Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Í dag kveðjum við Rannsý sem nú er fallin frá eftir löng og erfið veik- indi. Rannsý var sjálfstæð kona, skemmtileg viðræðu og vel að sér um mörg málefni. Hún rak eigin læknastofu og fór af henni afskaplega gott orð. Hún þótti sem læknir bæði hafa næma til- finningu fyrir fólki og yfir- gripsmikla þekkingu og dóm- greind í fagi sínu. Rannsý var sannkallaður Skandinavi, íslenskur Skandin- avi. Hún bjó bæði í Danmörku og Svíþjóð þar sem hún var lengi við nám. Árin í Skandinavíu settu mark sitt á hana og mót- uðu hennar stíl. Hún talaði bæði dönsku og sænsku reiprennandi og gat átt innihaldsríkar sam- ræður um málefni Skandinavíu, hvort sem talið barst að kónga- fólkinu, bókmenntum eða pólitík. Þegar við ólumst upp var hún boðberi skandinavískrar menn- ingar í fjölskyldunni í mat, tón- list og bókmenntum. Nokkuð sem við og seinna líka börnin okkar hafa notið góðs af. En það var ekki einungis við hið skandinavíska menningar- uppeldi sem Rannsý lagði sitt af mörkum. Hún bauð reglulega á tónleika og í leikhús. Það voru ómetanlegar og skemmtilegar samverustundir sem gerðu ann- ars framandi menningu aðgengi- lega. Rannsý var höfðingi heim að sækja og það hefur verið fastur liður í Íslandsdvöl okkar að renna í Garðabæinn, sporðrenna nokkrum kleinum, gefa fuglun- um og skoða dótið í gamla dóta- bekknum sem Rannsý hafði sjálf fengið sem barn. Árlegt ára- mótaboð Rannsýjar var einnig lengi fastur liður í nýársgleði fjölskyldunnar. Þegar klukkan sló tólf á miðnætti tóku fjöl- skyldumeðlimir að streyma til Rannveig Pálsdóttir ✝ Rannveig Páls-dóttir fæddist 16. mars 1952. Hún lést 16. janúar 2019. Útför Rann- veigar fór fram 1. febrúar 2019. Rannsýjar til að skála, skjóta upp fyrir gamla árinu og því nýja. Þá var bú- ið að dekka drekk- hlaðið borð með æv- inýralegum kræsingum, svo sem ostum og pyls- um, sultum og hringlaga hrökk- brauði. Þá voru sungnir áramóta- söngvar og dansaður víkivaki með ungum sem öldnum og nýju ári fagnað. Upplifunin var svolít- ið eins og í sögu eftir Astrid Lindgren um Emil í Kattholti. Rannsý var einstaklega gjaf- mild og rausnarleg, hvort sem um var að ræða gjafir, læknis- ráð, tíma sinn eða fallega handa- vinnu. Hún var handverkskona mikil og geta dætur okkar státað af því að eiga ein merkilegustu og fallegustu söfn af dúkkufötum á byggðu bóli og þótt víðar væri leitað. Teppi hennar og dúkkuföt bárust eins og hlý faðmlög til barna okkar yfir Atlantshafið. Það sama átti við um jólapúslið en þau eru ófá börnin sem árlega fengu dagatalspúsl frá Rannsý í desember sem sett voru saman, nokkur púsl daglega, allan jóla- mánuðinn. Þessi skemmtilegi siður er löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningnum á mörgum heimilum. Rannsý var sterk kona og styrk sínum beitti hún fram á síðasta dag. Hún tókst á við langt og erfitt sjúkdómsferli af einstöku æðruleysi og skynsemi, sem gaf henni færi á að lifa fjöl- breyttu og innihaldsríku lífi þótt líkaminn væri að gefa sig. Það stendur nú upp á okkur sem fengum að upplifa styrk hennar og liðveislu í lifanda lífi að bera arfinn hennar áfram. Með þessum fáu orðum langar okkur að kveðja Rannsý. Að henni er mikil eftirsjá og sökn- uður. Héðinn Björnsson og Vaka Antonsdóttir. Þegar landsmenn fögnuðu hækkandi sól hallaði skyndilega undan fæti og Rannveigu var fremur óvænt kastað í sína hinstu baráttu við meinið, sem hún var búin að glíma við síðast- liðin tíu ár. Baráttuviljinn var enn til staðar, en allan tímann sýndi hún æðruleysi gagnvart veikindum sínum og óendanlega seiglu. Rannveig var búin að vera samferðafélagi okkar og vinur í áratugi. Hún var alltaf til staðar og einstaklega bóngóð ef við þurftum ráð, sem heyrðu undir hennar svið. Hún var áhugasöm um hagi okkar, eins og annarra vina og vandamanna, en ekki síst fylgdist hún vel með börnunum í kringum sig. Það er mikils virði að eiga góða frænku og það áttu börnin okkar í henni. Hún sýndi væntumþykju sína og hlýhug með notalegu og traustu viðmóti, en hún færði okkur líka ósjaldan listilega gert handverk, prjónað eða heklað. Það var ekki á færi allra að prjóna dúkkuföt eins og Rannveig gerði og færði meðal annars leikstofu barnadeildar Landspítala að gjöf. Hún var virk í starfi og tóm- stundum allt fram í desember sl. en hvort tveggja var henni mik- ils virði. Rannveig átti farsælan starfs- feril. Hún hafði einlægan áhuga á fólki, var laus við fordóma og hispurslaus í tjáningu. Hún gaf sjúklingum sínum góðan tíma þegar þess þurfti. Hún hafði ein- lægan áhuga á tónlist, sótti söng- tíma, söng í kórum og var tíður gestur á tónleikum. Hún var þakklát fyrir að geta tekið þátt í flutningi Mozart Requiem á dán- ardegi tónskáldsins 6. desember. Rannveig var mikilvæg í lífi fjölskyldu okkar og það á líka við um fjölskyldur vina og skóla- systra úr HÍ. Minningin um traustan og ein- lægan vin lifir með okkur. Sam- úð okkar er hjá móður hennar og fjölskyldu allri. Takk fyrir allt. Valgerður og Lárus. Enn er hoggið skarð í stúd- entahópinn sem útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972. Í dag kveðjum við Rannveigu Pálsdóttur, bekkjarsystur og vinkonu úr 4-R. Í bekkjakerfinu sem þá var í MH náðum við að tengjast sterkum böndum sem halda enn í dag. Hefur bekkur- inn okkar hist áfram, m.a. í kringum „reunion“-hátíðir ár- gangsins og þá er eins og tíminn hafi staðið í stað. Gamlir og góðir atburðir rifjaðir upp og gefin fyrirheit um að hittast oftar. Því miður náði Rannveig ekki að vera með okkur síðast þegar bekkurinn hittist vegna veikinda. Þrátt fyrir að leiðir skilji gjarnan eftir stúdentspróf hefur starfsvettvangur Rannveigar og margra okkar úr 4-R legið sam- an þar sem nánast helmingur bekkjarins fór í læknanám og nokkrir aðrir í heilbrigðistengt nám. Hún var samferða okkur í læknadeildinni fyrstu árin og þótt hún hafi lokið náminu í Kaupmannahöfn litum við á hana sem hluta af útskriftarhópnum úr læknadeild HÍ 1979. Leiðir okkar Rannveigar lágu á ný saman í sérnámi í Örebro í Svíþjóð þar sem nokkrar íslensk- ar læknafjölskyldur tengdust af- ar sterkum böndum. Á ég marg- ar ljúfar og góðar minningar frá þeim tíma. Eitt af því sem einkenndi Rannveigu var hvað henni var annt um börn og fóru börn okkar vinkvennanna ekki varhluta af gæsku hennar og gjafmildi. Þótt börnin yxu úr grasi sýndi hún þeim áfram áhuga og spurði ávallt um gengi þeirra þegar við hittumst. Rannveig var mikil hannyrða- kona og eru ófá plöggin sem liggja eftir hana. Barnaföt, barnateppi, útprjónaðir vettl- ingar, dúkkuföt og margt fleira sem hún gaf vinum og vanda- mönnum af einlægum hug. Söngur og kórastarf var henn- ar líf og yndi. Hún var í Hamra- hlíðarkórnum á menntaskólaár- unum og seinna í ýmsum kórum, nú síðast í Óperukórnum þar sem hún náði að taka þátt í flutn- ingi á sálumessu Mozarts 6. des- ember sl., meira af vilja en mætti. Rannveig átti farsælan feril í sínu læknisstarfi og sinnti starf- inu af alúð og samviskusemi. Hún var mjög greiðvikin og var alltaf gott að leita til hennar. Þrátt fyrir erfið veikindi náði Rannveig að sinna starfinu fram undir það síðasta. Hún tókst á við veikindi sín af miklu æðru- leysi og hélt reisn sinni alla tíð. Við minnumst góðrar vinkonu með hlýju og þakklæti fyrir sam- fylgdina. Sendum Soffíu móður Rannveigar, systkinum hennar og fjölskyldum innilegar samúð- arkveðjur. Hvíl í friði. Fyrir hönd bekkjarsystkina úr 4-R, Katrín Davíðsdóttir. Það verður ætíð tilefni sam- blands kvíða og tilhlökkunar að hitta nýja skólafélaga. Mennta- skóli í mótun, nýir kennarar og nýir nemendur. Þannig var það haustið 1968 þegar bylting var yfirvofandi og óvissa við hvert fótmál. Þetta var haustið sem þéringar lögðust af í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Flestir minna bekkjarfélaga voru „nýir“ fyrir mér. Mjög mis- munandi hæverskir! Þannig varð Rannveig Páls- dóttir bekkjarsystir mín. Hæv- ersk, ljúf og kurteis! Þá sjaldan sem í henni heyrðist mátti greina að þar var ekki meðal- manneskja. Við áttum oft sameiginlega gönguleið að skóla loknum þar sem „heimili“ Rannveigar hjá frænku hennar var sem næsta hús, þó um krók væri að fara. Áttum við oft djúp og spekileg samtöl. Seinna leitaði ég til hennar vegna húðvandamála hjá fjöl- skyldunni. Enn mætti ég hæv- ersku, kurteisi og hinum ljúfa lækni. Ég votta móður Rannveigar og systkinum samúð mína. Og Rannveigu virðingu. Megi minningin um Rann- veigu Pálsdóttur heiðrast í vit- und þinni. Verði hún Guði falin. Vilhjálmur Bjarnason. Kær vinkona og samstarfs- félagi, Rannveig Pálsdóttir, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Það er sárt að kveðja og á slíkum tímamótum verður manni orða vant. Með Rannveigu er genginn góður læknir, mikill mannvinur og kona sem var góður vinur vina sinna. Hún var hafsjór af fróðleik um fræðin, tónlist og menn og málefni. Svo ótrúlega mannglögg og ættfróð að maður gat bara dáðst að þessum hæfileika henn- ar. Hún var dugnaðarforkur og stóð keik sína plikt í starfi þrátt fyrir veikindin. Sífellt eitthvað að bardúsa, mæta á kóræfingar, fara á tónlistarviðburði og undi sér við lestur góðra bóka. Handavinna var henni sérstak- lega kærkomin, þannig sat hún venjulega prjónandi á fundum og hafði mikið yndi af. Hún prjónaði í frístundum sínum og við sam- starfsfólk og vinir fengum óspart að njóta þessa fallega handverks sem hún gaukaði ósjaldan að okkur. Og það var venjan að flestir fengu eitthvert handverk í jólagjöf, vettlingarnir, sokkarnir, teppin og dúkkufötin, allt bar þess merki að vera gert af mikilli alúð og gefið af innileika og hlý- hug. Við fæðingu lítils frænda eða frænku var strax kominn pakki frá Rannveigu. Henni var augljóslega mjög annt um fjölskyldu sína, stóra sem smáa, unga sem aldna og fylgdist vel með framgangi og hugðarefnum alls þessa fólks. Hún lagði greinilega sitt af mörkum til að styrkja tengsl og rækta frændgarðinn. Hún sýndi skjólstæðingum sínum líka mikla umhyggju og nærgætni og fylgdi þeim vel eftir. Rannveig var söngelsk, söng í kórum og mikill tónlistarunn- andi. Hún sótti mikið af tónlist- arviðburðum sem í boði voru og hafði greinilega mikla unun af og naut þess að fylgjast með ungu tónlistarfólki stíga sín fyrstu skref á listabrautinni, svo við hin fengum góðar upplýsingar um það helsta sem var á döfinni hverju sinni. Margt hefur verið rætt og skrafað á kaffistofunni undanfar- in ár, og aldrei komið að tómum kofunum hjá Rannveigu, en nú er skarð fyrir skildi og kaffitíma- rnir verða ekki samir eftir fráfall hennar. Með þakklæti fyrir ómetan- lega vináttu til margra ára og virðingu í huga kveð ég Rann- veigu og veit að minningar um hana munu ylja okkur um ókom- in ár. Ég sendi móður hennar, systkinum og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hanna Jóhannesdóttir. Í dag kveðjum við kæra sam- starfskonu, Rannveigu Pálsdótt- ur, húð- og kynsjúkdómalækni. Ég kynntist Rannveigu fyrst þegar ég var deildarlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Land- spítalans fyrir hartnær 20 árum. Eitt af því minnisstæðasta við þessi fyrstu kynni var að Rann- veig hafði á þessum tíma dregið úr vinnu til þess að geta sinnt söngnámi. Ég heillaðist mikið af þessari ákvörðun hennar sem gat talist mjög óvenjuleg á þeim tíma. Því næst lágu leiðir okkar saman rúmum áratug síðar í stjórn húðlæknafélagsins og átt- um við þar marga góða fundi á heimili hennar í Nóatúni. Enn síðar unnum við saman á göngu- deild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum þar sem Rann- veig starfaði af brennandi áhuga og umhyggju fyrir skjólstæðing- um sínum. Í starfi sínu á göngudeildinni beitti Rannveig sér fyrir marg- víslegum umbótum á starfi kyn- sjúkdómadeildarinnar og hefur sú vinna leitt af sér mikilvæga þróun í starfsemi hennar. Fyrir hönd starfsfólks húð- og kynsjúkdómadeildarinnar vil ég að leiðarlokum þakka Rannveigu fyrir samfylgdina og votta að- standendum hennar innilega samúð. Megi minningin um góða konu og góðan lækni lifa. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANDÍSAR SALÓMONSDÓTTUR frá Ketilsstöðum í Mýrdal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki dvalarheimilisins Hjallatúns fyrir hlýhug og góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til vina og vandamanna fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGNÝJAR GUNNARSDÓTTUR dagmömmu, Hörðalandi 16. Sérstakar þakkir færðar hjúkrunarfólki HERA og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Svanhildur Ragnarsdóttir Ragnar Páll Aðalsteinsson Gunnar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum ykkur, kæru vinir og fjölskylda, fyrir hlýjar kveðjur, hugulsemi og auðsýnda samúð vegna fráfalls og útfarar okkar ástkæra JÓNS SIGURÐSSONAR svæfingalæknis, sem lést laugardaginn 29. desember. Ásdís Magnúsdóttir Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson Hermann Páll Jónsson Éva Tóth Ólafur Sigurðsson Helga Kjaran afabörn og langafabarn Elskuleg móðir mín, amma, tengdaamma og langamma, GUÐRÚN J. STRAUMFJÖRÐ, fædd 24. maí 1911, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra ummönnun og hlýtt viðmót, sem og öllum þeim sem reyndust henni vel. Þökkum auðsýnda samúð, guð blessi ykkur öll. Jón Þórður Ólafsson Ólafur Örn Jónsson Guðrún Arna Björnsdóttir Jóhanna Brynja Ólafsdóttir Kjartan Ingi Jónsson Nanna Líf Kjartansdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.