Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 52
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Opið virka daga frá kl. 11 til 18 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) afsláttur af öllum vörum Rým ing Lokadagar 80% Guðrún Ösp Sævarsdóttir messó- sópran og Helga Kvam píanóleikari flytja afrísk-ameríska vinnusöngva frá tímum þrælahalds á tónleik- unum Þrælar kl. 20 í kvöld í Hann- esarholti. Vinnusöngvarnir eru við útsetningar tónskáldsins og klass- íska söngvarans Harry T. Burleigh (1866-1949), sem var þekktur fyrir sína fögru barítónrödd. Afrísk-amerískir vinnusöngvar þræla LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Það er enginn heilagur sannleikur í markmannsþjálfun, hvernig á að gera hlutina. Það eru allir með mis- munandi styrkleika og veikleika og það á að vinna með það sem maður hefur. De Gea notar sína styrkleika,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson knatt- spyrnumarkvörður um David de Gea, markvörð Manchester United, og óvenjulega tækni hans. » 1 Það á að vinna með það sem maður hefur Leikritin Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen, 11 ára, og Frið- þjófur á geimflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur, 7 ára, verða sýnd saman kl. 13 á Litla sviði Borg- arleikhússins um helgina, 2. og 3. febrúar. Iðunn Ólöf og Sunna Stella unnu leikritasamkeppnina Krakkar skrifa sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV og KrakkaRÚV. Alls bárust hátt í 50 leikrit frá 6-12 ára börnum. Leikarar eru þau Edda Björg Eyjólfsdóttir, Davíð Þór Katr- ínarson, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson og Jóhann Sigurð- arson. Halldór Gylfason leikstýrir. Tölvuvírus og geim- flakk á Litla sviðinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fannhvít jörð er þessa dagana á landinu öllu og í frostinu er fallegt vetrarveður. Það skapar tækifæri og víða hafa á snjóbreiðunum verið út- búnar brautir fyrir skíðagöngufólk, svo sem austur á Þingvöllum. „Nei, við höfum aldrei gert neitt þessu líkt áður, en núna vildum við koma til móts við sístækkandi hóp fólks sem stundar þetta sport. Að- stæðurnar sem bjóðast eru sennilega hvergi betri en hér,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, í samtali við Morgunblaðið. Skemmtilegt sport Skíðagöngubrautir á Þingvöllum eru tvær. Sagt er best að leggja bíln- um við Vallakrók rétt neðan við Öx- arárfoss. Þaðan liggur leiðin til aust- urs í átt að Skógarkoti; hvaðan fara má í Vallakrók, Skógarkot, Hraun- tún og þaðan til baka en þessi krókur er um 10 kílómetra langur. Einnig er hægt að fara ámóta langan spotta til austurs í átt að svonefndum Tjörn- um, þaðan vestur eftir vegi 361 að Peningagjá, fara þar yfir brúna og fylgja svo veginum norður aftur að Vallarkróki. „Hér hefur snjóað talsvert að und- anförnu og brunagaddur dag eftir dag; gjarnan í kringum tíu stig. Með þessu hafa myndast góðar aðstæður til að vera á gönguskíðum sem er náttúrlega mjög skemmtilegt sport,“ segir Guðjóna. „Við fengum að láni spora til að marka brautir með og Kolbeinn Sveinbjörnsson á Heiðarási í Þingvallasveit, sem sinnir marg- víslegri verktakavinnu hér í þjóð- garðinum, fór með verkfærið góða í eftirdragi á vélsleðanum sínum og myndaði þannig göngubrautirnar. Núna er bara að vona að snjórinn haldist eitthvað, svo þessara gæða njóti við sem lengst því gönguskíði eru mjög þægilegur ferðamáti um skógi vaxin hraunin hér.“ Lokkar Íslendinga Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri á Þingvöllum, segist vænta þess að aðstaða til skíðagöngu lokki Íslendinga austur næstu daga. Raunar vegur landinn ekki mikið í heildarfjölda gesta þjóðgarðsins, þar eru ferðamenn af fjarlægri slóð alls- ráðandi. „Núna er nýárið að renna upp í Kína og skólafrí að hefjast í Bretlandi og þá koma margir til Ís- lands. Það er oft mikil aðsókn hér í febrúar,“ segir Jóna. Skíðaganga Vetrarsólin er falleg þessa dagana og útivera í snjónum bætir, hressir og kætir eins og þar stendur. Fannhvítar brautir  Skíðaganga á Þingvöllum við allra bestu aðstæður  Troðnar slóðir langar leiðir  Brunagaddur dag eftir dag Gestgjafi Mikil aðsókn í febrúar, segir Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.