Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Áskákdeginum, 26. janúar,afmælisdegi FriðriksÓlafssonar, fyrsta stór-meistara Íslendinga, var teflt af miklu kappi um land allt. Þeir alhörðustu eru trúlega í skák- félögum eldri borgara í Reykjavík; hjá KR við Frostaskjól tók skák- deildin daginn snemma og efndi til móts í bítið sem lauk með sigri Ólafs B. Þórssonar. Hinn kunni milliríkja- dómari og eigandi Jóa útherja, Magnús V. Pétursson, er mikill skákáhugamaður og hélt upp á 86 ára afmæli sitt sl. þriðjudag með því að efna til skákmóts í húsakynnum FEB í Stangarhyl. Friðrik Ólafsson heilsaði upp á keppendur en Gunnar Kr. Gunnarsson sigraði glæsilega. Í tilefni þessa afmælis og skák- dagsins er ástæða til að rifja upp nokkrar viðureignir Magnúsar við ýmsa fræga menn. Í Moskvu árið 1957 gerði hann jafntefli í fjöltefli við sjálfan Mikhail Tal og í öðru fjöltefli haustið 1989 tapaði hann að vísu fyr- ir Bent Larsen, en viðureign þeirra var síðar birt í Extrablaðinu danska og leikfléttan sem Bent hristi fram úr erminni til að knýja fram sigur hafði áður öðlast fræðiheitið Mát Bodens en hafði aldrei komið fyrir í skákum Larsens. Þar sem greinarhöfundur hafði nýverið lokið lestri bókarinnar Listamannalaun fannst mér skemmtilegt að nýfundin gögn sem bárust mér eftir krókaleiðum leiða nú fram eina söguhetjuna úr þeirri bók, súrrealistann Alfreð Flóka, sem harðskeyttan skákmann og Þrótt- ara: Meistaramót Þróttar 1953: Alfreð Flóki – Magnús V. Pét- ursson Frönsk vörn 1. d4 e6 2. e4 d5 3. Bd3 c5 4. dxc5 Bxc5 5. Bb5+ Bd7 6. Bxd7+ Dxd7 7. exd5 exd5 8. De2+ Re7 9. Rf3 O-O 10. O-O Rbc6 11. c3 Had8 12. b4 Bb6 13. Rbd2 d4 14. Bb2 dxc3 15. Bxc3 Rd5 16. Dc4 Rxc3 17. Dxc3 Bd4 18. Rxd4 Dxd4 19. Dxd4 Hxd4 20. b5 Hxd2 21. bxc6 bxc6 22. Hfd1 Hfd8 23. Hxd2 Hxd2 24. Kf1 g6 25. a4 a5 26. Hc1 Ha2 27. Hxc6 Hxa4 Hér sættust keppendur á skiptan hlut. Þó að svartur sé peði yfir telst staðan fræðilegt jafntefli og það vissi Magnús. Hjörvar áfram efstur í tveim mótum Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson gerðu jafntefli innbyrðis í áttundu umferð Skákþings Reykjavíkur. Hjörvar er því með ½ vinnings forskot fyrir lokaumferðina, hefur hlotið 7 vinn- inga. Guðmundur í 2. sæti með 6 ½ vinning. Í lokaumferðinni á morgun teflir Hjörvar við Þorvarð Ólafsson og Guðmundur við Sigurbjörn Björnsson. Í 4. umferð skákhátíðar MótX sl. þriðjudagskvöld vann Hjörvar Þröst Þórhallsson og er einn efstur með fullt hús vinninga. Guðmundur Kjartansson, Halldór G. Einarsson og Jón L. Árnason koma næstir með 3 vinninga. Sjöundi sigur Magnúsar Magnús Carlsen vann stórmótið í Wijk aan Zee í sjöunda sinn á sunnudaginn er hann gerði jafntefli við Anish Giri í lokaumferðinni. Lokastaðan: 1. Magnús Carlsen 9 v. 2. Giri 8 ½ v. 3.-5. Nepomniachtchi, Liren Ding og Anand 7 ½ v. 6. Vidit 7 v. 7.-9. Radjabov, Shankland og Rap- port 6 ½ v. 10. Duda 5 ½ v. 11.-12. Fedoseev og Mamedyarov 5 v. 13.- 14. Kramnik og Van Foreest 4 ½ v. Á einu sterkasta opna móti árs- ins á Gíbraltar sigraði Rússinn Vladislav Artemiev, hlaut 8 ½ vinn- ing af tíu mögulegum. Í 2. sæti varð 19 ára Indverji, Murali Karthi- keyan, með 8 vinninga. Jóhann Hjartarson hlaut 5 ½ vinning af tíu mögulegum. Keppendur voru 251 talsins. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Einar S. Einarsson Skákmeistarinn og milliríkjadómarinn Gunnar Kr. Gunnarsson til vinstri var landsliðsmaður í knattspyrnu og skák. Hann sigraði á afmælismóti Magnúsar V. Péturssonar. Þeir eru jafnaldrar. Skákdagurinn var haldinn með pompi og pragt GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 10 ÍBÚÐIR EFTIR Flest höfum við ferðast til útlanda og fussað og sveiað yfir fá- ranlega háu verði á gagnamagni. Þá er auðveld lausn að bregða sér á næsta kaffihús og tengjast fríu þráðlausu neti sem kaffihúsið býður upp á. Val er um tvö þráðlaus net; kaffihús og kaffi- hús1. Þú velur annað hvort og hugsar ekki meira um það. Svo færðu símtal frá vinnunni klukkustund síðar sem segir að verið sé að reyna að skrá sig inn á innri vef fyrirtækisins með þínu notandanafni og lykilorði. Þú gafst engum upp lykilorðið né gat nokkur séð hvað þú gerðir í tölvunni. Það sem gerðist þarna var að annað þráðlausa netið, „kaffihús1“, var beita. Einhver óprúttinn aðili setti upp sitt eigið þráðlausa net með næstum því sama nafni og beið eftir að einhver myndi tengjast. Þráðlausa netið hans er tengt við alvöru þráðlausa netið og veitir þannig netaðgang. Notandinn veit ekki betur en að þráðlausa netið virki og allt sé í lagi. Nú fer öll notkun gegnum millilið sem getur hlerað öll ódulkóðuð samskipti tölvunnar. Auðveldasta lausnin á þessu er auð- vitað að nota ekki þráðlaust net sem í boði er fyrir gesti og gangandi á al- menningsstöðum. Frekar að nota sím- ann sem netbeini (e. router) og nota farsímanet símans sem nettengingu. Ef nauðsynlegt er að nota óöruggt þráðlaust net er gott að nota ein- ungis örugga vefi ef slá þarf inn einhverjar upp- lýsingar. Örugga vefi má þekkja með því að vef- slóðin hefst á https:// í stað http://. S-ið stendur fyrir secure (öruggt). Öruggir vefir beita dul- kóðun á allar upplýs- ingar sem eru sendar á milli þeirra og notenda þeirra. Þannig skiptir engu þótt milli- liðurinn hleri samskiptin þar sem hann getur ekki afkóðað þau. Þriðja lausnin er svo að nota sýndareinkanet (VPN) þar sem notandinn tengist einkaneti í gegnum dulkóðaða teng- ingu. Einkanetið sækir svo það sem notandinn biður um og sendir honum það í gegnum dulkóðuðu tenginguna. Þannig myndi milliliðurinn eingöngu sjá dulkóðuð samskipti og gæti því ekki lesið úr gögnunum. Allir þráðlausir aðgangspunktar hafa þann valmöguleika að krefjast lykilorðs til þess að unnt sé tengjast þeim. Þá er oftast notast við WPA2- dulkóðun og með því að tengjast þannig neti ættu samskiptin að vera dulkóðuð. Árið 2017 kom þó í ljós að veila er í virkni WPA2-dulkóðunar og því möguleiki á að milliliður geti kom- ist á milli og dulkóðað samskiptin. Síðan þá hafa verið gefnar út upp- færslur fyrir flest stýrikerfi sem eiga að koma í veg fyrir svona árásir. Sá sem uppgötvaði veiluna sagði þó í við- tali í október 2018 að það væri í sum- um tilvikum ennþá hægt að komast framhjá WPA2-dulkóðun með því að sameina nokkrar aðferðir. Þessi töl- vuárás er þó ekki bara hlutur sem er settur upp og látinn keyra og reynt að safna sem mestum upplýsingum. Þarna yrði sérstaklega að velja aðila og beina árásinni að honum. Það borgar sig að fara varlega og töluvert dýrara gæti orðið að nota frítt þráðlaust net á almannafæri en að bæta nokkrum krónum við farsím- areikninginn. Nú borgar fólk það sama fyrir farsímaþjónustu á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og því geta Íslendingar notað farsímaþjón- ustu hvar sem er í EES á sama verði og heima. Fólk ætti því einkum að nota ókeypis þráðlaus net utan EES. Sem betur fer eru öruggir vefir nú orðnir miklu algengari en fyrr, sem hefur takmarkað áhættuna sem fylgir óöruggum nettengingum. Það er engu að síður aldrei of varlega far- ið með upplýsingar. Frítt net Eftir Svönu Helen Björnsdóttur Svana Helen Björnsdóttir » Varhugavert er að tengjast ókeypis þráðlausum netum. Það getur haft í för með sér gagnaleka og að óprúttnir aðilar komist yfir netaðgang fólks. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi Frítt WiFi? Þráðlausa netið var beita. Óprúttinn aðili setti upp eigið net og beið eftir að einhver myndi tengjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.