Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef haft áhuga áhandavinnu frá því ég varlítil stelpa. Ég hef heklaðog prjónað frá því ég var sjö eða átta ára og ég handsaumaði barbífötin á dúkkurnar mínar. Ég man hvað ég vandaði mig mikið, bjó til útsaumsspor og hvaðeina. Þar fyrir utan hef ég verið með blæti fyr- ir öllu gömlu frá því ég var að alast upp á Akureyri. Ég vissi fátt skemmtilegra en að komast á byggðasöfn og skoða gamla hluti, hvort sem það var Minjasafnið, Nonnahús eða Laufás. Þegar ég var í sveit á Rauðá, bæ þar sem systir pabba bjó, þá var þar gamall maður, Villi, sem smíðaði kistla og rokka og gerði upp gömul húsgögn. Systir hans málaði kistlana og ég dróst að þessu, ég var alveg heilluð. Hann kenndi mér að smíða og ég man ekki eftir vélarhljóðum í smiðjunni hans, allt var gert í höndunum. Þar leið mér vel,“ segir Lára Magnea Jóns- dóttir textíllistamaður en hún vinnur í sínum verkum með gamla kross- sauminn og útfærir íslensk gömul munstur. „Útsaumsáhuginn kviknaði fyr- ir alvöru hjá mér þegar ég byrjaði að vinna hjá Íslenskum heimilisiðnaði strax að lokinni útskrift minni úr textíldeildinni í Myndlista- og hand- íðaskólanum fyrir þrjátíu árum. Þar voru þessi gömlu íslensku munstur frá Þjóðminjasafninu sem Elsa Guð- jónsson hafði teiknað upp, stóra riddarateppið og fleiri gersemar. Þá fór ég að grúska og kafa ofan í þetta,“ segir Lára Magnea sem tók sér tíu ára hlé í listinni þegar barn- eignir og önnur krefjandi verkefni komu upp í hennar lífi. Dóttir henn- ar fór í gegnum krabbameins- meðferð svo Lára Magnea sinnti lítt sínum útsaumi og verkefnum honum tengdum. „En ég var aðeins að kenna list- greinar á þessum tíma og alltaf eitt- hvað að gæla við þessi gömlu munstur. Svo fór þetta allt af stað aftur þegar vinkonur mínar plötuðu mig til að taka við formennsku í Heimilis- iðnaðarfélaginu. Ég hef lengi verið að safna þessum gömlu munstrum og draum- urinn er að búa til eitthvert fyrirtæki úr þessu,“ segir Lára Magnea sem á sum- arbústað fyrir austan fjall þar sem hana langar að vera með sinn eigin rekstur, opna vinnustofu og listasmiðju, halda námskeið og fá til sín ferðamenn í heimsókn og fleira í þeim dúr. Allt tengt útsaumi. Reynir á þolinmæðina „Nú er ég að einbeita mér að því að búa til vand- aða útsaumspúða eins og ég sýndi á Hönnunarmars í fyrra. Ég vinn með eitt og sama útsaumsmunstrið, mynd sem ég fór fyrst að leika mér með þegar menn- ingarhúsið Hof var opnað á Akureyri, en þá gafst fólki tækifæri til að skila listaverki af ákveðinni stærð, og þau voru svo öll á sýningu á opnuninni, líkt og mósa- ík. Myndin sem ég sendi var mynd sem ég saumaði út, en munstrið sótti ég til Þjóðminjasafnsins, úr bekk úr riddarateppinu. En ég breytti, bæði litum og braut upp munstrið og gerði þetta þannig að mínu verki, þó að það sé í grunninn úr þessari átjándu aldar rúmábreiðu. Þegar ég útfæri svona íslensk gömul munstur teikna ég þau upp í tölvu og útfæri í öðrum litum, sterkum litum eða brúntóna, svo pakka ég þessu og fólk getur valið sér hvað því hentar þeg- ar það kaupir þetta í pakka, þar sem allt efnið er tilbúið. Þetta er allt í vinnslu og nú er verið að búa til sölu- síðu, saumakassinn.is.“ Lára Magnea segir að munur- inn á gamla krosssaumnum og þeim nýja sé sá að aftur sé farið yfir spor- ið í þeim gamla og hann þeki því bet- ur. En það getur verið mikið vanda- verk að teikna upp munstur eftir myndum. „Maður þarf að kunna að telja og hafa þolin- mæði, því þetta gamla er oft illa farið. Eitt af fyrstu stykkjunum sem ég teiknaði munstrið upp eftir, gerði ég eftir póstkorti með mynd af gömlum útsaumi af söðul- áklæði. Það tók tímann sinn, ég þurfti að nota stækkunar- gler og það reyndi á þolin- mæðina,“ segir Lára Magnea og bætir við að því miður virðist fólk ekki tilbúið að borga jafn mikið fyrir út- saum og olíumálverk. „Að baki stórum púða hjá mér liggja fjörutíu vinnu- stundir, þetta er vikuvinna og mikið vandaverk, ég verð- legg mig eins og iðn- aðarmaður,“ segir Lára Magnea sem langaði að fara í háskólann og læra þjóðfræði og grafa dýpra. „Ég hef ekki enn fundið tíma til þess, ég er með fullt hús af börnum og sinni aldr- aðri móður og er í hálfu starfi hjá handavinnuhúsinu Ömmu mús. Ég kenni líka gamla útsauminn og uppsetningu púða hjá Heimilisiðnaðarfélaginu,“ segir Lára Magnea sem segist eiga heilan haug af alls konar gömlum út- saumi. „Ég gerði mikið af því hér áður fyrr að endurvinna útsaum, bjó til eitthvað nýtt úr því, púða eða töskur og aðallega til gjafa meðal fjölskyldu og vina. En nú er ég hætt að kaupa slíkt í Góða hirðinum, ég nýti lag- erinn sem ég á ef ég þarf að búa til gjafir.“ Listaverk Brot af nokkrum verkum Láru Magneu. Morgunblaðið/Hari Flott Púðinn t.v. er með munstrinu sem hún vinnur með núna. Útsaum Fallegir litir og munstur sem Lára hefur gert. Fellur fyrir öllu sem gamalt er Lára Magnea textíllista- maður vinnur með gamla krosssauminn og útfærir íslensk gömul munstur og gerir þau að sínum. Morgunblaðið/Hari Verk í vinnslu Lára Magnea grípur hér í útsaumsverk sem verða mun ílangur púði þegar fram líða stundir. Nokkur af verkum hennar í kringum hana. Gamli krosssaumurinn Hann þekur betur en sá nýi. Ljósmynd/Lára Magnea Ljósmynd/Lára Magnea Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.