Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 2. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.32 119.88 119.6 Sterlingspund 156.7 157.46 157.08 Kanadadalur 90.74 91.28 91.01 Dönsk króna 18.322 18.43 18.376 Norsk króna 14.16 14.244 14.202 Sænsk króna 13.198 13.276 13.237 Svissn. franki 120.04 120.72 120.38 Japanskt jen 1.0977 1.1041 1.1009 SDR 166.96 167.96 167.46 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.509 Hrávöruverð Gull 1322.5 ($/únsa) Ál 1870.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.97 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Motormax ehf. hefur fest kaup á þrotabúi Bíla- nausts ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endur- skipulagi rekstrar fyrirtækisins verði lokið og gengið hafi verið frá ráðningu starfsfólks. Í tilkynningunni segir einnig að nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt við- skiptavinum góða þjónustu. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að áformað sé að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt sé að opn- un verslananna á Akureyri og Egils- stöðum síðar. tobj@mbl.is Motormax kaupir þrotabú Bílanausts STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Um 80-100 hundrað tonn af íslensku lambakjöti í heilum frosnum skrokkum fara úr landi á næstunni en kjötið er ætlað til sölu á komandi páskavertíð í Þýskalandi. Útflutningurinn er hluti af íslensk-þýsku samvinnuverkefni sem hófst sl. haust, eftir tveggja ára und- irbúning, og sagt var ítarlega frá í Við- skiptaMogganum, þar sem lambakjöt- ið er selt undir vörumerkinu Vikingyr. Kjötskrokkarnir eru fyrst sendir til kjötvinnslufyrirtækis í Frakklandi, sem þíðir kjötið upp og sker skrokkana niður í réttar bitastærðir. Bitunum er svo pakkað og þeir sendir á dreifing- armiðstöðvar stórverslanakeðjanna EDEKA og Rewe um allt Þýskaland. Þaðan er svo kjötinu dreift til einstakra stórmarkaða, sem panta kjötið eftir þörfum, en verslunum sem hafa kjötið til sölu fer fjölgandi með hverjum mán- uðinum, að sögn Hlyns Ársælssonar, fulltrúa þýska heildsölufyrirtækisins RW-Warenhandels á Íslandi, sem er tengiliður við verkefnið hér á landi og samræmir allar aðgerðir. 20-30% selst fyrir páska Hlynur segir í samtali við Morgunblaðið að 20-30% af allri lambakjötssölu í Þýskalandi fari fram dagana og vikurnar fyrir páska. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum var hann nýkominn úr heimsókn hjá frönsku sláturvinnsl- unni. „Ég er nýkominn frá Frakk- landi þar sem ég heimsótti fyrirtæk- ið sem sér um að skera kjötið í réttar bitastærðir. Við vildum tryggja að næg afkastageta væri fyrir hendi hjá þeim áður en stærri sendingar fara út,“ segir Hlynur. Hann bætir við að lambakjötssalan í Þýskalandi um páskana sé þreföld til fjórföld á við aðra tíma ársins. „Síð- ustu þrjár vikurnar fyrir páska fer allt á fullt, og verslanir halda kynningar á vörunum.“ Tugir REWE-stórmarkaða hafa nú þegar tekið kjötið í sölu, en 400 versl- anir í keðjunni eiga möguleika á að panta kjötið, að sögn Hlyns. Þá muni fleiri EDEKA-stórmarkaðir bætast við nú í vikunni. „EDEKA Nord og EDEKA í Bæj- aralandi, héraðsinnkaupamiðstöðvar EDEKA í Norður- og Suður-Þýska- landi, opna nú á pantanir hjá yfir 300 verslunum, en við vitum ekki hvað margar munu taka inn kjötið, vonandi um 100. Það mun taka tíma þar sem það þarf að kynna kjötið hverri verslun fyrir sig.“ Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu auk RW-Warenhandels á Íslandi hafa verið Kjarnafæði, Icelandic Lamb ehf. og þýska markaðsfyrirtækið Albert Rauch GmbH, en samkvæmt upplýs- ingum frá Andrési Vihjálmssyni, út- flutningsstjóra Icelandic lamb, hafa fleiri sláturleyfishafar nú bæst við sem samstarfsaðilar. Segir Andrés í samtali við Morgunblaðið að allir séu spenntir fyrir þessu einstaka verkefni, sem njóti engra útflutningsstyrkja. Horft sé til langs tíma, og sígandi lukka sé best. 100 tonn af páskalambi á Þýskalandsmarkað Matvæli Kynningarbás fyrir íslenska Vikingyr lambakjötið í einum af stórmörkuðum REWE í Þýskalandi. Útflutningur »L ambakjötsmarkaðurinn í Þýskalandi 75 þúsund tonn á ári. » Þjóðverjar borða að meðaltali 50 kg af kjötmeti á ári. » Þjóðverjar borða að meðaltali um 900 g af lambakjöti á ári. » Á Vikingyr.is er hægt að fylgj- ast með verkefninu. » RW-Warenhandels sér um út- flutning og utanumhald birgða og sölu á frystu kjöti.  Nokkrir nýir samstarfsaðilar hafa bæst við Selt undir vörumerkinu Vikingyr Seðlabankar heimsins keyptu 651,5 tonn af gulli að andvirði 27 milljarðar bandaríkjadala og hafa kaupin á gulli ekki verið jafn mikil í hálfa öld. Jukust þau um 74% frá árinu 2017. Í frétt Financial Times segir að kaup- in séu drifin áfram af kaupum seðla- banka nývaxtarlanda sem vilja minnka hlutdeild bandaríkjadals í gjaldeyrisforða sínum vegna aukinn- ar óvissu í milliríkjaviðskiptum. Hef- ur hlutdeild bandaríkjadals í gjald- eyrisforða seðlabanka heimsins ekki verið jafn lítil í fimm ár samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins segir Stefán Jóhann Stef- ánsson, ritstjóri Seðlabankans, að bankinn hafi ekki keypt gull í mörg ár og að engin stefnubreyting hafi átt sér stað hvað gulleign varðar. Hann segir gullið leigt út samkvæmt sérstökum samningum og fær bank- inn fyrir það tiltekna ávöxtun í gulli. Gullforði Seðlabankans, sem geymd- ur er í Englandsbanka, er rúmlega 64 þúsund únsur, eða 159 gullstangir sem vega tæp tvo tonn og nam verð- mæti þeirra 9,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Sú upphæð nam 8,7 milljörðum í lok árs 2017 en hækkunina má rekja til fyrrgreindr- ar útleigu á gulli sem kemur inn í reikninga bankans sem hækkun á gulleign. Magn gulls í gjaldeyris- forða Seðlabankans hefur verið nán- ast óbreytt síðustu áratugi og fer hlutfallslegt verðmæti þess af forð- anum eftir heildarstærð hans en það nam 1,3% í lok síðasta árs. Eftir fjár- málaáfallið 2008 var forðinn stækk- aður verulega og því hefur hlutur gulls minnkað. peturhreins@mbl.is AFP Gull Seðlabanki Íslands á 159 gull- stangir sem vegna tvö tonn. Keyptu 651,5 tonn af gulli  Seðlabanki Ís- lands jók ekki gull- kaup í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.