍ B. 50 km DAMASKUS SÝR- LAND Deir Ezzor Hajin Núna Íslamistarnir hafa hörfað á 4 km2 svæði Repúblikanar snupra Trump  Andvígir heimkvaðningu hermanna Janúar var hlýjasti mánuður í sögu Ástralíu frá því að mælingar hófust og meðalhitinn var þá meira en 30 gráður á Celsíus í fyrsta skipti. Að minnsta kosti fimm dagar í janúar voru á meðal tíu hlýjustu daga í sögu landsins. Úrkoma var einnig undir meðallagi í flestum lands- hlutum og miklir þurrkar voru í Nýju Suður-Wales. Síðasta ár var það þriðja hlýjasta í sögu Ástralíu og árið 2017 það fjórða. Hitinn mældist mestur í Sydney 47,3 gráður og var það hlýj- asti dagur í borginni frá árinu 1939. AFP Methiti í Ástralíu Steikjandi sumarhiti Börn kæla sig í gosbrunni í Melbourne í Ástralíu. Katalónar á mótmælafundi í Barce- lona í gær til stuðnings tólf leiðtog- um sjálfstæðissinna sem hafa verið fangelsaðir og ákærðir vegna sjálf- stæðisyfirlýsingar Katalóníu í októ- ber 2017. Níu þeirra hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og eiga yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsis- dóm. Hinir þrír hafa verið ákærðir fyrir að misnota opinbert fé. Réttarhöldin eiga að hefjast í Madríd 12. febrúar. AFP Katalónar mótmæla saksókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.