Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Ferðaþjónustu- fyrirtæki á Selfossi Um er ræða öflugt fyrirtæki sem býður gistingu í smáhýsum tengt stóru tjaldsvæði og vagnasvæði með þjónustuhúsnæði. Lóðar- leigusamningur og byggingarréttur að fleiri húsum fylgir. Stöðug- ur rekstur með bókanir fram í tímann. Veltan er um 100 mkr. og ebitda um 24 mkr. Mörg tækifæri til að auka nýtingu og sölu. Mjög spennandi tækifæri á öflugu markaðssvæði í ferðaþjónustu. Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 Lögmaður Rositu YuFan Zhang, eig- anda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent Ríkisútvarpinu formlega stefnu þar sem farið er fram á sex milljónir í miskabætur, 1,2 milljónir í bætur vegna birtingar og að ýmis ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Er það vegna umfjöllunar frétta- stofu RÚV um veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri 2017. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Rositu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Í fyrstu frétt RÚV af málinu 30. ágúst 2017 sem Sunna Valgerð- ardóttir fréttamaður flutti sagði meðal annars: „Eigandi veitinga- staðar á Akureyri er grunaður um vinnumansal. Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þús- und krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum.“ Ummælin eru meðal þeirra sem stefnandi gerir ósk um að verði dæmd dauð og ómerk. Stéttarfélagið Efling-Iðja staðfesti eftir athugun að þessar fullyrðingar fréttamannsins væru ekki á rökum reistar og að kjör starfsmanna Sjanghæ stæðust kjarasamninga. Vill sex milljónir í bætur frá RÚV Hópur barna þáði boð um að taka þátt í slímnámskeiði í Bíó Paradís í gærkvöldi í tengslum við sýningu „slímugustu myndar allra tíma“, Men in Black. Strákarnir sýndu af- raksturinn stoltir áður en myndin hófst. Börnin náðu góðum árangri í slímgerðinni og fóru þau heim með slím í mismunandi litum og af ýms- um gerðum. Þau hafa greinilega æft sig heima því æðið fer eins og eldur í sinu um heimili landsmanna við misjafna ánægju foreldranna. Hægt er að kaupa leikslím í verslunum en miklu skemmtilegra er að gera það heima í eldhúsi, undir eftirliti foreldra! Efnin geta verið mismunandi. Maísenamjöl, vatn og matarlitur er einföld upp- skrift en fjölmörg önnur grunnefni henta. Svo má skreyta með glimm- er. Í gærkvöldi virtist linsuvökvi vera vinsæll til að bleyta upp í slími. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börn kom- ust á slím- námskeið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef ekki heyrt um heitavatns- skort hér,“ segir Snorri H. Jóhann- esson, bóndi og veitingamaður á Augastöðum í Hálsasveit í Borgar- firði, þegar hann er spurður hvernig frostið fari í bændur og ferðafólk. Hann vísar til umræðunnar á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurlandi. Segir að frostið hafi ekki verið svo mikið þar um slóðir að það hafi haft áhrif á menn eða skepnur. Heitavatnsnotkun á höfuðborgar- svæðinu jókst aftur í gær, eftir að hún fór minnkandi í fyrradag. Veitur gera ráð fyrir að heitavatnsrennslið nái nýju hámarki um helgina. Enn er því starfað eftir viðbragðsáætlun og fólk beðið að fara vel með heita vatnið. Gæti þurft að loka Léttskýjað verður að mestu á land- inu í dag og frost víða 5 til 15 stig en kaldara á stöku stað, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgar- svæðinu er spáð 10-15 stiga frosti. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingafulltrúi Veitna sem reka hita- veituna, segir ekki útilokað að skerða þurfi afhendingu heits vatns til stórnot- enda í dag eða um helgina. Það ráðist af þróuninni í nótt og á morgun. Skerðing- arnar myndu einkum bitna á sundlaug- unum. Hitaveitur á Suðurlandi sem Veitur reka hafa þegar lokað sundlaug- unum á Hvolsvelli, Hellu og Lauga- landi í Holtum og útisundlauginni í Þor- lákshöfn. Þá hafa Selfossveitur skert afhendingu til Sundhallar Selfoss þann- ig að útisundlaugin og útisvæðið verður lokað fram á sunnudag. Gott að hafa snjó og kulda „Það er yndislegt vetrarveður. Ég er mikill vetrarmaður, þoli ekki hlák- ur að vetrinum, finnst gott að hafa snjó og kulda,“ segir Hlini Gíslason, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Þar er oft mesta frost á landinu. Hlini segir að frostið hafi ekki verið mikið að und- anförnu, mest hafi það farið í 23 gráð- ur eina nóttina. Snorri á Augastöðum rekur veit- ingastað við Hraunfossa. Hann segir að margir hafi verið á ferðinni í desem- ber en fáir í janúar. Hann segir að kuldinn hafi engin áhrif á ferðafólkið. Flestir séu búnir að kaupa sér Cinta- mani eða 66°N fatnað áður en þeir aki úr Reykjavík og séu á mannbroddum. Heitavatnsnotkun eykst enn í kulda  Spáð er allt að 15 stiga frosti í dag og sums staðar meira  Útisundlaugar eru lokaðar víða á Suður- landi vegna mikillar notkunar á heitu vatni  Kuldinn bítur ekki á bændur, skepnur eða ferðafólk Morgunblaðið/Eggert Augnakonfekt Grýlukerti við Ráðhús Reykjavíkur taka á sig ýmsar myndir í frostinu og vetrarbirtunni. Sérstakir varaforsetar Alþingis vegna Klausturmálsins ákváðu á fundi í Alþingi í gærmorgun að und- irbúa erindi til siðanefndar Alþingis um gildissvið siðareglnanna. Það segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, sem kosin var til þessa hlutverks ásamt Haraldi Benediktssyni, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins. Spurð hvort þetta sé undanfari þess að vísa máli sexmenninganna af Klausturbar til siðanefndarinnar segir Steinunn Þóra aðeins að ákvörðunin í gærmorgun sé það fyrsta sem þau geri og hún sé eina ákvörðunin sem tekin hafi verið. Hún segir mikilvægt að þegar nið- urstaða siðanefndar liggur fyrir verði hún gerð opinber. Aðeins með Klausturmál Sérstakir varaforsetar voru kjörnir úr hópi þeirra þingmanna sem ekki höfðu tjáð sig um ummæli þingmannanna sem ræddu saman á Klausturbar á dögunum en hluti þeirra var tekinn upp og birtur í fjöl- miðlum. Forseti Alþingis og varafor- setar lýstu sig vanhæfa til frekari umfjöllunar um málið vegna yfirlýs- inga þeirra og ummæla um málið. Þegar sérstöku varaforsetarnir voru kjörnir var rætt um að meginverk- efni þeirra væri að koma málinu til siðanefndar. Sérstöku varaforsetarnir fengu gögn málsins fljótlega í hendur og hafa verið að kynna sér þau. Mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem siðanefnd flokksins áminnti fyrir að áreita konu sl. sumar, er ekki hjá sérstökum varaforsetum en ein- staklingur óskaði eftir því við for- sætisnefnd að því yrði vísað til siða- nefndar. Þeir fjalla heldur ekki um mál tveggja þingmanna Pírata sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að kunni að hafa gerst brotlegir við siðareglur með opinberum ummælum um Ás- mund. helgi@mbl.is Undirbúa erindi til siðanefnd- ar um gildissvið siðareglna  Sérstakir varaforsetar í Klausturmálinu teknir til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.