Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Félagsheimilið Árnes Í Félagsheimilinu Árnesi er glæsileg aðstaða fyrir ættarmótið, afmælið eða aðra viðburði Fallegt fjölskyldutjaldsvæði með rafmagni er handan við húshornið ásamt sundlaug og heitum potti. Góð aðstaða er fyrir útiíþróttir og leiktæki fyrir börn. Verslun á svæðinu. Stutt í fallegar náttúruperlur s.s. Þjórsárdal, Hjálparfoss, Stöng og Gjána. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Félagsheimilið Árnes hentar sérlega vel fyrir allskyns veislur og viðburði. Það er staðsett í fallegu umhverfi í um 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og 40 km frá Selfossi. Húsið rúmar með góðu móti 360 manns í þremur sölum sem hægt er að aðskilja. Öflugt hljóðkerfi og skjávarpar eru í húsinu og stórt leiksvið sem gefur mikla möguleika. Glæsilegt veislueldhús er til staðar með góðum útbúnaði. Sólpallur og skjólsæll garður er til suðurs við húsið. Nánari upplýsingar gefa: Kristjana í síma 486 6100 netfang kidda@skeidgnup.is Ari í síma 893 4426 netfang ari@skeidgnup.is Einstaklingur sem hugðist hnupla ilm- vatnsglasi úr verslun í um- dæmi lögregl- unnar á Suður- nesjum sl. fimmtudag tók sprettinn út úr versluninni þegar lögreglumaður mætti á staðinn. Sá síðarnefndi hljóp hnuplarann uppi og var hann látinn borga fyrir ilmvatnið, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Fyrr í vikunni hafði annar fingralangur einstaklingur reynt að stela fótakremi með því að taka það úr kassanum og skilja umbúðirnar eftir. Viðkomandi var einnig látinn borga kremið sem kostaði nærri sex þúsund krónur. Hljóp uppi þjóf sem stal ilmvatnsglasi Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suð- urnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á yfir 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Nokkuð var um umferðaróhöpp en engin alvarleg slys á fólki í þeim, segir í dagbók lögreglunnar. Hraðakstur á Reykjanesbrautinni Sigurður Ægisson sae@sae.is Súkkulaðikaffihús Fríðu Bjarkar Gylfadóttur að Túngötu 40a á Siglufirði er orðið þekkt kennileiti í bænum, þótt ekki séu nema rúm tvö ár síðan það var opnað, eða nán- ar tiltekið 25. júní 2016. Þar hafa frá upphafi verið á boðstólum hand- gerðir konfektmolar úr úrvals- súkkulaði, belgísku, auk margs annars. Og heimafólk og ferða- menn, innlendir sem erlendir, hafa streymt þangað, auk þess sem hægt hefur verið að panta sigl- firska dýrindið í gegnum vefsíðuna frida.is. Vöfflur kölluðu á meira pláss Súkkulaðikaffihúsið sló svo ræki- lega í gegn að ráðist var í að stækka húsakynnin í byrjun árs 2017. Og enn þurfti að endurskipuleggja síð- asta haust. „Já, til að geta boðið upp á vöffl- ur þurfti ég meira pláss og þess vegna fór ég í þessa viðbót núna,“ segir Fríða, en þar á hún við nýtt þjónustuborð að austanverðu í að- alsalnum, sem auðveldar mjög alla afgreiðslu á téðri vöru. Fram- kvæmdir stóðu að mestu yfir í nóv- ember en verkið kláraðist fyrir skemmstu. Auk þess var bætt við nýjum kæli. „Reyndar er þetta ekki alveg tilbúið, því til að viðhalda þemanu á eftir að setja hnakka á stólana framan við nýju viðbótina, en þeir verða komnir áður en langt um líður,“ segir Fríða. Til skýr- ingar skal þess getið að hún er mik- il hestakona og þar að auki lista- maður eins og glöggt má sjá ef litið er í kring á súkkulaðikaffihúsinu, þar sem m.a. prýða veggi málverk hennar af hestum auk þess sem hnakkur er í viðbótinni sem tekin var í notkun fyrir páskana 2017. Fríða var kjörin bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2015. Molar til heiðurs Mjallhvíti Súkkulaðikaffihúsið var lokað í janúar en opnað að nýju í gær, 1. febrúar. Fyrir utan súkkulaði geta viðskiptavinir nú fengið keypt ýms- an annan varning, s.s. innkaupa- poka, póstkort og stuttermaboli með einni hestamynd listakonunnar að ógleymdum nýjum kaffibollum, Corkcicle, sem halda köldu í 9 tíma og heitu í 3 tíma; hún flytur þá inn sjálf. Ýmsir drykkir eru í boði líka, áfengir sem óáfengir. Þar á meðal er ný tegund af freyðivíni sem og alvöru kampavín. Að ógleymdu því, að nú er Fríða að hanna súkku- laðimola til heiðurs Mjallhvíti, sem eins og flestir vita á uppruna að rekja til Siglufjarðar. Nú vantar bara hnakka á stólana Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kaffihús Fríða Björk milli afgreiðsluborðs og kælis, sem eru nýjungar. Hnakkar koma von bráðar á stólana fjóra. Kaffi Ilmandi kaffi og kakó er jafnan á könnunni. Og Mogginn sem veggfóður.Munir Póstkort, pokar og bolir með hestamynd eftir Fríðu. List Á veggjum eru hestar áberandi.  Súkkulaðikaffi- hús Fríðu á Siglu- firði stækkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.