Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Borgaryfirvöld hafa um árabilfylgt þeirri stefnu að allir skuli búa í 101 eða að minnsta kosti í næsta nágrenni. Þessi stefna um að „þétta byggð“ og byggja helst alls ekki á nýjum svæðum hefur orðið til þess að miðborgin er full af rándýr- um íbúðum sem fáir vilja kaupa eða geta keypt.    Ari Skúlason,hagfræð- ingur hjá Landsbankanum, talaði í samtali við Ríkisútvarpið um offramboð á íbúðum á þessu svæði og benti á að ekki væri gott að „byggja mjög mikið af einhvers konar íbúðar- tegundum sem fáir vilja“.    Spurður að því hvers vegnaíbúðir í miðborginni væru dýr- ar svaraði Ari: „Það eru nátt- úrlega margar skýringar á því. Dýrt að byggja og það er nátt- úrlega mikil umræða um lóðarverð og flækjustig. Það er ekki mikið um það hér á höfuðborgarsvæðinu að það sé verið að byggja á túni langt fyrir utan bæinn sem er ein- falt og þægilegt. Þetta er oft inni í hverfum, þrengsli og svo fram- vegis.“    Þéttingarstefna borgarinnarveldur sem sagt háu íbúða- verði, sem endurspeglast svo í því að húsnæðismál eru allt í einu orð- in helsta átakamálið í yfirstand- andi kjaraviðræðum. Þetta gjald- þrot þéttingarstefnunnar birtist svo í því að nú kynna borgaryfir- völd áform um að auðvelda fólki að breyta bílskúrum í íbúðir fyrir þá sem ekki ráða við uppsprengda þéttingarverðið.    Er það boðleg stefna í hús-næðis- og skipulagsmálum? Gjaldþrot þéttingarstefnu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna skuli kröfum rekstrarfélags verslunarkeðjunnar Euro Market um að haldlagningu lögreglu á alls 14,6 milljónum króna í eigu fyrirtæk- isins verði aflétt. Um er að ræða rúmar tíu milljónir í bankainnistæðum fyrirtækisins og allt að 4,5 milljónir í reiðufé, sem lög- regla lagði hald á í verslunum Euro Market. Úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp 22. janúar og staðfestur í Landsrétti 30. janúar. Rannsókn þessa máls er ein sú viðamesta sem lögreglan hefur ráðist í viðvíkjandi skipulagðri brotastarfsemi. Fram kom í kröfugerð fyrirtæk- isins að engin ástæða væri fyrir hald- lagningu rekstrarfjár þess, þar sem lögregla hefði ekki lengur til rann- sóknar peningaþvætti í gegnum ótil- greinda greiðslugátt, sem fyrirtækið var í viðskiptum við. Þá hefði rannsókn málsins dregist mikið og rekstrarféð sem væri í vörslu lögreglu væri nauðsynlegt fyrir reksturinn, meðal annars þar sem fjármögnun hefði gengið erfið- lega vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Í greinargerð frá embætti lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sagði hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins væru á meðal þeirra sem væru með réttarstöðu grunaðra, að eigandi fyrirtækisins hefði verið kærður í öðru landi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og að talið væri að hann hefði hagnast um hundruð milljóna króna á þess konar við- skiptaháttum. Framsalsbeiðni hans er til með- ferðar hjá yfirvöldum hérlendis, en maðurinn er einnig í farbanni. Í greinargerð lögreglu kemur fram að rannsókn málsins ljúki væntanlega á næstunni. Euro Market fær ekki haldlagt fé  Lögregla segir að rannsókn málsins muni væntanlega ljúka á næstunni Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytenda- samtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins und- irrituðu í gær samkomulag. Undir- ritunin fór fram í Melabúðinni í Reykjavík. „Við erum að taka höndum saman um að merkja matvæli betur en gert hefur verið. Við getum alltaf gert betur,“ sagði Kristján Þór í samtali við Morgunblaðið Gera á gangskör að því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upp- lýsinga um uppruna, framleiðslu- hætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra, að því er segir í frétt atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Skipa á samráðshóp með fulltrúum neyt- enda, bænda og verslunar. Hlutverk hans verður að ráðast í átaksverk- efni um merkingar og hvernig megi betur upplýsa neytendur og fyrir- tæki um réttindi og skyldur. Verk- efnið er tímabundið í eitt ár en þá verður staðan metin. Gera átak í að merkja matvælin betur  Skrifuðu undir í Melabúðinni í gær Morgunblaðið/Hari Melabúð Kristján ráðherra og Friðrik Guðmundsson kaupmaður heilsast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.