Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 35
✝ GuðmundurGíslason fædd- ist í Reykjavík 10. mars 1954. Hann lést í Grundarfirði 22. janúar 2019. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson, f. 1920, d. 1997, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1919, d. 1995. Syst- ir Guðmundar er Sigríður Gísladóttir í Stykkishólmi, fædd 1957. Börn Sigríðar eru Laufey Guðmundsdóttir, f. 1984, Guðrún Magnea Magn- úsdóttir, f. 1989, og Jón Magn- ússon, f. 1991. Laufey á tvær dætur; Magneu Líf og Helenu Rós. Eiginmaður Guðrúnar er Snæbjörn Aðalsteinsson og unnusta Jóns er Anna Margrét Gunnarsdóttir. Guðmundur lauk gagnfræða- prófi frá Réttarholtsskóla í Reykjavík. Hann nam síðan á Eiðum og í Ár- múlaskóla og varð íþróttakennari á Eskifirði. Hann lauk prófi frá Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni vorið 1980. Guðmundur vann á skrifstofu Íþróttasambands Íslands og um ára- bil fyrir Ung- mennafélag Íslands í Reykja- vík, lengst af sem ritstjóri tímaritsins Skinfaxa. Guð- mundur vann síðan á skrifstofu Framsóknarflokksins, en flutt- ist upp úr aldamótum til Grundarfjarðar og vann þar ýmis störf. Guðmundur and- aðist á heimili sínu eftir erfið veikindi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Guðmundur verður jarð- sunginn frá Grundarfjarð- arkirkju í dag, 2. febrúar 2019, klukkan 13. Margs er að minnast frá þeim dögum þegar öflugur hópur ungra karla og kvenna hóf nám við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni haustið 1978. Meðal nemenda var Guðmundur Gísla- son, úr gamla Fossvogshverfinu og einarður Víkingur. Hann hafði þá þegar getið sér gott orð í fé- lagsstarfi íþróttahreyfingarinnar og var þaulreyndur í alls kyns út- gáfustarfsemi. Á heimavist ÍKÍ þróaðist strax mikið og gott félagsstarf, kvöld- vökur og ýmis skemmtan sem nemendurnir stóðu fyrir. Hæð- irnar á heimavistinni voru í þá tíð kynjaskiptar, stúlkurnar uppi og strákarnir niðri. Þetta fyrir- komulag bauð upp á ýmiss konar tækifæri til stríðni og gamansemi á milli kynjanna. Stelpurnar hófu leikinn og gerðu okkur strákun- um þann grikk að binda skóreim- arnar okkar saman í forstofunni svo við urðum seinir fyrir í morg- unmatinn uppi í Héraðsskóla. Við þetta varð ekki unað og héldum við strákarnir nokkurs konar málfund þar sem rætt var um hvernig við gætum brugðist við þessari ósvinnu. Þessi fundur markaði upphaf félags okkar sem við kölluðum upphaflega Málfundafélagið T og síðar T-fé- lagið. Þar varð Guðmundur, sem fékk gælunafnið Moli, strax öfl- ugur liðsmaður, fæddur fram- kvæmdastjóri sem lét ekkert stöðva sig í alls konar útgáfu- starfi allt til síns hinsta dags. Það myndi æra óstöðugan að telja upp öll þau rit og muni sem hann útbjó og þá atburði sem hann stóð fyrir ásamt forystuliði T-félagsins í gegnum árin. Þó ber að nefna jólablót og sumarblót sem voru eftirsóttar skemmtanir. Gefin var út snælda með T-fé- lagslögum í samstarfi við Johnny King og fyrir síðustu jól sá Moli til þess að lögunum var komið á geisladiska sem voru sendir til skólafélaganna. Á nýliðnu ári fagnaði T-félagið 40 ára afmæli sínu og af því tilefni fór hópur félagsmanna til Man- chester og sá United sigra City 3-2, þá var Mola skemmt enda gallharður United-maður. Í haust héldum við afmælishátíð að Húsafelli og þar var Moli heiðr- aður sérstaklega. Hann hafði oft hvatt okkur til að safna sögum sem tengdust T-félaginu og skráði sjálfur niður hluta þeirra. Sagnaheftið kom út í Húsafelli og heitir Gullmolarnir glóa en það er skírskotun til Molanafn- sins sem Guðmundi líkaði vel við í okkar hópi. Það er erfitt að ímynda sér hvar T-félagið væri statt í dag án dugnaðar og elju Mola. Vert er að þakka baklandi hans úr röðum T- félaga og þar koma margir við sögu. Hæst ber þar nafn Torfa Magnússonar, en hjá honum og fjölskyldu hans átti Moli sitt ann- að heimili þegar hann dvaldi í höfuðborginni. Einnig má nefna burðarása félagsins í gegnum ár- in, sem eru Jakob Þór Pétursson, Hafsteinn Daníelsson, Leifur Harðarson og Atli Eðvaldsson, svo einhverjir séu nefndir, en Moli átti marga trausta vini innan okkar raða. Að leiðarlokum vottum við Sig- ríði systur Mola, sem stóð með honum í erfiðum veikindum hans, okkar dýpstu samúð. Hvíldu í friði, elsku Moli. Fyrir hönd T-félagsins, Sigurjón Elíasson. Fyrir tæpum 40 árum lukum við námi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og í dag kveðjum við skólabróður okkar, Guðmund Gíslason, sem var ævinlega kallaður Moli í okkar hópi. Á skilnaðarstundu spretta fram óteljandi góðar minningar um ljúfan félaga og vin. Á Laugarvatni lét Moli strax mikið að sér kveða á félagslega sviðinu og fljótlega breyttist her- bergi hans á heimavistinni í rit- stjórnarskrifstofur fyrir skóla- blöð, afrekaskrár, símaskrár og fleira. En sú starfsemi var Mola ekki nóg; einn góðan veðurdag setti hann upp útvarpsstöð og sendi út efni um allt skólaþorpið, meðal annars leikrit sem hann samdi og flutti ásamt félögum sínum. Við skólasystkinin úr ÍKÍ myndum samheldinn hóp sem hittist með reglubundnum hætti og var Moli ævinlega reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að efla félagsandann. Til dæmis skannaði hann inn heilu mynda- möppurnar frá okkur og deildi þeim á fésbókarsíðu árgangsins, þær eru ómetanlegar minningar frá árunum okkar við vatnið góða. Eitt sinn dvöldum við heila helgi á Grundarfirði, á heimaslóð- um Mola. Þar tók hann stoltur á móti okkur og hafði skipulagt allt í þaula; þessir dagar urðu öllum ógleymanlegir. Og síðastliðið haust hittumst við í Húsafelli, þangað kom Moli og deildi hótel- herbergi með Torfa Magnússyni herbergisfélaga sínum frá Laug- arvatnsárunum en vinátta þeirra hefur verið einstök alla tíð. En það voru blikur á lofti, við vissum öll að Moli háði tvísýna baráttu við illvígan sjúkdóm þar sem brugðið gat til beggja vona. Um kvöldið fögnuðum við útgáfu á litlu kveri sem hafði að geyma minningasögur frá árunum okkar í ÍKÍ, það heitir Gullmolarnir Guðmundur Gíslason glóa og vísar til gælunafns Guð- mundar. Þetta eftirminnilega kvöld var Moli heiðraður sérstaklega og við þökkuðum honum fyrir allt sem hann hafði gert fyrir okkur. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Við söknum Mola; hvíldu í friði, elsku vinurinn okkar. Fyrir hönd skólasystkina úr ÍKÍ 1978-1980, Bjarki Bjarnason. Það er komið að kveðjustund hjá okkur Guðmundi Gíslasyni, Mola, sem ég hitti fyrst haustið 7́8 þegar við hófum báðir nám við Íþróttakennaraskóla Íslanda að Laugarvatni. Strax kom í ljós mikill samhugur milli okkar strákanna og stofnuðum við sam- an T-félagið. Moli tók hreinlega ástfóstri við þennan félagsskap og starfaði mikið fyrir hann alla tíð og alveg fram að andláti. T- félagið var með alls konar uppá- komur víða um land. Stór hluti fé- laga okkar hafði mikinn áhuga á golfi svo oftast var golf hluti af þessum uppákomum. Við Moli vorum ekki eins heillaðir og hinir af golfinu svo við vorum alltaf með veiðistöngina með okkur og fundum poll eða sprænu til að veiða í frekar en að fara í golf. Við vorum því nokkuð oft tveir í veið- inni og röbbuðum saman um heima og geima. Á þeim stundum þegar við vorum tveir einir komst ég að því hvaða öðling Moli hafði að geyma. Hann talaði bara vel um allt og alla og fann alltaf já- kvæðu hlutina á hverju sem var og ef ég fór eitthvað of langt í tuð- inu kom hann til varnar því eða þeim sem ég tuðaði yfir. Þegar hann kom í heimsókn til mín með- an börnin voru ung sá maður glampa í augum hans og stórt bros þegar þau tóku á móti hon- um. Við félagarnir fórum líka oft bara tveir saman í veiðiferðir og var Hítarvatn uppáhalds veiði- staður okkar. Þangað fórum við nokkrum sinnum og úr öllum ferðum komu einhverjar sögur af misgóðum afrekum, bæði af afla- brögðum en ekki síður öðrum sérstökum uppákomum. Til dæmis mættum við eitt skiptið heldur seint að Hítarvatni og far- ið var að rökkva svo við drifum okkur í að smella upp appelsínu- gula tjaldinu með plastbotninum. Þetta var tveggja manna tjald og því heldur þröngt um okkur. Þeg- ar við lögðumst svo til hvílu gekk illa að sofna því ég rann alltaf á Mola og ýtti honum út í hliðina á tjaldinu og ég kramdi hann þar. Ég færði mig aftur en bara rann alltaf til baka. Það var lítið sofið þessa nótt. Um morguninn tók- um við niður tjaldið og þá kom í ljós hvað valdið hafði þessum halla á tjaldbotninum, við höfðum nefnilega tjaldað því yfir stærð- arinnar hrúgu af hrossaskít. Við félagarnir létum þetta nú ekki trufla okkur og héldum til veiða á þessum rólegheitastað. Við geng- um niður að vatninu og á leiðinni hnippir Moli létt í mig og segir „sjáðu“, en ég sá ekkert, „þarna hinum megin við vatnið, sjáðu eru tveir eða þrír menn á gangi“ og svo kom þessi frasi frá honum sem við notuðum oft eftir það þegar lítið var að gerast, „þetta er bara eins og á Laugavegin- um“. Svo hélt Moli bara á uppáhalds veiðistað sinn, sem var vík fremst í vatninu og við kölluðum Mola- vík. Ég hins vegar fór aðeins lengra hægra megin á tanga sem við kölluðum Göllatanga. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu og vinum Mola okkar dýpstu samúðarkveðjur. Moli, hvíl þú í friði. Leifur Harðarson og fjölskylda. Að baki hverju fótboltaliði standa menn sem af heilum hug og stóru hjarta leggja allt sitt af mörkum til að árangur megi verða sem bestur. Þannig maður var Guðmundur Gíslason. Hann átti stóran þáttt í því að við lögð- um leið okkar austur á Eskifjörð sumarið 1978. Tveir okkar áttu rætur í Víkingi eins og hann sem var alinn upp í Fossvoginum. Það styrkti sambandið sem því miður rofnaði eftir því sem árin liðu. Gvendur Gísla átti stóran þátt í því að Austra tókst að mynda frambærilegt lið í næstefstu deild í fótbolta sumarið 7́8. Hann kom víða að málum og hélt um ýmsa þræði. Leikskrár og úrklippu- bækur hefðu tæpast verið gerðar án hans aðkomu. Við sjáum fyrir okkur þar sem hann situr með úf- ið hárið og rjóðar kinnar við að klippa út stafi til að hafa á forsíðu leikskrárinnar. Svo var textinn pikkaður á stensla á ritvélinni áð- ur en fjölritunarvélin var sett í gang. Þar sem við bjuggum saman fjórir, á aldrinum 17 til 27 ára, á elliheimilinu sem svo var kallað, áður húsi verkalýðsfélagsins Ár- vakurs, var Gvendur húsráðandi. Heimilishaldið var frumstætt og helsta skrautið í híbýlunum voru netakúlur sem Gvendur hafði fengið á netaverkstæðinu. Í mat- inn voru gjarnan unnar kjötvörur sem nú eru bannvara á mörgum heimilum, franskbrauð með nægu smjöri var nauðsynlegt og dósamatur innan seilingar. Kannski ekki það sem íþrótta- mönnum er ráðlagt nú til dags. Þetta var merkilegt sambýli og oft var gestkvæmt á elliheimilinu þessa sumardaga. Liðinu vegnaði vel og sums staðar var talað um spútniklið sumarsins. Bæjarfélagið allt tók þátt af lífi og sál sem gerði þetta einstaklega eftirminnilegt fyrir okkur aðkomumennina. Menn lögðu sig alla fram innan vallar sem utan og Gvendur var sannar- lega til staðar, gamansamur, greiðvikinn og úrræðagóður. Hann sóttist aldrei eftir verð- launum eða viðurkenningum fyr- ir sín sjálfboðastörf enda var það bara ánægjan sem dreif hann áfram. Þetta ævintýrasumar skipti okkur alla miklu máli. Gamlir Austra-leikmenn hittust síðasta sumar á Randulffs sjóhúsi á Eskifirði til að minnast þess að fjörutíu ár voru liðin frá því að hópurinn var fimm mínútur frá frægðinni! Gvendar var sárt saknað, en hann átti ekki heim- angengt vegna veikinda. Skarð var fyrir skildi en skálað var fyrir góðum dreng. Blessuð sé minning Guðmund- ar Gíslasonar. Ágúst Ingi Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Steinar Tómasson. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Elskuleg dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Keilusíðu 7b, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. febrúar klukkan 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Stefán Sigurðsson Lilja, Sóldís og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNVEIG KARLSDÓTTIR, áður til heimilis í Fannafold 66a, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13. Eybjörg Einarsdóttir Tryggvi Jakobsson Karl Rúnar Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær frændi okkar og vinur, GUÐNI SIGURBJÖRNSSON rafvirki, Faxabraut 9, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 30. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóna Hróbjartsdóttir Ágúst Þór Guðmundsson Lóa Rut Reynisdóttir Lárus Frans Guðmundsson Ásta Birna Ragnarsdóttir Eiginkona mín, HILDUR ÁSA BENEDIKTSDÓTTIR, Birkihrauni 4, Mývatnssveit, lést þriðjudaginn 1. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Emil Birgisson Minn heittelskaði eiginmaður, faðir okkar, bróðir og afi, GYLFI GUÐMUNDSSON hagfræðingur og leiðsögumaður, Víðimel 51, lést að kveldi 28. janúar á Vegamótum, Grund við Hringbraut, umvafinn nánustu fjölskyldu. Útför hans fer fram frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 6. febrúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hið þróttmikla starf Alzheimerssamtakanna. Ása Hanna Hjartardóttir Helga Maureen Gylfadóttir Ásta Camilla Gylfadóttir Jónína Guðrún Gylfadóttir Sólveig Elke Gylfadóttir Gerður G. Bjarklind og barnabörnin Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra STEFÁNS HELGASONAR, Kolbeinsgötu 26, Vopnafirði. Oddný Jóhannsdóttir Helgi Stefánsson Hjördís Jónsdóttir Rafn Stefánsson Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir Hjördís Valgarðsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem sýndu minningu GEIRÞRÚÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Lillu, virðingu og ást og okkur fjölskyldunni samúð og hlýhug. Jón Þórisson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.