Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 3.2. kl. 14. Barnaleiðsögn Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Hinn kunni kanadíski fornfræð- ingur, rithöfundur og ljóðskáld Anne Carson kemur fram í menn- ingarhúsinu Mengi við Óðinsgötu á sunnudagskvöld kl. 21. Þar mun hún í samstarfi við eiginmann sinn Robert Currie, James Merry og dansarana Aðalheiði Halldórs- dóttur, Ásgeir Helga Magnússon og Höllu Þórðardóttur flytja verkið Possessive Used As Drink (Me) – A Lecture On Pronouns in the Form of 15 Sonnets. Einnig flytja skáldin Ragnar Helgi Ólafsson og Ásta Fanney Sig- urðardóttir ljóðagjörninga. Anne Carson er eitt virtasta skáld Norður-Ameríku og marg- verðlaunuð fyrir verk sín. Hún er einnig höfundur prósaverka og rómaðra ritgerðasafna, prófessor í klassískum bókmenntum og virtur þýðandi klassískra verka, til dæmis eftir Saffó og Evripídes. Hún er þekkt fyrir athyglisverðar tilraunir með formin og framsetningu. Anne Carson ásamt félögum í Mengi  Flytja verk Carson og gjörninga Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Carson í Reykjavík fyrir áratug, er hún vann í Vatnasafni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Einkasýningar tveggja myndlistar- manna verða opnaðar í Kling & Bang í Marshall-húsinu í dag, laug- ardag, klukkan 17. Endurendurreisn kallar Sigurður Ámundason sýningu sína en sýning Geirþrúðar Finn- bogadóttur Hjörvar nefnist upp á ensku Desargues’s Theorem Lect- ure and Three New Sculptures. Við opnunina frumflytur Sigurður nýjan gjörning. Þegar gengið er inn í salina með verkum hans má sjá stór- ar teikningar í litum, sem hann hefur getið sér gott orð fyrir, en þar er líka innsetning og skjáir með mynd- bandsverkum af gjörningum hans, og á nokkrum stöðum eru skúlptúrar úr svörtum ruslapokum og límbandi; það er eins og lík séu í þeim. „Ég hef aðallega unnið með gjörn- inga og teikningar en mér finnst allir miðlar jafnir og ég fæ hugmyndir að verkum í ýmsa miðla,“ segir Sig- urður. „Ég vil nýta tækifærið sem þessi sýning gefur mér til að koma sem mestu frá mér.“ Sigurður útskrifaðist frá mynd- listardeild LHÍ árið 2012. Hann hef- ur tekið þátt í fjölda samsýninga, hér heima og erlendis, en þetta er hans níunda einkasýning og sú viðamesta. „Já, þetta eru bara lík,“ svarar hann glottandi þegar spurt er út í pokaskúlptúrana. „Þetta er dauðinn, endir alls. Ætli það sé ekki bara ég sem er þarna í. Dauðinn er sterkt tákn. Annars fjallar sýningin um manninn og mannlega hegðun. Í verkunum er ég líka að fást við mína innri púka. Ég þekki ekki persónu- lega blóðug stríðsátök en kýs að fjalla um persónulegar orrustur sem við heyjum öll við okkur sjálf og við fólkið í kringum okkur. Gjörning- arnir mínir fjalla gjarnan um átök um vald og hvernig fólk fer hvert með annað og ráðkast með aðra, jafnvel þótt það sé með augnaráðinu einu.“ Myndmál teikninga Sigurðar byggist mikið á ævintýrum og goð- sögnum. „Ég nota þessi frægu tákn til að fjalla um baráttu einstaklinga og stundum innra með mér sjálfum,“ segir hann. Að sannfæra áhorfandann Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar nam við LHÍ og Konst- högskolan í Malmö og hefur hún unnið að margvíslegum verkefnum og haldið sýningar víðs vegar um lönd. Þegar gengið er inn í sýning- arsali Kling & Bang taka á móti gestum skúlptúrar hennar sem byggðir eru á þríhyrningsformum og þar er líka 25 mínútna athyglis- vert myndbandsverk um formin þar sem listakonan flytur athyglisverða tölu og ríkulega myndskreytta, í anda TED-fyrirlestra, um svokall- aða „þeorem-kenningu“ 17. aldar stærðfræðingsins Desargues en hún fjallar um þríhyrningshlutföll og sjónarhorn. Geirþrúður viðurkennir brosandi að við gerð myndbandsverksins hafi hún haft form TED-fyrirlestra í huga. „Í samtímanum er ákveðin menning þar sem fólk reynir að sannfæra hvert annað um gildi ein- hverrar skoðunar og það má oft sjá í TED-fyrirlestrum þar sem reynt er að „selja“ manni hugmynd. Hér reyni ég að sannfæra áhorfandann um mína sýn á geómetríu. Ég hef líka áhuga á að finna myndlíkingu hugmyndarinnar og tala í því sam- bandi um loftsteina og fleira.“ Og hún tengir talið við mynd- listina. „Já, meðal annars. Og við dæmi- söguna sem slíka. Allt sem við segj- um er táknmynd fyrir eitthvað ann- að, maður getur sagt eitt en meint annað.“ Og Geirþrúði finnst áhuga- vert í því sambandi þegar hlutir og fyrirbæri taka að breyta um merk- ingu. Í verkum listamanns séu svo margar leiðir og hún sýnir fram á það í þrívíðri úrvinnslu skúlptúranna á sýningunni, út frá kenningunni. Morgunblaðið/Einar Falur Átök „Í verkunum er ég líka að fást við mína innri púka,“ segir Sigurður Ámundason um viðfangsefnin. Morgunblaðið/Einar Falur Fyrirlestur Að baki Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar er myndbandsverk þar sem hún fjallar m.a. um fjarvídd. Mannleg hegðun og kenningar um hlutföll  Tvær einkasýningar opnaðar í dag í Kling & Bang Á dagskrá Tíbrártónleikaraðarinnar í Salnum kl. 20 á sunnudagskvöld eru tveir sönglagaflokkar sem sjaldan fá að hljóma í heild sinni á Íslandi. Flokkarnir eru fyrir blandaðan kvartett og píanó. Annars vegar Ástarljóða- valsar Johannesar Brahms sem eru létt og leikandi söng- lög fyrir kvartett og fjórhent píanó og fjalla um yndi og ör- væntingu ástarinnar. Hins vegar Spanisches Liederspiel eða Spænskur ljóðaleikur eftir Robert Schumann þar sem raddirnar njóta sín í spænskri sveiflu í dúettum, kvart- ettum og einsöng. Flytjendur eru Fjölnir Ólafsson, barítonsöngvari og klassískur gítarleikari, Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Hrafnhildur Árnadóttir sópran, Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari, Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleik- ari og óperuþjálfi, og Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór. Schumann samdi Spænska ljóðaleikinn árið 1849, en flestir textarnir eru þýðingar á spænskum ljóðum eftir óþekkta höfunda. Úr verður eins konar „ljóðasöngleikur“, sem ýmist er sungin sem sóló, dúett eða kvartett. Lýrík Schumanns fær að njóta sín í lögunum en þar gætir einnig áhrifa spænskrar tónlistar. Ástarljóðavalsar Brahms frá árinu 1868 eru átján stutt lög fyrir fjórar raddir og fjórhent píanó. Lögin eru í svo- kölluðum Ländler-stíl, sem er þjóðdans í þrískiptum takti frá Sviss, Austurríki og Þýskalandi. Ljóðin eru ýmist ást- arljóð eða þjóðlög. Ástarvalsar og spænsk sveifla Fjölnir Ólafsson Hrafnhildur Árnadóttir Hanna Dóra Sturludóttir Hrönn Þráinsdóttir Matthildur Anna Gísladóttir Þorsteinn Freyr Sigurðsson  Sönglagaflokkar fyrir blandaðan kvartett og píanó í Salnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.