Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Allt breytist. Í spennusögu í tímaritinu Fálkanum árið 1953stóð: „Hann tók langan drátt úr vindlingnum.“Og nú stefnir í að sagt verði: „Mörg verða af aurum apar“og: „Manneskja er manneskju gaman“. Karlkynið er í varn- arstöðu. Á sveitasíma sást þessi athugsemd þann 1. desember síðastliðinn: Allt var sagt – og allt er breytt, „einatt skrýtnar sögur“. Seinni hluti vísunnar var úr annarri átt og tengdist ársafmæli núver- andi ríkisstjórnar: Ríkt hefur Katrín árið eitt – ætli þau verði fjögur? Það má hressa upp á kennslu með ýmsu móti, t.d. með því að grípa til gömlu góðu ferskeytlunnar. Kennari vildi festa „tvítöl- una“ gömlu í minni nemenda sinna (þar sem „við“ og „þið“ áttu einungis við um tvo, en „vér“ og „þér“ þegar um fleiri en tvo var að ræða). Hann vildi svo í leiðinni fræða nemendur um framburðarbreytinguna þegar ll varð að dl (t.d. stóll>stódl). Rímsins vegna tengdist fyrri partur vísunnar yfirfullum Landspítala og skorti á hjúkrunarheimilum aldraðra. Ótalmargan ellismell er að finna á spítala. Í tímans rás varð „fell“ að „fedl“; hið forna „þið“ var tvítala. En bestu íslenskukennsluna veita bókmenntirnar. Ég hef verið að lesa Fóstbræðra sögu með úrvalsnemendum í Félagi eldri borgara. Þar er þessi lýsing í 6. kafla: „[Butraldi] var einhleypingur, mikill maður vexti, rammur að afli, ljótur í ásjónu, harðfengur í skaplyndi, vígamaður mikill, nasbráður og heiftúðugur“ (nasbráður: uppstökkur, sbr. „stökkva upp á nef sér“). Stormfuglar Einars Kárasonar er ein af bókum ársins 2018. Ég otaði henni um jólin að ungu fólki sem hreifst af sagnameistaranum. Nú er ég að lesa Sextíu kíló af sólskini. Hallgrímur Helgason gerir það ekki endasleppt við lýsingarorðin: innansveitt (peysa); sauðlitir (bændur); (sterklega) kjálkaður (maður); tannglamrandi (örvænting); hungurdofin (börn); þungstillt (kona); búrkalt (smjör); náttsvört (húfa); vindskekkt (timburhús); heimaspakur (meistari); leiðindaeyðandi (gleðihnöttur); innihvít, rjómafeit, meyjarholdsmjúk (kaupmannshönd). Og hér er lýsing Hallgríms á sálarástandi kaupmannsins á Fagureyri (bls. 119): „Sjaldan hafði hann séð svo bjartan svartan dag, sólstafirnir gengu sem sorgarborðar niður af himninum og snjóflögurnar sem flögruðu fyrir glugganum voru sem öskuflygsur úr bálinu bakvið lífið.“ Dæmi úr fjölmiðlum á líðandi stund: „fullorðnir karlmenn undir áhrifum áfengis“ (=fullir kallar). Dæmi um ofnotkun: a) „hlaða batteríin“; b) (sagt við börn:) „Þetta er ekki í boði.“ Dæmi um breyttan framburð í fjölmiðlum: „verkjefni“ (í stað: verk- efni). Og loks dæmi um skagfirska kímnigáfu – um yfirheiti fyrir bæja- þyrpinguna Gröf, Stóru-Gröf, Stóru-Gröf syðri, Stóru-Gröf ytri, Litlu- Gröf og Syðri-Gröf: Fjöldagröf. Skagfirskt skopskyn Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Alnetið og samskiptamiðlar, tölvur og snjall-símar, hafa breytt lífi okkar sem nú búumá þessari jörð. En hefur það orðið til góðs?Um það eru skiptar skoðanir. Fyrir 60 árum var það fátítt að sjónarmið annarra en sjálfstæðismanna birtust á síðum Morgunblaðsins. Þá skrifuðu sjálfstæðismenn í Morgunblaðið eða Vísi, sósíalistar í Þjóðviljann, kratar í Alþýðublaðið og framsóknarmenn í Tímann. Til eru þeir enn, sem sakna þeirra tíma! Á Viðreisnaráratugnum fór þetta að breytast. Í þeirri sögu Morgunblaðsins, sem ungt fólk á blaðinu lærði á þeim tíma, voru þær breytingar raktar til þess, þegar Bjarni heitinn Benediktsson, ritstjóri blaðsins um skeið á sjötta áratug síðustu aldar, gaf fyrirmæli um að framvegis skyldi í þingfréttum blaðsins sagt frá málflutningi þingmanna allra flokka, sem ekki hafði tíðkast. Nú er hins vegar svo komið að almennir borgarar þurfa ekki að eiga það undir ritstjórum blaða, hvort þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri op- inberlega. Samskiptamiðlar nútímans gera það að verkum að hver og einn getur með einföldum hætti komið sér upp persónulegum fjölmiðli, hvort sem það er á Facebook eða Twitter. Þetta er jákvætt og lýðræðislegt. Neikvæða hliðin á þessari jákvæðu og lýðræðislegu þróun er hins vegar augljós. Stundum kann fólk sér ekki hóf í umfjöllun og umsögnum um náungann. Og enginn til þess að hafa vit fyrir þeim hinum sömu. Illska og illmælgi eitrar andrúmsloftið í samfélag- inu. Að þessu leyti hafa samskiptamiðlar að sumu leyti komið í staðinn fyrir „kjaftasögurnar“ sem áður gengu manna á meðal, hvort sem það var í pólitík- inni, menningargeiranum eða í vísindasamfélaginu, svo nefndir séu þrír þjóðfélagskimar þar sem það fyrirbæri hefur ekki sízt komið við sögu. Þegar saga Þriðja ríkisins er lesin verður ljóst, að Jósep Göbbels, áróðursmálaráðherra Adolfs Hitlers, hefur náð mikilli færni í notkun þess nýja miðils sem útvarp var á þeim tíma, og fór að ryðja sér til rúms að ráði um áratug áður. Að sumu leyti má kannski segja að útvarp hafi á dögum Þriðja ríkisins gegnt svipuðu hlutverki fyrir Hitler og Twitter gerir nú fyrir Donald Trump. Bandaríkjaforseti þarf ekki lengur á hefðbundnum fjölmiðlum að halda. Tístið dugar honum til að vera ríkjandi dag hvern í fjöl- miðlum vestan hafs, hvort sem er í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Reyndar var útvarp talið svo máttugt vopn í hönd- um Göbbels, að hægri hönd hans við nýtingu þess, maður að nafni Hans Fritzsche, var dreginn fyrir dómstólinn í Nürnberg, sem fjallaði um stríðsglæpi nazista, að stríðinu loknu, en að vísu sýknaður þar en dæmdur síðar af þýzkum dómstól í fangelsi. Eitt sinn gaf Hans Fritzsche íslenzkum náms- manni í Berlín tvo aðgöngumiða að fundi sem Adolf Hitler efndi til í borginni, áður en hann komst til valda. Sú gerð varð Einari Olgeirssyni, helzta leið- toga kommúnista á Íslandi á 20. öldinni, tilefni til að veitast að Bjarna heitnum Benediktssyni í umræðum á Alþingi áratugum síðar og taldi veru hans á þess- um fundi til marks um aðdáun hans á Hitler. Veruleikinn var sá, að milli Hans Fritzsche og Finnnboga Rúts Valdemarssonar, síðar ritstjóra Al- þýðublaðs og enn síðar þingmanns á vegum Samein- ingarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks, var vinátta. Fritzsche gaf hinum íslenzka vini sínum miðana tvo á fundinn og Finnbogi Rútur bauð vini sínum, sem þá var líka við nám í Berlín, Bjarna heitnum, að koma með sér. Þeir voru báðir andstæðingar Hitlers en hefur vafalaust þótt áhugavert að fylgjast með því sem fram fór í Berlín á þeim árum. Ræða Einars var „fake news“ þeirra tíma. Hinum nýju samskiptamiðlum fylgja óværur, sem í útlöndum eru kallaðar nettröll. Í októbermánuði sl. féll dómur í Finnlandi, sem vakti verulega athygli. Með þeim dómi voru finnsk nettröll dæmd í fangelsi, svo og í skilorðs- bundið fangelsi og sektir fyrir ofsóknir og einelti gegn finnskri blaðakonu. Og af hverju þær ofsóknir? Jessikka Aro hafði fyrir fimm árum fjallað um og afhjúpað starfsemi rússneskra nettrölla og finnskra hjálparmanna þeirra. Hún hafði komizt í samband við starfsmenn nettröllaverksmiðju í Pétursborg í Rúss- landi, þar sem fjöldi manna starfaði við framleiðslu á lygafréttum sem dreift var á finnskum samfélags- miðlum og víðar. Eitt sinn fór blaðakonan í frí til Taílands og svo mikið var við hana haft að henni var fylgt eftir, teknar af henni myndir á skemmtistöðum og birtar í Finnlandi með niðrandi ummælum. Það var hringt í heimasíma hennar en einu hljóðin sem komu úr símanum voru skothvellir. Úr því að þetta getur gerzt í Finnlandi, getur það gerzt hér. Þess vegna er ekki að ástæðulausu að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þessi málefni á dagskrá næsta fundar Þjóðarörygg- isráðs. Það eru því bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á þeirri þróun samfélagsmiðla, sem orðið hefur í kjöl- far alnetsins svonefnda og þeirrar tækni sem fylgt hefur. Á líflegum fundi í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs fyrir viku, sem fjallaði um Sjálfstæðisflokkinn og stöðu hans, hafði einn þingmaður flokksins orð um að flokkurinn réði ekki yfir neinu málgagni. Af hverju breytir Sjálfstæðisflokkurinn heimasíðu sinni ekki í slíkt málgagn? Og það sama má spyrja aðra flokka um. Er ekki gamaldags nú á tímum að kvarta undan skorti á málgagni? Sennilega mundi Trump finnast það. Öld samskiptamiðla Frá Jósep Göbbels til Donalds Trumps. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Miðvikudaginn 6. febrúar 2019verður Ragnar Árnason, pró- fessor í fiskihagfræði, sjötugur. Hann er í röð fremstu fræðimanna Háskóla Íslands og ráðgjafi ríkis- stjórna um heim allan á sérsviði sínu. Af mörgu er að taka, en ég staldra einkum við tvö verk Ragnars. Annað er fræg ritgerð í Canadian Journal of Economics árið 1990, Minimum Information Management in Fisher- ies. Þar leiðir höfundur rök að því, að ýmsar þær aðferðir, sem stungið hafi verið upp á til að leysa samnýt- ingarvandann í fiskveiðum, krefjist meiri þekkingar en völ sé á. Hins vegar sé kerfi framseljanlegra afla- kvóta tiltölulega einfalt í fram- kvæmd. Hitt verkið er tvær rækilegar skýrslur, sem Ragnar átti aðalþátt- inn í að semja fyrir Alþjóðabankann og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2017, kenndar við Sunken Billions. Þar er bent á, að stórkostlegum verðmætum er kastað á sæ, af því að úthafsveiðar eru víðast stundaðar með of miklum tilkostnaði. Er mat Ragnars, að árleg sóun í sjávar- útvegi heims sé á bilinu 51 til 105 milljarðar Bandaríkjadala. Það er ekki síst ráðgjöf Ragnars að þakka, að í íslenskum sjávar- útvegi hefur þróun komið í stað só- unar. En afmælisbarnið hefur skrif- að um ýmis önnur efni, þar á meðal snjalla greiningu á jöfnunaráhrifum tekjuskatts, jafnvel þótt flatur sé. Ragnar er líka afburðafyrirlesari, skýr og rökvís. Á næstu dögum verður vinum hans og velunnurum boðið að rita nöfn sín á heilla- óskalista í afmælisriti með helstu fræðigreinum hans, sem koma á út næsta vor, og þá heldur Félags- vísindasvið Háskóla Íslands einnig alþjóðlega ráðstefnu honum til heið- urs. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ragnar Árnason Glæsileg 4ra herbergja sérhæð á neðri hæð í nýbyggingu í Dalshverfi. Staðsett við nýja grunnskóla. 58 m2 sólpallur. Tilbúin til afhendingar við samning Stærð 117,6 m2 Verð kr. 47.000.000 Leirdalur 23, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.